Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 19

Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 ✝ Jón Valgeir Guðmundsson fæddist 4. júní 1921 í Ísólfsskála við Grindavík. Hann lést að kvöldi 26. september 2020 eftir tveggja daga veikindi. Hann var næstyngstur 11 systkina sem öll eru látin. Foreldrar hans voru Guð- mundur Guðmundsson og Agnes Jónsdóttir. Fyrri kona Jóns var Ingunn Eiríksdóttir, þau slitu samvistir. Þau eignuðust þrjú börn; Agnesi, Eyrúnu og Guðmund, en fyrir átti Ingunn dótturina Stein- unni. Afkomendur Jóns eru 32. Eftirlifandi eig- inkona Jóns er Erla Stefánsdóttir, f. 22. ágúst 1931 á Gauts- stöðum á Sval- barðsströnd, henn- ar börn eru sex; Stefán, Anna Dýr- leif, Elínrós, Ída Sigrún, Aðalheiður Matthildur og Finnur. Afkomendur Erlu eru 72. Útför Jóns fór fram frá Grindavíkurkirkju 5. október 2020. Jón lést 99 ára að aldri 26. sept- ember 2020. Í dag, 4. júní 2021, hefði 100 ára afmælisveislan orðið með gamaldags rjómatertunni sem Ída var búin að lofa að gera, en í stað þess að mæta í veislu minnumst við Jóns með hlýju og þakklæti. Okkar fyrstu kynni af Jóni voru 1990, þegar hann og Erla móðir okkar fóru að draga sig saman, sem varð að hjónabandi 15. maí 1999. Þau bjuggu saman í Miðfelli, Skólabraut 4, í tæp tutt- ugu ár, en það hús byggði Jón 1950. Jón átti bátinn Þórarin GK 35 á þessum árum og sótti sjóinn til aldamóta. Iðjulaus var hann aldr- ei, dyttaði að húsinu og dundaði í garðinum og gróðurhúsinu þar sem hann ræktaði rósir í mörgum litum og vínberjaplöntur. Á haustin áttu áhugamálin hug hans allan, þá fór hann í berjamó og svo tók víngerðin við. Krækiberjavín, rósavín, rabarbaravín og rauðvín leit dagsins ljós og þótti gott. Gestaherbergið á Skólabrautinni stóð okkur alltaf opið og var oft boðið upp á signa lýsu með heima- ræktuðum kartöflum og smjöri. Jón miðlaði frá sér fróðleik og sögum um heimahagana, mannlíf- ið og uppvaxtarár sín, minnið var ótrúlegt og margir bíltúrar farnir með leiðsögn um Reykjanesið. Eftir áttrætt var keyptur hús- bíll og ferðuðust þau um sumar- tímann næsta áratuginn með öðru húsbílafólki og einnig var bílnum lagt hjá ættingjum og dvalið um stund, jafnt á Norðurlandi sem Suðurlandi, og heimilisfólki boðið í húsbílakaffi. Á þessum árum voru farnar margar ferðir í sólina, oftast til Kanarí, bæði um jól og í annan tíma, og var vinsælast hjá Jóni að vera á Las Camelias og eignuðust þau marga vini í þess- um ferðum. Eina ferð fóru þau með eldri borgurum til Færeyja og heimsóttu Ídu til Danmerkur, skoðuðu sig vel um og fóru í Le- góland. Sumarið 2018 fluttu Jón og Erla í litla íbúð í Víðihlíð með út- sýni yfir höfnina og innsiglinguna, þar líkaði þeim vel og var íbúðin kölluð Sælustaðir, en vegna veik- inda flutti Erla inn á hjúkrunar- deild sem er í hinum helmingi hússins í nóvember 2019 og var Jón því einn á Sælustöðum sein- asta árið sem hann lifði. Alltaf hafði hann í hávegum orð móður sinnar að aldrei skyldi hann svara ónotum annarra. Nú ertu horfinn á braut og gló- andi hraunið rennur nú um dalina sem þú þekktir svo vel. Við þökkum Jóni fyrir allar samverustundirnar og spjallið síðastliðin 30 ár og kveðjum með þínu uppáhaldserindi úr ljóðinu Lífshvöt eftir skáldið mikla Stein- grím Thorsteinsson: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber: Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Aðalheiður M. Sveinbjörns- dóttir (Didda), Erling Pétursson, Ída S. Sveinbjörnsdóttir. Jón Valgeir Guðmundsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ÞURÍÐUR SAGA GUÐMUNDSDÓTTIR leigubílstjóri, lést á krabbameinsdeild LSH föstudaginn 21. