Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 31

Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 31
MESSUR 31á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS VOLVO XC60 MOMENTUM Raðnúmer 280238 Nýskráður 7/2018 Akstur 42 þ.km. Dísel Fjórhjóladrif Sjálfskipting 191 hestöfl 5 manna Næsta skoðun 2022 Aðgerðahnappar í stýri Bakkmyndavél Bluetooth Dráttarkrókur (aftengjanlegur) Fjarlægðarskynjarar aftan Glerþak Heilsársdekk Hiti í fram- og aftursætum Hraðastillir Hraðatakmarkari ISOFIX festingar í aftursætum Leðuráklæði Loftkæling Lykillaus ræsing Rafdrifin framsæti Rafdrifin handbremsa Regnskynjari Reyklaust ökutæki Stafrænt mælaborð Start/stop búnaður Tveggja svæða miðstöð USB tengi Verð 7.790.000 kr. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugardalsprestakalli, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Ás- kirkju syngja. Organisti er Bjartur Logi Guðna- son. Kaffisopi í Ási að guðsþjónustu lokinni. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 17. Davíð Sigurgeirsson annast undirleik og aðra tónlist. Prestur er Arnór Bjarki Blomsterberg. BESSASTAÐASÓKN | Vorhátíð í safnaðar- heimilinu Brekkuskógum 1 kl. 11. Sunnudaga- skóli, grillaðar pylsur, hoppukastali, andlitsmál- un og leikir. Íhugunarganga kl. 17. Genginn verður 5 km hringur frá Bessastaðakirkju. Bænastund og kynning við upphaf stundarinnar. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sameiginleg göngu- messa þjóðkirkjusafnaðanna í Breiðholti. Geng- ið frá Seljakirkju kl. 10 að Fella- og Hólakirkju þar sem messa hefst kl. 11. Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju: Messa á farsi kl. 14. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa sunnudag kl. 20. Létt og sumarleg tónlist flutt af félögum úr Kór Bústaðakirkju og kantor Jónasi Þóri. Messuþjón- ar og sr. Pálmi þjóna. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur er Elín- borg Sturludóttir, Kristján Hrannar Pálsson er organisti og Dómkórinn syngur. FELLA- og Hólakirkja | Göngumessa kl. 11. Gengið frá Seljakirkju kl. 10 að Fella- og Hóla- kirkju. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Kristín Kristjándóttir djákni þjóna og flytja hugvekju. Veitingar eftir stundina. Sellónemendur frá Tón- skóla Sigursveins leika. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari Helga Björg Gunnarsdóttir. GARÐAKIRKJA | Laugardagur: Ferming kl. 13. Sunnudagur: Ferming kl. 10.30. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 30. maí hefjast kaffihúsamessurnar á ný. Messan hefst kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Halldórsson þjónar. Organisti er Hákon Leifsson. Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng. Heitt á könnunni. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt Ástu Har- aldsdóttur kantor, Kirkjukór Grensáskirkju og messuþjónum. Þriðjudagur 1. júní: Kyrrðar- stund kl. 12. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Ferming- arguðsþjónusta sunnudaginn 30. maí kl. 10.30. Prestur er Pétur Ragnhildarson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir, með- hjálpari er Guðný Aradóttir. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Forsöngvarar leiða söng. Ensk guðsþjónusta kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigs- kirkju, syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnudaginn 30. maí kl. 11 er fermingarmessa í Digranes- kirkju. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudaginn 30. maí verður kvöldmessa kl. 20. Séra Fritz Már þjón- ar fyrir altari. Arnór Vilbergsson er organsiti og félagar úr kór Keflavíkurkirkju færa okkur ljúfa tóna. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 11 í safn- aðarheimilinu Borgum. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Má- téová kantors. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa 30. maí kl. 11. Prestur er Aldís Rut Gísladóttir og organisti er Magnús Ragnarsson. Liberi kórinn syngur undir stjórn Sunnu Karenar Einars- dóttur. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Óskar Einarsson leiðir lofgjörðina ásamt kór Lindakirkju. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 11 hinn 30. maí. Sr. Baldur Rafn þjónar til altaris og félagar úr kirkjukórn- um leiða söng undir stjórn Stefáns H. Krist- inssonar. SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjónusta Breið- holtssafnaðanna, gengið verður frá Seljakirkju kl. 10 til guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju kl. 11. Ath. það verður því ekki guðsþjónusta í Seljakirkju en allir hvattir til þátttöku í göngu- guðsþjónustunni sem er árleg hefð í sumar- byrjun í Breiðholtinu. Boðið verður upp á akstur að Seljakirkju að guðsþjónustu lokinni. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Þrenningarhátíð. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Þorsteinn Þorsteinsson leiðir almennan safnaðarsöng. Þórleifur Jónsson les ritningarlestra. Kaffiveit- ingar, samfélag eftir athöfn í safnaðarheim- ilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu- dag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍDALÍNSKIRKJA | Laugardagur: Ferming kl. 10:30. Sunnudagur: Ferming kl. 13. