Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 51

Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 51
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þó að titillinn vísi vissulega ífyrrgreind ástandsár (ca.1940-1945), heiti sem haft er yfir þau áhrif sem íslenskir karlmenn töldu að herseta Breta og Banda- ríkjamanna á Íslandi í seinni heims- styrjöldinni hefðu haft á íslenskt kvenfólk, er verk- ið ekki svo þröngt skilgreint að sögn höfundar. „Verkið fjallar þó ekki um „ástandið“,“ segir hún mér í tölvu- pósti. „Fremur er það samtal um samtímann með tungumáli fortíðar- innar þar sem hið viðvarandi ástand snýst ekki um ástarlíf kvenna heldur orðin sem við notum um þær. Efni- viður verksins er þannig setningar teknar úr greinaskrifum Íslendinga frá árunum 1940 til 1945 sem undir- strika sýn samfélagsins á „ástandið“. Úr greinaskrifunum bjó ég til setn- ingasafn sem ég nýtti við gerð bók- verksins, í tónsmíðunum og vídeó- verkunum sem fylgja innsetning- unni.“ Verkefnið er þrískipt eins og áð- ur segir og virðir illa mörk og mæri hefðbundinna listgeira. Innsetning var á Listahátíð í Reykjavík í fyrra en bæði plötuumslagið og bókverkið innihalda einnig sýndarveruleika sem hægt er að nálgast með snjallsímum. Bókin er einnig með NFC-örflögu sem vísar inn á Spotify-reikning Inki. Verkið er því rammpólitískt, Þetta er nú meira ástandið … sannarlega, og í formlegri frétta- tilkynningu segir að verkið eigi að tala beint inn í jafnréttisumræðuna. Tónsmíðaferlið og upptökurnar hóf- ust t.a.m. í gamalli herstöð í Banda- ríkjunum og á plötunni leika átta tón- listarkonur, en Inki sá sjálf um upptökur og hljóðblöndun með að- stoð Kjartans Kjartanssonar. Hljóð- færaleikarar voru þær Honor Mon- aco, Kristina Dutton og Sigrún Harðardóttir (fiðla), Marissa Deitz og Þórdís Gerður Jónsdóttir (selló), Hafdís Bjarnadóttir (gítar), Ingi- björg Elsa Turchi (bassi) og svo Inki sjálf (rafhljóð). Ingibjörg er með MA- gráðu frá hinum virta Mills-skóla í Oakland þar sem hin framsækna miðstöð samtímatónlistar er til húsa og hefur tónlist hennar verið flutt um veröld víða. Platan er án söngs en lagatitlar vísa manni á hvað er undir. „A root- less litle girl“, „Just great to have these devils here“ og „Branded a whore“ segja sitt. Platan opnar með titillaginu, „Quite the situation“, sem er strengjum bundin samtímaklassík og nokk kvikmyndatónlistarleg. Kall- ar fram fólk eins og t.d. Atla Örvars- son sem sigldi um svipuð mið á nýj- ustu sólólplötu sinni. Dramatískt og fallegt. Á milli heilla verka eru stemmur sem brúa mann yfir. „Rel- ationships with foreign strangers“ færir mann þannig yfir í „A rootless little girl“ sem er einslags eyðimerk- ur-„Americana“ og ekki að undra enda landslag það skammt frá lær- dómssetri Ingibjargar. Einnig má draga þá ályktun að þessi Ameríku- keimur sé til að merkja umfjöllunar- efnið. Smá Ry Cooder í gangi líka. „Sex in a car“ er meira afstrakt, skrítnara og já, spennuþrungnara eðlilega. Það er blámi yfir „Branded a whore“ en þegar fram í sækir fer að bera á einhvers konar von. Lokalag- ið, „Who wouldn‘t desire her“, er knýjandi, kallast að einhverju leyti á við upphafið, hvar strengir mynda ómstríða og átakamikla stemningu. Flæðið er giska gott út í gegn sem er dálítið merkilegt sé litið til þess að hver og einn hljóðfæraleikari var hljóðritaður einn og sér. Svo vann Inki með framlag hvers og eins í klippiherberginu þar sem hún óf saman einn, heillegan þráð. Og það listavel! Það er INNI Music (Atli Örv- arsson og fleiri) sem gefur tónlistina út í efnislegu formi sem stafrænu og frekar má fræðast um Inki á www.inkimusic.com. » Platan opnar með titillaginu, „Quite the situation“, sem er strengjum bundin sam- tímaklassík og nokk kvikmyndatónlistarleg Quite the situation er marglaga verk eftir Inki, Ingibjörgu Frið- riksdóttur, þar sem m.a. ástandsárin á Ís- landi eru tekin fyrir í gegnum plötu, bók og innsetningu. Margþætt Ljós og skuggar takast á í tónlist Inki. MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI WASHINGTON POST AUSTIN CHRONICLE THE WASHINGTON POST ROGEREBERT.COM TOTAL FILM USA TODAY THE SEATTLE TIMES THE GUARDIAN GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA ERLENDIR GAGNRÝNENDUR SEGJA: “EMMA STONE AND EMMA THOMPSON, THE TWO ARE A DELIGHT BOTH APART AND TOGETHER…” “THE BIGGEST SURPRISE OF 2021…” “IT JUST EXCEEDED ALL OF MY EXPECTATIONS…” Úrslit Músíktilrauna fara fram í dag í Norðurljósum í Hörpu og hefst keppnin kl. 17 og hægt að kaupa miða á vef Hörpu en einnig verður bein útsending á RÚV 2. Tólf keppa til úrslita en það eru Æsa, Benedikt, Dóra og döðlurnar, Eilíf sjálfsfróun, Fógeti, Grafnár, Jengah, Keikó, Krownest, Lím- bandið, Ólafur Kram og Piparkorn. Helstu verðlaun eru hljóðvers- tímar í ýmsum hljóðverum en sig- ursveitin fær að auki gjafabréf frá Icelandair og einnig er öllum sem komast í úrslit boðin þátttaka í Hitakassanum sem er tónlistar- bransanámskeið. Auk fyrstu verð- launa eru veitt verðlaun fyrir hljóð- færaleik, söng og íslenska texta. Úrslit ráðast í Músíktilraunum Ólafur Kram Keppir í úrslitum. Ljósmynd/Brynjar Gunnarsson Einkasýning Sig- urðar Ámunda- sonar, Landslag með manneskju, verður opnuð í dag kl. 16 í gall- eríinu Þulu á Hjartatorginu í miðbæ Reykja- víkur og er gengið inn á það frá Laugavegi 21. „Með myndlist minni reyni ég að takast á við takmörkun mannlegra samskipta og þá angist sem hlýst af óuppgerðum tilfinningum, mis- skilningi og hégóma. Ég nota gjarnan háfleygt myndmál til að tákna mannlega kvilla hins daglega lífs,“ segir Sigurður m.a. um list- sköpun sína. Landslag með manneskju Sigurður Ámundason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.