Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 35
Eftir að við Hjörtur fórum að búa kom hann oft til okkar og með þeim Hirti myndaðist kær vin- skapur en afi hringdi stundum í Hjört til þess að fá hjálp með bíl- inn eða þegar þurfti að dytta að einhverju innandyra. Þá flugu gjarnan sögur sem Hjörtur verð- ur að segja því hann fékk ekki alltaf að heyra sömu sögur eða sömu útgáfur og ég. Að verða samferða afa hefur auðgað líf okkar og barna okkar. Við eigum dýrmæta mynd af mér og afa með Andra Þór í fanginu á fæðingardeildinni en svo snerust hlutverkin við og Andri Þór átti fallega kveðjustund með afa sín- um í vikunni sem hann dó. Mér er einnig minnisstætt fallega blikið í augunum hans afa þegar Peta Guðrún var skírð en nafnið var honum afar kært og Petu kallaði hann alltaf bestu afmælisgjöfina sína, fram á síðasta dag en hún fæddist á afmælisdaginn hans, 9. ágúst. Það geislaði alltaf af afa þegar við rákum inn nefið hjá honum og það tók alltaf langan tíma að kveðja og blikið í augunum lýsti svo mikilli væntumþykju og ást til okkar allra. Þó að við höfum gert okkur grein fyrir að kveðjustund- in nálgaðist er söknuðurinn eigi að síður sár en við vitum að afi er kominn á góðan stað til allra þeirra sem fóru á undan honum. Við þökkum fyrir allar dýr- mætu samverustundirnar elsku afi og munum heiðra líf þitt með að koma saman og lifa lífinu til fulls. Ég elska þig elsku afi minn, Kristjana Bjarnþórsdóttir. Elsku afi með hlýjasta faðminn og fallegustu bláu augun hefur lagt af stað í sína hinstu för. Kaflaskil í lífi okkar sem höfum verið svo lánsöm að fá að fylgja honum í gegnum lífið. Afi sem alltaf var til staðar fyrir okkur systur í uppvextinum, umvafðar kærleika og gleði. Fengum að skottast í kringum hann og með honum við störf og leik. Fyrsta vinnan var hjá afa, fékk laun í um- slagi eins og hinir starfsmennirnir í verksmiðjunni. Störfin hæfðu aldri og getu, ég byrjaði á því að sækja kaffi og mola, svo að þurrka af á skrifstofunni og losa úr gat- aranum. Fyrsta stöðuhækkunin var þegar ég mátti setja kaffi í stóru könnuna á kaffistofunni og vaska svo upp eftir kaffitímann, mikið var ég stolt. Kenndi okkur að gera vel það sem við tókum að okkur, vera dugleg og heiðarleg. Æskuárin á Bíldudal voru dásam- leg, mitt annað heimili var í Arn- arhóli hjá afa og ömmu, alltaf vel- komin. Á kvöldin sat afi í stólnum og var alltaf til í að segja sögu eða vera hármódel. Ef svo illa vildi til að við nöfnur gleymdum okkur í sólstrandarleik og urðum renn- andi sjóblautar þá var farið upp í Arnarhól, engar skammir. Okkur skellt í bað og gefið heitt kakó. Svo var hringt í foreldrana og þeim tilkynnt að við myndum gista, ekkert verið að blanda þeim í prakkarastrikin. Endalaus ást og umhyggja, minningarnar svo ótalmargar og svo óendanlega fal- legar og góðar. Þvílík blessun að hafa fengið að eiga afa, fallegu blíðu augun sem horfðu alltaf svo hlýlega á mann og gáfu þá full- vissu að ég væri sko alveg einstök. Afi flutti ásamt ömmu til Ísafjarð- ar árið 1986, það var erfitt að kveðja. Ég dvaldi þann vetur hjá þeim á Ísafirði. Amma var orðin lasin og það var erfitt fyrir afa að horfa upp á ömmu hverfa inn í sjúkdóm. Við hjálpuðumst að, það var gott að geta verið honum styrkur eins og hann hafði alltaf verið mér. Þennan vetur sem var okkur báðum erfiður dýpkaði samband okkar og sá strengur slitnaði aldrei. Hann fylgdist allt- af vel með mér og því sem ég tók mér fyrir hendur. Alltaf stoltur af sínu fólki. Það voru forréttindi að fá að fylgja afa í gegnum allt mitt líf, deila með honum gleði og sorg. Sækja í viskubrunninn eða hlýtt faðmlag á erfiðum stundum. Við áttum hvort annað að alla tíð. Betri trúnaðarvin og bandamann var ekki hægt að eignast. Yndis- legur langafi dætra minna, sem hann var svo stoltur af og fylgdist með af áhuga. Elsku afi sem var föður mínum svo góður fóstri og besti vinur. Móður minni tryggur og trúr hjartans vinur. Besti afi sem við hefðum getað eignast. Ég bið Guð að blessa hann og allar fallegu og björtu minningarnar sem ég geymi í hjarta mínu. