Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 12
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Of snemmt er að setja upp sviðs-
myndir sem sýni fram á meiri
tekjur af ferðamönnum en áður var
spáð, að mati Jóhannesar Skúlason-
ar framkvæmdastjóra Samtaka
ferðaþjónustunnar. Þó að ferða-
þjónustan sé að taka hraðar við sér
en menn bjuggust við og ferðamenn
dvelji lengur en áður eru enn ýmsir
hlutir sem geta haft áhrif á vöxtinn.
„Þó að bólusettir Bandaríkjamenn
komi hingað í dag í auknum mæli
þá gæti það breyst þegar Evrópa
opnast og við erum ekki lengur ein
á markaðnum. Þá munu þeir einnig
hafa val um að fara til Lundúna,
Parísar eða annað,“ segir Jóhannes
í samtali við Morgunblaðið.
Keppni í markaðssetningu
Hann segir að þegar löndin opn-
ist meira fyrir ferðamönnum hefjist
„ólympíuleikarnir í markaðssetn-
ingu“ þar sem allir keppast um að
fá sinn skerf af ferðamannakök-
unni. „Annað sem skiptir máli er
hvernig gengi krónunnar verður
háttað. Ef Seðlabankinn leyfir
genginu að styrkjast og styrkjast
þá fáum við sömu áhrif og á ár-
unum 2016-2018 þegar við vorum
verðlögð út af markaðnum. Eitt það
mikilvægasta við viðspyrnuna er að
Seðlabankinn hafi augun á því
hverjir hagsmunir landsins eru í
heild til að þetta verði hröð við-
spyrna. Bankinn eru búinn að grípa
inn í gjaldeyrismarkaðinn til að
krónan veikist ekki, en hann verður
líka að grípa inn í til að krónan
verði ekki of sterk.“
Jóhannes segir að þeir Banda-
ríkjamenn sem nú séu að koma til
landsins séu bólusett fólk sem virð-
ist ekki hafa orðið fyrir miklum
efnahagsáhrifum sjálft. Það eigi því
peninga til að ferðast og geti farið
snemma af stað. „Þetta er fólk sem
hefur ekki ferðast í töluverðan tíma
og er því tilbúið að eyða meira í
fyrstu ferðina eftir faraldurinn.
Þeir sem koma hingað eru því að
koma í fleiri daga og fara lengra út
á land einnig. Þeir kaupa einnig
meiri afþreyingu en í venjulegu ár-
ferði. Verðmæti per ferðamann er
því meira í þessum hópi og almennt
má ætla að verðmæti ferðamanna
sem koma eftir faraldur verði
meira en í venjulegu ári.“
Lítið vitað um Evrópu
Jóhannes segir að lítið sé enn vit-
að um væntanlega hegðun evrópska
markaðarins varðandi ferðalög eftir
faraldurinn, enda sé hann ólíkur
þeim bandaríska. „Þýski markaður-
inn horfir til dæmis mjög mikið í
hvað ferðirnar kosta og ákveður
meira fyrirfram hvað hann eyðir í
o.s.frv.“
Því segir Jóhannes að minni líkur
séu á að mikil verðmætaaukning
verði frá ferðamönnum frá Mið-
Evrópu og Bretlandi. Þó gæti það
sama átt við og um Bandaríkja-
mennina, að langvinn heimaseta
komi út í lengri fyrstu ferð og meiri
eyðslu.
Aðilum á markaði sem Morgun-
blaðið ræddi við finnst að of lítið
hafi verið gert úr mögulegum áhrif-
um af lengri dvöl ferðamanna í
landinu. Þó að ferðamannafjöldinn í
ár verði 660 þúsund eins og Seðla-
bankinn spáir í nýjustu spá sinni
geti skipt miklu máli hvort fólkið
dvelur í fjóra daga eða átta. Það
muni skipta sköpum fyrir hótelin
og bílaleigurnar. Gistinóttum fjölgi
mikið og bílaleigur fái bæði meira
fé frá hverjum leigjanda auk þess
sem veltuhraði bílsins verður lægri
sem skilar sér í minni kostnaði við
þrif og annað utanumhald.
Bílaleiguflotinn minnkar
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var bílaleiguflotinn árið
2019, þegar tvær milljónir ferða-
manna komu til landsins, 24 þúsund
bílar. Af þeim voru fimm þúsund í
langtímaleigu. Þegar faraldurinn
skall á brugðust bílaleigurnar við
tekjusamdrættinum með því að
auka hlut langtímaleigu ásamt því
að selja bíla í stórum stíl. Flotinn
hafi þannig farið niður í sextán þús-
und bíla en um sjö þúsund bílar af
því fóru í langtímaleigu. Staðan sé
því þannig í dag að um níu þúsund
bílar séu til reiðu til ferðamanna í
stað nítján þúsund árið 2019.
Kunnugir segja að ef þetta er
sett upp sem einfalt reikningsdæmi
og eitt hundrað þúsund ferðamenn
komi til landsins í ágúst og sept-
ember þýði það að níu þúsund bílar
séu í boði fyrir þann fjölda, sem
þýðir að landið verði uppselt hvað
bílaleigubílana varðar. Erfitt sé að
breyta því í skyndi þar sem að-
fangakeðjan sé enn löskuð vegna
faraldursins. Bílaverksmiðjur séu
margar enn lokaðar og tafir séu á
framleiðslu og afhendingu íhluta
eins og hálfleiðara.
