Morgunblaðið - 29.05.2021, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
✝
Guðrún Sig-
urjónsdóttir
fæddist 16. júlí
1922 á Rútsstöðum
í Svínadal. Hún lést
á Heilbrigð-
isstofnun Norður-
lands 6. maí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún Jó-
hannsdóttir, f. 23.7.
1898, d. 12.5. 1966
og Sigurjón Odds-
son, f. 7.6. 1891, d. 10.9. 1989.
Systkini Guðrúnar voru Sig-
urbjörg, f. 1917, d. 2010, Þor-
steinn, f. 1919, d. 1971, Ólafur,
f. 1920, d. 2014, Kári, f. 1923, d.
2018, Ástríður, f. 1925, d. 1996,
Haukur, f. 1926, d. 2013, Stein-
unn, f. 1929, d. 1973, Sigvaldi, f.
1930, Guðmundur, f. 1933,
Kjartan, f. 1935 og Árni, f.
1937.
Hálfsystkini Guðrúnar sam-
feðra voru Herbert, f. 1909, d.
1927, Oddur, f. 1911, d. 1983,
Þorbjörg, f. 1912, d. 1991, Ás-
geir, f. 1913, d. 1995.
Eiginmaður Guðrúnar var
Guðmundur Þorsteinsson, bóndi
á Grund í Svínadal, f. 11.10.
1910, d. 6.11. 2000. Þau gengu í
hjónaband 1. apríl 1944.
Börn: 1) drengur andvana
snemma að vinna og voru henni
falin ábyrgðarstörf á bænum.
Hún var ráðin í vist og var eft-
irsóttur vinnukraftur. Skóla-
ganga Guðrúnar var stutt eins
og tíðkaðist þá. Hún fór á saum-
anámskeið á Blönduósi sem hún
bjó að alla tíð og eitt ár starfaði
hún í Reykjavík.
Guðrún og Guðmundur
bjuggu fyrstu búskaparárin á
Grund; jörðinni var svo skipt og
stofnuðu þau nýbýlið Syðri-
Grund. Árið 1953 var bæjarlæk-
urinn virkjaður og var það mik-
il framför. Þá komu rafmagns-
tæki til sögunnar sem breyttu
miklu við bústörfin.
Búið stækkaði og Guðrún
gekk að störfum jafnt úti sem
inni. Hún tók virkan þátt í fé-
lagslífi sveitarinnar og á
Blönduósi eftir að hún flutti
þangað 1994. Hún tók þátt í
starfsemi á vegum Heimilisiðn-
aðarsafnsins, hún sýndi þar
hvernig ull var unnin, kembd
og spunnin hér áður fyrr.
Eins prjónaði hún mikið,
bæði á prjónavél og í höndum
alla tíð, þar á meðal vinsæla
nafnavettlinga.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Blönduóskirkju 29. maí 2021 og
hefst athöfnin kl. 14.
Streymt verður frá útförinni
af facebook-síðu Blönduós-
kirkju:
https://youtu.be/rXRQQyEzAmw
Streymishlekk má einnig
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
fæddur 12.6. 1944.
2) Valgerður, f.
18.12. 1945. 3) Sig-
rún, f. 18.9. 1947,
maki Einar Sig-
urðsson. Börn Sig-
rúnar með fyrrver-
andi maka, Finni
Eiríkssyni: a) Guð-
rún Birna, maki
Snorri Sturluson.
Börn: Sif, Baldur
og Bragi. b) Þórir,
maki Jóhanna Kristín Guð-
mundsdóttir. Börn: Arndís Þóra
og Finnur Arnór. c) Una Eydís,
maki Helgi Sigurðarson. Barn:
Sigurður Logi. d) Ragnhildur
Lára, maki Sigurgeir Þór
Helgason. Börn: Hugi Frey-
steinn og Una Elínóra. 4) Þor-
steinn, f. 27.11. 1952, maki Sig-
rún Jónsdóttir. Barn: Máni
Sveinn. 5) Sveinn Helgi, f. 17.1.
1956, maki Karin Roland. Börn:
a) Silja. b) Guðrún, maki Brend-
on ÓReilly. Börn: Lincoln Ell-
iott og Talia Rose. c) Ingunn
Valdís, maki Lars-Ole Enoksen.
Börn: Jonathan Halfdan, Eva
Björk og Isak Pareli. d) Gunnar
Arvid.
