Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Langur biðlisti er í þyrluflug að gos-
stöðvunum í Geldingadölum hjá
tveimur þyrlufyrirtækjum sem
Morgunblaðið ræddi við. Þau fljúga
bæði frá Reykjavíkurflugvelli.
Nokkur þyrlufyrirtæki til viðbótar
bjóða upp á slíkt útsýnisflug.
Erlendir ferðamenn eru í vaxandi
mæli farnir að bóka þyrluflug að
gosstöðvunum. Flogið er yfir gos-
svæðið og síðan lent þar sem sést vel
til gossins. Farþegar fá að fara út í
15-20 mínútur og njóta útsýnisins og
taka myndir áður en farið er aftur í
loftið. Lendingarstaðirnir eru valdir
með tilliti til veðurs og vindáttar. Til
dæmis er gætt að því að gasmengun
frá gosinu leggi ekki yfir staðinn þar
sem lent er hverju sinni.
Mikill áhugi á gosflugi
„Það er mikill áhugi fyrir þessu
eldgosi. Það er 3-4 vikna biðlisti eftir
því að komast í flug. Stundum er
veðrið að hrekkja okkur og þá er erf-
itt að halda áætlun en þegar er gott
veður þá náum við að vinna þetta
niður. Annars lengist biðin,“ sagði
Birgir Ómar Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurflugs (heli-
copter.is). Það er með þrjár þyrlur í
rekstri og getur hver þyrla farið um
sjö ferðir á dag þegar vel viðrar.
Þannig er hægt að fljúga með allt að
120 manns á hverjum degi við bestu
aðstæður.
Birgir segir að reynt sé að halda
þyrluumferðini eins fjarri göngu-
fólki og mögulegt er. Erlendir ferða-
menn séu farnir að koma í flug að
gosstöðvunum í viðbót við heima-
menn.
Uppgrip í þyrlurekstrinum
„Við gerum lítið annað en að
fljúga að eldgosinu þessa dagana.
Það hafa verið uppgrip í þyrlubrans-
anum frá því að gosið hófst. Aðsókn-
in er að aukast, sérstaklega vegna
þess að erlendir ferðamenn eru mik-
ið byrjaðir að bóka. Þeim fjölgar
hratt þessa dagana,“ sagði Friðgeir
Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri
hjá Þyrluþjónustunni ehf. (helo.is).
Fram undir þetta hafa flestir far-
þegarnir verið heimamenn. Í gær
var verið að bóka fólk í útsýnisflug
að gosinu eftir 4-5 vikur. Dæmi eru
um að fólk bóki flug enn lengra fram
í tímann, jafnvel á næsta ári. Veðrið
setur oft strik í reikninginn. Öllu
flugi að gosinu var aflýst eftir miðj-
an dag í gær vegna veðurs á gos-
stöðvunum. Þegar vel viðrar getur
hvor þyrla flutt 50-60 manns á dag.
Friðgeir sagði að til skoðunar væri
að fjölga þyrlunum en það tæki tíma.
Mikil ásókn er í þyrluflug að gosinu
- Panta þarf flug með löngum fyrirvara - Erlendir ferðamenn bóka útsýnisflug í vaxandi mæli
- Ekkert lát virðist vera á eldgosinu - Rennislétt helluhraun hefur breiðst yfir Geldingadalina
Ljósmynd/Halldór Halldórsson
Eldgos Rásin sem kvikan streymir upp um er tiltölulega þröng og nær nið-
ur á um 17 km dýpi. Talið er að hún hafi víkkað frá því eldgosið hófst.
Eldgosið í Geldingadölum 19. mars -2. júní
Flatarmál hrauns, km2
2,67
2. júní var flatarmál
hraunsins um
2,67 ferkílómetrarsem er á við
um 380 Laugardalsvelli
Heimild: Jarðvísindastofnun HÍ, Náttúru-
fræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands
Ný gosop
mars apríl maí júní
Hraunflæði, m3/s
12,4
Hraunrennslið er um
12,4 rúmmetrará sekúndu
Rennslið svarar til
að vera nærri 50
vörubílshlöss á mínútu
mars apríl maí júní
Hildur
Stjórnmál
Sverris
skipta máli
dóttir
3.– 4. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík.
„Eftirlaun fólks eiga að
fá að vera í friði
frá pólitísku vopnaskaki“
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er mikilvægt skref fyrir okk-
ur á Bíldudal. Gríðarleg vöntun er á
íbúðarhúsnæði, bæði til leigu og
kaups, og því þurfti nauðsynlega að
fara af stað með svona verkefni,“
segir Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti
bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
Fyrirtæki er að hefja byggingu 10
íbúða fjölbýlishúss á Bíldudal.
Þrjú tengd félög standa fyrir
byggingu íbúðarhússins. Bæjartún
ehf. byggir fjórar íbúðir með stofn-
framlögum frá ríki og Vesturbyggð.
Fjórar íbúðir eru byggðar af Nýja-
túni leigufélagi ehf. og tvær eru
byggðar af Hrafnshóli ehf. Síðast-
nefnda félagið hefur viðurkenningu
Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
og því geta kaupendur að sinni
fyrstu íbúð, þeir sem uppfylla skil-
yrði, fengið hlutdeildarlán, að því er
fram kemur á vef Vesturbyggðar.
Íbúðirnar eru tveggja og þriggja
herbergja, 51 og 76 fermetrar að
stærð og þeim verður skilað full-
búnum með helstu tækjum í eldhúsi
og gólfefnum. Framkvæmdir munu
hefjast á næstu vikum. Hluti íbúð-
anna sem byggðar verða er þegar
kominn á sölu.
Biðstaða vegna varna
Atvinnulífið á Bíldudal er í mikl-
um vexti vegna laxeldis og kalkþör-
ungavinnslu og hefur orðið mikil
fjölgun í Vesturbyggð. Íslenska
Kalkþörungafélagið lét byggja átta
íbúða raðhús á Bíldudal fyrir fáein-
um árum.
Iða Marsibil segir að eftir snjó-
flóðin á Flateyri í byrjun síðasta árs
hafi allar snjóflóðavarnir verið tekn-
ar til endurskoðunar. Það hafi sett
áætlanir um byggingu íbúðar-
húsnæðis á Bíldudal í biðstöðu. Ótt-
ast hún að það tefji nauðsynlega
uppbyggingu. Þurft hafi að breyta
skipulagi til að skapa grundvöll fyrir
byggingu fjölbýlishússins sem nú á
að fara að byggja.
Iða segir ekki nóg að bjóða áhuga-
verð störf, samgöngur þurfi að vera í
lagi og möguleikar á að úthluta lóð-
um fyrir þá sem vilja setjast að á
staðnum.
Bíldudalur Svona mun fjölbýlishúsið á Hafnartúni 9 líta út.
Nauðsynlegt að
hefja slíkt verkefni
- Tíu íbúðir byggðar á Bíldudal
„Hraunið hefur farið mjög mikið í Geldingadali síðustu tvær vikur og þar
hefur það þykknað mikið. Þar er rennislétt helluhraun og landið hefur al-
gjörlega breytt um yfirbragð á tveimur til þremur vikum,“ sagði Magnús
Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann
var á gosstöðvunum í gær. Brún gígsins er í um 300 metra hæð yfir sjó og
sést frá Reykjavík. Hún er um 100 metrum hærri en landið var fyrir gos.
Gígurinn rís um 60 metra upp úr 40 metra þykku hrauni næst gígnum.
Gígurinn sést frá Reykjavík
MIKLAR BREYTINGAR Í GELDINGADÖLUM