Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
Njarðvíkurbraut 31, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
4ra herbergja einbýlishús á einni hæð með bílskúr og sólpalli.
750 m2 eignarlóð með bakgarð í vestur og friðland.
Grunnskóli og leikskóli í göngufæri.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 44.500.000
Á
tímum „ástarrannsókna“ er við hæfi að minnast Eyr-
byggju og Þuríðar á Fróðá sem sögð var „hoppfögur“
og „öldrukkin ekkja“ eftir að fyrri eiginmaður hennar
hafði verið drepinn. Hún var glysgjörn og „kurteis“ –
og sá sem hún elskaði hefði sómt sér vel í riddarabókmenntum
miðalda. Minnumst þess líka að riddaraleg ást leiddi sjaldnast
til hamingju.
Þuríður hafði flust til Fróðár og gifst ekklinum Þorbirni
digra. En hann féll í kjölfar deilna við Geirríði í Mávahlíð sem
hann hafði ranglega sakað um að væri „kveldriða“: hefði „riðið“
syni hans af fyrra hjónabandi og skilið eftir sturlaðan á hlaðinu
á Fróðá.
Í kjölfar þessara deilna lét Snorri goði hina hoppfögru hálf-
systur sína koma til Helgafells því að sá orðrómur lék á að
Björn í Breiðuvík vendi komur sínar til Fróðár „til glapa við
hana“.
Á Helgafelli kynntist
Þuríður Þóroddi „skatt-
kaupanda“ sem hafði með
hæpnu athæfi auðgast við
Írland. Úr varð að Þór-
oddur fengi Þuríðar; þau
settust að á Fróðá. Björn í
Breiðuvík fór þá enn að
venja þangað komur sínar.
Við eina skilnaðarstund elskendanna varar Þuríður ástmann
sinn við hugsanlegri fyrirsát eiginmanns síns. Björn yrkir vísu
og segir að „í aftan“ hyggist hann drekka erfi horfinnar gleði
sinnar.
Grunur húsfreyju reyndist réttur: þeir sátu fyrir Birni og svo
lauk að tveir frændur Þórodds féllu. Björn var dæmdur til
þriggja ára útlegðar. En um sama leyti eignaðist Þuríður son-
inn Kjartan.
Björn hélt til Jómsborgar og gekk í lög Jómsvíkinga og þótti
„inn hraustasti í öllum mannraunum“. Heim kominn fékk hann
viðurnefnið Breiðvíkingakappi. Hann fór í litklæðum til manna-
móts hjá Fróðárósi og varð þeim Þuríði „hjaldrjúgt“. Á heim-
leið orti hann ástarvísur og sagðist enn vera „gjarn til hennar“.
Um veturinn fékk Þóroddur skattkaupandi Þorgrímu galdra-
kinn til að gera hríðviðri að Birni á Fróðárheiði; hann hírðist
þar í helli í þrjú dægur og orti fagrar vísur til sinnar elskuðu.
Nú fékk inn hrjáði eiginmaður á Fróðá mág sinn Snorra goða
til að leysa sig undan þeirri skömm sem Björn hafði valdið hon-
um. Snorri fór þá suður yfir Fróðárheiði við níunda mann með
þeim ásetningi að drepa friðil systur sinnar. Það fór að vísu á
annan veg. En Björn féllst á að yfirgefa landið.
Ástarsögunni er þó ekki lokið: Íslendingar á leið frá Írlandi
urðu skipreika og hrakti langt vestur í höf, tóku þar land og
voru teknir höndum. En þá sáu þeir hvar flokkur manna kom,
og sá sem „undir merkinu“ reið var „garplegur og var þá mjög
á efra aldur og hvítur fyrir hærum“. Allir „hnigu þeim manni“,
og máli sæfaranna var skotið til hans. Hann lét leysa þá úr
böndum og bað þá að skilnaði fyrir tvær gjafir til Íslands:
sverð, ætlað Kjartani á Fróðá, og gullhring til hoppfögru ekkj-
unnar með þessum orðum: „Seg að sá sendi, er meiri vinur var
húsfreyjunnar að Fróðá en goðans að Helgafelli, bróður henn-
ar.“
Hoppfagra
ekkjan
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
N
ú fer að styttast í að kosningabaráttan hefj-
ist af fullum krafti. Í dag hefjast fyrstu
prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi og Norðausturkjördæmi og í
framhaldinu í öðrum kjördæmum. Framsóknarflokk-
urinn er búinn að kynna framboðslista sína í Reykja-
víkurkjördæmunum og aðrir flokkar eru komnir vel á
veg.
