Morgunblaðið - 29.05.2021, Síða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
D
avíð Kjartansson sigraði
á glæsilegu minningar-
móti um Gylfa Þórhalls-
son sem fór fram í
menningarhúsinu Hofi á Akureyri
hvítasunnuhelgina. Keppnisdag-
arnir voru fjórir talsins og mættu
58 keppendur til leiks og voru
tefldar 12 umferðir eftir sviss-
neska kerfinu. Snemma móts náði
Jón Viktor Gunnarsson forystunni
en í 9. umferð tapaði hann fyrir
heimamanninum Símoni Þórhalls-
syni og við það náði Davíð foryst-
unni sem hann lét ekki af hendi.
Hann var taplaus í mótinu. Efstu
menn urðu: 1. Davíð Kjartansson
10 v. (af 12) 2. Þröstur Þórhallsson
9 v. 3. Jón Viktor Gunnarsson 8½
v. 4.-7. Jóhann Hjartarson, Jón
Kristinn Þorgeirsson, Rúnar Sig-
urpálsson og Símon Þórhallsson
7½ v.
Kvennaverðlaun komu í hlut
Elsu Maríu Kristínardóttur, Áskell
Örn Kárason hlaut öldungaverð-
launin, Mikhael Jóhann Karlsson
varð hlutskarpastur þeirra sem
voru undir 2.000 elo-stigum og
Benedikt Þórisson náði bestum
árangri keppenda undir 1.600 elo-
stigum.
Innsæi og aðrar
næmar tilfinningar
Undir lok síðustu aldar varð
mönnum ljóst að þróun skákforrita
væri svo hröð að fyrirsjáanlegt var
að innan fárra ára ættu bestu
skákmenn veraldar litla möguleika
í keppni við bestu forritin. Einvígi
Kasparovs við Deep Blue árið 1997
leiddi þetta eiginlega strax í ljós.
En getur maðurinn lært eitthvað
nýtt af nútímahugbúnaði? Í grein
sem birtist í hollenska tímaritinu
New in chess veltir Noam nokkur
Manella þessari spurningu fyrir
sér. Hann telur réttilega að tölv-
urnar hafi víkkað út sjóndeildar-
hringinn með því að furðulegir
leikir spretta sýknt og heilagt upp
við útreikninga tölvunnar. Mann-
leg nálgun sem byggist á þekk-
ingu, innsæi og hugmyndaflugi og
ýmsum góðum kostum öðrum má
sín samt lítils gagnvart reiknigetu
tölvunnar. Hann líkir leit „vél-
anna“ að besta leiknum við leik-
aðferð sem hollenska knattspyrnu-
liðið Ajax, með Johann Cruyff í
broddi fylkingar, notaðist við á ár-
unum í kringum 1970 og var kölluð
„total football“. Leikmenn skiptu
sífellt um hlutverk á vellinum og
stundum dró Cruyff sig svo aftar-
lega á völlinn eða út á vænginn að
mótherjarnir vissu ekki hvaðan á
sig stóð veðrið. „Vélarnar“ skilja
ekkert svæði eftir – en maðurinn
er alltaf að vinsa úr skynsamleg-
ustu valkostina:
Opið mót í Nýju-Delhí 2012:
Mark Paragua – Das Debashis
Hver er besti leikur svarts?
Nokkrir öflugir skákmenn fengu
að spreyta sig á þessu dæmi og
einhverjir stórmeistarar stungu
upp uppá 23. … He1+ sem er því
miður svarað með 24. Bd1 mát!
Það er hægt að vera sammála
þeirri niðurstöðu greinarhöfundar
að í kappskák með takmarkaðan
tíma og undir mikill pressu kemur
besti leikurinn varla til nokkurs
manns í einum grænum en þó vil
ég ekki alveg útiloka það.
Besti leikurinn er 23. … Dg4!!
Drottninguna má taka á fjóra
vegu og verst er 24. Hxg4 vegna
24. … He1+ 25. Kd2 Bb4 mát! 24.
Dxg4 má svara með 24. … Hg8! og
24. Df6+ strandar á 24. … Dg6! og
svartur á vinningsstöðu. Eftir 24.
hxg4 kemur 24. … Bf4+ 25. Kd1
Bg5 26. Dg3 Hd8! og svartur vinn-
ur. Best er 24. Bxg4+ en svartur
varist með 24. … Kg7 25. Bf5+
Bg6 26. Bxg6 fxg6 27. Dg4 Kh8!
28. Dxg6 Bf4+ 29. Kb1 Hf8! og
hefur þá hrók og tvo létta fyrir
drottninguna.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Skattheimta á Ís-
landi er ein hin mesta
sem þekkist á byggðu
bóli og er talið að
skattbyrði landsmanna
sé hin næstmesta með-
al OECD-ríkja. Þrátt
fyrir þessa stöðu eru
hugkvæmni sumra
stjórnmálamanna lítil
takmörk sett þegar
kemur að nýjum hug-
myndum um alls konar verkefni,
sem skattpíndur almenningur er síð-
an látinn greiða fyrir.
Eitt slíkra verkefna er svokölluð
borgarlína. Margt er á huldu um
verkefnið en þó ljóst að það verður
geipidýrt ef af verður. Til að afla
verkefninu fylgis hafa verið settar
fram undarlegar forsendur og tölur,
sem einkennast af mikilli óskhyggju
varðandi fjárfestingarkostnað,
rekstrarkostnað og áætlaða notkun
kerfisins. Það hefur svo sem oft
gerst áður að eyðslusamir stjórn-
málamenn veifa lágum kostnaðar-
áætlunum til að fá hugðarefni sín
samþykkt en síðan margfaldast
kostnaðurinn þegar til framkvæmda
kemur. Flest bendir til að borgar-
línan verði óarðbær með öllu og
muni í raun hafa verulega neikvætt
núvirði eins og dr. Ragnar Árnason
prófessor hefur m.a. bent á.
