Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 49
ÍÞRÓTTIR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
Það hefur verið afar áhugavert
að fylgjast með brotthvarfinu úr
landsliðshóp íslenska karlalands-
liðsins í knattspyrnu undanfarna
daga.
Það heyrði nánast sögunni til
að leikmenn gæfu ekki kost á sér
í verkefni með íslenska liðinu en
nú virðist öldin önnur. Vissulega
hefur kórónuveirufaraldurinn átt
sinn þátt í ákvörðun bæði leik-
manna og félaganna enda ekki
hlaupið að því að ferðast á milli
landa í dag, án þess að þurfa
fórna einhverjum dögum og jafn-
vel vikum í sóttkví.
Fjölmargir leikmenn, sem hafa
verið í lykilhlutverki með liðinu
undanfarin ár, gáfu ekki kost á sér
í verkefnið. Sumir af persónu-
legum ástæðum og aðrir vegna
meiðslasögu sinnar. Það er
kannski auðvelt að skilja þá leik-
menn sem hafa verið meiddir
undanfarin ár, að þeir taki ákvörð-
un um að gefa ekki kost á sér
með félagslið sín til hliðsjónar.
Hitt kemur meira á óvart.
Það virðist líka hafa komið
þjálfurum íslenska liðsins á óvart
enda stóð aldrei til að velja leik-
menn sem leika á Íslandi í lands-
liðshópinn. Þremur leikjum efstu
deildar, sem áttu að fara fram um
helgina, var frestað til 7. júní.
Þrír leikmenn drógu sig úr
hópnum rétt áður en liðið hélt af
stað til Bandaríkjanna á miðviku-
daginn þar sem Ísland mætir
Mexíkó. Ástæðurnar fyrir því voru
misjafnar. Þá ákvað einn að draga
sig úr hópnum eftir að komið var
á leikstað í Texas. Afar áhugavert
svo ekki sé meira sagt.
Hvað veldur því að leikmenn
sem hafa verið máttarstólpar í
liðinu draga sig úr hópnum og
gefa ekki kost á sér? Hefur
trúverðugleiki þjálfarateymisins
minnkað eftir óupptalin afrek ut-
an vallar og á sjónvarpsskjám
landsmanna síðustu mánuði?
Hefðum við séð þetta mikla
brottfall úr landsliðshópnum ef
Lars Lägerback væri að þjálfa lið-
ið? Maður spyr sig allavega.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
KR lagði FH að velli í Kaplakrika í
gærkvöld, 2:0, í uppgjöri liðanna
tveggja sem féllu úr úrvalsdeild
kvenna í fótbolta síðasta haust.
Kathleen Pingel skoraði strax á 4.
mínútu og Thelma Lóa Hermanns-
dóttir bætti við marki snemma í
seinni hálfleik. KR hefur þá unnið
þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað
fyrir Augnabliki í fyrstu umferð.
Afturelding er hinsvegar í efsta
sæti eftir sigur á Haukum, 3:1.
Augnablik og Grindavík skildu
jöfn, 1:1, og sömuleiðis Víkingur og
Grótta.
KR sótti þrjú
stig í Kaplakrika
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Skoraði Thelma Lóa Hermanns-
dóttir skoraði seinna mark KR.
Um það bil 12 þúsund stuðnings-
menn ensku liðanna Chelsea og
Manchester City og 16.500 manns í
allt verða á úrslitaleik þeirra í
Meistaradeildinni í fótbolta sem
fram fer á Drekavöllum í Porto í
kvöld. Leyft er að sitja í um þriðj-
ungi sæta leikvangsins.
Manchester City er níunda enska
félagið sem kemst í úrslitaleik
keppninnar frá upphafi og yrði það
sjötta til að vinna hana á eftir Liv-
erpool, Manchester United, Nott-
ingham Forest, Chelsea og Aston
Villa. Leikurinn hefst kl. 19.
Tólf þúsund
enskir í Porto
AFP
Fyrirliðar Cesar Azpilicueta og
Raheem Sterling mætast í kvöld.
MEXÍKÓ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
sem mætir Mexíkó í vináttulandsleik
í Arlington í Texas í nótt er blanda af
reyndum leikmönnum og óreyndum
og ljóst að nokkrir munu fá tækifæri
til að spila sinn fyrsta A-landsleik
gegn mjög sterkum andstæðingum.