Samkvæmt heimildum blaðsins
hafa forsvarsmenn íslenskra bíla-
leigna sett sig í samband við bíla-
sala í Evrópu til að kaupa bíla en
án árangurs. Þar sé ekkert fram-
boð.
Vilji bíla fremur en rútur
Faraldurinn er einnig talinn hafa
þau áhrif að fleiri vilji leigja sér bíl
en fara í skipulagðar ferðir með
rútum, til að forðast margmenni og
samþjöppun. Allt muni þetta leiða
til hækkunar á leiguverði bíla.
Kunnáttumaður á markaðnum
telur að rekstrarbati hjá bílaleigum
verði mjög góður og leigurnar
muni koma hratt til baka með
hærra verð og lengri leigutíma.
Það komi stærstu leigunum til góða
að hafa verið vel reknar fyrir far-
aldurinn með góða eiginfjárstöðu.
Því ráði þær betur við höggið á
reksturinn sem faraldurinn olli.
Toyota tryggði sér bíla
Páll Þorsteinsson, upplýsinga-
fulltrúi Toyota á Íslandi, segir í
samtali við Morgunblaðið að fram-
leiðslugeta Toyota hafi orðið fyrir
barðinu á faraldrinum og í ofanálag
skorti á hálfleiðurum. „Þrátt fyrir
óvissuna sem yfir vofði og enga
bílaleigusamninga í hendi tryggð-
um við okkur ákveðið magn af bíl-
um í þeim tilgangi – sem núna eru
velflestir fráteknir fyrir leigurnar,“
segir Páll.
Hann segir fyrirséð að ef eft-
irspurn bílaleignanna heldur áfram
að vaxa eins og hún hefur gert und-
anfarið, þá muni verða skortur á
bílum. „Sem betur fer horfir til
betri vegar hjá Toyota með haust-
inu, þótt erfitt sé að geta sér til um
hvenær nákvæmlega framleiðslu-
getan verði með þeim hætti að geta
fullnægt eftirspurn markaðarins,
þ.e. bílaleigna, einstaklinga og fyr-
irtækja.“
Of snemmt að spá auknum tekjum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Upplifun Gosið í Geldingadölum laðar að marga ferðamenn.
Ferðamennska
» Bílaleigubílar í boði til
ferðamanna voru 19 þúsund
árið 2019 en níu þúsund nú.
» Bólusettir Bandaríkjamenn
dvelja lengur og eyða meira,
enda langt frá síðasta fríi.
» Skortur gæti orðið á bílum
með haustinu og landið upp-
selt hvað bílaleigubíla varðar.
» Talið er að margir forðist
ferðalög með rútum vegna
faraldursins og leigi bíl í stað-
inn.
- Búist við hröðum rekstrarbata hjá bílaleigum - Ísland gæti orðið uppselt síðsumars - Bílaleigubíl-
um til ferðamanna fækkað um tíu þúsund - Verðmæti á ferðamann eykst - Seðlabankinn hjálpi til
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
4. júní 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.89
Sterlingspund 169.62
Kanadadalur 99.35
Dönsk króna 19.646
Norsk króna 14.409
Sænsk króna 14.48
Svissn. franki 133.04
Japanskt jen 1.0925
SDR 173.02
Evra 146.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.6843
Hrávöruverð
Gull 1895.9 ($/únsa)
Ál 2442.0 ($/tonn) LME
Hráolía 70.55 ($/fatið) Brent
« S&P Global Ratings hefur hækkað
lánshæfiseinkunn Landsvirkjunnar um
einn flokk, úr BBB með stöðugum
horfum í BBB+. Segir í úgefnu mati
fyrirtækisins að sterkari fjárhagsstaða
fyrirtækisins á tímum þar sem vel hafi
tekist að sigla í gegnum öldurót kór-
ónuveirunnar kalli á hækkað mat.
Gengur S&P út frá því að tekjur
Landsvirkjunar muni aukast um
14% á yfirstandandi ári, einkum
vegna hækkandi álverðs. Þá muni
tekjur aukast um 5% að meðaltali á
árunum 2022 og 2023. Þá er einnig
gengið út frá því að Landsvirkjun muni
halda áfram að greiða niður skuldir
sem nemi 100-150 milljónum dollara,
jafnvirði 12-18 milljarða á komandi ár-
um.
Þá er einnig gengið út frá því í mati
S&P að Landsnet verði áfram í eigu
Landsvirkjunar.
Lánshæfismat Lands-
virkjunar hækkar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
STUTT
« Hlutabréf Icelandair Group lækk-
uðu um 3,5% í Kauphöll Íslands í
gær og stendur gengi félagsins núna
í 1,5. Þá lækkuðu bréf fasteigna-
félaganna einnig. Eik lækkaði um
1,47%, Reginn um 1,52% og Reitir
um 1,7%. Flest bendir til þess að
miklar hækkanir fasteignamats muni
koma illa við félögin á komandi ári.
Mest velta var með bréf Marels í
gær og nam hún 1.512 milljónum
króna. Lækkuðu bréf félagsins lít-
illega, eða um 0,12% í viðskiptunum.
næstmest var veltan með bréf Arion
banka eða 363 milljónir og lækkuðu
þau í viðskiptum dagsins um 1,08%.
Talsverð lækkun á bréf-
um Icelandair Group