Morgunblaðið - 29.05.2021, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
Elsku bróðir
minn er fallinn frá
langt um aldur
fram. Við söknum
brossins og hlýj-
unnar sem alltaf stafaði frá hon-
um. Allra góðu stundanna sem
við áttum saman heima og er-
lendis því án Hrafnkels hefðum
við systkinin og makar ekki farið
með mömmu til Slóvakíu og
Króatíu þar sem hann skipulagði
og var driffjöðrin í hópnum.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kæra fjölskylda, Kristín,
börn, tengdabörn og barnabörn,
megi Guð vera með ykkur.
Magnea og Jón.
Elsku afi nú þegar það er
komið að kveðjustund langar
mig að segja nokkur orð. Mér
þótti alltaf svo ofboðslega vænt
um þig og er ég svo gríðarlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
kalla þig afa minn. Þú varst ein-
stakur, skemmtilegur, lífsglaður
og svo dásamlega hress karakter
og það var alltaf svo stutt í grín-
ið. Ég elskaði að fara með þér og
ömmu út á sólbekk í Flórída að
tana enda virkilega öflugir sól-
bekkjarfélagar! Afi var ekki að
halda sér í skugganum eins og
pabbi gerði, heldur sagði hann
við mig að bera bara nóg af olíu!
Enda hataði ég ekki að fá lit. Þú
og amma voru alltaf svo dugleg
að kíkja yfir til okkar, nýkomin
úr “stuttum hjólatúrum eða
göngutúrum sem voru ekki
nema margir kílómetrar. Það má
segja að vantaði alls ekki upp á
hreyfinguna hjá ykkur ömmu.
Því ef það voru ekki hjólatúrarn-
ir, þá voru það göngutúrarnir
eða ræktin niðri og ekki var það
verra ef þú gast fengið ömmu í
smá kapp eins og ferskur ung-
lingur. Ég man alltaf eftir þér
sem svakalega virkum alltaf að
brasa eitthvað eða dunda ef þið
Hrafnkell
Gunnarsson
✝
Hrafnkell
Gunnarsson
fæddist 12. nóv-
ember 1957. Hann
lést 11. maí 2021.
Útför hans fór fram
20. maí 2021.
amma voruð ekki
að undirbúa næsta
ferðalag. Þú beiðst
ekki með það að
gera það sem þú
vildir og það við-
horf ætla ég að
reyna að tileinka
mér í lífinu. Ég
þekki engan afa
sem var jafn hress
og þú og saman
mynduð þið amma
frábært teymi(nema í bíl) sem
við barnabörnin elskuðum að
vera nálægt enda var hvergi
dásamlegra að vera en með þér
og ömmu. Ég vona svo innilega
að þegar ég verð gömul að ég
verði jafn hress og þú varst en
aldrei man ég eftir því að hafa
séð þig öðruvísi en með bros á
vör. Ég mun aldrei gleyma þér
afi, sakna þín og elska þig.
Þangað til næst.
Karen.
Fallinn er frá, langt um aldur
fram, kær frændi minn og jafn-
aldri, Hrafnkell Gunnarsson.
