Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 47
DÆGRADVÖL 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
GÓÐAR
FRÉTTIR
FYRIR
MELTINGUNA
svo gott í mannheimi, að ekki finnist
leiðir til að misnota það. Það er
verkefni nýrrar kynslóðar að koma
skynsamlegum böndum á þessi
undraverk, án þess að frelsi til notk-
unar verði skert um of. Frelsi getur
aldrei orðið varanlegt, nema spell-
virkjum vondra manna séu takmörk
sett. Fyrr en það er gert verður ekki
ljóst hvernig traust fréttaþjónusta
verður. Það duga engir fjölmiðla-
styrkir til að halda við því fjölmiðla-
kerfi sem þegar er í upplausn.“
Ólafur er þessa stundina að leita
leiða ásamt systkinum sínum til að
koma biblíusafni foreldra sinna fyrir
almenningssjónir. Safnið inniheldur
allar biblíuútgáfur sem hafa komið
út frá 1584. „Ég vil það miklu frekar
en að safnið sé læst í hirslum. Þetta
er áhugamálið mitt núna.“
Fjölskylda
Eiginkona Ólafs er Albína Thord-
arson, f. 8.10. 1939, arkitekt í
Reykjavík. Þau hafa verið gift frá
1981 og eru búsett í Garðabæ. Fyrri
kona Ólafs er Margrét Björgvins-
dóttir, f. 18.10. 1944.
Börn Ólafs og Margrétar eru 1)
Guðrún, f. 30.5. 1965, leirkerasmiður
í Toronto, Kanada og 2) Brandur, f.
9.9. 1967, fjármálastjóri í Toronto.
Börn Albínu eru Páll Ágúst Ásgeirs-
son, f. 10.9. 1960, verkfræðingur í
Garðabæ; Áslaug Ásgeirsdóttir, f.
3.6. 1966, prófessor í Maine, Banda-
ríkjunum; Agni Ásgeirsson, f. 16.1.
1969, verkfræðingur í Garðabæ.
Systkin Ólafs: Páll, f. 20.8. 1934;
Ingibjörg, f. 22.4. 1940; Ingveldur, f.
10.8. 1942; Sigurður, f. 30.5. 1944, d.
25.11. 2010; Gissur, f. 7.12. 1947, d.
5.4. 2020; Agatha Sesselja, f. 29.9.
1953, d. 15.5. 2007. Fósturbróðir
Ólafs var Rúnar Kristjánsson, f.
30.10. 1955, d. 31.12. 2000.
Foreldrar Ólafs voru séra Sig-
urður Pálsson, f. 8.7. 1901, d. 13.7.
1987, vígslubiskup í Skálholtsstifti,
og kona hans Stefanía Gissurar-
dóttir, f. 9.2. 1909, d. 13.9. 1989.
Ólafur
Sigurðsson
Margrét Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Langholti
Sigurður Sigurðsson
bóndi í Langholti í Flóa
Ingibjörg Sigurðardóttir
húsfreyja í Byggðarhorni
Gissur Gunnarsson
bóndi í Byggðarhorni í Flóa
Stefanía Gissurardóttir
húsfreyja í Skálholti
Margrét Gissurardóttir
húsfreyja í Byggðarhorni
Gunnar Bjarnason
bóndi í Byggðarhorni
Helga Jóhannsdóttir
húsfreyja á Stóra-Hrauni
Björn Gottskálksson
bóndi á Stóra-Hrauni í
Kolbeinsstaðahr.
Jóhanna Guðríður Björnsdóttir
húsfreyja í Haukatungu
Páll Sigurðsson
bóndi í Haukatungu í Hnappadal
Valgerður Pálsdóttir
ljósmóðir í Tröð
Sigurður Brandsson
bóndi og hreppstjóri í Tröð í Hnappadal
Úr frændgarði Ólafs Sigurðssonar
Sigurður Pálsson
vígslubiskup í Skálholtsstifti
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„BORÐ FYRIR TVO … NAFNIÐ ER „KONG“.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að ganga með sexí
gleraugu.
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
HVAÐ ERTU AÐ
GERA MEÐ FJAR-
STÝRINGUNA?
HRAÐSPÓLA
FRAM Á NÆSTA
FÖSTUDAG
ÉG SÉ ÞÍNAR FIMM PEPPERÓNÍ-
SNEIÐAROG HÆKKA UM TÍU SNEIÐAR!
SJÁ ÞESSA
SPILAFÍKLA!
„NÆST SKALTU SLÁ INN PNNIÐ. EF ÞÚ
MANST ÞAÐ EKKI SKALTU BARA LÍTA
NIÐUR Á SKYRTUNA ÞÍNA.“
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Löngum þessi bagga ber.
Baggi reyndar sjálfur er.
Finna má í vefstól víst.
Á vanga kýstu að fá hann síst.
Harpa Hjarðarfelli svarar: “Þá er
sauðburði að mestu lokið, flestar
kindur komnar út og hægt að gefa
sér tíma í gáturáðningu“:
Hestur löngum bagga bar.
Baggar tveir, það hestur var.
Hest má finna á vefstól víst.
Vænan kinnhest fá vil síst.
Eysteinn Pétursson á þessa
lausn:
Hestur sterkur bagga ber.
Baggar tveir svo hestur er.
Í vefstól hestinn víst má sjá.
Vont er kinnhestinn að fá.
Guðrún B. leysir gátuna þannig:
Hestur Siggu bagga ber.
Bölvað tréhross er’ún, refur.
Í vefstól hestur hífir ver.
Hönd á Siggu kinnhest gefur.
„Hér er lausn,“ segir Helgi Þor-
láksson:
Löngum hestur bagga ber,
baggi nefndur hestur er,
hest í vefstól víst má sjá,
vondan kinnhest slæmt að fá.
Helgi R. Einarsson segir lausnina
í þátíð að þessu sinni:
Hestur bagga bar,
hestburður reyndist þar.
Í vefstól hestur var.
Vondir kinnhestar.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Á völlinn hestur bagga ber.
Baggi hestur líka er.
Hestur er í vefstól víst.
Á vanga kinnhest þrjót ég lýst.
Þá er limra:
Hann Eyjólfur uppgjafaprestur
er endemis hrossabrestur,
sem orgar og snýst
og andaður víst
endurfæðist sem hestur.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Dagurinn birtu miðlar mér,
mál er úr bóli að haska sér,
sumar í garð nú gengið er
og gáta til boða stendur hér:
Brennandi kennd í brjósti þér.
Bana það hefur í för með sér.
Tilþrifamikið áhlaup er.
Einlægt hún kisa þangað fer.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Svo er hestur
sem hann er hafður