Guðrún ólst upp á Rúts-
stöðum í stórum barnahópi við
leik og störf. Hún byrjaði
Alla okkar æsku fórum við
norður í sveitina til ömmu og afa
á sumrin. Þar tók á móti okkur
hlýr og alltumvefjandi faðmur
ömmu og íslenskt sveitalíf sem
með tímanum hefur orðið æ
verðmætara að hafa upplifað.
Amma hélt úti stóru sveita-
heimili og bakaði kleinur og
parta, ástarpunga, Guðrúnar-
kökur og ömmubrauð sem er
besta brauð í heimi. Stundum
þurfti hún meira að segja að
halda lífi í lömbum með því að
halda á þeim hita í bakaraofn-
inum sínum.
Í eldhúsinu hjá ömmu lærðum
við að skilja mjólk í skilvindu,
strokka smjör, snúa kleinum og
fleiri eldhúsverk. En þar lærðum
við líka að spila. Eftir veðurfrétt-
ir söfnuðumst við saman og spil-
uðum manna og kana og drukk-
um kvöldkaffið. Ef maður var
einn með ömmu var það rommý
og kasína. Amma var lunkin í
spilum og vann yfirleitt, sem
okkur þótti alveg óþolandi. Hún
stundaði spilamennskuna stíft
og spilaði alveg fram á síðasta
dag. Því vorum við afkomendur
hennar allir sammála um að það
væri viðeigandi að láta spila-
stokk fylgja með í hennar hinstu
för.
Amma sá til þess að okkur
væri aldrei kalt. Sokkar og vett-
lingar, rósavettlingar með nafn-
inu okkar, nærbolir, treflar, húf-
ur í hundraðatali í gegnum
áratugina, amma prjónaði allt til
æviloka, bæði á prjóna og
prjónavélar. Framleiðslan var
gríðarleg og alltaf var hægt að
finna fallegt sokkapar í kassa.
Ósjaldan laumaði hún sokkapari
að manni þegar við kvöddumst,
er ekki einhver sem getur notað
þetta? spurði hún. Amma var svo
hlý og hún hlýjaði okkur.
Amma upplifði miklar tækni-
byltingar á þeim tæpu 99 árum
sem hún lifði. Hún vann alltaf
hörðum höndum en tók nýjung-
um vel. Hún fæddist í húsi með
moldargólfi en í lokin var hún
fullfær á spjaldtölvur og farsíma,
eldaði hafragrautinn sinn í ör-
bylgjunni og hélt sambandi við
ættingja í gegnum Facebook.
Þegar amma og afi fluttu á
Hnitbjörg á Blönduósi tók hún
að sér óformlegt hlutverk hús-
varðar og passaði upp á „gamla
fólkið“ í húsinu. Hún sá um að
opna og læsa húsinu, skipta um
ljósaperur og elda graut fyrir
fólk. Þegar brunakerfið fór í
gang þá hringdi slökkviliðið í
ömmu til að spyrja hver væri að
elda. Hún hélt áfram að hugsa
um „gamla fólkið“ löngu eftir að
hún var orðin elst í húsinu.
Amma var mjög félagslynd
manneskja, gestrisin og hún
elskaði að dansa og spila. Hún
las alla tíð mjög mikið og fylgdist
vel með öllum afkomendum sín-
um. Í gegnum árin höfum við
fylgt ömmu í flug til Noregs í til-
efni ferminga og brúðkaups
frændfólks okkar og á þeim
ferðalögum var alltaf brýnt fyrir
okkur „ekki týna ömmu“.
Amma var glaðlynd og
skemmtileg og full af kímni. Hún
sagði stundum að hún væri löt
seinni árin. Já amma mín, þú ert
svo löt kona svöruðum við, alltaf
svo agalega löt. Þá hló hún.
Þetta fannst henni fyndið. Sí-
starfandi til 98 ára aldurs var
hún ólatasta kona sem við höfum
kynnst.
Við minnumst elsku ömmu
með hlýju og þakklæti fyrir ör-
lætið, gæskuna, gestrisnina og
erum ótrúlega heppin að hafa
fengið að hafa hana í okkar lífi
svo lengi sem raun bar vitni. Hvíl
í friði, elsku amma.
Guðrún, Þórir, Una og
Ragnhildur.
Nú er blessunin hún Gunna
frænka fallin frá á 99. aldursári.
