Morgunblaðið - 04.06.2021, Qupperneq 26
VALUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Valur varð Íslandsmeistari kvenna í
körfuknattleik annað skiptið í röð en
liðið vann einnig árið 2019. Guðbjörg
Sverrisdóttir, fyrirliði liðsins und-
anfarin ár, segir nýtt ártal verða sett
upp á veginn umtalaða í Valsheim-
ilinu á Hlíðarenda í kvöld. Hún var
einnig fyrirliði Vals þegar liðið varð
meistari í fyrsta skipti fyrir tveimur
árum.
„Mér finnst vera ákveðinn sjarmi
við þennan titil en einnig sjarmi yfir
þeim titli. Árið 2019 hafði Valur aldr-
ei unnið áður. Í þetta skiptið vorum
við búnar að æfa svo rosalega lengi.
Við erum búnar að taka svo mörg
undirbúningstímabil og höfum æft í
heilt ár án þess að ljúka Íslandsmóti
þar til nú. Þar af leiðandi var mjög
skemmtilegt að klára dæmið. Í æf-
ingabanni reyndum við að hafa á bak
við eyrað að við gætum orðið meist-
arar. Þegar maður er ekki með liðs-
félögunum á æfingum, og hefur ekki
snert bolta í þrjá mánuði, þá er hætt
við að maður gleymi að hverju mað-
ur er að keppa. Þá er maður bara
einn að æfa úti í garði heima hjá sér.
Ég myndi segja að hvatningin hafi
verið öðruvísi á þessu tímabili,“ seg-
ir Guðbjörg en eins og íþróttaunn-
endur þekkja var keppni hætt á Ís-
landsmótunum í fyrra.
„Við fengum verðlaun fyrir að
vera deildameistarar í fyrra en það
skipti í raun engu máli því öllu var
hætt. Manni fannst maður ekki hafa
unnið neitt. Okkur fannst við eiga
úrslitakeppnina eftir og langaði að
klára dæmið núna.“
Vel tekið á því
Lið Vals er afar vel mannað og
breiddin góð í leikmannahópnum.
Er þetta besta félagslið sem Guð-
björg hefur spilað með?
„Mér finnst það. Það er sam-
keppni um allar stöður og barátta
um að komast í byrjunarliðið. Skipt-
ingin af góðum leikmönnum er jafn-
ari og fyrir vikið eru æfingarnar í
hærri gæðaflokki. Þegar við spil-
uðum fimm á móti fimm á æfingum
þá var það eins og að spila leiki. Fólk
verður einbeittara, sérstaklega á æf-
ingum. Maður fann það,“ útskýrir
Guðbjörg. Spurð út í Ólaf J. Sigurðs-
son sem tók við liðinu fyrir tímabilið
segir Guðbjörg hann hafa höndlað
starfið mjög vel.
„Mér finnst hann vera frábær
þjálfari og tel að hann hafi komið
mjög vel út í þessu verkefni. Það
sakar ekki að hann er með reynslu
úr boot camp og það skilaði sér á
undirbúningstímabilum. Hann er
sterkur í líkamlega þættinum og
gerir það skemmtilega. Hann var
alltaf tilbúinn með óhefðbundnar æf-
ingar sem gerði tímann í pásunum
skárri.
Hans starf var örugglega ekki
auðvelt. Við vorum fimm í landslið-
inu í febrúar. Þá hafði hann okkur
ekki á æfingum í tvær vikur. Að vera
með marga góða leikmenn í hópnum
er kannski lúxusvandamál en vanda-
mál engu að síður. Í hópnum voru
fimm landsliðskonur og þá er Hel-
ena Sverris ekki talin með né Kiana
Johnson sem er atvinnumaðurinn
okkar. Ég held að það sé vinkill sem
ekki er pælt mikið í.
