Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Kúba er eitt af þeim ríkjum þarsem íbúarnir njóta þeirra for-
réttinda að fá að búa við stjórn yf-
irlýstra sósíalista. Sigurður Már
Jónsson blaðamaður fjallar um það
í pistli á
mbl.is
hvernig rík-
isstjórnin
þar í landi
„kúgar al-
menning og
refsar fyrir
alla gagnrýni og ágreining. Stjórn-
völd víla ekki fyrir sér að beita öll-
um þeim ofbeldismeðölum sem
finnast í bókum harðstjórnar, með-
al annars barsmíðum, opinberum
niðurlægingum, ferðatakmörk-
unum, fangelsun til lengri og
skemmri tíma, sektum, einelti á net-
inu, eftirliti og þvinguðum starfs-
lokum.“
- - -
Þá segir Sigurður Már að kúb-versk lög takmarki „tjáning-
arfrelsi, félagasamtök, samkomur,
málefnahreyfingar og fjölmiðla.
Einnig hafa mannréttindasamtök
lýst yfir áhyggjum af því hvort
landsmenn fái réttláta málsmeðferð
fyrir dómstólum.“
- - -
Hér á landi, þar sem íbúarnir fáekki að njóta þessa hreina
sósíalisma, aðeins óþarflega mikilla
ríkisafskipta á ýmsum sviðum og
hærri skatta en góðu hófi gegnir,
vantar allnokkuð upp á slíka harð-
stjórn og ofríki.
- - -
Ekki er þó ástæða til að örvænta.Á dögunum fréttist af því að
Sósíalistaflokkurinn hefði lagt upp í
langferð um landið í Sósíalistarút-
unni og hygðist sækja að fólki hvar
sem því yrði við komið, meðal ann-
ars í leit að frambærilegum fram-
bjóðendum. Verði góð stemning í
rútunni er aldrei að vita nema hægt
verði að bjóða upp á lista sem geti
boðið landsmönnum upp á sæluríki
að hætti kúbverskra stjórnvalda.
Sósíalistar
sækja fram
STAKSTEINAR
Þingsályktunartillaga liggur nú fyrir þess efnis að
setja í gang sérstaka þróunaráætlun og tilrauna-
verkefni varðandi ræktun lyfjahamps og notkun
kannabislyfja í lækningaskyni. Er þetta framhald
af þeirri umræðu sem hefur verið uppi um lögleið-
ingu kannabisefna svo hægt verði að nota þau í
læknisfræðilegum tilgangi.
Hugmyndin er sú að stofnaður verði starfshóp-
ur með það hlutverk að útbúa frumvarp sem heim-
ili fyrirtækjum að sækja um leyfi til kannabis-
ræktunar og til framleiðslu og dreifingar á
kannabislyfjum í lækningaskyni.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga setti sig upp
á móti þeirri tillögu að nota skuli kannabisefni í
meðferðarskyni. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður
félagsins, segir það skjóta skökku við að ræða
ræktun á efni í tilraunaskyni þegar ekki liggur fyr-
ir samþykki við því að nota umrætt efni í meðferð-
arskyni.
Lyfjafræðingafélag Íslands skilaði umsögn
varðandi þetta mál. Í henni bendir félagið á að
Danir og Norðmenn séu að vinna að tilraunaverk-
efnum tengdum kannabisræktun og það sé þess
virði að fylgjast með því. Mikilvægt sé að byggja á
reynslu annarra þjóða og að ef komist yrði að
þeirri niðurstöðu að leyfa ætti kannabis í lækn-
ingaskyni til tilraunar hér á landi væri mikilvægt
að ekki yrði komið í veg fyrir ræktun og fram-
leiðslu þess hérlendis.
Bindindissamtökin IOGT og Æskan, barna-
hreyfing samtakanna, lögðust alfarið gegn þessum
tillögum. Samtökin hræðast að svona þróunar-
áætlun og umræða um tilraunir til að nota kanna-
bis í lækningaskyni sé til þess fallin að draga úr
góðum árangri forvarna og tilfinningu fyrir þeirri
áhættu sem fylgir kannabisneyslu. thorab@mbl.is
Tekist á um ræktun lyfjahamps
- Þingsályktunartillaga um tilraunaverkefni - Kannabis í lækningaskyni
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Talið er að allir þingmenn Mið-
flokksins leiti endurkjörs, nema
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmað-
ur flokksins í Suðvesturkjördæmi,
sem kynnti fyrir skömmu að hann
myndi hætta í stjórnmálum í haust.
Una María Óskarsdóttir varaþing-
maður sækist eftir að taka sæti hans
á lista.
Gert er ráð fyrir að framboðsmál
flokksins skýrist á næstu dögum, en
enn er hægt að gefa kost á sér til
setu á listum flokksins.
Öll kjördæmafélög Miðflokksins
ákváðu að viðhafa uppstillingu við
val á lista til alþingiskosninga 2021
og hefur framboða og tillagna verið
leitað að undanförnu. Af öðrum
þingmönnum hefur þó aðeins Birgir
Þórarinsson kynnt áform sín, en
hann sækist eftir 1. sæti á framboðs-
lista flokksins í Suðurkjördæmi.
Talið er að fleiri kunni að gefa sig
fram á Landsþingi Miðflokksins á
morgun.
Landsþing hefst á laugardag
Á morgun, laugardag, hefst lands-
þing Miðflokksins með rafrænum
hætti, en þar flyt-
ur formaður
flokksins opn-
unarræðu, kosin
verður ný stjórn
flokksins auk
fleiri dag-
skrárliða. Svo
verður þingi
frestað fram til
14. ágúst, þar
sem því verður
fram haldið með hefðbundnum
hætti á Hilton Nordica-hótelinu og
tónninn sleginn fyrir kosningabar-
áttuna fyrir alþingisikosningar í
haust, sem fram fara 25. september.
Ólíklegt er talið að Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið-
flokksins, fái mótframboð.
Formaður flokksins og þing-
flokksformaður taka sjálfkrafa sæti
í stjórn flokksins, en landsþingið kýs
þrjá aðra í stjórn hans.
Fimm manns hafa boðið sig fram
til stjórnar flokksins, þau Anna Kol-
brún Árnadóttir alþingismaður,
Bergþór Ólason alþingismaður, Ein-
ar G. Harðarson endurskoðandi,
Hallfríður J. Hólmgrímsdóttir bæj-
arfulltrúi og Karl Gauti Hjaltason
alþingismaður.
Framboðsmál Mið-
flokksins að skýrast
- Landsþing flokksins hefst á morgun
Birgir
Þórarinsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/