Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 27
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Sigtryggur Daði Rúnarsson tryggði
ÍBV sæti í undanúrslitum Íslands-
móts karla í handknattleik með ótrú-
legu flautumarki gegn FH í síðari
leik liðanna í átta liða úrslitum Ís-
landsmótsins í Kaplakrika í Hafn-
arfirði í gær.
Leiknum lauk með 33:33-jafntefli
en fyrri leik liðanna í Vest-
mannaeyjum lauk með 31:31-
jafntefli og ÍBV fer því áfram úr ein-
víginu á fleiri mörkum skoruðum á
útivelli.
Leikurinn var jafn og spennandi
allan tímann og það munaði aldrei
meira en þremur mörkum á liðunum.
FH-ingar voru hins vegar alltaf
með frumkvæðið í leiknum og voru
þremur mörkum yfir þegar þrjár
mínútur voru til leiksloka.
Sveinn Jose Rivera fékk færi til að
jafna metin fyrir ÍBV þegar mínúta
var til leiksloka en Phil Döhler varði
frá honum úr sannkölluðu dauðafæri.
Þá fékk Ásbjörn Friðriksson færi
hinum megin til þess að gera út um
leikinn en þá varði Peter Jokanovic
frá honum úr dauðafæri.
Eyjamenn tóku leikhlé þegar
fimmtán sekúndur voru til leiksloka
og það var svo Sigtryggur Daði Rún-
arsson sem jafnaði metin fyrir Eyja-
menn með flautumarki!
Það er í raun ótrúlegt að ÍBV hafi
farið áfram úr einvíginu enda voru
FH-ingar yfir nánast allan leikinn og
með fulla stjórn á leiknum ef svo má
segja.
Eyjamenn gefast hins vegar aldrei
upp og það má með sanni segja að það
hafi allt smollið hjá þeim á hárréttum
tíma því þeim virtist fyrirmunað að
jafna leikinn eftir því sem leið á. Há-
kon Daði Styrmisson átti stórleik fyrir
ÍBV og skoraði ellefu mörk, þar af sex
úr vítaköstum en Egill Magnússon var
markahæstur Hafnfirðinga með níu
mörk.
ÍBV mætir annaðhvort KA eða Val í
undanúrslitum Íslandsmótsins en
FH-ingar eru komnir í sumarfrí.
Sannfærandi Haukar
Þá eru deildarmeistarar Hauka
komnir í undanúrslit eftir öruggan
36:22-sigur gegn Aftureldingu á Ás-
völlum.
Haukar skoruðu fyrstu þrjú mörk
leiksins og leiddu með fjórum mörk-
um í hálfleik, 16:12.
Hafnfirðingar juku forskot sitt
hægt og rólega í síðari hálfleik og
fögnuðu stórsigri í leikslok.
Ólafur Ægir Ólafsson og Atli Már
Báruson voru markahæstir Hauka
með fimm mörk hvor en Blær Hin-
riksson skoraði sjö mörk fyrir Aftur-
eldingu.
Haukar unnu fyrri leikinn með tíu
marka mun, 35:25, og unnu einvígið
samanlagt 71:47 en liðið mætir ann-
aðhvort Selfossi eða Stjörnunni í und-
anúrslitum Íslandsmótsins.
Ótrúleg dramatík í Hafnarfirði
- Deildarmeistararnir burstuðu Aftureldingu og eru komnir í undanúrslit
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Flautumark Sigtryggur Daði Rúnarsson skaut Eyjamönnum áfram.
FÓTBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Mér líst mjög vel á þetta lið og
komandi verkefni. Nýja þjálfara-
teymið hefur komið með nýjar hug-
myndir og ég er spenntur fyrir því,“
sagði Bjarki Steinn Bjarkason, leik-
maður Venezia á Ítalíu og U21 árs
landsliðsins í fótbolta, í samtali við
Morgunblaðið.