Ef við höfðum skoðanir á leik-
skipulagi þá var Ólafur tilbúinn að
hlusta og reiðubúinn að skoða hvað
við lögðum til. Hann var alltaf mjög
vel undirbúinn og gat rökstutt
hvernig hann vildi hafa hlutina. Auk
þess tók hann ábendingum aldrei
persónulega og auðvelt var að ræða
við hann,“ segir Guðbjörg Sverr-
isdóttir en Morgunblaðið hafði sam-
band við hana í gær.
Hvatningin var öðruvísi
á þessu keppnistímabili
- Valsliðið er besta félagslið sem Guðbjörg fyrirliði hefur spilað með
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meistarar Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir veittu bikarnum viðtöku á heimavelli Vals á Hlíðarenda.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Lengjudeild karla
Afturelding – Fjölnir................................ 2:2
Grótta – Þróttur R.................................... 2:2
Grindavík – Selfoss .................................. 1:0
Staðan:
Fram 4 4 0 0 11:3 12
Fjölnir 5 3 1 1 8:4 10
Grindavík 5 3 0 2 8:9 9
Grótta 5 2 2 1 14:9 8
Kórdrengir 4 2 1 1 7:6 7
ÍBV 4 2 0 2 8:5 6
Þór 4 2 0 2 10:10 6
Vestri 4 2 0 2 8:9 6
Afturelding 5 1 2 2 9:11 5
Þróttur R. 5 1 1 3 8:11 4
Selfoss 5 1 1 3 7:11 4
Víkingur Ó. 4 0 0 4 4:14 0
2. deild karla
ÍR – KV ..................................................... 1:1
Staðan:
ÍR 5 3 1 1 11:8 10
KV 5 2 3 0 11:8 9
KF 4 3 0 1 7:4 9
Þróttur V. 4 2 2 0 13:6 8
Völsungur 4 2 1 1 9:6 7
Njarðvík 4 1 3 0 8:6 6
Reynir S. 4 2 0 2 6:7 6
Magni 4 1 1 2 9:10 4
Haukar 4 1 1 2 9:11 4
Leiknir F. 4 1 0 3 6:10 3
Kári 4 0 1 3 7:11 1
Fjarðabyggð 4 0 1 3 1:10 1
3. deild karla
Dalvík/Reynir – Tindastóll ...................... 3:0
Ægir – Víðir .............................................. 2:1
Staðan:
Höttur/Huginn 4 4 0 0 8:4 12
Ægir 5 2 3 0 7:5 9
Augnablik 4 2 2 0 9:3 8
Dalvík/Reynir 5 2 2 1 10:7 8
Víðir 5 2 2 1 8:7 8
KFG 3 2 0 1 4:1 6
Elliði 4 2 0 2 7:9 6
Einherji 4 1 0 3 7:8 3
KFS 4 1 0 3 5:8 3
Sindri 4 1 0 3 5:9 3
ÍH 4 0 2 2 4:8 2
Tindastóll 4 0 1 3 3:8 1
Vináttulandsleikir
Færeyjar (U21) – Ísland (19) .................. 2:2
Andorra – Írland ...................................... 1:4
Sviss – Liechtenstein ............................... 7:0
Tyrkland – Moldóva ................................. 2:0
Úkraína – N-Írland .................................. 1:0
Belgía – Grikkland ................................... 1:1
50$99(/:+0$
Úrslitakeppni karla
8-liða úrslit, seinni leikur:
FH – ÍBV .............................................. 33:33
Haukar – Afturelding .......................... 36:22
_ ÍBV og Haukar eru komin áfram í und-
anúrslit.
Þýskaland
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Lemgo – Kiel ........................................ 29:28
- Bjarki Már Elísson skoraði 6/3 mörk fyr-
ir Lemgo og var með 100% nýtingu.
Melsungen – Hannover-Burgdorf ..... 27:24
- Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyr-
ir Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmunds-
son er þjálfari liðsins.
_ Lemgo og Melsungen mætast í úrslita-
leiknum í kvöld.