Rabbi, eins og hann var kallaður
á okkar yngri árum, var að vísu
hálfu ári yngri en ég en við vor-
um yngstir af 28 börnum systk-
inanna frá Hrafnkelsstöðum á
Mýrum. Æskuárin okkar voru
samofin en mæður okkar voru
afar samrýmdar. Þær, ásamt
bróður sínum, giftu sig á gull-
brúðkaupsdegi foreldra sinna og
nánast daglega ræddu þær sam-
an. Eflaust hafa margar ákvarð-
anir verið teknar í þeim símtöl-
um um æskuárin okkar því
gjarnan fengum við samskonar
gjafir. Sumrin voru skipulögð
fyrir okkur á allskonar nám-
skeiðum saman og vorum við
einmitt nýlega að rifja upp þeg-
ar við vorum sendir á námskeið í
kartöflurækt 13 ára gamlir. Þau
voru nokkur árin sem við vorum
á siglinganámskeiðum í Naut-
hólsvík og svo fengum við að
fara í sveit á Brúarlandi á Mýr-
um þar sem systir þeirra bjó. Að
vísu vorum við aldrei saman þar
enda hafa þær systur talið of
erfitt að hafa okkur tvo baldna
Reykjavíkurdrengina á sama
tíma þar. Eitt sinn þegar Rabbi
var á Brúarlandi bauðst honum
að gerast kaupamaður á bæ þar
í sveitinni en ég hafði þá hafnað
því boði. Hann tók boðinu enda
hafði hann ekki komið á bæinn
áður líkt og ég hafði gert. Eftir
viku sneri hann aftur og áttum
við eftir að gantast með þessa
kaupavinnu hans allt fram á síð-
asta dag. Að sjálfsögðu var
fermingarveislan okkar sameig-
inleg, ásamt tveimur systkina-
börnum hans í föðurætt, en við
áttum einmitt 50 ára ferming-
arafmæli í síðasta mánuði. Þann
dag ræddum við frændur saman
í síma þar sem við rifjuðum upp
þessa skemmtilegu stórveislu.
Það fækkaði samverstundum
okkar þegar við fórum út á
vinnumarkaðinn og við tók lífs-
kapphlaupið að eignast börn og
buru. Við hittumst öðru hvoru
en það var alltaf eins og það
hefði verið í gær þegar það gerð-
ist. Fyrir nokkrum árum ákváðu
systur okkar og fleiri frændsyst-
ur að nú væri komið að okkur
tveimur að skipuleggja ættar-
mót móðurfjölskyldu okkar. Við
vorum duglegir að humma það
fram af okkur en hvar sem við
hittumst minntumst við á þessa
kvöð sem á okkur hvíldi. Við
hittumst í verslun í byrjun þessa
árs og tókum þá ákvörðun um að
hefjast handa. Það voru því ótal
símtölin sem við áttum nú síð-
ustu mánuðina sem og að hittast
fyrir tilviljun og vegna ættar-
mótsins. Fyrir þær stundir er ég
óumræðilega þakklátur. Nú
verða samtölin ekki fleiri, elsku
frændi, en í október mun ættin
koma saman eins og við höfðum
ákveðið. Þín er og verður sárt
saknað. Elsku Kiddý, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur á þessum erfiðu
tímum.
Hilmar Snorrason.
Það kom okkur sannarlega á
óvart að frétta af því að sam-
starfsmaður okkar og vinur til
margra ára, Hrafnkell Gunnars-
son, væri fallinn frá langt um
aldur fram. Maður sem var enn
þá virkur þátttakandi í atvinnu-
lífinu og alla jafnan glaður og
reifur enda vegnaði honum vel í
öllu sem hann kom að. Engin al-
varleg sjúkrasaga, bara skyndi-
legur dauði eins kaldur og hann
er. Þetta sýnir enn einu sinni
hversu hverfult lífið er og aldrei
hægt að geta sér þess til hvað
bíður næsta dags.
Frá fyrstu stundu þegar
Hrafnkell kom að verkum hjá
RARIK og Orkusölunni í gegn-
um fyrirtæki sitt Skaftá ehf. bar
hann það með sér að þar færi
heiðarlegur og grandvar maður.
Hann sannaði það í verkum sín-
um og aðkomu við afhendingu á
véla- og rafbúnaði við endurnýj-
un og stækkun á Lagarfossvirkj-
un sem við unnum að á árunum
2004-7. Öll samskipti við Hrafn-
kel voru til fyrirmyndar og hann
ávallt reiðubúinn til þess
að leysa öll vandamál og
ágreining á besta veg þannig að
allir aðilar fóru sáttir frá borði.