Hún var þeirrar gerðar að manni
fannst að hún gæti orðið eilíf,
alltaf kát og hress, sívinnandi við
prjón og bakstur og fleira fram á
síðasta dag.
Gunna var samofin æsku okk-
ar systkinanna og raunar öll full-
orðinsárin líka, en þær voru
systur, Ásta móðir okkar og
Gunna. Þær voru afar samrýnd-
ar og bar aldrei skugga á þeirra
samband. Nú sitja þær saman í
Sumarlandinu með prjónana
sína og ræða gamla og nýja tíma,
spá og spekúlera.
Þegar við frændsystkinin, Ei-
ríkur og Sigrún, vorum fermd,
héldu þær sameiginlega ferm-
ingarveislu á Syðri-Grund og þar
voru alvöruhnallþórur á borðum,
ásamt kleinum og pönnukökum.
Og úr því minnst er á kleinur,
þá var Gunna snillingur í kleinu-
bakstri og gerði bestu kleinur
sem hægt var að hugsa sér. Hún
gerði sitt til að þessi hæfileiki
hyrfi ekki með henni og hélt
tveggja daga námskeið fyrir
Önnu til að kenna henni kúnst-
irnar. Stuttu fyrir andlát Gunnu
töluðu þær saman í síma og sagði
Anna henni að hún hefði verið að
baka kleinur og væri montin yfir
hvað þær hefðu tekist vel. „Ætti
ég þá ekki að vera montin yfir að
hafa kennt þér svona vel?“ sagði
þá Gunna að bragði. Hún var
ætíð skjót til svara og pakkaði
ekki öllu sem hún sagði inn í
bómull.
Gunna ólst upp í stórum
systkinahópi og eins og tíðkað-
ist á þeim tíma fór hún að vinna
nánast um leið og hún gat geng-
ið upprétt. Hún var alla tíð vík-
ingur til verka og féll aldrei
verk úr hendi. Ef ekki var verið
í heyskap, að mjólka kýr eða við
sauðburð, þá var það prjóna-
skapur eða bakstur eða önnur
búverk. Eftir að hún flutti að
Hnitbjörgum á Blönduósi,
fylgdist hún vel með fólki sem
þar bjó, færði því mat og fleira
ef veikindi voru að hrjá það eða
bara ellin. Sjálf var hún hörku-
tól og kveinkaði sér ekki þótt
hún fyndi eitthvað til. Reyndar
var það um tíma fyrir nokkrum
árum, að hún leið sárar kvalir í
bakinu og lengi vel fannst ekki
út úr því hvað olli. Loksins þeg-
ar meinsemdin fannst, þurfti
hún að fara í aðgerð til að láta
fjarlægja meinið. Þegar átti að
fara að svæfa hana sagði hún
við læknana: „Ef þið getið ekki
lagað þetta, þurfið þið ekkert
að vekja mig aftur.“ Þarna var
henni lifandi lýst.
Það var ætíð hressandi og
skemmtilegt að heimsækja
Gunnu á Hnitbjörgum. Alltaf
var um nóg að spjalla og ekki
skorti veitingar. Hún fylgdist
alltaf vel með því sem gerðist í
okkar gömlu sveit og líka því
sem var að gerast í ættinni. Má
með sanni segja að hún hafi
haldið okkur vel upplýstum um
það helsta sem um var að vera á
þeim vettvangi, enda er óhætt
að segja að hún hafi verið mið-
depill stórfjölskyldunnar.
En núna er hún horfin af
þessum heimi blessunin, en við
sem eftir stöndum, söknum
þess að heyra ekki lengur sögur
frá gömlum tíma, hressilegan
hláturinn og finna hlýjuna sem
frá henni stafaði. Vonandi hitt-
um við hana fyrir hressa og
káta er við leggjum leið okkar í
Sumarlandið.
Börnum hennar, barnabörn-
um, eftirlifandi systkinum og
ættingjum færum við samúðar-
kveðjur.
Anna og Eiríkur frá
Ljótshólum.
Traustur og dyggur Húnvetn-
ingur, Guðrún frá Syðri-Grund,
verður kvödd í dag við Blönduós-
kirkju. Hún Guðrún óx upp
frammi í Svínadal og skilaði þar
ævistarfi sínu og uppeldi fjög-
urra barna en síðan átti hún ævi-
kvöldið út við sæinn þar sem
kvöldsólin rennir sér með hafs-
brúninni og geislar um bæinn við
Blönduós.