Mikið breytt U21 árs lið mætir til
leiks í undankeppni EM í september
en Ísland er í riðli með Kýpur,
Grikklandi, Hvíta-Rússlandi,
Liechtenstein og Portúgal. Davíð
Snorri Jónasson og Hermann Hreið-
arsson stýra liðinu í undankeppninni
en þeir tóku við af Davíð Þór Viðars-
syni og Eiði Smára Guðjohnsen sem
tóku við A-landsliðinu.
„Við höfum ekki sest sérstaklega
niður og rætt markmiðin en að sjálf-
sögðu er alltaf markmið að komast á
stórmót. Við erum nýbyrjaðir að
fara í nýjar hugmyndir og Davíð
hefur farið vel yfir bæði sóknarleik-
inn og varnarleikinn. Við viljum
pressa hátt. Við erum líka að skoða
nýtt kerfi, 3-5-2, en svo getum við
líka spilað 4-3-3,“ sagði Bjarki.
Sóknarmaðurinn leikur með Venezia
á Ítalíu en liðið tryggði sér á dög-
unum sæti í efstu deild eftir sigur í
umspili. Bjarki lék tíu leiki á leiktíð-
inni en aðeins tvo þeirra í byrj-
unarliði. Hann fékk lítið að spila eft-
ir áramót.
Skref aftur á bak að fá Covid
„Ég fór vel af stað og fékk fullt af
mínútum og var kominn vel inn í
þetta en svo var það skref aftur á
bak þegar ég fékk Covid í janúar.
Svo kom nýr leikmaður inn og eftir
það fékk ég lítið að spila. Það samt
er frábær stemning í þessum hópi
og það kom okkur alla leið í þessu.
Við erum gott lið sem spilum góðan
bolta og með góðan þjálfara. Ég
fékk einhverjar mínútur í fyrri úr-
slitaleiknum sem var flott. Svo var
geggjuð tilfinning að komast upp.“
Þrátt fyrir lítinn spiltíma er
Bjarki spenntur fyrir næsta tímabili
með liðinu í deild þeirra bestu. „Eins
og er veit ég ekki alveg hvernig
næsta tímabil verður en markmiðið
er að fara út, standa mig vel á und-
irbúningstímabilinu, stimpla mig inn
í liðið og fá hlutverk á næsta tíma-
bili,“ sagði Bjarki Steinn.
Markmiðið að sjálfsögðu
að komast á stórmót
- Fór upp í A-deild með Venezia
Morgunblaðið/Eggert
Venezia Bjarki Steinn fór upp í A-deildina á Ítalíu með Venezia.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Þrír Íslendingar munu eiga að-
komu að bikarúrslitaleiknum í
handknattleik karla í Þýskalandi en
undanúrslitaleikirnir fóru fram í
gær. Lemgo kom mjög á óvart og
vann hið sigursæla lið THW Kiel
29:28. Skoraði Bjarki Már Elísson
sex mörk fyrir Lemgo og þar af tvö
af þremur síðustu mörkunum. Mel-
sungen, lið Guðmundur Þ. Guð-
mundssonar og Arnars Freys Arn-
arssonar, vann Hannover Burgdorf
27:24 í hinum undanúrslitaleiknum.
Liðin leika til úrslita í kvöld en leik-
ið er í Hamborg.
Íslendingar leika
í bikarúrslitum
AFP
Óvænt Bjarki Már og samherjar
unnu frábæran sigur.
Fjölnir og Þróttur R. náðu í stig á
útivöllum eftir að hafa lent 2:0 undr
þegar þrír leikir fóru fram í 1. deild
karla, Lengjudeildinni, í knatt-
spyrnu í gær. Afturelding komst í
2:0 gegn Fjölni en Jóhann Árni
Gunnarsson jafnaði í uppbótartíma.
Á Seltjarnanesi jafnaði Sam Ford
fyrir Þrótt á 84. mínútu gegn
Gróttu sem var með tíu menn á
lokakaflanum eftir að Halldór
Baldursson fékk rauða spjaldið.