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Sigríður Arnardóttir (Sirrý). Mikið á ég eftir að sakna mjúka lófans þíns og vanga elsku uppá- haldsfrændi og móðurbróðir. Litla lófann minn fékkstu reyndar ekki fyrstu árin, ég var skíthrædd við bægslaganginn í frænda mín- um. En Þú hafðir einstakt lag á að snúa mér og fyrr en varði fékkstu allan minn litla lófa. Margar eru ljúfar minningarn- ar frá Bíldudal með þér og móður minni Þóreyju. Þegar við mæðgur vorum að koma vestur til ömmu og afa á Lækjamót, áttir þú til að aka á móti okkur og oftar en ekki var það í Throstenfirði. Þú vildi sko endilega sýna mér stóru laxana sem lágu undir brúnni og einu skilyrðin voru að hafa ekki hátt svo laxarnir myndu ekki fælast frá. Mikið voru þetta yndislegar stundir með þér sem gladdi okkar beggja hjörtu. Þú hafðir stórann faðm og kær- leiksríka nærveru elskaðir litlu systur þínar Þóreyju og Daju frænku á milli ykkar ríkti mikil systkinaást. Ekkert var skemmti- legra en þegar þið þrjú komuð saman, þú að fíflast í þeim og segja sögur þetta voru stórkost- legar stundir og mikið hlegið. Þú hafðir einstakt lag á að við værum einstök sýndir það með þínum fallegu bláu augum, brosi og mjúkum lófa. Synir mínir Örn Bragi og Gunnar Snær Þórðar- synir eiga svo fallegar og ljúfar minningar með þér elsku frændi. Tilvera okkar er fátækari og söknuður mikill hjá systur þinni Þóreyju og okkur. En við erum rík af góðum minningum sem geymast í hjarta okkar sem gleðja um ókomna tíð. Þín systir Þórey og Sunna Svanhvít. Stór frændi minn er allur, leiðir okkar Gunna lágu snemma sam- an, ekki var ég gamall er ég, pabbi og mamma komum vestur á Borg í Arnarfirði, en þar bjuggu afi og amma, þau Þórður Ólafsson og Bjarnveig Dagbjartsdóttir. Gunni flutti til Bíldudals ásamt Sjönu konu sinni sem Gunni missti kornunga, seinna kynntist Gunni henni Sirrí og bjuggu þau á Bíldudal og Bolungavík, seinna bjó Gunni á Ísafirði. Gunni frændi var sjómaður á yngri árum og minnisstætt er hann átti bátinn Frigg og þegar við vorum á smokkfiski og ég líka með afa, þá sex ára gamall. Seinna var ég með Gunna er hann var verkstjóri á Mjólká, þar treysti hann mér fyrir vörubíl þá 15 ára. Margar eru minningarnar með Gunna frænda fyrir vestan, t.d. þegar við eltum tófuna og eitt skipti er við mætt- um tófu, og vorum með engin skot, reyndum að hlaupa hana uppi. Gunni frændi var háaldrað- ur og talaði oft um að þetta væri orðið gott. Enda búinn að reyna ýmislegt í lífinu, missa tvær eig- inkonur, missa barn og barna- barn. Síðustu árin bjó Gunni með móður minni henni Möggu og er hún líka farin. Gunnar reyndist mömmu vel, fóru þau í margar ferðir til Kanarí og nutu sín þar og er Gunna þakkað það sem hann gerði fyrir mömmu. Gunni vildi fara sem oftast vestur og fór margar ferðirnar, þar naut hann sín, þar var hann á heimavelli. Og nú í dag verður hann borinn til grafar á Bíldudal. Farðu með friði elsku frændi, sárt þykir mér að geta ekki verið hjá þér þína síð- ustu ferð, við Ingunn erum í sóttkví. Þinn frændi Þórður og Ingunn. Ég eignaðist Gunnar Þórðar- son að vin löngu áður en Sirrí frænka gerði það. Ég man að ég gekk fram á hann niðri á Íshús- reitum, utan við Vöskuhúsið. Hann var að gera Allann kláran