Morgunblaðið - 29.05.2021, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 29.05.2021, Qupperneq 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 John Rogers opnar sýninguna Found Ways í galleríinu Flæði, Vesturgötu 17, á morgun, laugardag. Rogers sýnir veðraðar stikur sem hann hefur safnað á göngum sínum um landið undanfarin fimm ár og skoðar í innsetningu sinni tilgang, minni og umbreytingu, eins og það er orðað í tilkynningu. Stikur þessar mörkuðu gönguleiðir en var skipt út fyrir aðrar og nýrri. Nú hafa þær fengið nýtt hlutverk og tilgang. Rogers hefur komið víða við og m.a. starfað sem blaðamaður, rithöfundur, listamaður og plötusnúður og hefur m.a. gegnt stöðu ritstjóra Grapevine. Stikur fá nýtt hlutverk í Flæði John Rogers Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika í dag, laugardag, í Seltjarnarneskirkju klukkan 16. Á efnisskránni verða Brandenborg- arkonsert nr. 6 eftir Johann Seb- astian Bach og Sinfónía nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven og stjórn- andi verður Oliver Kentish. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð árið 1990 og var hug- myndin að halda veglega afmælis- tónleika á síðasta ári en þeim var frestað vegna Covid-19. Hljóm- sveitin stefnir að því að endur- vekja hugmyndina á næsta starfs- ári og bjóða til sín kórum og öðrum fyrrverandi samstarfs- hópum til tónlistarhátíðar í Eld- borg í Hörpu, að því er fram kem- ur í tilkynningu en þangað til verði rifjuð upp kynni við verk gömlu meistaranna Bachs og Beethovens. Aðgangur er ókeypis en gestum boðið að styrkja starf sveitarinnar með frjálsum fram- lögum. Á æfingu Nokkrir liðsmenn Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna á æfingu í vik- unni. Hljómsveitin var stofnuð árið 1990 og ætlaði að halda afmælistónleika í fyrra en þá kom Covid-19. Leika verk Bachs og Beethovens Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Óperetta valsakóngsins Jóhanns Strauss, Nótt í Feneyjum, er verk- efni óperudeildar Söngskóla Sig- urðar Demetz í ár og leiðbeinandi og leikstjóri deildarinnar Þorsteinn Bachmann. Óperettan verður sýnd tvisvar í Vonarsal SÁÁ í Efstaleiti 7 í Reykjavík á sunnudaginn, 30. maí, kl. 17 og 19.30. Antonía Hevesi er tónlist- arstjóri deildar- innar í vetur og leikur með söngvurunum á píanóið á sýning- unum og Hrafn- hildur Eva Guð- mundsdóttir leiðbeinir í dansatriðum og svið- hreyfingum. Verkefnastjórn var í höndum skólastjórans Gunnars Guð- björnssonar og fara miðapantanir fram með tölvupósti á netfangið gunnar@songskoli.is. Verkið hefur verið aðlagað að nú- tímanum, að sögn Gunnars og tekið er mið af þörfum nemenda við upp- setningu þess. Skólinn frumsýnir líka söngleik í næstu viku og því mik- ið líf og fjör í skólanum þessa dag- ana. Óperudeildirnar eru tvær, önn- ur fyrir yngri nemendur og hin fyrir framhaldsstigið og eru það nem- endur þeirrar síðarnefndu sem sýna verk Strauss, 12 talsins. Gunnar er spurður út í hlutföll kynjanna í þessum hópi nemenda og segir hann þau nokkuð jöfn. „Það er nokkuð svipað yfirleitt hjá okkur í þessum skóla,“ segir Gunnar en í söngnámi almennt séu þó oftast fleiri konur en karlar. Bendir hann á að líkamlegur þroski raddarinnar sé líka seinna á ferðinni hjá körlum. Vaxandi kröfur um leik Gunnar segir að upp úr áramótum sé farið í að finna verk sem hæfi nemendum og segir hann Nótt í Feneyjum mjög heppilega óperettu fyrir hópinn. „Það eru líka mörg samtöl, talaður texti þannig að það er hægt að leika sér meira með það sem við erum að gera,“ segir Gunn- ar. Þorsteinn hafi lagað verkið að samtímanum og sett í nútímasam- hengi. „Sem er mjög gott fyrir þau líka því það að geta tengt við verkið er svolítið háð því,“ segir Gunnar um þá aðlögun og samtímatengingu. Krafan verði sífellt meiri til söngv- ara á heimssviðinu að þeir séu meira eins og leikarar og því mikilvægt að byrja þá þjálfun snemma. Óperettan fjallar um sýndar- mennsku og sjálfsdýrkun yfirstétt- arinnar á kostnað hinna lægra