Hún hafði búið manna lengst í
Hnitbjörgum þegar mig bar
þangað, organista í viðlögum hjá
Blönduósingum árin 2013-15 og
einnig í gömlu kirkjunni hennar
Guðrúnar, Auðkúlukirkju. Þar
var sjaldnar messað, en þær
mæðgur, Guðrún og Valgerður,
voru kirkjuræknar og komu
stundum til gömlu kirkjunnar
sinnar.
Já, það var gaman og fræð-
andi að setjast inn í litlu íbúðina
Guðrúnar, rabba við hana um
æskuár hennar á Rútsstöðum og
eins árafjöld hennar út við Ós-
inn, hún var fróð og minnug,
þessi duglega kona.
Ég kveð Guðrúnu með ljóði
skáldsins og bóndans úr Hvítár-
síðu, hans Guðmundar á Kirkju-
bóli, sem yrkir um gróðursetn-
ingu:
Og seinna þegar þú ert gamall maður
og þetta vaxið tré
í skjóli þess þú situr máske og minnist
þess morguns er þú beygðir hér þín
kné.
Og blessað vorið yljar ástúð sinni
þín ellivé.
(GB)
Ingi Heiðmar Jónsson.
Látin er nú heiðurskonan
Guðrún, fyrrverandi húsfreyja á
Syðri-Grund í Svínadal. Hún
hefði orðið 99 ára 16. júlí í sumar.
Guðrún var úr stórum systk-
inahópi frá Rútsstöðum. Þau
voru tólf systkinin sem upp kom-
ust. Sigurjón faðir þeirra var
mikið þrekmenni og kjarkmað-
ur, en harður við sig og sína.
Hann náði 98 ára aldri. Það má
nærri geta hvað lífsbaráttan hef-
ur verið hörð, enda ræddi Guð-
rún stundum um hvað mikils var
af þeim krafist.
Árið 1944 giftist hún Guð-
mundi Þorsteinssyni frá Grund.
Þeir Grundarbræður skiptu
jörðinni í tvennt 1942 og hlutur
Guðmundar nefndist Syðri-
Grund. Aðeins bæjarlækurinn
skildi jarðirnar að en hann virkj-
uðu þeir bræður seinna.
Grundarjarðirnar eru góðar
bújarðir. Ræktunarskilyrði nær
ótakmörkuð á uppþurrkuðum
mýrum. Guðrún gerðist þarna
húsfreyja sem eftir var tekið.
Hún var manni sínum stoð og
stytta allan þeirra búskap og
einstaklega gestrisin. Þau
bjuggu fyrst blönduðu búi en
Guðmundur var fyrst og fremst
fjárbóndi. Þau hjónin hættu að
fullu búskap 1994. Þau höfðu þá
búið í nokkur ár í félagi við Þor-
stein son sinn. Einnig vann að
búinu Valgerður dóttir þeirra.
Þau settust að í Hnitbjörgum á
Blönduósi og þar voru þau til
æviloka. Guðmundur lést haust-
ið 2000.
Kynni okkar Guðrúnar hófust
fyrir alvöru er við urðum spila-
félagar í nokkra vetur inni í
Hnitbjörgum. Guðrún hafði afar
gaman af að spila og var það sem
kallað er spilaheppin. Ég held að
hún hafi ekki oft spilað félagsvist
án þess að fá verðlaun. Hún
kunni því líka betur að tapa ekki.
Guðrún var kona fríð sýnum
og bar með sér reisn og skör-
ungsskap. Hún klæddist stund-
um íslenska búningnum og bar
hann afar vel. Hún var bæði vin-
föst og vinmörg. Margir komu að
heimsækja hana, öllum tók hún
með alúð og gestrisni sem var
henni í blóð borin. Hún var glað-
sinna og félagslynd. Hlustaði
mikið á útvarp og hafði mjög
gaman af söng. Meðan kór eldri
borgara starfaði söng hún í hon-
um.
Guðrún var einstök hannyrða-
kona. Síprjónandi útprjónaða
vettlinga og barnaföt sem marg-
ir nutu góðs af. Ég undraðist
stundum að sjá hjá henni það
allra fínlegasta sem hún var að
prjóna á kornabörnin. Þegar
Ólafur Ragnar Grímsson fyrr-
verandi forseti var hér í heim-
sókn var Guðrún fengin til að
prjóna á hann hnéháa sokka,
sem honum voru færðir að gjöf.