fyrir vorið. Alli var knálegur bát- ur sem hann átti í nokkur ár. Ég þurfti að fylgjast með svona vinnubrögðum; hef e.t.v. haft óljósa hugmynd um að það gæti orðið mér gagnlegt eða bara af barnslegri forvitni. Þegar var farið að byggja Mjólkárvirkjun var Gunnar í fyrstunni í skutli á Allanum fyrir virkjunina en varð svo verkstjóri við framkvæmdirnar. Sirrí föður- systir mín var ráðskona allra vinnubúðanna. Þá náði Gunnar í Sirrí og þeir báðir synir hennar, Örn og Ágúst, unnu þar. Af Gunnari fór einkar gott orð og þótti hann útsjónarsamur og laginn við kallana. Ég var mjög upptekinn af ævintýrinu við Mjólká og fékk að fara til þeirra í viku sumarið 1957. Ég elti Gunn- ar um eins og hvolpur og fylgdist með framkvæmdunum við pípu- lögnina. Ósköp þurfti af steypu í akkerin á pípunni! Gunnar og Sirrí giftast um haustið og hann flytur til Sirríar í Arnarhól og kynnin okkar verða þéttari því þar var mitt annað heimili; fjör hjá frændum mínum og kræsingar hjá Sirrí. Gunnar fer aftur á sjó og tekur nú við Frigg á rækju með Sigurmundi Jörundssyni sem var vélstjóri. Gunnar fæst síðar við smíðar og byggingar og unnum við strák- arnir hjá honum við vatnsveitu- gerð og hafnarframkvæmdir á Bíldudal. Hann var skemmtilegur yfirmaður og hafði lag á okkur gaurunum. Svo taka við störf sem verk- stjóri í Rækjuveri í nokkur ár og mikil framleiðsla og umsvif. Þá vorum við hvor á sínu landshorn- inu. Hann varð eftir það fiskeft- irlitsmaður og þau Sirrí settust að á Ísafirði, og höfðum við þá aftur grannskap og Auður mín kynntist þeim. Hann hafði þar sama góða lagið við menn sem jafnan, sann- gjarn en aðhaldssamur. Sírrí veikist af ágengri heilabil- un og Gunnari, sem Sirrí hafði borið á höndum sér, varð nú það launað. Hún spurði sífellt hvar Gunnar væri, en hann var aldrei langt undan. Eftir bið sem okkur þótti löng fékk hún sitt heimboð til Guðs og við fórum til Bíldudals að jarðsyngja hana þar. Seinustu árin sem urðu nú svo mörg var Gunnar eftirlaunamað- ur og bjó með Margréti mágkonu sinni meðan hún lifði. Hann mátti því standa yfir gröfum þriggja kvenna sinna, dóttur og dóttur- sonar, því hún Peta og Hjalti son- ur hennar fóru einnig úr þessum hræðilega ættarsjúkdómi sem lagði þau og Kristjönu ung að ár- um. Synir hans báðir, þeirra fólk og Sirríarfólk var allt elskt að honum og umhyggjusamt og hon- um miklir gleðigjafar og allt í raun ein fjölskylda. Foreldrar mínir og systur áttu dýrmætt vin- fengi við þau um öll ár. Við ræddum um þessi örlög. Honum fannst hann svo sem ekki eiga bágt en að öllu þessu fólki væri mikill skaði sem markaði líf hans; ekki að honum væri beinlín- is naumt skammtað, heldur væri þetta ósanngjarnt gagnvart þeim og þeirra fólki. Ég vona að honum sé þetta nú allt bætt og endur- fundirnir orðnir þar sem Jesús er og vill hafa okkur hjá sér. Guð blessi minningu Gunnars Þórðar- sonar. Takk fyrir okkur elsku vin- ur. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Látinn er í hárri elli náinn sam- verkamaður á Bíldudal til nær tveggja áratuga. Ég hafði á unglingsárunum fylgst með Gunnari sem dugandi sjómanni og einnig hans sorglegu reynslu að missa eiginkonu sína frá þremur ungum börnum, en náin kynni okkar hófust ekki fyrr en hann kom sem verkstjóri við byggingu nýrra hafnarmann- virkja á Bíldudal. Gunnar var þá sjálfur kominn í góða höfn með seinni eiginkonu sinni, sem var vönduð og traust og reyndist hon- um vel meðan hennar naut við. Árið 1968 var tilbúin hjá Vita- og hafnarmálastofnun svokölluð Vestfjarðaáætlun um endurbygg- ingu flestra hafna í fjórðungnum. Var Gunnar einn af þeim verk- stjórum sem ráðnir voru til verks- ins sem tók