Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 34

Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 ✝ Gunnar Þórð- arson fæddist á Borg í Arnarfirði 9. ágúst 1922. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold í Garðabæ 12. maí 2021. Foreldrar hans voru Bjarn- veig Dagbjarts- dóttir, f. 1892, d. 1983 og Þórður Ólafsson, f. 1893, d. 1978. Systkini Gunnars eru Sig- urður Kristján Scheving, f. 1918, d. 1977, Valdimar, f. 1920, d. 1965, Aðalheiður Dís, f. 1923, d. 2002, Þórey Ragnheiður Vídalín, f. 1932, Dagbjört Borg, f. 1934, d. 2014. Fyrri kona Gunnars var Krist- jana Guðbjörg Kristmunds- dóttir, f. 1927, d. 1956. Börn þeirra Gunnars eru: 1) Petrína Guðrún, f. 1950, d. 1977, sonur Petrínu og manns hennar Ísleifs Þorbjörnssonar var Hjalti Þór, f. 1974, d. 2004. 2) Sigurður Guðni, f. 1951, fyrri kona Sigurðar var Erna Guðlaug Ólafsdóttir, f. 1954, d. 1987. Synir þeirra eru: a) Gunnar Óli, hans kona er Ragnheiður Ólafsdóttir, þau eiga tvær dætur, fyrir átti Ragn- heiður eina dóttur. b) Arnar Björn, sambýliskona hans er Herdís Ósk Baldvinsdóttir, þau eiga einn son, fyrir átti Herdís Mattý, f. 1962, d. 1963. c) Matt- hías, fyrri kona hans var Tone Solbakk, þau skildu. Þau eiga tvær dætur. Seinni kona Matt- híasar er Fríða Sæmundsdóttir. d) G. Sigríður, eiginmaður henn- ar er Jens Bjarnason, þau eiga fjögur börn. e) Gísli Ægir, hans kona er Anna Vilborg Rúnars- dóttir, þau eiga þrjú börn. Barnabarnabörnin eru átta. Gunnar ólst upp á Borg. Það- an flutti hann til Bíldudals og bjó þar til 1986 er hann flutti til Ísa- fjarðar. Gunnar stundaði sjó- mennsku á yngri árum. Hann var verkstjóri við byggingu Mjólkárvirkjunar og einnig við hafnargerð víða á Vestfjörðum. Gunnar var líka verksmiðju- stjóri og einn af eigendum rækjuverksmiðjunnar Rækju- vers. Gunnar var um tíma fisk- matsmaður hjá Ríkismati sjáv- arafurða og endaði starfsævina sem starfsmaður Nýju skoð- unarstofunnar, þá 80 ára gam- all. Eftir að Gunnar flytur til Reykjavíkur er hann í sambúð með Margréti Árnadóttur þar til hún lést. Þau nutu efri áranna saman, ferðuðust mikið innan- lands og einnig fóru þau ófáar ferðir til Kanaríeyja meðan heilsan leyfði. Útför Gunnars fer fram frá Bíldudalskirkju 29. maí 2021 kl. 14 og streymt verður frá athöfn- inni: http://bit.ly/bildudalskirkja Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat eina dóttur. Seinni kona Sigurðar er Kristín María Ólafs- dóttir. 3) Bjarnþór, f. 1953, kona hans er Hanna Sig- urjónsdóttir. Börn þeirra eru: a) Krist- jana, hennar maður er Hjörtur Guð- mundsson, þau eiga tvö börn. b) Jón Fanndal, hans kona er Ingibjörg Marín Björgvins- dóttir, þau eiga þrjár dætur, áð- ur átti Jón eina dóttur. c) Gunn- ar Pétur, hans kona er Berglind Bergsdóttir, þau eiga tvo syni, áður átti Gunnar eina dóttur. Seinni kona Gunnars var Guð- rún Sigríður Ágústsdóttir, f. 1914, d. 1990. Synir hennar og Gísla Guðmundssonar eru: 1) Örn, f. 1939, d. 2017, kona Arnar er Valgerður Jónasdóttir. Dætur þeirra eru: a) Bríet, hennar mað- ur er Smári Gestsson, þau eiga þrjá syni. b) Sigríður, hennar maður er Guðmundur Örvar Hallgrímsson, þau eiga þrjár dætur. c) Arna Margrét, hennar maður er Siggeir Guðnason, þau eiga dreng og stúlku. 