Morgunblaðið - 04.06.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.06.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 Aðalfundur Samtaka sparifjáreigenda verður haldinn föstudaginn 11. júní 2021, kl. 17 í Hljóðbergi í Hannesarholti, Grundarstíg 10 (gengið inn frá Skálholtsstíg). Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 7. gr. samþykkta félagsins. Réttur til fundarsetu er bundinn við félagsmenn. Stjórn Samtaka sparifjáreigenda Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiðitímabilið er að hefjast og víða verið að undirbúa veiðihús fyrir komu veiðimanna. Í veiðihúsinu glæsilega við Laxá í Kjós hefur ekki bara verið smíðað og málað því í vikunni var verið að setja þar upp sýningu á verkum þriggja kunnra myndlistarmanna, Björns Roth, Jóns Óskars og Kristjáns Stein- gríms Jónssonar. Verkin munu án efa lyfta anda veiðimanna í sumar en áður en að því kemur verður sýn- ingin opin almenningi með opnun seinnipartinn í dag, kl. 17 til 19. Léttfetar á bökkum Laxár í Kjós nefnist sýningin og sem sýningar- stjóra fengu listamennirnir meist- arakokkinn Sigga Hall sem mun í sumar galdra fram fjölbreytilega rétti fyrir þá sem veiða í Laxá og dvelja í húsinu. Þegar listamennirnir gera hlé á uppsetningu verkanna segir Jón Óskar heiti sýningarinnar vísa í bók sem hann hélt upp á sem drengur, Með Léttfeta á bökkum Mississippi- móðu. Nema þarna í Kjósinni hefur hin bjarta Laxá tekið við hlutverki stórfljótsins. Björn Roth er for- sprakkinn að sýningunni en hann er líka reyndur veiðimaður og hefur bæði verið við leiðsögn og veitt í Kjósinni. Félagar hans eru einnig áhugasamir veiðimenn. „Veiðimenn eiga allt gott skilið hér við ána, líka góða myndlist,“ segir Björn. „Við erum allir áhuga- samir um veiði, og margir list- armenn veiða. Mér þætti áhugavert að sjá veiðifélög víðar setja upp góð- ar sýningar í veiðihúsum í stað þess að hafa oft upplitaðar ljósmyndir á veggjunum. Það myndi auka gæði dvalarinnar fyrir veiðimenn.“ Kristján og Jón Óskar segjast njóta þess að veiða þótt það sé kannski ekki sama ástríðan og hjá Birni. „Ég er í raun goðsögn í veiði- heiminum – hef farið sjö sinnum í Laxá í Aðaldal en aldrei landað þar fiski,“ segir Jón Óskar og glottir. Kristján bætir við að hann hafi einu sinni ætlað að veiða silung í Aðaldal en lenti í villum vegna þoku, fann því aldrei ána. En þeir hlakka til að veiða í fyrsta skipti í Kjósinni í sum- ar. Sýningarstjórinn Siggi Hall segir að þegar heitið á sýninguna hafi verið valið hafi mikill „Léttfetafíl- ingur“ komið í hópinn. Listamenn- irnir séu léttir í lund og verkin afar skemmtileg. „Og samanlagt erum við Léttfetar hátt í hálft tonn,“ skýt- ur Jón Óskar inn í og þeir skella upp úr. „Þessi sýning er mjög góður liður í að opna húsið betur fyrir sveit- ungum og nærumhverfinu,“ segir Haraldur Eiríksson, nýr leigutaki Laxár í Kjós, en hann hefur starfað við ána í fjölmörg ár. Hann hefur staðið fyrir talsverðum breytingum á húsinu fyrir sumarið og segir tíma hafa verið kominn á það. „Húsið var byggt 2006 og það þurfti að taka til hendinni. Við höfum dundað í því í faraldrinum,“ segir hann. Og honum þótti veiðihúsið vera góður vett- vangur fyrir sýningu þessara lands- liðsmanna í myndlist. „Þetta hús er sameign fólksins í dalnum og tilvalið fyrir svona viðburði. Fyrir utan veiðitímann er þetta allt of gott og vel staðsett hús til að vera lokað.“ Eftir opnunina verður sýningin einnig opin eftir hádegi á morgun, laugardag. Haraldur segir að þeir Siggi Hall verði á staðnum næstu daga, til 13. júní, og eru gestir vel- komnir að skoða. 15. júní koma síð- an fyrstu veiðimenn í hús – og fá að njóta myndlistarinnar. „Þetta er stórt hús og vítt til veggja og við sjáum nú vel hvað verkin koma með góðan anda í húsið,“ segir Haraldur. Morgunblaðið/Einar Falur Léttfetar Sýningarstjórinn og meistarakokkurinn Siggi Hall, myndlistarmennirnir Björn Roth , Kristján Stein- grímur og Jón Óskar, og staðarhaldarinn við Laxá í Kjós, Haraldur Eiríksson. Allir með verk af sýningunni. Léttfetar með sýningu í veiðihúsinu í Kjósinni - Björn Roth, Kristján Steingrímur og Jón Óskar sýna Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mataræði Íslendinga er enn nokkuð fjarri opinberum viðmiðum um heilsusamlegt mataræði. Orku- drykkjaneysla hefur margfaldast í yngsta aldurshópnum frá því fyrir áratug. Þetta kemur fram í frum- niðurstöðum landskönnunar á matar- æði Íslendinga 2019 til 2021 en könn- unin stendur enn yfir og eiga