settu, ekkert er sem sýnist og allir hafa eitthvað að fela, eins og segir í til- kynningu. „Sem er eiginlega í hnot- skurn það sem austurríska óper- ettan fjallar um,“ bendir Gunnar blaðamanni á eftir að vitnað hefur verið í þessa lýsingu. „Karlmenn fá nú yfirleitt svolítið á baukinn og það er nú ekkert lítið í þessari óperettu. Í umræðu nútímans í dag og sér- staklega síðustu vikna þá er þetta mjög aktúelt, alveg ótrúlega aktú- elt,“ segir Gunnar. Óperettan hafi fyrst og fremst verið dægrastytting en um leið talsvert verið að gagn- rýna karlmenn og líka konur. „Ef við erum gagnrýnin og til í að sjá það sjáum við ýmislegt í þessum verkum sem segir heilmikið um okkur.“ Óperettan gerist nótt eina í Fen- eyjum þar sem haldinn er grímu- dansleikur og allt gengur kaupum og sölum, meira að segja ástin og helg- ustu tilfinningar manna og kvenna virðast falar fyrir rétta upphæð, eins og því er lýst. Aðeins sönn ást og tryggð mun lifa af í háskalegum felu- leik ástar og aðbrýðisemi áður en grímurnar taka að falla, ein af ann- arri. Hljóðfærin ekki stillt Gunnar er spurður að því hvernig rekstur skólans gangi og segir hann skólann hafa þurft að líða fyrir illa skapað kerfi utan um sína fjármögn- un. „Það er núna í sem allra verstu standi, akkúrat þessa dagana. Það er mjög alvarleg staða núna,“ segir Gunnar. – Er þá tvísýnt um áframhaldandi rekstur skólans? „Ef ekki verður eitthvað gert. Nú er ég búinn að vera í sambandi við menntamálaráðuneytið og það er alltaf þessi sami dans milli Reykja- víkurborgar og ríkis, í rauninni eng- inn sem vill taka ábyrgð á þessum efri stigum í náminu. Það hefur verið þannig að sveitarfélögin hafa rekið sína skóla og þar af leiðandi tekið alltaf þennan reikning sem er milli framlaga ríkisins og raunkostnaðar af kennslunni en það er ekki gert í Reykjavík þannig að þetta lendir á reikningi nemandans og skólans. Skólinn er alltaf með ákveðnu milli- bili að skera niður og spara og við höfum ekki stillt hljóðfæri í vetur, til dæmis. Það er dálítið skrítið að reka söngskóla og þurfa að vera með fölsk hljóðfæri,“ segir Gunnar. Þá hafi skólinn verið í hinu vonda Covid-ástandi, ofan á allt annað. „Núna sé ég fram á það að ekkert annað getur hjálpað okkur en yfir- dráttur í banka til að komast í gegn- um sumarið, til að geta borgað mín- um kennurum sumarlaunin. Við fengum kauphækkun í haust, tónlist- arkennarar eru oftast eins aftarlega á merinni og hægt er að hafa þá og á meðan aðrir voru að fá styttingu á sinni vinnuviku vorum við að fá lífs- kjarasamninga. Og þegar kemur að efri stigum, þeim hluta kennslunnar sem snýr að framhalds- og miðstigs- nemendum í tilfelli söngs, erum við ekki að fá neina leiðréttingu á fram- lögum. Við fáum bara að borga kaup- ið og samið um það fyrir okkur af hinu opinbera, í rauninni, en við eig- um bara að leysa málið. Framlögin hækka ekkert, hækka bara fyrir grunnstigið, það kemur frá Reykja- víkurborg en þau hækka ekki á efri stigum fyrr en hugsanlega um ára- mótin 2021/22. Þá er okkur heitið því að þetta verði lagað en þá verðum við búin í 15 mánuði að borga 11% hærri laun fyrir þessa kennslu. Þetta er reikningur upp á tíu til tólf millj- ónir og í svona litlum rekstri er það bara mjög vont, það segir sig sjálft.“ Gunnar segir að koma verði í ljós í haust hvernig þessi fjárhagsvandi skólans verði leystur. „Maður vonast til að menntamálaráðherra klári þessi mál og komi til móts við okkur því Reykjavíkurborg er greinilega ekki að fara að gera það, hún er ákveðin í því að þetta sé bara okkar vandi. Þá eigum við ekki í önnur hús að venda en hjá ríkinu.“ Feneyjafjör Hópurinn sem kemur að Nótt í Feneyjum í uppsetningu óperudeildar Söngskóla Sigurðar Demetz. Sýndarmennska og sjálfsdýrkun - Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir óperettu Jóhanns Strauss, Nótt í Feneyjum - Gamanóperetta með ádeilubroddi - Skólastjóri segir rekstrarstöðu skólans alvarlega Gunnar Guðbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.