Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 29

Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI THE WASHINGTON POST ROGEREBERT.COM TOTAL FILM USA TODAY THE SEATTLE TIMES THE GUARDIAN GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA HROLLVEKJANDI SPENNUMYND THE WRAP FILM SÝNDMEÐ ÍSLENSKU TALI Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason var á þriðjudag, 1. júní, sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka vegna köllunar, orðu sem var sett á fót af De Gaulle hershöfðingja og fyrrver- andi Frakklandsforseta og er ætlað að sæma þá sem hana hljóta æðsta heiðri forseta Frakklands. Fór athöfnin að venju fram í sendiherra- bústað Frakklands á Skálholtsstíg 6 og sendiherra Frakka, Graham Paul, veitti Agli orðuna. Í tilkynningu frá sendiráðinu seg- ir að Egill hafi að loknu háskóla- námi á Íslandi haldið til Parísar þar sem hann lauk prófi í blaðamennsku í Journalistes en Europe-stofnun- inni. Eftir að hafa unnið hjá dag- blöðunum Tímanum og Helgar- póstinum hafi hann fært sig yfir í sjónvarp þar sem hann hafi átt far- sælan feril. Þættir hans Silfur Egils og Kiljan séu þjóðinni vel kunnir og hann hafi einnig unnið að sögulegu þáttaröðunum Vesturfarar, Stein- steypuöldin, Kaupmannahöfn, höfuðborg Íslands og Siglufjörður, saga bæjar. Egill hefur hlotið Edduverðlaun nokkrum sinnum fyrir þætti sína og hefur oft kynnt franska menningu og tekið viðtöl við Frakka í þeim. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sómi Egill Helgason þakkar sendiherra Frakklands fyrir heiðursorðuna. Egill sæmdur heiðursorðu Frakka Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru afhentir í gær í 14. sinn og hlutu þá fjórir nýir rithöfundar sem fá hver um sig hálfa milljón króna í styrk fyrir verk sín. Ingólfur Eiríksson hlaut styrk fyrir skáldsöguna Stóra bókin um sjálfs- vorkunn: Nína Hjördís Þorkels- dóttir fyrir ljóðabókina Lofttæmi; Mao Alheimsdóttir fyrir skáldsög- una Veðurfregnir og jarðarfarir og Jakub Stachowiak fyrir ljóðabókina Næturborgir. Samkvæmt upplýsingum frá Mið- stöðinni eru Nýræktarstyrkir veittir árlega fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvell- inum, óháð aldri, og til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sög- ur, ljóð, leikrit og fleira. Alls bárust 94 umsóknir í ár, sem mun vera met- fjöldi umsókna frá upphafi. „Í fyrra bárust 57 umsóknir og er þetta því 65% fjölgun umsókna milli ára. Auk metfjölda umsókna markar sérstök tíðindi í þetta sinn að meðal þeirra sem hljóta styrkina eru Íslendingar af erlendu bergi brotnir, sem flutt hafa til landsins á síðasta áratug. Bæði hafa þau lagt stund á nám í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og hafa náð fullum tökum á málinu eins og bókmenntatextar þeirra bera með sér,“ segir í tilkynn- ingu. Ráðgjafar í ár voru Erna Erlingsdóttir og Ingi Björn Guðna- son. Í umsögn þeirra um Stóru bók- ina um sjálfsvorkunn segir að í skáldsögunni sé „fylgst með ungum manni sem missir tökin á lífi sínu þegar hann dvelur við nám erlendis. Samhliða er horft til fortíðar og leyndarmáls í fjölskyldusögunni sem hann reynir að ráða fram úr. Upp- byggingin einkennist af sérlega vel heppnuðum skiptingum milli tíma- sviða og stíllinn er áreynslulaus en býr yfir lúmskum húmor og kald- hæðnum undirtóni.“ Um Lofttæmi segir að ljóðabókin geymi „athuganir á andardrætti, líf- magni og tónlistinni í tilverunni. Skynjun á tilvist og umhverfi er miðlað af næmri tilfinningu en allt er þetta jafnframt skoðað af vísinda- legri nákvæmni á heillandi hátt. Líf- verur, jörð og loft eru sett undir smásjá í ljóðum sem birta ferska sýn á líf í hverfulum heimi.“ Um Veðurfregnir og jarðarfarir segir að frásögnin streymi „milli Íslands, Póllands og Frakklands á ýmsum tímaskeiðum. Þar gengur veðurfræðingurinn Lena um „götur upplitaðra minninga“ sem eru eins reikular og skýin. Afbragðsvald höf- undar á samspili frásagnarháttar og inntaks birtist í flæðandi texta sem undirstrikar líkindin með hverfulli náttúrunni sem Lena kannar og leit hennar að bæði samastað og sátt milli fortíðar og nútíðar.“ Um Næturborgir segir að um heilsteypta ljóðabók sé að ræða sem „hverfist um sorg, söknuð, borgina og skáldskap. Þar er á áhrifaríkan hátt slegið saman hversdagslegum myndum og nýstárlegu tungutaki. Ljóðin tjá sorg og ljúfsárar minn- ingar tengdar henni á persónulegan hátt en eiga jafnframt í áhugaverðu samtali við íslenska ljóðagerð tutt- ugustu aldar.“ Skáldsögur og ljóða- bækur styrktar í ár - Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta veittir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleðistund Höfundarnir voru að vonum glaðir þegar þeir tóku við styrkjum sínum í Gunnarshúsi í gær. Kvikmyndin Dýrið hefur verið valin til þátttöku í keppnisflokknum Un certain regard sem er hluti af aðal- dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Hátíðin fer fram 6.-17. júlí. Myndin verður heims- fumsýnd á hátíðinni og er þetta fyrsta leikna kvikmynd Valdimars í fullri lengd, að því er segir í tilkynningu og um mikinn heiður að ræða. Dýrið segir frá sauð- fjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal og þegar dularfull vera fæðist á bónda- bænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi, eins og því er lýst í tilkynningunni, og að vonin um nýja fjölskyldu færi þeim mikla hamingju um stund en verði þeim síðar að tortímingu. Valdimar leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace og einnig leika í myndinni Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson. Noomi Rapace Dýrið í Un certain regard í Cannes

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.