tvö ár og voru vinnu- flokkar með tuttugu til þrjátíu manns af ólíkum toga lengst af. Það vakti athygli hve vinsamlega og hávaðalaust Gunnar leiðbeindi og stjórnaði, vakti áhuga á verk- efninu og kaus samvinnu um framvindu frekar en beinar fyr- irskipanir, enda var hann vel virt- ur af þeim sem hjá honum störf- uðu. Það var því eðlilegt að mér kæmi Gunnar í hug sem stjórn- andi þegar nokkrir útgerðarmenn rækjubáta komu að máli við mig, höfðu áhyggjur af að gamla rækjuverksmiðjan yrði ekki gangsett við upphaf nýrrar ver- tíðar. Vildu þeir tafarlaust hefja framkvæmdir – þeir höfðu afla- heimildirnar og voru tilbúnir með nafn. Það tókst að byggja verk- smiðjuna og setja upp vélar og vinnsla hófst í byrjun næsta árs. Rétt er að geta þess við þessar hugrenningar að þetta hefði aldr- ei tekist nema fyrir aðkomu tveggja þá ungra og áræðinna lögfræðinga sem ég hafði kynnst syðra. Rekstur allrar fiskvinnslu byggist á því að nýting hráefnis sé viðunandi, þetta var sérstaklega viðkvæmt við rækjuvinnslu áður en ýmis aukaefni og tölvur komu til sögunnar. Ég heimsótti Gunnar nánast í hverju hádegi fyrstu árin þegar hann var að reikna út nýtingu gærdagsins; þurfti ekki að spyrja um útkomu – svipurinn sagði tíð- indin. Ef hann tók mér brosandi með vindilinn var útkoman góð, en það kom fyrir að hann væri ön- ugur og léti mig vita að hann mætti ekki vera að neinu kjaft- æði, þá fór hann ekki í mat eins og aðrir – Sirrý varð að færa honum. Á frumárunum var það á hendi verkstjórans að láta vélar, valsa og vatn vinna saman. Utan vinnu var það glíman við laxinn sem við höfðum sameigin- lega ánægju af – en þar greindi á. Hann bar ekki meiri virðingu fyr- ir laxinum en þorskinum sem hann veiddi á handfæri forðum, en kvöldin í veiðihúsunum voru skemmtileg; brúnleit blanda í glasi – hann sögumaður góður og ég orðinn sjóaður þegar hann hafði tepruskapinn í mér í flimt- ingum. Síðustu árin hefur verið vík á milli vina, en þó höfum við hist nokkrum sinnum vestur á Bíldu- dal og rifjað um gamla tíma. Við röltum út Tjarnarbrautina í sól og blíðu fyrir nokkrum árum – stoppuðum á móts við kirkjuna – litum út eftir og þögnuðum. „Nú er hún Snorrabúð stekk- ur.“ Kæri Gunnar, góða ferð og góða heimkomu. Eyjólfur Þorkelsson. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Kveðja frá Mennta- vísindasviði Há- skóla Íslands Baldur Kristjánsson, fyrrver- andi dósent, brann fyrir því að skapa þekkingu og skilning á bernskunni og því sem styður við þroska og velferð hverrar mann- eskju. Rannsóknir hans fjölluðu um hagi og aðbúnað ungra barna og foreldra í nútímasamfélagi hér á landi og annars staðar á Norð- urlöndum. Baldur lauk doktors- prófi frá Kennaraháskólanum í Stokkhólmi árið 2001 og nefndist ritgerð hans Barnæskan og nú- tímavæðingin – Að alast upp á Norðurlöndunum á þúsaldamót- um. Hann starfaði við Kenn- araháskóla Íslands, síðar Menntavísindasvið Háskóla Ís- lands, árin 1999-2014. Áhugi hans á uppeldi og þroska markaðist meðal annars af því að Baldur starfaði sem skólasálfræð- ingur á Íslandi frá 1984 til 1986. Árin 1986 til 1990 tók hann þátt í samnorrænni rannsókn á barn- æsku og samfélagsumbreyting- um, svonefndri BASUN-rann- sókn. Árin 1992-1994 vann hann að rannsókn á tengslum foreldra og skóla í níu grunnskólum í Stokkhólmi. Á þessum tíma í lok 20. aldar varð Baldri ljóst hve um- fangsmiklar breytingar voru að bresta á í vestrænum samfélög- um, þar sem hraði, efnis- og ein- staklingshyggja væru að yfirtaka líf fjölskyldna. Hann var einlægur talsmaður þess að hægja á ferð- inni, að foreldrar þyrftu að for- gangsraða samveru með börnum sínum og leggja áherslu á um- hyggju