En nú eru prjónarnir hjá
gömlu vinkonu minni hættir að
tifa. Guðrún hafði lengst af góða
heilsu. Það var helst síðasta árið
sem ellin sótti að. Horfin er nú á
braut kona sem skilaði löngu og
farsælu lífsstarfi. Ég kveð hana
með söknuði og jafnframt þökk
fyrir allt.
Afkomendum óska ég allrar
blessunar.
Sigurjón Guðmundsson
frá Fossum.
Minningar leita á hugann og
draga upp mynd liðins tíma, lífs
og starfs, sem nú virðist óra-
fjarri, af annarri öld og tíð.
Lítill drengur á ókunnum og
framandi stað mætir hlýju og
vináttu, góðsemd og velvilja frá
fyrstu stundu, hjálpsemi og
blíðu.
Þannig birtist mér í hugskoti
myndin af húsfreyjunni á Syðri-
Grund, bjartan dag í ágúst 1956.
Sumrin hjá þeim heiðurshjónum
Guðrúnu og Guðmundi urðu sjö
og er ég þeim ævinlega þakklát-
ur fyrir atlætið og hlýjuna í minn
garð.
Guðrún – Gunna – var stór í
andanum, geislaði af gleði og
góðvild til alls og allra, hlátur-
mild og brosandi.
Upp koma augnabliksmyndir;
góðgerðir á borðum, töðugjöld,
kaffi á engjum í flösku í sokk,
lummur og kleinur sem ekki
gleymast. Útbreiddur faðmur,
fagnandi gestum og vinum, alltaf
tími fyrir alla. Dugnaður í dags-
ins önn, skupla, stígvél og fata á
leið í fjósið, hrífa í hendi í flekk-
inn. Glaðleg og rösk. Fjölmargir
vinir og ættingjar áttu leið um
garð, skemmtistundir og gleði.
Ég minnist bræðra hennar,
Valda, Kára, Kjartans, Munda
og Steina, og systra, Ástu og
Sigurbjargar, og svo margra
sem komu og gáfu lífinu á Syðri-
Grund lit og gleði.
Fjölskyldan, þær systur
Nanna og Sigrún og bræðurnir
Steini og Helgi sem mín eigin
systkini. Guðmundur bóndi al-
varlegur, en góðsemd og gæska í
raun, vinnusemi og atorka sem
kom fjölskyldunni svo vel til
góða. Þau Guðrún voru samhent
hjón og Guðrún glæsileg hús-
freyja og góð móðir, góðvild og
hlýja stafaði frá henni.
Þessir dagar eru liðnir, koma
ekki aftur, en lifa í hugskoti æv-
inlega til lokadags.
Ég kveð Guðrúnu Sigurjóns-
dóttur með þakklæti í huga.
Megi hún fara vel og lifa í minn-
ingu þeirra sem nutu návista við
hana fyrr og síðar.
Uggi Agnarsson.
Síminn hringir, ég fer og
svara, nú þú ert þá þarna enn þá,
ég hélt þú værir dauður. Ég
þekkti rödd fyrrum grannkonu
minnar Gunnu frá Syðri-Grund.
Hún hringdi gjarnan ef henni
fannst of langt um liðið frá því ég
kom síðast í kaffisopa til hennar
þar sem hún dvaldi að Hnit-
björgum á Blönduósi. Talaði
enga tæpitungu og bað mig að
líta við í næstu ferð á Ósinn sem
ég og síðan gerði. Þú ræður
hvort þú skrifar um mig þegar
ég hverf af sviðinu en þá hefur
þú það stutt og svo mun verða.
Gunna var fædd og uppalin að
Rútsstöðum í Svínadal í stórum
systkinahópi við hefðbundin
sveitastörf. Ekki var alltaf mikið
til en lifað af því sem landið gaf
og vel nýtt. Aldrei var ég svöng
sagði hún mér og er ég oft undr-
andi hvernig tókst að metta allan
hópinn er ég hugsa til þess ára-
tugum síðar. Mest sakna ég þess
að hafa ekki átt kost að læra
eitthvað til tónlistar en þess var
enginn kostur sagði hún og
mátti finna trega í röddinni.