lokaniðurstöður að liggja fyrir í haust. Þetta er í fjórða sinn á 30 árum sem mataræði landsmanna er kannað á svo ítarlegan hátt. Embætti land- læknis stendur fyrir þessari lands- könnun í samstarfi við Rannsókna- stofu í næringarfræði við Háskóla Íslands. Ragnhildur Guðmannsdóttir gerði grein fyrir þessum fyrstu niður- stöðum í erindi á málstofu á líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Íslands í gær. Hún sagði að lands- kannanirnar gæfu góða mynd af mat- aræði þjóðarinnar og væru nauðsyn- legar til að fylgjast með stöðu og breytingum á fæðuvali og inntöku næringarefna. Frumniðurstöðurnar benda til þess að grænmetis- og ávaxtaneysla landsmanna standi í stað frá síðustu landskönnun sem gerð var 2010-2011. Enn er neysla grænmetis og ávaxta töluvert langt fyrir neðan ráðleggingar landlæknis um lágmarksneyslu fullorðinna á dag. Heildarkjötneysla landsmanna er samkvæmt þessum niðurstöðum að meðaltali um 120 grömm á dag en var 130 grömm á dag í könnuninni sem gerð var fyrir tíu árum. „Heildar- kjötneysla hefur heldur minnkað en það er spurning hvort um marktækan mun er að ræða,“ sagði Ragnhildur. Fram kemur að neysla á rauðu kjöti er nú að meðaltali 84 grömm á dag í samanburði við 100 grömm á dag fyr- ir tíu árum. Enn er neysla á rauðu kjöti nokkru meiri en Embætti land- læknis hefur ráðlagt og byggt á rann- sóknum um áhrif neyslu á rauðu kjöti á heilsu. Frumniðurstöður benda einnig til þess að orkudrykkjaneysla sé að meðaltali 37 millilítrar á dag en til samanburðar var orkudrykkjaneysla að meðaltali fjórir millilítrar á dag 2010-2011. Yngsti fjórðungur þátt- takenda, á aldrinum 18 til 36 ára, neytir að meðaltali 43 millilítra af orkudrykkjum á dag. Til samanburð- ar var neysla þessa aldurshóps fimm millilítrar á dag fyrir tíu árum. Ragnhildur bendir á að margir drekki ekki orkudrykki svo meðaltal- ið sé ekki besti mælikvarðinn en hún benti í því samhengi á að allra yngsti aldurshópur þeirra sem drekka orku- drykki neytir að meðaltali 307 milli- lítra á dag. Einnig var kannað hversu margir taka inn D-vítamín sem fæðubót og kom í ljós að 62% taka reglulega lýsi, lýsisperlur eða D-vítamíntöflur en 38% segjast ekki gera það. Stóraukin neysla orkudrykkja - Grænmetis- og ávaxtaneysla landsmanna stendur í stað frá því fyrir áratug - Er enn nokkuð fjarri viðmiðum samkvæmt frumniðurstöðum úr landskönnun á mataræði Íslendinga 2019 til 2021 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Grænmeti Neysla landsmanna á ávöxtum og grænmeti hefur staðið í stað. Hingað til hefur engin ákvörðun um almenna bólusetningu unglinga og barna hér á landi verið tekin en í gær var tilkynnt að börnum á aldrinum 12-16 ára með undirliggjandi sjúk- dóma yrði boðin bólusetning gegn kórónuveirunni. Ingileif Jóns- dóttir, prófessor í ónæmisfræði, tel- ur að verulegur ávinningur geti hlotist af bólu- setningu barna, að því gefnu að rannsóknir sýni að bóluefni séu örugg og veiti börnum vernd. Ingileif hvetur stjórnvöld til þess að velta því alvarlega fyrir sér að ráðast í bólu- setningu barna og ungmenna. Bóluefni Pfizer hefur verið sam- þykkt til notkunar fyrir 12-15 ára börn í Bandaríkjunum og hjá Lyfja- stofnun Evrópu. Ónæmissvörunin hjá þessum hópi virtist í rannsóknum vera jafngóð eða betri en hjá ungum fullorðnum. Verndin var 100% en úr- takið í rannsókninni var þó fremur lítið. Engar áhyggjuvaldandi auka- verkanir komu fram í rannsókninni. Meiri hætta á ferðum fyrir börn Hún segir tvær ástæður fyrir því að bólusetning unglinga og barna gæti verið vænlegur kostur. „Í fyrsta lagi eru sumir af þessum nýju stofnum eða afbrigðum, eins og breska afbrigðið, suðurafríska af- brigðið, brasilíska afbrigðið og þetta indverska, meira smitandi en upp- runalegi stofninn og smita börn frek- ar en upphaflegi stofninn. Það er meira um að yngra fólk veikist alvar- lega og því er meiri hætta á ferðum fyrir börn en var þegar upprunalegi stofninn grasseraði,“ segir Ingileif og heldur áfram: „Hitt er að þeim mun fleiri sem eru varðir, þeim mun auðveldara er að ná hjarðónæmi. Ef við erum með börn og unglinga sem hitta marga og hreyfast mikið, þá geta þau dreift veirunni. Þó að þau smiti minna og veikist síður getur staðan breyst ef við förum að fá þessi nýju afbrigði. Þeim mun færri sem geta smitast, þeim mun fljótari verðum við að ná hjarðónæmi.“ ragnhildur@mbl.is Telur bólusetningu barna æskilega - Gæti hjálpað til við hjarðónæmið Ingileif Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.