Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 4. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 130. tölublað . 109. árgangur .
Friðjón Friðjónsson
í 4. sæti
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík 4. – 5. júní
Frjálsara samfélag,
betra Ísland
Tökum forystu
SIGMAR ÞÓR
FAGNAR
NÝRRI PLÖTU
PÍTSU-
ELDHÚS OG
BLEIKT HJÓL
GARÐAR 48 SÍÐURMERIDIAN METAPHOR 28
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fyrstu niðurstöður úr nýrri lands-
könnun á mataræði Íslendinga sýna
að neysla landsmanna á grænmeti og
ávöxtum stendur í stað frá síðustu
landskönnun sem gerð var fyrir ára-
tug. Enn er neysla grænmetis- og
ávaxta töluvert langt fyrir neðan
ráðleggingar landlæknis um lág-
marksneyslu fullorðinna og heilsu-
samlegt mataræði. Þá kemur í ljós
samkvæmt þessum frumniðurstöð-
um að neysla orkudrykkja hefur
margfaldast í yngsta aldurshópnum.
Ragnhildur Guðmannsdóttir
kynnti nokkrar frumniðurstöður úr
landskönnuninni á líf- og heilbrigð-
isvísindaráðstefnu Háskóla Íslands í
gær. Könnunin er enn í gangi og er
von á lokaniðurstöðum í haust.
Heildarkjötneysla landsmanna er
samkvæmt fyrstu niðurstöðum að
meðaltali um 120 grömm á dag en
var 130 grömm á dag í könnuninni
sem gerð var fyrir tíu árum. „Heild-
arkjötneysla hefur heldur minnkað
en það er spurning hvort um mark-
tækan mun er að ræða,“ sagði Ragn-
hildur. Fram kemur að neysla á
rauðu kjöti er nú að meðaltali 84
grömm á dag samanborið við 100
grömm fyrir tíu árum.
Þegar kannað var hversu margir
taka inn D-vítamín sem fæðubót
kom í ljós að 62% taka reglulega inn
lýsi, lýsisperlur eða D-vítamíntöflur.
Mataræði ábótavant
- Ávaxta- og grænmetisneysla undir ráðleggingum - Neysla
orkudrykkja meðal yngri landsmanna hefur margfaldast
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Orkudrykkir 18-36 ára drekka 45
millilítra á dag en 5 ml fyrir áratug.
MStóraukin neysla orkudrykkja »4
Sérfræðingur á bílaleigumarkaði
sem Morgunblaðið ræddi við telur
að Ísland verði uppselt í ágúst –
september hvað varðar aðgang að
bílaleigubílum, en aðeins níu þús-
und bílar eru núna til í landinu fyrir
ferðamenn, samanborið við nítján
þúsund árið 2019. Málið sé einfalt
reikningsdæmi. Ef eitt hundrað
þúsund ferðamenn komi til landsins
í ágúst og september sem ekki sé
ólíklegt, þýði talan níu þúsund að
skortur geti orðið á bílum. Erfitt sé
að breyta því í skyndi þar sem að-
fangakeðjur séu enn laskaðar
vegna faraldursins. Bílaverk-
smiðjur séu margar enn lokaðar og
tafir séu á framleiðslu og afhend-
ingu íhluta eins og hálfleiðara.
Páll Þorsteinsson, upplýsinga-
fulltrúi Toyota á Íslandi, segir
fyrirtækið hafa þrátt fyrir óvissu
og enga bílaleigusamninga í hendi
tryggt sér ákveðið magn af bílum –
sem núna eru velflestir fráteknir
fyrir leigurnar. »12
Morgunblaðið/Ómar
Ferðir Bílaleigur hafa selt og sett
bíla í langtímaleigu í faraldrinum.
Ísland uppselt í ágúst-
og septembermánuði
Vel hefur viðrað á Norðlendinga að undanförnu.
Nemendur Borgarhólsskóla á Húsavík nýttu sér
sumarblíðuna í botn í gær þegar þeir renndu sér
niður heimatilbúna vatnsrennibraut á sund-
laugartúninu svonefnda í bænum. Plastdúk var
komið fyrir og næg sápa við höndina. Slökkvilið
Norðurþings kom svo með vatnið og úr varð
þessi fína rennibraut sem krakkarnir höfðu
mikla skemmtun af.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Buslað í heimatilbúinni
vatnsrennibraut
Ákveðið hefur verið að leggja niður
læknastofur og skurðstofur í Domus
Medica frá næstu áramótum. Þar
eru um 70 sérfræðingar með lækna-
stofur. Líklega munu einhverjir
þeirra halda áfram annars staðar.
Apótekið fer væntanlega einnig og
blóðrannsóknum verður hætt um
áramótin en Röntgen Domus verður
áfram í húsinu. Húsið verður vænt-
anlega selt, að sögn Jóns Gauta
Jónssonar, framkvæmdastjóra
Domus Medica hf.
„Sú ríkisvæðingarstefna sem rík-
isstjórnin hefur rekið í fjögur ár
vinnur ekki með þessari starfsemi.
Menn treysta sér ekki til að halda
áfram í því ástandi sem hefur ríkt í
stjórnun heilbrigðisþjónustunnar
nokkuð lengi,“ sagði Jón Gauti. »2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Domus Medica Rekstrarumhverfi
sérfræðilækna er erfitt, að sögn.
Domus
Medica lokað
um áramót