Morgunblaðið - 09.06.2021, Page 1

Morgunblaðið - 09.06.2021, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. J Ú N Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 134. tölublað . 109. árgangur . MIÐNÆTUR- BRÚÐKAUP OG FJALLASALIR SJÖ TILNEFNINGAR HVOR ÞRÓA HUG- BÚNAÐ FYRIR SOTHEBY’S GRÍMUVERÐLAUNIN 25 VIÐSKIPTI 12 SÍÐURFERÐALÖG 16 SÍÐUR Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hlutdeild íslenskrar tónlistar er nú aðeins 21% af heildarsölunni hér á landi. Sölutekjur innlendra tónlist- arrétthafa vegna ársins 2020 eru að- eins fjórðungur tekna þeirra árið 2006 að raunvirði. Þetta kemur fram í markaðsskýrslu Félags hljóm- plötuframleiðenda fyrir síðasta ár. Heildarsala tónlistar hér á landi fór í fyrsta sinn yfir milljarð króna árið 2020. Að nafnvirði er þetta stærsta árið frá upphafi en að raun- virði það söluhæsta síðan árið 2007. Um 91% af þeim verðmætum sem skapast vegna einkaneyslu á hljóð- ritaðri tónlist kemur frá streymi. Í fyrra voru mældir 1,2 milljarðar streyma hér á landi. Tónlistarkonan Bríet naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra. Plata hennar, Kveðja, Bríet, var í öðru sæti yfir þær plötur sem mest var streymt og lagið Esjan var það ís- lenska lag sem oftast var hlustað á í streymi, 1,6 milljón sinnum. Næst- vinsælasta íslenska lagið var Í kvöld er gigg með Ingó veðurguði. »6 Íslensk tónlist að- eins 21% sölunnar - Tekjur af sölu tónlistar yfir milljarð Morgunblaðið/Eggert Vinsæl Tónlistarkonan Bríet átti gott ár í fyrra og naut vinsælda. Hafist var handa við niðurrif á Bræðraborgarstíg 1, sem brann hinn 25. júní í fyrra, um eftirmiðdaginn í gær. Voru stórvirkar vinnuvélar kallaðar til verksins. Runólfur Ágústsson, þróunar- og verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags, sagði að vonir stæðu til að verkefninu yrði lokið á næstu tveimur til þremur vikum, en félagið hefur athafnaleyfi næstu átta vikur. Þorpið – vistfélag hyggst reisa íbúðir fyrir eldri konur á reitnum þar sem húsið stóð áður, í anda svokall- aðra Baba Yaga-systrahúsa. Morgunblaðið/Eggert Brunarústirnar á Bræðraborgarstíg rifnar niður Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Landsbankinn gerir ráð fyrir að tekjur af ferðaþjónustunni aukist um 120 milljarða á þessu ári, meðal ann- ars út af lengri dvalartíma ferða- manna. Jafnframt telur bankinn að ferðamönnum fjölgi um 67% frá síð- asta ári. Ný spá bankans gerir ráð fyrir 800 þúsund ferðamönnum til landsins í ár, en bankinn spáði því í þjóðhagsspá sinni í október á síðasta ári að fjöldinn yrði mun minni eða 600 þúsund. Gosið hefur áhrif Eins og fram kemur í samtali Viðskiptamoggans við Gústaf Stein- grímsson, hagfræðing hjá bankan- um, voru útflutningstekjur ferða- þjónustunnar 117 milljarðar á síðasta ári, en bankinn spáir 236 milljarða króna tekjum á þessu ári. Ef svo fer að 650 þúsund ferðamenn koma en ekki 800 þúsund yrðu tekj- urnar 41 milljarði minni að sögn Gústafs, eða 192 milljarðar króna. „Það er auðvitað erfitt að spá nákvæmlega um þetta, en við teljum að gosið í Geldingadölum hafi tölu- verð áhrif. Gosið hefur minnt erlenda ferðalanga rækilega á Ísland sem áfangastað og við teljum að það verði töluverð umferð af fólki sem vill koma og sjá gosið á meðan það varir. Þetta er meginástæða þess að við hækkuðum spá okkar upp í 800 þúsund.“ Spurður um helstu breytur sem geta haft áhrif á endanlegar tekjur á árinu nefnir Gústaf þróun faraldurs- ins og hvernig gengur að koma ferðaþjónustunni og leiðakerfi flug- félaganna af stað á ný. „Svo virðist sem farið sé að vanta víða starfsfólk í ferðaþjónustuna og meðan svo er mun það halda aftur af tekjustreyminu.“ MViðskiptamogginn Tekjur aukist um 120 milljarða milli ára - Landsbankinn spáir 800 þúsund ferðamönnum til landsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gosið Hefur minnt ferðalanga rækilega á Ísland sem áfangastað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.