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag, föstudaginn 4. júní klukkan 15. Þóra Ýr Björnsdóttir Halldór Einir Guðbjartsson Hulda Magnúsdóttir Karl Guðmundsson Sigurbjörg Guðmundsdóttir Bjarni Þór Óskarsson Kjartan Ísak Guðmundsson Erna Vigdís Ingólfsdóttir og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRA VÍKINGSDÓTTIR, ónæmisfræðingur og kennari, varð bráðkvödd á heimili sínu mánudaginn 31. maí. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að hægt er að styðja góðgerðarstarf. Útför verður auglýst síðar. Bjarni Jónsson Sveinbjörg Bjarnadóttir Þóra H. Bjarnad. Lynggaard Niels Lynggaard Valgerður Bjarnadóttir Jóhannes Ingi Torfason Kári Kristinn Bjarnason Særún Anna Traustadóttir Sölvi, Silja og Svana ✝ Sigurþór Hjör- leifsson fædd- ist 15. júní 1927 að Brunngili í Bitru- firði. Hann lést á HSN á Sauðárkróki 20. maí 2021. Foreldrar hans voru Áslaug Jóns- dóttir og Hjörleifur Sturlaugsson sem bæði voru fædd aldamótaárið 1900. Sigurþór var næstelstur sjö systkina, þau eru; Jón, f. 1926, d. 2012, Unnur f. 1928, Svavar, f. 1930, Hróðmar, f. 1931, Reyn- ir, f. 1934, drengur, f. 6.10. 1939, látinn sama dag. Sigurþór ólst upp í Reykjavík til tíu ára aldurs en flutti þá með fjöl- skyldu sinni að Kimbastöðum í Skagafirði. Sigurþór kvæntist 31.12. 1960 Guðbjörgu Hafstað húsmæðrakennara, f. 25.6. 1928, d. 2.7. 1966. Dætur Sig- urþórs og Guðbjargar eru; 1) Steinunn, f. 4.3. 1962, maki Sig- urður Guðjónsson, f. 1960, synir Hansen eru; a) Hróðmar, f. 1988, í sambúð með Sólveigu Pétursdóttur, dóttir Unnur Ýja, f. 2011. b) Assa Sólveig, f. 1989. Börn Össu og Gunnars Odds- sonar eru; Ernir Hjörleifur, f. 2015, og Arney Þórkatla, f. 2017. Sigurþór og Guðbjörg byggðu sér hús í Messuholti Skagafirði og fluttu í það 1962. Haustið 1967 tók Fjóla B. Bárð- dal að sér heimilið í Messuholti og bjó þar með Sigurþóri á með- an heilsa hennar leyfði. Sigurþór lærði véla- og renni- smíði í Iðnskólanum í Reykja- vík. Hann starfaði hjá Vélasjóði ríkisins um árabil. Var ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar frá árinu 1959, og rak fyrir það véla- og járn- smíðaverkstæði í Messuholti. Sigurþór tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum, starfaði ötullega í björgunarsveit og ýmsum ferðafélögum. Útför Sigurþórs fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 4. júní 2021, klukkan 14. Streymt verður frá athöfn- inni. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/vjysr9ja/. Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat/. þeirra; a) Örn, f. 4.12. 1988, d. 21.6. 2008. b) Þorgeir, f. 1993, í sambúð með Brynju Rut Blön- dal, þeirra sonur er Örn, f. 2020. 2) Arngunnur, f. 4.3. 1962, maki Ægir Sturla Stefánsson, f. 1961, dætur þeirra; a) Guðbjörg Fjóla, f. 1990, í sambúð með Jóni Andra Þórð- arsyni, sonur Hlynur Logi, f. 2016. b) Melkorka, f. 1994. 3) Ingibjörg, f. 27.9. 1965, maki Einar Sævarsson, f. 1963, börn þeirra eru; a) Sigurþór, f. 1991, maki Erna Agnes Sigurgeirs- dóttir, þeirra dóttir er Silfá, f. 2018. b) Arngunnur, f. 1997, í sambúð með Jan Burger. c) Þor- gerður, f. 1997. Dóttir Sigurþórs og Sól- veigar Þórarinsdóttur er Hjör- dís Þóra, f. 5.6. 