Útlit er fyrir að methalli verði á
rekstri ríkissjóðs í ár og eins og
menn vita er Reykjavíkurborg í afar
slæmri stöðu vegna viðvarandi
skuldasöfnunar og óráðsíu. Ætla
mætti að við slíkar aðstæður myndu
eyðslusamir stjórnmálamenn rifa
seglin og leggja áherslu á að ná jafn-
vægi í opinberum rekstri en það
virðist öðru nær. Verkefnin um
borgarlínu og Hvassahraunsflugvöll
eru dæmi um það.
Viðbótarskattur
á Reykvíkinga?
Hugmyndir eru uppi um að fjár-
magna framkvæmdir við borgarlínu
með sérstökum veggjöldum á Reyk-
víkinga, sem væntanlega kæmu til
viðbótar hinum háu bensínsköttum
og bifreiðagjöldum,
sem þegar eru inn-
heimt. Rætt er um að
slík gjöld yrðu aðallega
innheimt á stofn-
brautum höfuðborgar-
svæðisins. Slík viðbót-
arskattheimta væri
líkleg til að koma sér-
staklega hart niður á
íbúum í eystri hverfum
borgarinnar, sem nota
stofnbrautir hlutfalls-
lega meira en ökumenn
vestan megin.
Í almenningssamgöngum er
mikilvægt að gæta að góðri nýtingu
fjármuna með raunsæi og skyn-
samlegar lausnir að leiðarljósi. Það
hefur því miður ekki verið gert varð-
andi draumana um borgarlínu.
Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að
styðja að slíku verkefni upp á a.m.k.
hundrað milljarða króna sé hleypt af
stokkunum þegar allar forsendur
þess varðandi ávinning, fjárfestingu
og rekstur eru svo veikar. Nær er að
styðja betur við núverandi strætis-
vagnakerfi, sem er stórlega vannýtt,
en má svo sannarlega bæta. Skoða
þarf í fullri alvöru tillögur sérfræð-
inga um svokallaða létta lausn, sem
myndi ná flestum markmiðum borg-
arlínuverkefnisins fyrir aðeins hluta
þess kostnaðar sem rætt hefur verið
um.
Sjálfstæðisflokkurinn á að vera
brjóstvörn skattgreiðenda í þessu
máli sem öðrum. Flokkurinn á því að
hafna viðbótarskatti á Reykvíkinga í
formi nýs veggjalds, sem mun þar að
auki líklega leggjast misjafnlega
þungt á íbúa eftir því hvar þeir búa í
borginni.
Borgarlínuskatt – nei takk.
Borgarlínuskatt –
nei takk!
Eftir Kjartan
Magnússon
» Sjálfstæðisflokk-
urinn á að hafna við-
bótarskatti á Reykvík-
inga í formi nýs veg-
gjalds.
Kjartan Magnússon
Höfundur óskar eftir 3.-4. sæti í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík, sem fram fer 4.-5. júní.
Ólafur Johnson fæddist 29.
maí 1881 í Reykjavík. For-
eldrar hans voru hjónin Þor-
lákur Ólafsson Johnson, f.
1838, d. 1917, kaupmaður, og
Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1850,
d. 1920, kaupmaður.
Ólafur gekk í verslunarskóla
í Edinborg og starfaði eftir það
við Edinborgarverslun í
Reykjavík. Árið 1906 stofnaði
hann innlent heildsölufyrir-
tæki, sem enginn hafði gert áð-
ur, Ó. Johnson og Kaaber, en
það var í fyrstu sameignarfélag
hans og Ludvigs Kaabers.
Ólafur var einn af stofn-
endum Eimskipafélags Ís-
lands, var stofnandi fyrsta ís-
lenska kvikmyndafélagsins, Ó.
Johnson og Co., en hann flutti
inn ásamt fleirum fyrstu tækin
til kvikmyndasýninga. Ólafur
gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum og var m.a. annar
stjórnandi Innkaupanefndar
ríkisins og annar formaður Við-
skiptaráðs. Hann var ræðis-
maður Rússlands fram að bylt-
ingunni 1917 og síðar ræðis-
maður Spánar.
Fyrri kona Ólafs var Helga
Pétursdóttir Thorsteinsson, f.
1884, d. 1918, og seinni kona
hans var Guðrún Árnadóttir
Johnson, f. 1902, d. 1973. Ólaf-
ur og Helga áttu fjóra syni og
Ólafur og Guðrún áttu þrjú
börn.
Ólafur lést 9.11. 1958.
Merkir Íslendingar
Ólafur
Johnson
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími
8:00-16:30
Úrvals hamborgarar og grillkjöt
Krydd, sósur og ýmsar grillvörur
Davíð Kjartansson efst-
ur á minningarmótinu
um Gylfa Þórhallsson
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Íslandsmeistarar Nokkrir úr skáksveit Víkingaklúbbsins tefldu á Akureyri
um helgina. F.v. Jóhann Hjartarson, Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þor-
finnsson, Tapani Sammalvuo, Davíð Kjartansson og Haraldur Baldursson.
Allt um sjávarútveg