Aron Einar Gunnarsson, Birkir
Bjarnason, Birkir Már Sævarsson,
Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði
Böðvarsson, Hjörtur Hermannsson
og markverðirnir Ögmundur Krist-
insson og Rúnar Alex Rúnarsson
hafa allir verið í landsliðinu um ára-
bil og verða eflaust allir í byrjunar-
liði, nema annar markvarðanna að
sjálfsögðu.
Eftir að Kári Árnason og Ragnar
Sigurðsson drógu sig út úr hópnum
er hinsvegar ljóst að nýliðar verða í
vörninni með þeim Birki Má og
Hirti. Hinir í hópnum eru eftirtaldir,
landsleikir í svigum:
Mark: Elías Rafn Ólafsson (0).
Vörn: Brynjar Ingi Bjarnason (0),
Ísak Óli Ólafsson (0), Hörður Ingi
Gunnarsson (0), Kolbeinn Þórðarson
(0), Rúnar Þór Sigurgeirsson (0).
Miðja: Aron Elís Þrándarson (5),
Ísak Bergmann Jóhannesson (2),
Stefán Teitur Þórðarson (2), Andri
Fannar Baldursson (1), Gísli Eyjólfs-
son (0), Þórir Jóhann Helgason (0).
Sókn: Sveinn Aron Guðjohnsen.
(1).
Firnasterkt lið Mexíkó
Ljóst er að við ramman reip verð-
ur að draga í Texas því Mexíkóar
mæta til leiks með sitt sterkasta lið.
Mexíkó er í dag í 11. sæti á heims-
lista FIFA, 41 sæti fyrir ofan Ísland.
Níu af þeim ellefu sem voru í byrj-
unarliði í sigri gegn Hollendingum í
Amsterdam í október, 1:0, eru í
hópnum gegn Íslandi. Einungis
vantar Raúl Jiménez, framherja
Wolves, sem er að jafna sig eftir al-
varlega höfuðáverka, og Rodolfo Piz-
arro, leikmann Inter Miami á Flór-
ída.
Átta leikmenn spila með sterkum
liðum í Evrópu. Framherjinn Jesús
Corona hjá Porto var kjörinn besti
leikmaður portúgölsku deildarinnar
2019-20, fyrirliðinn Andrés Guard-
ado, sem á 165 landsleiki að baki,
leikur með Real Betis á Spáni,
miðjumaðurinn Héctor Herrera er
nýkrýndur Spánarmeistari með
Atlético Madrid, miðjumaðurinn Ed-
son Álvarez er hollenskur meistari
með Ajax, varnarmaðurinn Nestor
Araujo leikur með Celta Vigo á
Spáni og framherinn öflugi Hirving
Lozano leikur með Napoli á Ítalíu.
Þetta er í fimmta sinn sem Ísland
fer til Bandaríkjanna og leikur þar
vináttulandsleik gegn Mexíkó. Ís-
lenska liðið á enn eftir að skora mark
gegn Mexíkóum. Liðin gerðu 0:0
jafntefli í San Francisco í nóvember
2003, aftur 0:0 jafntefli í Charlotte í
Bandaríkjunum frammi fyrir 63 þús-
und áhorfendum árið 2010, Mexíkó
vann 1:0 í Las Vegas í febrúar 2017
og svo 3:0 í Santa Clara í Kaliforníu í
mars 2018 þar sem áhorfendur voru
tæplega 70 þúsund.
_ Leikurinn hefst á leikvangi Dall-
as Cowboys í Arlington klukkan eitt í
nótt að íslenskum tíma og fylgst
verður með honum á mbl.is.
Erfitt verkefni
í Arlington
- Margir nýliðar gegn reyndu liði
Mexíkó sem er í 11. sæti FIFA-listans
AFP
Mexíkó Aron Elís Þrándarson í baráttu í leik Íslands og Mexíkó í Las Vegas
árið 2017. Aron er á ný í íslenska landsliðinu sem er statt í Texas.
Agla María Albertsdóttir, kantmaður úr Breiðabliki, er besti leikmaður
fimmtu umferðar Pepsi Max-deildar kvenna að mati Morgunblaðsins. Agla
María fékk hæstu einkunn, þrjú M, fyrir frammistöðu sína í stórsigri meist-
aranna gegn Val, 7:3, á Hlíðarenda og hún er fyrsti leikmaðurinn sem er
tvívegis valinn besti leikmaður umferðar á þessu keppnistímabili.