2) Ágúst, f 1941, eiginkona hans er Kolbrún Matthíasdóttir, börn þeirra eru: a) Páll, f. 1961, d. 2017, hans kona var Elínborg Benedikts- dóttir, þau skildu. Þau áttu tvær dætur, hún átti son fyrir. b) Una Á björtum vormorgni í maí kvaddi Gunnar tengdapabbi eftir tæp 99 ár. Hann var sáttur við Guð og menn en þreyttur og tilbú- inn að kveðja. Gunnar kom víða við á lífsleiðinni enda leiðin hans löng og samferðamennirnir marg- ir. Gunnar var svo sannarlega vin- margur. Börn hændust að honum og kölluðu hann afa og kunni hann vel að meta það. Hann var létt- lyndur og kátur og afburðasögu- maður sem naut sín í góðra vina hópi. Lífið lék ekki alltaf við hann en hann fann ætíð sína leið til að gera sitt besta hverju sinni. Gunn- ar var einstaklega laginn og út- sjónarsamur og það lék allt í höndunum á honum. Hann naut sín vel í sumarbústaðnum okkar, sérstaklega eftir að hafa gripið í hamar eða sög. Hann kunni vel að meta að liggja í heita pottinum á eftir og spila fram á nótt. Síðustu árin hans eftir að hann flutti suður átti ég margar góðar stundir með honum þar sem hann rifjaði upp liðna tíð og sagði mér sögur. Honum voru Vestfirðirnir afar kærir enda var hann þaðan og þar átti hann stóran hóp vina og ættingja. Þar þekkti hann hverja þúfu og alla vegarslóða enda þaulvanur að fara milli staða í hvaða veðri sem var. Mikið var ég samt glöð þegar hann ákvað að endurnýja ekki ökuskírteinið sitt 94 ára eftir farsælan akstur alla tíð. Hans líf og yndi var að komast í góða veiði og aldrei fékk hann nóg af því að renna fyrir lax í fal- legri bergvatnsá eða að sigra Blöndu kolmórauða. Það má svo deila um hvort hann fór alltaf hefðbundnar leiðir við veiðarnar en ánægjan og magnaðar frá- sagnir hans lifa með okkur sem með honum veiddum og þekktum. Þegar hann var spurður hvað hann hefði gert til að verða svona gamall og skýr í kollinum alla tíð sagðist hann ekki vita það. Sér hefði reynst best að borða feitan mat og mikið af honum, salta allt vel og sérstaklega nú í seinni tíð þegar allur matur væri borinn fram vita bragðlaus. Einnig og umfram allt ætti að sleppa öllu grænmeti og koníaksstaup að kvöldi gerði manni bara gott. Eitt sinn er ég kom til hans stakk hann upp á að við færum strax út að borða og í ís á eftir. Það hafði ver- ið grænmetisbuff í matinn þar sem hann bjó og með hverju held- ur þú að það hafi verið borið fram, spurði hann mig. „Jú, bara meira grænmeti.“ Gunnar lifði þrjár konur. Krist- jönu missti hann ungur frá börn- unum sínum, það var honum afar þungbært alla tíð. Með Sirrý deildi hann lífinu í rúm 40 ár. Árin sem þau voru saman bjuggu þau bæði á Bíldudal og Ísafirði. Síð- ustu æviárin eftir að hann flutti suður bjó hann með Margréti. Þau ferðuðust mikið saman bæði hér heima og ófáar ferðir fóru þau til Kanarí. Þau nutu lífsins saman meðan heilsan leyfði. Gunnar elskaði þær allar eins og lífið sjálft. Þakka þér samfylgdina og trygglyndi alla tíð. Minning þín lifir. Kristín María (Dídí). Margar góðar minningar fara í gegnum hugann þegar ég hugsa um Gunnar tengdapabba. Hann var stórkostlega skemmtilegur