Það verður ekki annað sagt en að núverandi stjórn-
arsamstarf hafi reynzt vel og mörgum finnst æskileg-
ast að það haldi áfram. Eins og við mátti búast hefur
þátttaka VG verið umdeild á vinstri kantinum en Katr-
ín Jakobsdóttir orðið afar vinsæl sem forsætisráðherra,
sem skapar flokki hennar góða vígstöðu í kosning-
unum.
Innan Sjálfstæðisflokksins er vilji til að þessu sam-
starfi verði haldið áfram. Það hjálpar hins vegar ekki
til andstaða innan þingflokksins við hálendisþjóðgarð
og neikvæður tónn í garð Svandísar Svavarsdóttur heil-
brigðisráðherra af því að hún hefur aðra afstöðu til
heilbrigðismála en þingmennirnir í þeim þingflokki.
Allt á þetta eftir að skýrast í
kosningabaráttunni en óráðlegt
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ganga
út frá því sem vísu að Framsókn
og VG vilji halda samstarfinu
áfram.
Svo er annað sem getur haft
áhrif á kjósendur. Meðal þeirra er
undirliggjandi gremja vegna þess hvernig nýtingu auð-
lindarinnar í hafinu er háttað. Þótt ábyrgðin á því sé á
vinstri kantinum, þar sem það var vinstristjórn sem gaf
framsalið frjálst án annarra aðgerða, er Sjálfstæð-
isflokknum kennt um þótt hann hafi haft forystu um að
taka upp auðlindagjald.
Verði ekkert að gert mun þessi djúpstæða gremja
brjótast fram.
Það eru meiri líkur en minni á að þessi reiði meðal
kjósenda finni sér einhvern farveg í kosningabarátt-
unni. Hvernig það gerist getur byggzt á öðrum um-
ræðum, sem tengjast nýtingu auðlindanna.
Geri ríkisstjórnin alvöru úr því að hefja sölu á hlut í
Íslandsbanka getur það haft áhrif á kosningabaráttuna.
Það má vel vera að þær fréttir hafi ekki borizt inn fyrir
veggi Alþingis en veruleikinn er sá að fólk treystir
stjórnmálamönnum ekki fyrir sölu bankanna eftir það
sem á undan er gengið. Bankasala svo skömmu fyrir
kosningar getur því haft örlagaríkar afleiðingar.
Fleiri mál þvælast fyrir kjósendum. Eitt þeirra er sú
skoðun Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að Íslandi
sé í raun stjórnað af hagsmunasamtökum. Að almenn-
um borgurum sækir sá grunur að of mikið sé til í þessu
hjá seðlabankastjóra. Þeir sjá sjálfir hver háttsemi
hagsmunasamtakanna er. Þeir sjá umsvif hagsmuna-
varðanna og sjá þá koma sér fyrir innan flokkanna.
Allt eru þetta vísbendingar um að seðlabankastjóri hafi
rétt fyrir sér. Það þýðir ekki fyrir flokkana að reyna að
þegja þetta mál í hel.
Loks er enn eitt mál sem vefst fyrir mörgum kjós-
endum, m.a. innan Sjálfstæðisflokksins, raunar svo
mjög að stór hópur sjálfstæðismanna stofnaði sérstakt
félag, sem nefnist Félag sjálfstæðismanna um fullveld-
ismál, af þeim sökum, en það er tregða Alþingis til að
segja nei við tilskipunum frá ESB sem við höfum fullan
rétt til skv. EES-samningnum.
Ein afleiðing þess er sú að það er óhugsandi að selja
raforku til Evrópu þótt við vildum, vegna þess að þá
værum við sjálfkrafa orðin hluti af orkukerfi ESB
vegna þess að Alþingi nýtti sér ekki rétt sinn til að
segja nei við orkupakka 3. Það væri sambærilegt við
það að við hefðum hleypt Evrópuríkjunum inn í fisk-
veiðilögsögu okkar en það mundi gerast næði stefna
Samfylkingar og Viðreisnar um inngöngu í ESB fram
að ganga.
Tveir stjórnarmenn í fullveldisfélaginu eru í fram-
boði í prófkjöri flokksins í Reykja-
vík, þau Ingibjörg Sverrisdóttir og
Birgir Örn Steingrímsson, og Arn-
ar Þór Jónsson héraðsdómari, sem
vakið hefur mikla athygli fyrir
greinar sínar hér í blaðinu, í Suð-
vesturkjördæmi. Aðild þeirra
þriggja að þingflokknum mundi
gjörbreyta stöðunni þar.
Umsókn Íslands um aðild að ESB hefur aldrei verið
dregin formlega til baka. Hún liggur í skúffu í Brussel.
Það eru of mörg stór mál óútkljáð vegna þess að þeir
flokkar sem á annað borð vilja klára þau skv. stefnu
þeirra virðast ekki treysta sér til þess. Verði þetta hik
viðvarandi mun það hafa afleiðingar, hverjar sem þær
verða.