1959, sambýlis- maður Jón Ingvar Axelsson, f. 1960. Börn Hjördísar og Jóns Þar sem jökulinn ber við loft hættir land- ið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlut- deild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu. (Halldór Kiljan Laxness) Pabbi minn sofnaði svefninum langa eftir nær níutíu og fjögur ár að kveldi 20. maí sl. Hann var þreyttur og fór að sofa. Góða nótt og takk fyrir daginn sagði hann. Hann hafði áhuga á lífinu og fylgd- ist með fréttum til dauðadags. Ferðalagið með pabba var fallegt, gott og gefandi. Við fórum í alls konar ferðir; vinnu- og viðgerða- ferðir út um sveitir, ferðir á fjöll þar sem unnið var í vegagerð, brú- argerð eða við skálabyggingar, jeppaferðir, gönguferðir, vélsleða- ferðir og sjóferðir. Hann var úti- vistar- og náttúruunnandi. Áhugi hans og þekking á Íslandi var óþrjótandi, einkum á hálendinu, jöklunum og náttúrunni í allri sinni dýrð. Hvar sem við vorum fannst mér hann alls staðar þekkja hverja þúfu og hvern stein, örnefni og kennileiti. Hann fylgd- ist vel með ferðum okkar systra á fjöll og oftar en ekki var hann fróðari um svæðið en við, það var gaman að hringja í hann af fjalls- toppum. Ferðalaginu er lokið, pabbi er farinn í síðustu ferðina. Góða nótt pabbi minn. Þín Steinunn. Okkur langar að minnast pabba og tengdapabba. Frá æskuárunum eru margar góðar minningar. Þær fyrstu eru með pabba og mömmu, pabba sem helgarpabba þegar við dvöldum í Vík og svo pabba og Fjólu. Við ferðuðumst mikið bæði innan lands og utan en þó mest í jeppa á fjöllum. Yfir sumartímann var pabbi flestar helgar að vinna í vegagerð á hálendinu eða að brúa jökulár og fleiri ár sem ekki voru jeppafærar. Við systurnar vorum oftar en ekki með í för. Yfir vetr- artímann voru það snjósleðaferðir og um tíma snjóbíll. Ég minnist pabba líka þegar hann hóf trjá- rækt af miklum hug og nú njótum við skógarins í Messuholti. Ægir minnist tengdaföður sem var traustur og góður vinur. Þeir áttu sameiginlegt áhugamál í veiði, lestri og skemmtilegum sög- um um menn og málefni. Svo sam- einuðust þeir líka í járninu og vél- unum. Þegar við byggðum okkur bústað í Skógarholti var pabbi alltaf tilbúinn að aðstoða við það sem hann gat og gefa ráð eða finna lausnir. Pabbi átti langt og gott líf en þó ekki áfallalaust. Þrautseigja lýsir honum hvað best. Hann setti sér markmið og gerði hvað hann gat til að ná þeim og tókst það oftast. Við fjölskyldan munum halda áfram að koma norður en nú verð- ur það breytt þegar pabbi er ekki lengur með okkur. Söknuðurinn er sár en við þökkum allar góðu stundirnar. Arngunnur og Ægir. Minningar æskunnar streyma fram núna þegar ég kveð hann pabba minn hinstu kveðju. Þegar ég man fyrst eftir mér var rekið vélaverkstæði á hlaðinu í Messu- holti, hlæjandi kallar í kaffi í eld- húsinu hjá mömmu Fjólu, alltaf nóg um að vera og stundum sof- andi ýtumenn í stofunni. Minningar um pabba sem sjald- an neitaði stelpunni sinni um að koma með í viðgerðartúra hvort heldur var út í Viðvíkursveit eða fram í Lýtó. Þannig lærði ég nöfn á flestum bæjum í Skagafirði og einnig nöfn á flestum dölum og fjöllum. Ótal ferðir fór ég með hon- um á fjöll, fram í Laugafell og seinna Ingólfsskála, stikutúra að hausti eða vorferðir til að huga að færð á vegum, æfingar hjá björg- unarsveitinni eða sleðaferð fram á Haukagilsheiði til að lesa af veður- mælum. Einu sinn riðum við líka úr Austurdal yfir Nýjabæjarfjall með afa á Kimbastöðum, frændum okk- ar í Lyngholti og hestamönnum af Króknum, lentum i miklum ævin- týrum við að komast til byggða í Villingadal vegna leysinga. Minningin af