maður. Hann þreyttist seint á því að þylja upp sögur úr fortíð sinni og sagði svo vel og skemmtilega frá. Hann gladdist auðveldlega yf- ir litlu, fallegur bátur sem varð á vegi hans, sögur af veiðiferðum og smá brjóstbirta í glasi í góðra vina hópi fannst honum ekki leiðinlegt. Þegar maður kom til hans ljómaði andlitið, brosið náði til augnanna og manni hlýnaði um hjartaræturnar. Ég og tengda- pabbi áttum margar góðar stund- ir saman, þá sérstaklega þegar við áttum bæði heima fyrir vest- an. Hann hjálpaði mér oft að steypa styttur í kjallaranum þeg- ar ég var með keramikverkstæð- ið, oft langt fram á nótt þegar börnin voru sofnuð. Þá var oft glatt á hjalla hjá okkur. Gunnar var alltaf svo liðtækur og bóngóður að sækja og skutla strákunum á skíðaæfingar og hjálpaði þeim oft með heimanám- ið og var þeim ætíð sammála um það hversu erfitt námsefnið var og ósanngjarnt. Það var alltaf gott að koma við hjá honum eftir kvöldvaktir, þá hringdi hann oft í mig þegar hann sá bílinn fyrir ut- an sjúkrahúsið og bað mig um að koma við og fá smá kaffisopa. Við eigum minningar um margar góðar stundir með honum og Möggu í Skorradalnum. Það voru farnar ófáar ferðir út á vatn- ið til að veiða og góður tími tekinn í að gera að fiskinum og svo auð- vitað farið í heita pottinn á eftir. Þeim Möggu þótti ekki verra þeg- ar tekið var í spil og þá sá Gunnar um að skrá stigin og allt var reiknað í huganum, þá mátti eng- inn trufla. Í Skorradalnum skilur Gunnar eftir sig mörg handtök sem munu ætíð minna okkur á hann. Ég kveð þig elsku tengda- pabbi, það voru forréttindi að hafa kynnst þér og fylgt þér í gegnum lífið. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað umvafinn þeim sem hafa kvatt. Hanna Sigurjónsdóttir. Elsku afi. Mikið er ég þakklát fyrir stundina sem við áttum saman fyrr í þessum mánuði. Ég kom suður bara til þess að heimsækja þig. Þú varst einn af mínum uppá- halds. Alltaf var það jafn dásam- legt að hitta þig. Þú varst svo hjartahlýr og ljúfur. Í návist þinni hafðir þú einstakt lag á því að láta okkur finnast við vera einstök. Knúsin þín þau bestu og brosið þitt eitt það fallegasta. Það var okkur fjölskyldunni lífsins lukka að þú og amma kynntust og urðuð hjón. Vinátta ykkar pabba var einstök og dásamlegt að sjá væntumþykjuna ykkar á milli. Ég er því viss um að amma Sirrý og pabbi hafi tekið vel á móti þér í sumarlandinu. Ég var svo sannarlega heppin að eiga þig sem afa og sagði þér það margoft. Takk fyrir alla væntumþykj- una, elsku besti afi og takk fyrir allt. Þín Arna Margrét Arnardóttir. Elsku afi, nú ertu farinn í sum- arlandið. Þú sem varst hinum megin við vegginn þegar ég kom í heiminn í Arnarhóli og kenndir mér svo margt um lífið og til- veruna. Sem barn vildi ég hvergi ann- ars staðar vera en hjá þér. Ég man eftir öllum ferðunum okkar í Skátinum yfir á Patró, allar veiði- ferðirnar okkar inni í fjörunni í Trostansfirði og í Dufansdal. Hve gott það var að kúra í fanginu þínu yfir fréttatímanum og vera hjá þér. Þú kenndir mér líka mik- ilvægar lífsreglur, eins til dæmis að grænmeti væri einungis fyrir það sem gengi á fjórum fótum. Þetta er mikilvæg regla sem ég hef haldið mig