Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 52

Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 sem birtust í dagblöðum landsins á síðustu öld. Hér er horft með sak- leysislegum augum út í hinn stóra heim. Diskótekin heita Broadway, Hollywood eða Evrópa. Þegar „Topplausa go-go dansmærin dans- ar í kvöld“, eins og stendur auglýst á einum stað, er hægt að gleyma áhyggjum hversdagsins um stund. Hér birtist okkur kunnuglegt stef. Það er mikil stemning, en á sama tíma er öllum ljóst að partíið sé að verða búið, að endalokin séu nú þeg- ar í augsýn,“ segir í tilkynningu. Sýningarstjóri er Heiðar Kári Rannversson, sýningarstjóri við Nordatlantens Brygge í Kaup- mannahöfn. Myndlistarmaðurinn Arnfinnur Amazeen opnar sýninguna Diskótek í dag kl. 12 til 17 í Sverrissal Hafn- arborgar. Mun forstöðumaður Hafn- arborgar, Aldís Arnardóttir, ávarpa gesti kl. 14. Arnfinnur er fæddur 1977, stund- aði nám við Listaháskóla Íslands og lauk framhaldsnámi frá Glasgow School of Art. Hann hefur búið og starfað í Kaupmannahöfn frá árinu 2006. Á sýningunni í Hafnarborg má sjá ný verk eftir Arnfinn sem sækir innblástur í óræðan myndheim ís- lenskrar skemmtistaðamenningar frá áttunda og níunda áratug síð- ustu aldar, að því er fram kemur í tilkynningu og segir þar að þrátt fyrir að titillinn vísi í gleðskap sé þetta heldur draugalegt diskótek sem listamaðurinn hafi sett upp. Enginn glaumur og ekkert glys heldur óljós ummerki um eitthvað sem hafi átt sér stað, ómur af hávaða sem löngu sé þagnaður. „Samtíminn er sífellt að minna okkur á að hætta stafi af öllum sköp- uðum hlutum. Sú tilfinning, að ein- hver ógn vofir yfir, hefur verið leið- arstef í verkum Arnfinns um nokkurt skeið. Að þessu sinni leitar listamaðurinn í myndheim íslenskr- ar skemmtistaðamenningar og skoð- ar auglýsingar óþekktra höfunda Heldur draugalegt diskótek Arnfinns Amazeen í Sverrissal Hafnarborgar Blýantsteikning Eitt verka Arnfinns í Sverrissal, þolinmæðisverk mikið unnið með mjúkum blýanti á pappír. Einnig segir að Hugform sé not- að af Annie Besant og C.W. Lead- beater í bókinni Thoughtform 1901 og að í tíbetskum búddisma geti hugform lifað sjálfstæðu lífi sem „Tulba“. „Fæðing abstrakt mynd- listar á sér rætur meðal annars í slikum tilraunum í samhengi við (guðspeki) Theosophy. Þess má geta að Wassily Kandinsky var fé- lagi í Guðspekifélaginu (Theosophi- cal Society),“ segir ennfremur um Hugform sem má skoða á slóðinni multis.is/product/hugform- thoughtform/. Fyrirtækið MULTIS, sem sérhæfir sig í útgáfu á fjölfeldum og er í samstarfi við myndlistarmenn sem eiga verk á vefsíðu fyrirtækisins, heldur í dag útgáfuhóf vegna nýrr- ar útgáfu verks eftir Steingrím Ey- fjörð sem nefnist „Hugform“. Hófið fer fram á Snorrabraut 54 þar sem MULTIS er með skrifstofu og sýn- ingarrými og hefst kl. 14. Verkið á sér uppruna í tilraunum Robert Hanham Collyer í bókinni Psychography, or the Embodiment of Thought frá árinu 1845, að því er fram kemur á vef MULTIS. Á hon- um segir um verk Steingríms sem er í formi tvívíðs