Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 9

Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 9
Framtíð fyrirtækja Lítil og meðalstór fyrirtæki eru lífæð atvinnulífsins og bera uppi velferðina í samfélaginu. Undanfarin ár hef ég stýrt litlu fyrirtæki í Reykjavík í ráðgjöf á öllum sviðum atvinnulífsins. Stjórnmálamenn þurfa að vera óhræddir við að tala máli atvinnulífsins í heild sinni. Undir þann hatt fellur allur rekstur fyrirtækja, stórra sem smárra. Ég mun beita mér fyrir betra rekstrarumhverfi enda byggist hagsæld samfélagsins á öflugu atvinnulífi. Lausnir fyrir eldri kynslóðir Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna á næstu árum verður að tryggja lífsgæði eldri kynslóða. Fólk á að fá þá þjónustu sem það þarf á að halda þar sem því hentar best og á forsendum þess. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman og skapa skilyrði fyrir nýja og fjölbreytta búsetuvalkosti. Valfrelsi skiptir jafn miklu fyrir eldra fólk og aðra aldurshópa. Það þarf að auka möguleika fólks til vinnu þannig að aldurinn einn ráði ekki starfslokum. Valfrelsi, sveigjanleiki og minni miðstýring eiga að vera leiðarljós stjórnvalda. Reykjavík þarf þingmann Þingmenn Reykjavíkur þurfa að stíga fastar fram í málefnum íbúa Reykjavíkur og sinna hagsmunum höfuðborgarinnar betur. Það á að gera kröfu um jöfnun atkvæðisréttar enda er misvægi atkvæða afsprengi samfélagsgerðar sem er fyrir löngu úrelt. Valfrelsi í menntun Við þurfum betra og fjölbreyttara menntakerfi fyrir öll börn. Þar sem foreldrar fá að velja bestu kosti fyrir börnin sín. Ég vil menntakerfi sem sýnir sveigjanleika og styrkleikar barna fá að njóta sín. Sjálfstæðir skólar þurfa að fá svigrúm til að dafna og koma þarf í veg fyrir mismunun sveitarfélaga milli skóla eftir rekstrarformi. Valfrelsi, sveigjanleiki og minni miðstýring eiga að vera leiðarljós stjórnvalda. Með frelsi að leiðarljósi Grunngildi Sjálfstæðisflokksins eru frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Virðing fyrir eignarréttinum og trúin á að frjálst atvinnulíf og frjáls samkeppni séu til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Tökum forystu um frjálsara samfélag og betra Ísland. Frjálsara samfélag, betra Ísland Friðjón Friðjónsson í 4. sæti Tökum forystu Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 4. – 5. júní fridjon.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.