Rúmlega tvítug giftist Gunna
Guðmundi Þorsteinssyni frá
Grund. Reistu þau þá nýbýlið
Syðri-Grund er varð til er jörð-
inni Grund var skipt í tvennt.
Byggðu þau jörðina upp frá
grunni, íbúðarhús og síðar úti-
hús ásamt ræktun túna. Aldrei
var búið stórt, kýr, kindur og fá-
ein hross. Alltaf allar skepnur
vel hirtar. Húsbóndinn hræddur
um að verða heylaus á hverju
hausti jafnvel þótt væri vel birg-
ur af heyjum, brenndur af hey-
leysi fyrri ára er lítið var til.
Grunnhugsun hjá þeim hjónum
var að eyða ekki meiru en efni
voru til og passa vel upp á alla
hluti. Margoft kom ég að Syðri-
Grund, ýmist til að aðstoða við
einhver verk eða kaffisopa, sem
var þó ekki venjulegur kaffisopi
heldur fjölmargar tegundir á
borði, lummur, kleinur, kökur
o.fl., of langt upp að telja. Því er
vel við hæfi að segja „að þar var
skammtað til leifanna“ en ekki
öfugt. Og eftir kaffi vildi Gunna
gjarna grípa í spil og spila vist,
kasínu, hund o.fl. Hún hafði
mjög gaman af að spila á spil.
Prjónar og prjónavél voru snar
þáttur í lífi Gunnu og mörg
snilldarverkin til eftir hana m.a.
hér á bæ. Vona að aðrir geri því
betri skil.
Rúmlega sjötug flutti Gunna
ásamt Munda sínum á Blönduós
í íbúð fyrir aldraða að Hnit-
björgum og settust þar að.
Höfðu þau þá selt jörðina Þor-
steini syni sínum skömmu áður.
Mundi féll frá fáum árum síðar
og hefur Gunna búið þar ein síð-
an. Þar leið henni vel og hér hef-
ur mér aldrei leiðst sagði hún
eitt sinn við mig. Þar kom ég
margoft, Gunna rifjaði upp liðn-
ar stundir, var minnug og sagð-
ist vel frá. Hún var mjög fé-
lagslynd og sótti starf eldri
borgara afar vel, ekki síst í spil
og lærði brids á efri árum. Þrjú
grönd góð sögn er við spiluðum
saman mót öðrum, jafnvel hnúar
í borð ef við átti.
Ríflega 98 ár að baki, þar af
rúm 70 í Svínadalnum. Atvik lið-
inna mánaða urðu til þess að við
hittumst ekki síðasta eina og
hálfa árið og er það miður. Sím-
töl með hispurslausum athuga-
semdum liðin, önnur tilvera tek-
in við. Þannig er lífið, öllum
afmörkuð stund. Við fjölskyldan
í Holti 2 þökkum henni samferð-
ina umliðna áratugi fyrir órofa
tryggð og vináttu í okkar garð.
Halldór Guðmundsson.
Haustið 1958 kom ég, far-
kennari, í Svínavatnshrepp. Þá
lágu leiðir okkar
saman því að þú varst hús-
freyja á Syðri-Grund og stjórn-
aðir þar myndarlegu búi ásamt
manni þínum Guðmundi. Hjá
ykkur var ég með eldri nemend-
ur en á Snæringsstöðum með
yngri börnin hjá þeim Auði og
Steingrími.
Heimili þitt var alltaf hreint
og skínandi og annar aðbúnaður
eftir því.
Þú studdir þennan unga
reynslulitla kennara og alltaf
beið kaffi í frímínútum og ekki
sjaldan nýbakað bakkelsi. Þið
Auður fóruð með mér og nem-
endunum í vorferðina sem var í
Mývatnssveit, enda komu allir
glaðir heim.
Guðrún, umhyggja þín í minn
garð entist ævina út. Símtöl 2-3
á ári og heimsóknir til þín á
Hnitbjörg, þá var mikið spjallað
og hlegið, rifjaðar upp góðar
stundir. Síðast hittumst við á
heimili Sigrúnar dóttur þinnar
og eins og alltaf gægðust fram
minningar langrar ævi, bestu
þakkir til dóttur þinnar og eig-
inmanns fyrir kveðjustund á
yndislegu heimili.
Dómhildur Sigurðar-
dóttir kennari.
Guðrún
Sigurjónsdóttir