pabba á snjóbíln- um Depli, í rafmagnsleysi sem stóð í viku, keyrandi viðgerðar- mönnum hingað og þangað meðan norðanvindurinn og hríðin börðu húsið. Pabbi var alltaf til í ferðalög, hvort heldur stutt eða löng, hann þekkti hálendið vel og var hafsjór af fróðleik, hann unni náttúrunni og hafði áhuga á skógrækt. Seinna rúntuðum við um gömlu Reykjavík, Þingholtin og Vest- urbæinn og hann rifjaði upp árin sem hann var barn þar og lék sér í fjörunni við Ufsaklett eða árin þegar hann var í Iðnskólanum og hjá vélasjóði. Hann var víðsýnn og mikið fyrir nýjungar, hann fylgd- ist vel með þrátt fyrir sjón- og heyrnarleysi og stundum fór hann yfir fréttatíma dagsins þegar við töluðum saman á kvöldin. Hann var mikill aðdáandi alnetsins og bað mig oft að gúgla hitt og þetta, hann var afskaplega lausnamiðað- ur og frasinn „þetta er ekki hægt“ var ekki í hans orðaforða. Núna hefur hann lagt í sína hinstu för, við geymum með okkur myndina af honum, á ferð milli jökla, sólin skín og hann brosir út í annað. Góða ferð pabbi minn og takk fyrir allt. Ingibjörg Sigurþórsdóttir. Frá því að ég man eftir mér fannst mér alltaf yndislegt að koma til ömmu og afa í Messuholti. Þar spilaði afi Sigurþór, eða Sóri eins og hann var oft kallaður, stórt hlut- verk. Það var svo gaman að renna í hlað og kíkja fyrst inn á verkstæði til afa og sjá hann logsjóða hluti, skoða öll verkfærin og fá að setjast í talíu hjá honum og láta lyfta sér upp í loft. Á mínum yngri árum var líka ótrúlega spennandi að leika sér í gömlu bílunum sem voru inni í skúr og að setjast á snjósleðann hans afa og þykjast keyra. Þegar ég varð eldri fékk ég svo að fara með afa á snjósleða upp í fjall sem var mikið ævintýri. Þá fórum við líka á sjó saman og veiddum fisk sem síðan var hafður í soðið um kvöldið. Það var alltaf nóg gera hjá afa og aldrei leiðinlegt. Það var þó ekki þannig að hann þyrfti alltaf að vera að. Það var mikil ró og værð yfir Messuholti í eftirmiðdegið og þá sugum við nafnar gjarnan kand- ís, hann drakk kaffi og við spiluðum kasínu. Það er sagt að á efri árum verði sjóndeildarhringurinn oft þrengri og heimurinn minni og lokaðri en ég upplifði aldrei að sú væri raun- in hjá afa. Þegar hann eltist og heyrnin fór að daprast og síðar sjónin var hann samt alltaf jafn víðsýnn og fróðleiksfús. Eftir að ég varð eldri ræddum við stund- um saman um bækur sem við höfðum báðir lesið en hann var duglegur að hlusta á bækur eftir að sjónin fór. Mér fannst afi í raun og veru aldrei vera neitt sérlega gamall þó hann væri bæði heyrn- ar- og sjónskertur og vissulega gamall í árum talið, en hann var ungur í anda, alltaf tilbúinn að læra eitthvað nýtt, fara í göngu- ferðir, spjalla við fólk og njóta lífs- ins. Hann var yndislegur afi og minning hans mun lifa með fólkinu sem var svo heppið að fá að deila lífinu með honum. Sigurþór Einarsson. Elsku afi. Þegar ég var lítil var það besta sem ég vissi að fara norður til ykkar ömmu í sveitinni. Ég man eftir að hafa hugsað hvað krakkar sem ekki ættu afa og ömmu í sveit væru óheppnir. Mér fannst svo gott og gaman að koma að heimsækja ykkur og sérstak- lega ef ég fékk að vera eftir og vera lengur hjá ykkur. Ég var svo heppin að fá að ferðast með ykkur víða og sérstaklega um hálendið og á ég margar góðar minningar af þessum ferðalögum. Þegar ég varð eldri áttum við margar góðar stundir þar sem við fengum okkur tebolla saman og þú sagðir mér áhugaverðar sögur úr þínu lífi. Eftir dvöl mína í Ameríku