og merkingarbær sam- skipti og samtöl. Á Vísindavefnum fjallaði Bald- ur um rannsóknir sínar og rök- styður hvers vegna mikilvægt sé að rannsaka hagi og uppeldi barna út frá þeirra forsendum: „Þetta er mikilvægt vegna þeirra öru samfélagsbreytinga sem ríða yfir, og sem gera að verkum að við, hinir fullorðnu, þekkjum okk- ur ekki nema að litlu leyti í reynsluheimi barna nútímans. Ein afleiðing þessa er að í fyrsta skipti í sögunni búa mörg börn yf- ir meiri reynslu og þekkingu á ýmsum sviðum en foreldrar þeirra og kennarar. Vafalítið væri það fagnaðarefni ef öll reynsla og nám væri frá náttúrunnar hendi af hinu góða. Svo þarf auðvitað ekki að vera, og skýrir það þann beyg sem sækir að mörgum full- orðnum vegna aðbúnaðar barna í nútímanum.“ (Vísindavefurinn, 19. nóvember, 2006.) Það er enn verk að vinna að búa til betra samfélag fyrir öll börn og eiga þessi orð Baldurs mikið erindi enn í dag. Baldur birti fræðigreinar og bókakafla bæði á innlendum og erlendum vettvangi og vann að ýmsum rannsóknum, þar til hann Baldur Kristjánsson ✝ Baldur Krist- jánsson fæddist 6. mars 1951. Hann lést 9. maí 2021. Útför Baldurs fór fram 19. maí 2021. varð frá að hverfa vegna veikinda. Framlag hans til menntavísinda var dýrmætt og ber að þakka. Baldur var hógvær maður og barði sér ekki á brjóst. Ég votta fjöl- skyldu og ástvinum Baldurs innilega samúð mína. Megi minning hans lifa. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Mennta- vísindasviðs Háskóla Íslands. Baldur Kristjánsson var kær samstarfsmaður og fregnin um andlát hans vekur trega en einnig þökk og virðingu. Við störfuðum saman við Kennaraháskóla Ís- lands á fyrstu árum nýrrar aldar, á þróttmiklu tímabili í sögu skól- ans þegar m.a. sérsvið um nám og kennslu ungra barna var stofnað. Ný námsbraut með sama heiti: Nám og kennsla ungra barna var fagnaðarefni og brýnt framfara- skref í menntun kennaranema í grunn- og framhaldsnámi sem lengi hafði verið óskað eftir. Und- irrituð veitti hinu nýja sérsviði forstöðu og vann inntak náms og skipulag námsbrautar í hópi fræðimanna skólans á sviði þroska barna, náms, kennslu, lista og rannsókna. Baldur var einn lykilmanna þessara mætu samstarfsfélaga með trausta þekkingu á þroska barna, aðbún- aði þeirra og félagslegum aðstæð- um til náms og atgervis. Hann hafði jafnframt eftirsóknarverða reynslu af samnorrænu rann- sóknarstarfi á fræðasviðinu, hér á landi og annars staðar á Norður- löndum, einn fárra fræðimanna skólans á þeim tíma. Baldur varð náinn samstarfsmaður minn og þegar kom að því að birta ákvarð- anir og heildarsýn hinnar nýju framsæknu námsbrautar kom vel í ljós hvað hann var mikilvægur samverkamaður. Hann var ekki einungis hlý manneskja og traust, heldur hlustaði hann á aðra af gaumgæfni, svaraði spurningum skýrt, og athugasemdir hans voru skarpar, nákvæmar og uppbyggj- andi. Þær voru margar klukku- stundirnar í vinnuherberginu góða á efstu hæð í Stakkahlíðinni að stór hópur og lítill ræddi við- fangsefnið og álitamál því tengd af krafti og ákafa; stundum um of. Baldur var þá oftar en ekki akker- ið sem hélt okkur hinum við efnið, og það gerði hann ætíð á sinn góða og háttvísa hátt. Svo verða sviptivindar í lífi hans, sárari að mæta en orð fá lýst, þegar alvarleg veikindi hrifsa völd yfir tíma og ræna glöggan hug hans tökum. Sárs- aukafullur raunveruleiki fyrir verkfúsan hæfileikamann. Ég þakka af alhug gefandi samstarf og vináttu við Baldur Kristjánsson. Margvísleg góð verk hans lifa og kær minningin einnig. Ég votta eiginkonu hans, börn- um og öðrum ástvinum mína inni- legustu samúð. Rannveig Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.