Þór/KA vann Tindastól 2:1 í lokaleiknum í fyrrakvöld en honum var ekki
lokið þegar blaðið fór í prentun. Sandra Nabweteme kom inn á sem vara-
maður og skoraði bæði mörk Akureyrarliðsins. Hún fékk 2 M en 1 M fengu
Amber Michel, Laufey Harpa Halldórsdóttir og Murielle Tiernan úr Tinda-
stóli og Hulda Björg Hannesdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og María Gros
úr Þór/KA. Gunnþór Steinar Jónsson dómari fékk 8 í einkunn. vs@mbl.is
5. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Tiffany Sornpao
Keflavík
Hulda Hrund
Arnarsdóttir
Fylkir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Breiðablik
Clara
Sigurðardóttir
ÍBV
Andrea Rut
Bjarnadóttir
Þróttur R.
Katherine
Cousins
Þróttur R.
Sandra Nabweteme
Þór/KA
Laufey Harpa
Halldórsdóttir
Tindastóll
Emma Checker
Selfoss
Agla María Albertsdóttir
Breiðablik
Hafrún Rakel
Halldórsdóttir
Breiðablik
4 4
2
2
2
Agla María best í 5. umferð
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Würth-völlur: Fylkir – Stjarnan....... S19.15
Kórinn: HK – Leiknir R .................... S19.15
Meistaravellir: KR – ÍA..................... S19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Domusnovav.: Kórdrengir – Þróttur R L13
Hásteinsvöllur: ÍBV – Víkingur Ó......... S14
Ísafjörður: Vestri – Grindavík .......... S16.30
2. deild karla:
Fjarðab.höll: Leiknir F. – Reynir S...... L14
KR-völlur: KV – Fjarðabyggð............... L14
Boginn: Magni – ÍR........................... L18.30
Vogar: Þróttur V. – Haukar................... S16
3. deild karla:
Týsvöllur: KFS – Höttur/Huginn ......... L13
Sindravellir: Sindri – Dalvík/Reynir..... L13
Vopnafjörður: Einherji – Elliði ............. L14
Sauðárkrókur: Tindastóll – Augnablik. L14
2. deild kvenna:
Þróttarvöllur: SR – Sindri ..................... L14
KR-völlur: KM – Völsungur .................. L16
Vopnafjörður: Einherji – Hamar .......... S14
Valsvöllur: KH – Hamrarnir.................. S16
Mjólkurbikar kvenna, 16-liða úrslit:
Fjarðab.höll: FHL – Þróttur R ........ S17.15
HANDKNATTLEIKUR
Undanúrslit kvenna, oddaleikur:
KA-heimilið: KA/Þór – ÍBV (1:1) ..... L13.30
Umspil karla, fyrsti úrslitaleikur:
Víkin: Víkingur – Kría............................ L14
KÖRFUKNATTLEIKUR
Annar úrslitaleikur kvenna:
Ásvellir: Haukar – Valur ................... S20.15
KARATE
Íslandsmót fullorðinna í kata fer fram í
Íþróttahúsi HÍ við Háteigsveg í dag. Und-
anúrslit hefjast kl. 10.30 og úrslit kl. 13.
UM HELGINA!
Framarar héldu sínu striki í 1. deild
karla í fótbolta, Lengjudeildinni, í
gærkvöld, þegar þeir lögðu Fjöln-
ismenn að velli, 1:0, í uppgjöri
tveggja efstu liðanna í rigningu og
roki í Grafarvogi. Albert Haf-
steinsson skoraði sigurmarkið á 22.
mínútu og Framarar eru nú með 12
stig á toppi deildarinnar eftir fjóra
leiki. Fjölnismenn höfðu líka unnið
fyrstu þrjá leikina.
_ Þór lagði Aftureldingu 2:1 á
Akureyri þar sem Álvaro Montejo,
úr vítaspyrnu, og Fannar Daði
Gíslason komu Þórsurum tveimur
mörkum yfir. Aron Elí Sævarsson
minnkaði muninn fyrir Aftureld-
ingu sem missti Ísak Atla Krist-
jánsson af velli undir lokin með
rautt spjald.
_ Selfoss vann upp þriggja
marka forskot Gróttu á tíu mín-
útum í seinni hálfleik og leikurinn
endaði 3:3. Pétur Theódór Árnason
og Kjartan Kári Halldórsson (2)
komu Gróttu í 3:0 en Hrvoje Tokic
(2) og Valdimar Jóhannsson jöfn-
uðu fyrir Selfoss.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Akureyri Birgir Ómar Hlynsson úr Þór og Kristófer Óskar Óskarsson úr
Aftureldingu í leik liðanna á Þórsvelli í gærkvöld.
Fram með fullt hús