við síðan. Þú gafst mér mína fyrstu veiðistöng og veiðihjól þegar ég var tólf ára gamall, þetta tvennt nota ég enn þann dag í dag í veiðiferðum mín- um 42 árum seinna og hugsa ávallt til þín. Þú gafst mér líka fyrsta gítarinn minn, sem leigj- andinn á neðri hæðinni í Arnar- hóli hafði skilið eftir. Þegar ég var sextán ára og var að fara á ball á Patreksfirði voru góð ráð dýr og alltaf hægt að treysta á afa. Þegar ég áttaði mig á því að ég ætti ekkert vín fyrir ballið lá leiðin beint til afa og ég spurði þig hvort þú gætir lánað mér vín. Þú hugsaðir þig vel um en komst svo með eina flösku af hvannarótarbrennivíni. Afi vissi vel að vínið væri það vont að afa- drengurinn myndi eflaust ekki drekka það kvöldið og það stóðst. Ég man þegar ég vann á sjó í Bolungarvík og hitti þig á bryggj- unni. Ég bar það upp að það væri siginn fiskur í matinn um borð og þú þekktir mig alltaf svo vel og tókst það ekki í mál að afadreng- urinn myndi borða siginn fisk í kvöldmatinn, áður en ég vissi vor- um við sestir saman við matar- borðið hjá þér á Ísafirði þar sem þú eldaðir fyrir mig hangikjöt. Það má segja að ég hafi verið ör- lítið dekraður af þér alla tíð. Þrátt fyrir fjarlægðina þá vor- um við alltaf í miklu sambandi, það var alltaf mikið hlegið og sér- staklega þegar ég gerði grín að Sigga og Baddó, en þeir voru yf- irleitt skotspónninn í samtölum okkar. Tæknin gerði okkur það kleift að tala saman í myndsímtali og er ég Sirrý systur þakklátur fyrir öll dásamlegu samtölin sem við áttum, þá sérstaklega þegar við fengum okkur koníaksstaup eða einn sexara á meðan. Á 85 ára afmæli afa bauð Siggi frændi okkur í veiði, ég fékk að vera með afa á stöng. Það er skemmst frá því að segja að ég og afi fengum 22 fiska á meðan Siggi fékk 10 fiska. Það þótti okkur afa gaman. Það eru svo margar minningar sem eru mér ofarlega í huga, elsku afi, minningar sem ég mun ætíð hugsa til á meðan ég fæ mér einn sexara þér til heiðurs. Þú hefur auðgað líf mitt og bættir líf þeirra sem urðu á vegi þínum á lífsleiðinni. Þú varst gleðigjafi allt til endaloka og orð fá því ekki lýst hve mikið ég sakna þín. Takk fyrir allt afi, ég elska þig. Matthías Ágústsson. Þegar ég kveð afa Gunnar streyma minningarnar fram, bæði úr æsku og fram á þennan dag. Þegar ég var barn var ég svo heppin að fá að heimsækja afa Gunnar og ömmu Sirrý á sumrin á Bíldudal. Ég gerði mér strax grein fyrir því að ég þurfti að deila þessum tíma mínum með afa með heilu þorpi og mörgum afabörn- um sem mér þótti ekkert tiltöku- mál. Þegar ég hugsa til baka gerðu amma og afi sér grein fyrir þessu líka og áttu það til að stilla upp leikplani til þess að ég fengi tíma með þeim. Það voru teknir ófáir bíltúrar til þess að horfa á lognið í fjörðunum, við afi tíndum maðk á ótrúlegustu stöðum þegar allir voru farnir að sofa, amma gaf mér aur til þess að fara niður á Vegmót að kaupa franskar eða ís og ófáar stundirnar sat ég á skrif- stofunni hans afa í Rækjuveri í skrifstofuleik þegar hann var al- veg að verða búinn að vinna og al- veg að koma. Þegar hann svo loksins kom þurfti að stoppa og spjalla við nokkra bæjarbúa á leiðinni heim til ömmu sem beið með matinn