Grindavík vann Selfoss 1:0 á
heimavelli með marki Arons Jó-
hannssonar. sport@mbl.is
Tveggja marka
munur dugði ekki
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
2:2 Jóhann Árni Gunnarsson jafn-
aði fyrir Fjölni á elleftu stundu.
_ Þríþrautarkonan Guðlaug Edda
Hannesdóttir verður ekki á meðal þátt-
takenda á Ólympíuleikunum í Tókýó,
eins og hún hafði stefnt að. Er hún að
glíma við meiðsli í mjöðm og þarf að
gangast undir aðgerð í Bandaríkjunum
og verður lengi frá keppni.
Guðlaug Edda er fremsti Íslendingurinn
í íþróttinni og átti raunhæfa möguleika
á að vinna sér keppnisrétt á Ólympíu-
leikunum. Guðlaug Edda greindi frá
þessu á Instagram í gær og þar kom
fram að hún reyndi að hrista af sér
meiðslin í keppni í Yokohama í Japan,
en fann mikið til meðan á keppninni
stóð.
_ Íslandsmeistarinn Guðrún Brá
Björgvinsdóttir lék fyrsta hringinn á
Jabra Ladies Open í Frakklandi á 73
höggum, tveimur höggum yfir pari.
Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni,
þeirri sterkustu í álfunni. Guðrún fékk
fimm skolla og þrjá fugla á holunum 18
og er í 38. sæti ásamt nokkrum öðrum
kylfingum. Hún verður væntanlega í
harðri baráttu um að komast í gegnum
niðurskurðinn í dag með svipaðri spila-
mennsku.
_ Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék
fyrsta hringinn á D+D REAL Czech
Challenge-mótinu á Áskorendamótaröð
Evrópu á 74 höggum, tveimur höggum
yfir pari, í gær. Guðmundur fékk fugl
strax á fyrstu holu en síðan þrefaldan
skolla á annarri holu. Eftir það fékk GR-
ingurinn tvo fugla og tvo skolla. Hann
er sem stendur í 95. sæti og þarf að
leika betur á öðrum hringnum í dag til
að eiga möguleika á að fara í gegnum
niðurskurðinn.
_ Selfyssingurinn Ómar Ingi Magn-
ússon er tilnefndur sem leikmaður
mánaðarins í þýsku 1. deildinni í hand-
bolta, þriðja mánuðinn í röð. Ómar Ingi
hefur leikið afar vel á leiktíðinni og er í
öðru sæti yfir markahæstu menn deild-
arinnar með 226 mörk. Hann skoraði
46 mörk fyrir Magdeburg í maí, 9,2
mörk að meðaltali.
Ómar hefur ekki verið valinn leikmaður
mánaðarins til þessa á leiktíðinni en
auk Ómars eru þeir Martin Tomovski,
Jerry Tollbring, Lucas Krzikalla, Maciej
Gebala, Michael Damgaard og Jim
Gottfridsson einnig tilnefndir sem leik-
maður maímánaðar.
_ Knattspyrnustjórinn Ronald Koem-
an mun stýra Barcelona á næsta tíma-
bili líkt og hann gerði á nýafstaðinni
leiktíð. Það er Fabrizio Romano, frétta-
maður hjá Sky Sports sem greinir frá
þessu. Framtíð Koemans hefur verið
mikið í umræðunni að undanförnu en
Barcelona hafnaði í þriðja sæti
spænsku 1. deildarinnar á tímabilinu.
_ Philadelphia 76ers, Atlanta Hawks
og Utah Jazz eru komin áfram í næstu
umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar
í körfuknattleik. Philadelphia vann
Washington 129:112 og samtals 4:1. Atl-
anta vann New
York Knicks
103:98 og
samtals 4:1.
Skoraði Trae
Young 36 stig fyr-
ir Atlanta. Phila-
delphia og Atl-
anta mætast í
næstu umferð.
Utah vann
Memphis Grizzlies
126:110 og samtals
4:1.
Eitt
ogannað