B-deild:
Ferndorf – Bietigheim........................ 27:28
- Aron Rafn Eðvarðsson varði 5 skot í
marki Bietigheim.
.$0-!)49,
Úrslitakeppni karla
Undanúrslit, annar leikur:
Stjarnan – Þór Þ. .................................. 90:94
_ Staðan er 1:1
Umspil kvenna
Annar úrslitaleikur:
Grindavík – Njarðvík ........................... 92:94
_ Staðan er 2:0 fyrir Njarðvík.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, 1. umferð:
Philadelphia – Washington ..............129:112
_ Philadelphia vann 4:1 samtals.
New York – Atlanta ........................... 89:103
_ Atlanta vann 4:1 samtals.
Vesturdeild, 1. umferð:
Utah – Memphis ............................... 126:110
_ Utah vann 4:1 samtals.
LA Clippers – Dallas........................ 100:105
_ Staðan er 3:2 fyrir Dallas.
57+36!)49,
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla:
DHL-höllin: KR – Keflavík ..................20:15
HANDKNATTLEIKUR
8-liða úrslit karla:
Selfoss: Selfoss – Stjarnan ........................18
KNATTSPYRNA
1.deild karla:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Kórdrengir ...........18
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Spennunni linnir ekki í úrslitakeppn-
inni á Íslandsmóti karla í körfuknatt-
leik. Þórsarar frá Þorlákshöfn sóttu
sigur í Ásgarð í Garðabæ í gærkvöldi
94:90 og jöfnuðu þar með rimmuna
gegn Stjörnunni í undanúrslitum.
Staðan er nú 1:1 en báðir leikirnir hafa
unnist á útivelli og hver veit nema
þessi rimma verði eins og rimma Vals
og KR í 8-liða úrslitunum þar sem
sigrar unnust eingöngu á útivelli.
„Þórsarar hófu hins vegar fjórða og
síðasta leikhluta af gífurlegum krafti
og settu til að mynda þrjár þriggja
stiga körfur niður í röð og náðu þar
með tólf stiga forystu þegar rúmlega
tvær mínútur voru liðnar af leikhlut-
anum, 74:62,“ skrifaði Gunnar Egill
Daníelsson meðal annars í umfjöllun
sinni um leikinn á mbl.is. Garðbæingar
söxuðu jafnt og þétt á forskotið og úr
urðu æsilegar lokamínútur eins og
virðist vera orðin regla í leikjunum í
úrslitakeppninni. „Lokaspretturinn
var því æsilegur. Þegar 27,8 sek-
úndur voru eftir minnkaði Alexander
Lindqvist hjá Stjörnunni muninn í
89:87 með því að hitta úr öllum þrem-
ur vítaskotum sínum. 27,8 sekúndur
voru þá eftir á leikklukkunni og
Störnumenn brutu strax. Styrmir
Snær Þrastarson setti niður bæði
vítaskot sín og Lindqvist svaraði
strax með þristi, staðan orðin 91:90.
Stjörnumenn brutu aftur og Larry
Thomas setti niður bæði vítaskot sín
og kom Þórsurum þannig í 93:90.
Stjörnumenn misstu svo boltann og
brutu á Lawson sem setti annað af
tveimur vítaskotum sínum niður,“
skrifaði Gunnar enn fremur.
Ekki vantaði heldur tilþrifin frekar
en fyrri daginn og síðustu körfu fyrri
hálfleiks skoraði Callum Lawson með
skoti frá þriggja stiga línunni á eigin
vallarhelmingi. Stórkostleg flautuk-
arfa og leikirnir á litla Íslandi eru
farnir að líkjast NBA-leikjum æ
meira.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Drjúgur Styrmir Snær Þrastarson skorar þrjú af 20 stigum sínum í gær.
Spennan heldur
áfram í úrslita-
keppninni
- Þórsarar fóru með sigur í höfnina