Morgunblaðið - 09.06.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021
Lögregluyfirvöld í þremur heimsálf-
um hafa afhjúpað umfangsmikla að-
gerð undir stjórn FBI sem seldi
glæpasamtökum dulkóðaða farsíma í
þúsundatali og hleraði skilaboð
þeirra um árabil. Aðgerðin ber heitið
„Operation Trojan“.
Verkefnið var í mörg ár í mótun
samkvæmt lögregluskýrslum og
bandarískum dómsskjölum, að því er
segir í frétt AFP. Farsímarnir voru
kynntir sem öruggir dulkóðaðir sím-
ar, sem áttu að lofa notendum al-
gjörri leynd. Í meginatriðum var það
símtól sem notaði breytt stýrikerfi og
fjarlægði allar GPS-upplýsingar not-
enda.
Í símanum var síðan app sem opn-
að var með því að slá inn dulkóða á
reiknivél símans. Appið var notað til
að senda „örugg“ skilaboð um skipu-
lagða glæpi. Á yfirborðinu leit tækið
út eins og venjulegur farsími en var í
raun tæki sem glæpamenn notuðu
fyrir samskipti sín á milli. Tækinu
var dreift í „undirheimum“ og fyrst
notað af háttsettum einstaklingum
þar áður en aðrir fengu traust á því
og fóru einnig að nota það. Fræðilega
séð er síminn starfræktur á lokuðu
neti, einungis þeir sem áttu slíka
síma, eða „Anom“-síma eins og þeir
voru kallaðir, gátu átt samskipti sín á
milli. Að sögn lögregluyfirvalda sem
tóku þátt í aðgerðinni var aðeins
hægt að nálgast umrædda síma hjá
öðrum glæpamönnum og símarnir
voru eingöngu keyptir í þeim tilgangi
að nota forritið Anom. Lögreglu-
menn gátu þá lesið skilaboðin sem
voru send í gegnum Anom í yfir 100
löndum, þar sem skipulagðir voru eit-
urlyfjasamningar, vopnaflutningar
og önnur skipulögð glæpastarfsemi.
„Upplýsingarnar sem náðust með
farsímaforritinu leiddu í ljós marg-
víslega glæpastarfsemi á alþjóðavísu,
með áhrifamiklum árangri aðgerða
lögregluyfirvalda,“ sagði Jean-Phil-
ippe Lecouffe, aðstoðarrekstrarstjóri
hjá Europol. Þá hafa verið yfir 800
handtökur og ríflega 700 húsleitir
verið framkvæmdar. Lögreglan hef-
ur lagt hald á yfir 8 tonn af kókaíni,
22 tonn af kannabisefnum, 2 tonn af
amfetamíni og 48 milljónir dollara af
stolnu fé, andvirði um 5,8 milljarða
króna.
Aðgerðin virðist hafa verið afhjúp-
uð í mars 2021 þegar bloggari greindi
frá öryggisgöllum í forritinu og hélt
því fram að það væri tengt við Ástr-
alíu og Bandaríkin. Þeirri færslu var
síðar eytt. Þessi umfangsmikla að-
gerð er talin marka tímamót hjá lög-
reglu í baráttunni við glæpagengi.
AFP
Europol Alríkislögreglustjóri Ástralíu, Jennifer Hurst, kynnir aðgerðina.
Umfangsmikil aðgerð FBI
- Lögregluyfirvöld í þremur heimsálfum tóku þátt - Yfir 800 handteknir - Dulkóðaðir farsímar
Trójuskjöldurinn
Heimildir: Ástralska alríkislögreglan/
Europol//VICE
ANOM
Dulkóðaðir símar sem veittu
lögreglu leynilegan aðgang
að smáskilaboðum
Dreift á svörtummarkaði og
kostuðu um 2 þúsund dali
Hvorki tölvupóstur né símtöl
Um 12.000 tækjum var dreift
í yfir 100 löndum
Flest tækin voru notuð í Ástralíu,
á Spáni, í Þýskalandi og Hollandi
Lögregla las um 20 milljón
skilaboð frá glæpahópum
Þriggja ára aðgerð undir stjórn
FBI gegn skipulagðri glæpastarfsemi
Buðu aðeins upp á skilaboða-
tengingu við aðra ANOM-síma
Hver sími krafðist aðgangskóða
frá öðrum notanda
Emmanuel Macron Frakklandsfor-
seti var sleginn utan undir af áhorf-
anda í ferð sinni til Suðaustur- Frakk-
lands í gær. Myndir og myndskeið
sem birtust á samfélagsmiðlum sýndu
forsetann ganga að girðingu þar sem
fjölmargt fólk stóð og beið eftir Mac-
ron.