voru sögustundirnar oft um þá staði sem ég ferðaðist til og þá áttir þú líka sögur frá sömu stöðum sem þú heimsóttir þegar þú varst ung- ur. Afi minn, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og ferðalög- in. Melkorka. Okkur langar að kveðja með nokkrum orðum heiðursmanninn Sigurþór Hjörleifsson, sem nú er horfinn á vit feðra sinna eftir lang- an genginn æviveg. Sigurþór var giftur föðursystur okkar Guð- björgu Hafstað, sem dó ung frá manni sínum og þremur ungum dætrum, þeim Arngunni, Stein- unni og Ingibjörgu, en fyrir átti Sigurþór dótturina Hjördísi Þóru. Sjálf vorum við systkinin of ung til að kynnast Guðbjörgu að ráði, þótt þau elstu eigi óljós minninga- brot um hana. Það var mikill samgangur á milli Messuholts og Útvíkur og dvaldi Ingibjörg sem kornabarn um tíma hjá okkur í Útvík í erf- iðum veikindum Guðbjargar og einnig eftir andlát hennar. Og samgangurinn hélt áfram eftir að Fjóla B. Bárðdal, sem gekk þeim systrum í móðurstað, kom til sög- unnar og dæturnar stálpuðust. Oft óku Útvíkursystur með Sigurþóri og Fjólu á rússajeppanum milli Útvíkur og Messuholts, með nátt- föt og tannbursta til að gista og leika við frænkur sínar. Það voru góðar stundir. Í Messuholti voru hlutirnir öðruvísi en við áttum að venjast að heiman þar sem þar var ekki hefð- bundinn sveitabúskapur, heldur rak Sigurþór vélaverkstæði og gerði við stórvirkar vinnuvélar og vörubíla, það fannst okkur bæði framandi og spennandi. Við systk- inin munum Sigurþór vel á þeim árum í köflóttri vinnuskyrtu með skiptilykil í hendi og honum fylgdi engin fjósalykt, heldur angan af olíum og smurningu sem var af öðrum heimi en við systkinin þekktum. Við minnumst líka ótelj- andi gamlárskvölda í Messuholti, en það var föst hefð fjölskyldn- anna að njóta gamlárskvölds og fagna nýju ári saman. Þá reiddi Fjóla gjarnan fram dýrindis lambahrygg, nú eða gæs sem Sig- urþór hafði veitt. Svo var farið að brennunni fyrir neðan bæinn, þar sem hann hafði séð til þess að köstur væri hlaðinn svo við börnin fengjum okkar brennu. Hápunkt- urinn var svo þegar Sigurþór skaut upp á himininn skærbleik- um sólum sem lýstu upp hjarnið og sköpuðu hátíðarstemningu sem festist í barnsminninu. Sigurþór var einn af forkólfum björgunarsveitar Skagafjarðar, Skagfirðingasveitar. Oft heyrðum við af svaðilförum hans upp um fjöll og ófærur en alltaf kom hann heill heim aftur. Stundum fór hann að sækja fólk sem lent hafði í ógöngum í óbyggðum, en Sigurþór hafði einnig yndi af því að ferðast um hálendið og njóta ósnortinnar náttúrunnar með Fjólu, sem naut þess ekki síður. Og stundum fengu dæturnar líka að fara með. Sigurþór var hæglátur maður og við munum ekki eftir að hann tranaði sér fram eða hækkaði róminn. Hann naut virðingar, hafði þægilega nærveru, af honum stafaði öryggi og þegar hann tal- aði þá lögðum við við hlustir. Hann kunni líka að hlusta og það var eft- irtektarvert hversu vel hann fylgdist með sínum nánustu og því sem var að gerast í þjóðfélaginu allt til hinstu stundar. Hann naut þess líka að dætur hans og fjöl- skyldur voru óþreytandi að heim- sækja hann norður í Skagafjörð til að njóta samvista við hann. Það hefur verið honum ómetanlegt. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Útvík/Dýjabekk færum við þeim öllum ásamt öðrum ættingjum samúðarkveðjur. Ingibjörg, Ingunn, Arnór og Árni. Sigurþór Hjörleifsson - Fleiri minningargreinar um Sigurþór Hjörleifs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.