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Dægur- lagamessa kl. 20 sunnudag. Kór Víðistaða- sóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar org- anista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar. Aðalsafnaðarfundur verður sama dag kl. 18 í safnaðarheimilinu á undan guðsþjónustunni. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Stóradalskirkja Á vettvangi stjórn- málanna bíða mörg verkefni sem varða hag landsmanna allra. Við þurfum að hvetja einstaklinga til dáða og virkja þannig einkaframtakið í meira mæli um leið og við bætum hag fólks, styrkjum inn- viði landsins, hugum að umhverfinu og eflum heilbrigð- isþjónustu. Fyrst og fremst þarf að sækja tækifærin og þar eiga stjórnvöld að ryðja hindrunum úr vegi. Endurnýjum forystuna Ég gaf kost á mér eftir áskor- anir sjálfstæðismanna í Suður- kjördæmi sem töldu að það þyrfti að efla forystu flokksins í kjör- dæminu og vildu fá öfluga konu í framboð. Þeirri áskorun tók ég enda vil ég vinna fólkinu í Suður- kjördæmi gagn sem og öðrum landsmönnum. Undanfarnar vikur hef ég ferðast vítt og breitt um Suðurkjördæmi og notið þess að hitta fólk og kynnast fjölbreyttri atvinnustarfsemi í kjördæminu. Ég er þakklát fyrir góðar viðtökur hvert sem ég kem, góð samtöl, ábendingar og hvatningu. Það er gott veganesti inn í framtíðina. Öflugt atvinnulíf, fleiri störf Það má með sanni segja að tækifærin séu víða og mun ég sannarlega leggja mig fram um að sækja þau. Suðurkjördæmi er matarkista Íslands, til sjávar og sveita. Með nýsköpun hafa orðið til öflug fyrirtæki á svæðinu og ferðaþjónustan hefur alla burði til þess að verða aftur blómleg í kjör- dæminu. Af mörgu er að taka. Ég mun tala máli atvinnulífsins enda verða verðmætin til þar svo hægt sé að standa undir þeim lífsgæðum sem við þekkjum og viljum búa við. Með öflugu atvinnulífi verða líka til fleiri störf sem við þurfum á að halda núna. Einkarekstur frá fyrstu hendi Þetta þekki ég vel enda er ég alin upp við einkaframtakið og einkarekstur fjöl- skyldunnar. Það veit ég að verðmætin verða ekki til af sjálfu sér. Því til viðbótar hef ég setið í stjórnum margra fyrirtækja og samtaka. Um árabil var ég í forystu iðnaðar og atvinnulífs sem formaður Samtaka iðnaðarins og átti þá sæti í stjórn Samtaka at- vinnulífsins. Ég sit í stjórn Há- skólans í Reykjavík og Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna. Þá yfir- gripsmiklu reynslu sem ég hef öðlast í atvinnulífinu og af einka- rekstri vil ég nýta til að styrkja atvinnulíf í Suðurkjördæmi og leggja mín lóð á vogarskálarnar til að sækja þau fjölmörgu tækifæri sem bjóðast. Ég hvet sjálfstæðismenn í Suð- urkjördæmi til að veita mér brautargengi í prófkjörinu nk. laugardag og velja mig sem odd- vita listans. Það er mitt markmið að efla mannlíf og atvinnulíf í kjör- dæminu og byggja á víðtækri reynslu minni úr atvinnulífinu. Að lokum vil ég þakka fyrir stuðning- inn og þá hvatningu sem ég hef fengið. Bjart yfir Suðurkjördæmi Eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur Guðrún Hafsteinsdóttir »Með öflugu atvinnu- lífi verða líka til fleiri störf sem við þurf- um á að halda núna. Höfundur er frambjóðandi í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Nú líður að því að gengið verði til kosn- inga í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, þar sem flokksmeðlimir ákveða hverjir þeirra fulltrúar verða á þingi næstu fjögur árin. Við í Suðurkjördæmi myndum afar sterka og fjölbreytta heild. Í þessu eina kjördæmi sem nær alla leið frá Sandgerði til Hafnar er að finna fólk á ýmsum aldri með mis- munandi bakgrunn sem á hverjum degi leggur sitt af mörkum og gerir kjördæmið okkar einstakt. Það ligg- ur í augum uppi að allar stéttir samfélagsins mætist í okkar kjör- dæmi. Það má þó ekki gleymast að við höfum öll þurft að upplifa erfiða tíma á meðan Covid-19-veiran tröll- reið samfélaginu og við höfum þurft að þola allskyns skerðingar á ákveðnum réttindum. En nú tökum við stefnuna á bjartari tíma. Ferða- menn eru farnir að koma aftur til landsins og heilu atvinnugreinarnar eru farnar að lifna við eftir langa og erfiða lægð, sauðburði er lokið og heyskapur er handan við hornið, nemendur fá nú vonandi að hefja eðlilega skólagöngu og sólin fer að skína. Við erum að upplifa nýja byrjun og í henni felst hið full- komna sóknartækifæri. Til þess að hið fyrr- nefnda sóknartækifæri sé nýtt til hins ýtrasta þurfum við að tryggja sterkan og fjölbreyttan framboðslista. Við verðum að ganga úr skugga um það að raddir allra stétta heyrist og allir flokks- menn eigi talsmann á hinu háa Alþingi. En eins og alltaf þá segja gjörðir meira en orð. Ef við eigum að fá lista sem við getum verið stolt af verða flokksmenn að mæta á kjörstað, nýta atkvæðisrétt sinn svo hægt sé að stilla upp lista með þeim frambjóðendum sem okkur finnst að geti barist fyrir þeim málefnum sem á okkur brenna. Í sameiningu komum við Suður- landi aftur upp á sitt besta. Sóknartækifæri Suðurkjördæmis Eftir Ingveldi Önnu Ingveldur Anna » Við verðum að ganga úr skugga um það að raddir allra stétta heyr- ist og allir flokksmenn eigi talsmann á hinu háa Alþingi. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021 og býður sig fram í 4.-5. sæti. Umræðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.