verks í ramma og skúlptúrs eða vasa: „Á 19. öld voru fyrstu skrefin í sálfræði óaðskiljan- leg við spíritisma og mesmerisma. Tilraunin er að sendandi sendir mynd úr huga sínum af svörtu syk- urþykkni (Molasis) í skál. Viðtakandi sér í huga sínum myndina sem sendandi sendi. Í staðinn fyrir sykurþykkni (Molasis) þá er myrkrið í krukkunni og vatn notað til að byggja samskiptin, sem eru skilgreind sem hugsanaflutn- ingur. Aðgerðin á sér rætur í eldri fyrirbærum. Það að horfa á vatnsflöt eða eitt- hvað sem nær tengingu við undir- meðvitundina á sér langa sögu. Í þessu verki bætist vatnið og myrkr- ið í krukkunni við sem fyrirbæri til að senda hugform.“ MULTIS fagnar útgáfu á „Hugformi“, nýju verki eftir Steingrím Eyfjörð Hugform Verkið eftir Steingrím Eyfjörð sem MULTIS gefur út í fjölfeldi. „… blístur, fiðrildi og fugla- söngur!“ er yfirskrift tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni sem fram fara í Breiðholtskirkju í dag kl. 15.15. Þar flytur Aulos Flute Ensemble fjölbreytta tónlist eftir brasilískt og íslensk tónskáld sem öll hafa sérstaklega verið samin fyrir Aulos. Á tónleikunum verða frumflutt … 4 Whistles …“ eftir Luiz Casteloñes og „Butterfly Effect“ eftir Sunnu Friðjónsdóttur. Einnig eru á efnisskránni verkin „Elegy“ eftir Harald V. Svein- björnsson, „Tre pezzi per tre flauti“ eftir Kolbein Bjarnason, „Ís og Eld- ur“ eftir Steingrím Þórhallsson og „Divertimento“ eftir Oliver Kent- ish. Flautuleikararnir Pamela De Sensi, Petrea Óskarsdóttir, Karen Karólínudóttir og Kristrún Helga Björnsdóttir skipa Aulos Flute Ensemble. „Hópurinn var stofnaður árið 2019. Aulos hefur hlotið góðar viðtökur og mikið lof gagnrýnenda auk þess sem RÚV hefur hljóðritað leik hópsins m.a. á Sumartónleikum í Skálholti sumarið 2020,“ segir í tilkynningu. Aulos Flute Ensemble leikur ný verk fyrir alla flautufjölskylduna á tónleikum Flautuleikararnir Pamela De Sensi, Karen Karólínudóttir, Petrea Óskarsdóttir og Kristrún Helga Björnsdóttir skipa tónlistarhópinn Aulos Flute Ensemble. »Gamanmyndin Saumaklúbburinn, í leikstjórn Göggu Jóns- dóttur, var forsýnd há- tíðlega í fyrrakvöld í öll- um sölum Laugarás- bíós. Í myndinni segir af vinkonum í saumaklúbbi sem skella sér eina helgi í sumarbústað með vin- konu einnar og ætla sér að njóta lífsins. En þeg- ar vímugjafar eru ann- ars vegar eiga hlutirnir til að fara úr böndunum, sem þeir vissulega gera. Með hlutverk kvenn- anna fara Helga Braga Jónsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnars- dóttir og Jóhanna Vig- dís Arnardóttir. Gleði Edda Björg Eyjólfsdóttir, Ragga Gísla og Birkir Kristinsson. Saumaklúbburinn var forsýndur í fyrrakvöld Morgunblaðið/Elsa Katrín Ólafsdóttir Kjarnakonur Leikkonurnar Helga Braga Jónsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir með leikstjóra myndarinnar, Göggu Jónsdóttur, fyrir miðju. Sprell Gagga borin uppi af Ágústi Guðmundssyni, Jakobi Frímanni Magn- ússyni og Arnari Jónssyni í anddyri Laugarásbíós fyrir forsýninguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.