Morgunblaðið - 09.06.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.06.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021 Parque Santiago Apartments Ameríska ströndin TENERIFE 23. - 30. júní Flug og vinsæl fjölskyldu íbúðagisting á besta stað verð frá 77.650kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Framkvæmdir sem miða að því að loka að hluta til fyrir gatnamót Lágmúla og Háaleitisbrautar standa nú yfir. Verður því ekki lengur mögulegt að taka vinstri beygju úr Lágmúlanum yfir á Háaleitisbraut. Tekin var ákvörðun um að loka þessari leið til að auka umferðaröryggi að sögn Guðbjargar Lilju Erlends- dóttur, yfirverkfræðings hjá umhverfis- og skipulags- sviði Reykjavíkurborgar. Umferðaróhöpp eru tíð á þessu svæði sem má meðal annars útskýra í ljósi þess að bílar þurfa að þvera tvær akreinar til að komast yfir á Háa- leitisbraut, að sögn Guðbjargar. Flokkast þá gatnamótin undir svokallaða slysstaði. „Þegar við greinum slysstaði skoðum við hvernig við getum komið í veg fyrir óhöppin og með því að loka fyrir þessa vinstri beygju erum við að gera það,“ segir Guðbjörg. Ákvörðunin um að loka gatinu á gatnamótunum var tekin á sama tíma og ákveðið var að setja upp göngu- ljósin sem standa nú austan við gatið sem búið er að loka. Mun þetta auðvelda gangandi vegfarendum að fara um svæðið. hmr@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Varanleg lokun við gatnamót Lágmúla og Háaleitisbrautar Örtröð var í Laugardalshöllinni í gær þegar um 11 þúsund manns voru bólusettir með bóluefni frá Pfizer. Voru meðal annars bólusettir árgang- ar sem dregnir voru út af handahófi í síðustu viku, sem og ungmenni sem munu vinna með börnum í sumar. Pfizer hefur verið einna eftirsótt- asta bóluefnið og því mikið um að fólk mæti óboðið í bólusetningu og reyni jafnvel að skipta um það efni sem því hefur verið úthlutað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, sagði í samtali við mbl.is í gær að þeim væri öllum vísað frá því ekki væri í boði að semja um annað bóluefni en það sem manni væri úthlutað. Óskaði hún eftir því að fólk kæmi ekki til bólusetningar nema það hefði verið boðað til hennar. Þá mun hafa verið töluvert um að fólk hafi haft samband og hafnað bólusetningu með bóluefni Janssen á morgun, fimmtudag, en það þýðir ein- faldlega að viðkomandi færist aftast í bólusetningarröðina. Í dag er svo fyrirhuguð seinni bólu- setning með AstraZeneca-efninu, en auk þeirra sem hafa verið boðaðir mega þeir einnig koma sem fengu AstraZeneca fyrir fjórum vikum eða meira ef nauðsynlegt er að flýta seinni skammti. Í þessari viku hafa verið boðaðir fleiri aldurshópar en búist var við. Sagði Ragnheiður að mikilvægt væri því að fólk mætti á þeim tíma sem það hefði fengið úthlutaðan svo að skipu- lagið riðlaðist ekki enda er þessi vika og þær næstu þéttsetnar í Laugar- dalshöll. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Mikið var um að vera í höllinni í gær og 11 þúsund bólusettir. Örtröð í Laugardalshöll - Um 11.000 bólusettir í gær - Seinni skammtur AstraZeneca í dag - Janssen á morgun - Þeir sem hafna fara aftast Hellisheiði var lokað í báðar áttir í gær frá klukkan níu og fram undir kvöld. Verið var að mal- bika 980 metra langan kafla neðst í Kömbunum ofan Hvera- gerðis. Á meðan var umferðinni beint um Þrengslin, í átt til Þor- lákshafnar. Upphaflega stóð til að malbika vegkaflann á mánudag. Veður setti þó strik í reikninginn og fresta þurfti framkvæmdunum um einn dag. Hafsteinn Elíasson, verkefna- stjóri hjá Colas, sagði í gær að allt hefði gengið vel og verkefnið klárast um fjögurleytið, vel á undan áætlun, því upphaflega hafði verið stefnt að því að klára það um kvöldmatarleytið. Hafsteinn sagði að nú væri nokkur gróska í malbikunar- framkvæmdum enda hefði veðrið verið gott að undanförnu. „Um leið og þornar fer allt á fullt,“ sagði Hafsteinn. Hringveginum um Hellisheiði lokað í gær vegna malbikunarframkvæmda 980 metrar malbikaðir í Kömbunum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.