Sama sagan var ávallt uppi við
öll önnur verkefni sem Hrafnkell
kom síðar að og voru þau fjöl-
mörg allt fram á þennan dag.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem
Hrafnkell var umboðsmaður fyr-
ir var króatíska fyrirtækið
Koncar sem framleiðir raf- og
stjórnbúnað m.a. fyrir virkjanir
og orkuveitur. Það er dæmigert
fyrir orðstír Hrafnkels að einn
færasti fjármála- og verkefnis-
stjóri Koncar segir á virtum
opinberum vettvangi að hann sé
einn af bestu umboðsmönnum
fyrirtækisins. Hjá honum sé að
finna mikla þekkingu og yfirveg-
un sem geri hann að góðum liðs-
manni. Hann er áreiðanlegur,
vandvirkur, skipulagður og dug-
legur skrifar viðkomandi aðili.
Þessi starfsmaður Koncar
endar á því að segja að hann sé
hreykinn af því að vinna með
slíkum toppmanni sem Hrafnkell
var. Við sem höfum unnið með
Hrafnkatli undanfarin ár getum
heilshugar tekið undir þessi orð.
Hrafnkell var þannig þenkj-
andi að hann fylgdi sínum verk-
efnum eftir af miklum áhuga og
festu. Hann var duglegur, heið-
arlegur, sanngjarn, skemmtileg-
ur og einnig góður félagi. Það er
mikill söknuður að sjá á eftir
slíkum öndvegismanni sem var
enn í blóma lífsins. Mest er þó
eftirsjá og söknuður hjá eigin-
konu og fjölskyldu hans sem sér
á bak góðum og traustum eig-
inmanni og fjölskylduföður.
Um leið og við kveðjum góðan
félaga og vin með söknuði send-
um við eiginkonu hans, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum
sem og öðrum nánum ættingjum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Steinar Friðgeirsson,
Þórhallur Halldórsson,
Tryggvi Þór Haralds-
son.
Það er sárt að setjast niður og
skrifa kveðjuorð um góðan vin
sem snögglega er kippt burtu
frá þessari jarðvist.
Hrafnkell Gunnarsson var
ungur piltur og í raun óharðn-
aður unglingur þegar hann hóf
störf í Heklu. Varahlutadeildin
var hans fyrsta stoppistöð innan
fyrirtækisins. Þar starfaði hann
undir einstakri verkstjórn Finn-
boga Eyjólfssonar. Finnbogi sá
strax hversu efnilegur drengur-
inn var. Hann var fljótur að
læra, harðduglegur, samvisku-
samur og greinilegt að dreng-
urinn ungi ætlaði sér að standa
sig í stykkinu. Sú varð og raun-
in. Leiðin lá úr varahlutadeild-
inni í tolladeildina og þaðan lá
leiðin í stól fjármálastjóra
Heklu. Því starfi gegndi Hrafn-
kell til margra ára.
Hrafnkell, eða Rabbi eins og
ég kallaði hann alltaf, var mín
hægri hönd og fjármálastjóri all-
an minn forstjóraferil í Heklu.
Það var mín gæfa að hafa sam-
starfsmann eins og Rabba. Hann
var glöggur, farsæll og úrræða-
góður. Hann bar hag fyrirtækis-
ins fyrir brjósti og naut trausts
innan Heklu sem utan; hérlendis
og erlendis. Samstarf okkar var
einstakt og aldrei bar þar
skugga á. Fyrir það hef ég alla
tíð verið þakklátur og veit að
Rabbi lagði allt í sín störf.
Mér þykir afar vænt um að
geta kallað Rabba trúnaðarvin
minn. Á Hekluárunum voru
samskipti okkar og snertifletir
mjög margir. Símtöl á öllum tím-
um sólarhrings og aldrei var
sofnað á verðinum. Ég minnist
með hlýju bíltúranna sem við
fórum í saman. Það var gott að
fá smá næði til að geta ráðið ráð-
um okkar og þá stukkum við út í
bíl. Við kíktum gjarnan í toll-
vöruportin hjá skipafélögunum
og á þessum tíma gátum við
keyrt innan um alla bílana og
þungavinnuvélarnar sem átti eft-
ir að tollaafgreiða. Með þessu
fengum við ágæta tilfinningu
fyrir innflutningi keppinautanna
og markaðnum í okkar bransa.