en ósjaldan hafði hún sent mig niður í Rækjuver til þess að reka á eftir honum. Það er mér líka minnisstætt þegar afi fléttaði óteljandi margar fléttur í hárið á okkur frænkunum fyrir sjó- mannadaginn eða 17. júní, svo tókum við flétturnar úr og vorum með agalega flottar krullur á há- tíðarhöldunum og afi fylgdist stoltur með. Eftir að amma og afi fluttu til Ísafjarðar urðu samverustundirn- ar fleiri og varð afi vel kunnugur vinkonum mínum en hann bjarg- aði okkur stundum með ýmislegt. Gunnar Þórðarson Ástkær móðir mín, SVEINBJÖRG EYVINDSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Hellnum, Snæfellsbæ, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. júní klukkan 15. Hjörtur Sturluson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN PÁLSSON, Stöðulsholti 24, Borgarnesi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð Borgarnesi miðvikudaginn 19. maí. Útförin fer fram föstudaginn 4. júní klukkan 14 í Borgarneskirkju. Athöfninni verður streymt á slóðinni https://youtu.be/QU3qlfZBEuU. Hlekk má einnig nálgast á mbl.is/andlat. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar fyrir einstaka umönnun og hlýhug undanfarin 10 ár. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að hægt er að styrkja hjúkrunar- heimilið Brákarhlíð. Þökkum auðsýnda samúð. Sigrún Einarsdóttir Margrét Helga Jóhannsd. Gunnar Hallberg Berglind Inga Jóhannsdóttir Egill Örn Erlingsson Bergur Ingimar Jóhannsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og langalangalangamma, SVANBORG ÓLAFSDÓTTIR frá Litla Laugardal, Tálknafirði, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn 26. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 3. júní klukkan 13. Allir velkomnir. Baldur Jóhannsson Reynir Baldursson Karitas Jóhannsdóttir Jóhann Baldursson Kristín Reynisdóttir Anna Björk Baldursdóttir Sigurjón Andersen Birgitta Baldursdóttir Elías Ívarsson Brynja Baldursdóttir Gunnar Óli Pétursson Erla Baldursdóttir Gísli Vattnes Bryngeirsson Ólafur Jósúa Baldursson Ramona Balaciu og fjölskyldur þeirra Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, SVAVAR JÓHANNSSON, Hvammsdal 14, Vogum, lést á Landspítalanum v/Hringbraut fimmtudaginn 20. maí. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 4. júní klukkan 14. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/svavarjohannsson Hrefna Mjöll Kristvinsdóttir Jóhann Sævar Svavarsson Kristín Helga Svavarsdóttir Auðunn Reynaldsson Brimar Örn Svavarsson Elva Sif Guðbergsdóttir Jóhann Sævar Símonarson Herdís Ósk Herjólfsdóttir og barnabörn Ástkær unnusta mín og ófætt barn okkar, dóttir, systir, stjúpdóttir, barnabarn og tengdadóttir okkar, INGIBJÖRG JÓNA MAGNÚSDÓTTIR, létust mánudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 31. maí klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni https://hljodx.is/index.php/streymi og þar er einnig að finna sálmaskrá. Gestur Ingi Reynisson Magnús Einarsson Höjgaard Kristín Halla Magnúsdóttir Eva Jóna Ásgeirsdóttir Guðjón Ingólfsson Kristín Líf, Þorbjörn Ari, Perla Sóley, Björg Halla, Róbert Dagur, Kristbjörg Sigríður og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.