Þar tók viðstaddur maður sig til og
slæmdi hendi sinni í andlit forsetans,
sem hugðist heilsa fólkinu. Lífverðir
Macrons gripu fljótt inn í og voru
tveir menn handteknir. Atvikið átti
sér stað í þorpinu Tain-l’Hermitage á
Drome-svæðinu og olli töluverðu upp-
námi. Þá er atvikið einnig talið hafa
skyggt á upphaf ferðar Macrons, sem
hann sagði hannaða til að „auka púls-
inn í landinu“.
„Stjórnmál eiga aldrei að þýða of-
beldi, hvorki munnlegt né líkamlegt,“
sagði Jean Castex forsætisráðherra í
þinginu á þriðjudag og bætti við að „í
gegnum forsetann hafi það verið lýð-
ræðið sem miðað var á“. Macron hélt
ferð sinni áfram eftir atvikið að sögn
aðstoðarmanns hans, sem lýsti atvik-
inu sem „tilraun til löðrungs“ þrátt
fyrir að myndbandsupptökur bentu
til að maðurinn hefði náð að snerta
andlit forsetans. Í lok myndbands-
upptöku sem náðist af atvikinu má
heyra einhvern kalla: „Niður með
Macronisma!“
Búist er við að Macron muni sækj-
ast eftir öðru kjörtímabili í forseta-
kosningunum á næsta ári og hafa
kannanir sýnt fram á að hann hefur
naumt forskot á leiðtoga hægri-
manna, Marine Le Pen.
Macron stefnir að því að heim-
sækja tugi viðkomustaða vítt og
breitt um Frakkland á næstu tveimur
mánuðum, þar sem hann hefur sagst
vilja hitta fólk aftur eftir langt hlé.
Macron sleginn
utan undir
- Tveir handteknir vegna atviksins
AFP
Áfall Macron Frakklandsforseti
hélt ferð sinni áfram eftir atvikið.
Ríkisstjórn Búrkína Fasó tilkynnti
í gær að rúmlega 7.000 fjölskyldur
hefðu flúið blóðug fjöldamorð um
helgina í þorpinu Solhan, sem er í
norðurhluta landsins, en þar hefur
uppreisn íslamskra aðskilnaðar-
sinna geisað undanfarin sex ár.
Eru fjöldamorðin nú þau mann-
skæðustu frá upphafi uppreisnar-
innar.
Christophe Dabire forsætisráð-
herra sagði í samtali við AFP-
fréttastofuna að þegar hefðu verið
gerðar ráðstafanir til að veita fólk-
inu gistingu og mat og hét hann
því að árásinni yrði svarað.
Sögðu stjórnvöld í Búrkína Fasó
að rúmlega 7.600 manns hefðu ver-
ið fluttir til borgarinnar Sebba, höf-
uðborgar Yagha-héraðs, eftir árás-
ina á laugardaginn, en þau áætla
að rúmlega 160 manns hafi látið líf-
ið eftir að aðskilnaðarsinnar réðust
inn í þorpið. Babar Baloch, tals-
maður flóttamannahjálpar Samein-
uðu þjóðanna sagði hins vegar að
rúmlega 3.300 manns hefðu flúið
árásina, þar af yfir 2.000 börn og
yfir 500 konur.
Ousseni Tambora fjarskipta-
málaráðherra sagði að þorpið hefði
tæmst af öllu fólki. Að sögn heim-
ildarmanns AFP höfðu flestir
þeirra sem yfirgáfu Solhan þegar
flúið ofbeldi íslamista annars stað-
ar. Þá höfðu árásarmenn brennt
nánast allt; hús, markaði, skóla og
lyfjabúðir. Verið er að byggja skýli
og veita flóttafólkinu aðstoð en
auka þarf fjármagn.
Á flótta eftir fjöldamorð
- Rúmlega 7.000 manns á flótta, þar af yfir 2.000 börn
- Mannskæðasta fjöldamorð í Búrkína Fasó frá árinu 2015
AFP
Harmleikur Um 7.600 manns eru á
flótta eftir skæða árás um helgina.
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Musse & Cloud Monki
13.990 kr.
Ný sending frá