Vinur minn hann Rabbi var líka
góður ferðafélagi. Hann var
brosmildur, dagfarsprúður, hátt-
vís og mikið snyrtimenni.
Lífsförunautur Rabba og hans
besti vinur var konan hans, hún
Kristín. Leiðir þeirra lágu sam-
an þegar bæði voru kornung.
Það fór aldrei fram hjá mér
hversu Rabba var annt um fjöl-
skylduna sína. Hann var mikill
fjölskyldumaður og þau Kristín
samtaka í öllu sem sneri að
heimilinu og börnunum. Sam-
heldni þeirra og fallegt samband
er aðdáunarvert.
Samstarfi okkar Rabba lauk
þegar ég seldi Heklu. Við tóku
nýir tímar og ný störf. Samveru-
stundunum fækkaði en þráður-
inn á milli okkar slitnaði aldrei.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst manni eins og Rabba.
Hann var drengur góður.
Í dag er hugur okkar Maríu
Solveigar hjá Kristínu, börnun-
um og fjölskyldunni allri. Missir
þeirra er mikill. Megi allar góðu
minningarnar styrkja þau og
styðja.
Guð blessi minningu míns
kæra vinar.
Sigfús R. Sigfússon.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær móðir okkar,
ÞÓRA EYGLÓ ÞORLEIFSDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
lést fimmtudaginn 20. maí á hjúkrunar-
heimilinu Ísafold, Garðabæ. Útför Þóru fer
fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 3. júní
klukkan 15.
Jón Vilhelm Pálsson Salome Kristín Jakobsdóttir
Guðm. Þorleifur Pálsson Ásta Gísladóttir
Anna Sigríður Pálsdóttir Karl Tómasson
Matthildur Pálsdóttir Birgir Ragnarsson
ömmu- og langömmubörn
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS BJARNASON
rafvirkjameistari,
Hjallavegi 13, Reykjanesbæ,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 3. júní klukkan 13.
Jarðsett verður í Kópavogskirkjugarði.
Ásgerður Ásgeirsdóttir
Katrín M. Magnúsdóttir Steinar Jónsson
Lárus Ingi Magnússon Sigþrúður Sigurðardóttir
Bjarni Magnússon Hrafnhildur Ýr Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVEINN STEINSSON
frá Hrauni á Skaga,
lést á Landakoti föstudaginn 21. maí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 4. júni klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni.
Erla Hrönn Sveinsdóttir
Steinn Leó Sveinsson
Birgitta Sveinsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VALGEIR BACKMAN,
Hörðalandi 14,
lést í faðmi fjölskyldunnar 20. maí á
Landspítalanum, Fossvogi. Útförin fer fram
frá Bústaðakirkju 2. júní klukkan 13 og streymt frá
https://www.facebook.com/groups/valgeirbackman
Helga Sigríður Ágústsdóttir
Hildur Salvör Backman Eiríkur Pétursson
Valgeir Fridolf Backman Sigurborg Árný Ólafsdóttir
Helga Margrét Backman Ingvar Haraldur Ágústsson
Hjördís Hrönn Backman
börn og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HAFDÍS VIGNIR
hárgreiðslumeistari,
Sléttuvegi 25, Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu Sléttuvegi fimmtu-
daginn 27. maí. Útför hennar verður gerð frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 8. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á að láta Blindrafélagið njóta þess.
Reynir Vignir Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir
Anna Ragnheiður Vignir Pétur Stefánsson
Hildur Elín Vignir Einar Rúnar Guðmundsson
Sigurhans Vignir Margrét Gunnlaugsdóttir
barnabörn og langömmubörn