Hér hafa verið nefnd nokkur mál sem flestir flokk-
arnir vilja forðast að ræða. Svo eru önnur stór mál sem
eru að ná í gegn og víðtæk samstaða er um. Það eru
ekki sízt þær róttæku umbætur í málefnum barna sem
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráð-
herra hefur verið að vinna að allt kjörtímabilið. Þar er
um að ræða einhverjar mestu breytingar á velferðar-
kerfinu frá því að því var komið á á fjórða áratug síð-
ustu aldar. Það mál skýrir sennilega að í síðustu könn-
un um vinsældir ráðherra var Ásmundur Einar í öðru
sæti næst á eftir Katrínu Jakobsdóttur. Og með sama
hætti er það mál líklegt til að duga honum vel í kosn-
ingabaráttunni í Reykjavík.
Kosningabaráttan sjálf og frammistaða einstakra
frambjóðenda mun hafa mikil áhrif á það hvaða stefnu
kosningabaráttan tekur. Það hjálpar stjórnarflokk-
unum að almennt talað er ríkisstjórnin vel liðin og eng-
inn stjórnarandstöðuflokkanna er að ná sérstakri at-
hygli. En Inga Sæland, formaður Flokks fólksins,
hefur sýnt hvað hægt er að gera á einni kvöldstund í
sjónvarpssal.
Yfirbragð Alþingis hefur breytzt á síðustu 60 árum
eða svo. Það er ekki jafn mikið um sterka persónuleika
á þingi nú og þá og það mótar þingið og umræður.
Kosningabaráttan nálgast
Meðal kjósenda er undir-
liggjandi gremja vegna
óafgreiddra mála.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Þegar ég las nýlega Íslands-dagbækur Kristjáns X., velti
ég enn fyrir mér, hvers vegna Ís-
lendingar afhrópuðu kónginn. Það
var hvergi gert ráð fyrir því í sam-
bandslagasáttmálanum frá 1918, að
konungssambandið væri uppsegj-
anlegt.
Ég hef rakið ýmsar sögur um
hranalega framkomu Kristjáns X.
við Íslendinga. En setjum svo, að
konungur hefði verið sami Íslands-
vinurinn og faðir hans Friðrik
VIII., heimsótt landið reglulega og
orðið hvers manns hugljúfi. Ríkið
hefði keypt Bessastaði fyrir kon-
ungssetur og dönsku konungs-
hjónin unað sér þar vel. Hefði kon-
ungur þá verið afhrópaður?
Nýja-Sjáland er enn í konungs-
sambandi við Stóra-Bretland, þótt
það sé hinum megin á hnettinum,
og Elísabet II. er þjóðhöfðingi
margra annarra samveldisríkja.
Þetta dæmi geymir eitt svar.
Þótt Nýja-Sjáland sé langt frá
Bretlandseyjum, byggðist það það-
an. Nýsjálendingar og Bretar tala
sömu tungu og deila sömu menn-
ingu. Ísland byggðist ekki frá Dan-
mörku. Við tölum ekki dönsku, og
menning okkar er ekki dönsk, þótt
vissulega megi greina hér marg-
vísleg menningaráhrif frá Dan-
mörku, flest heldur til bóta.
Annað ræður þó líklega úrslit-
um. Nýja-Sjáland, Ástralía og Kan-
ada hafa jafnan fylgt Stóra-
Bretlandi í stríði og friði, þótt
sjálfstæð séu. Í fyrri heimsstyrjöld
kom hins vegar áþreifanlega í ljós,
að Ísland var á valdsvæði Breta,
þótt það teldist dönsk hjálenda.
Bretar sendu hingað ræðismann,
sem tók utanríkisviðskiptin í sínar
hendur og ritskoðaði fréttir þrátt
fyrir yfirlýst hlutleysi Danmerkur.
Þetta varð enn skýrara í seinni
heimsstyrjöld, þegar Danmörk var
hernumin af Þjóðverjum og Ísland
af Bretum. Danmörk gerðist jafn-
vel 1941 aðili að sáttmála Þýska-
lands, Japans, Ítalíu og Spánar
gegn Alþjóðasambandi kommún-
ista, Komintern.
Þegar dró að lokum stríðsins,
vildu Íslendingar skiljanlega vera
óbundnir af því, sem kynni að
verða í Danmörku. Öðru máli hefði
gegnt, hefði ákvörðun um konungs-
sambandið verið tekin, eftir að
Danmörk og Ísland voru bæði orð-
in aðilar að Atlantshafsbandalaginu
og undir vernd Bandaríkjanna. Þá
hefði það hugsanlega getað gengið
upp.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Afhrópun
Kristjáns X.