Morgunblaðið - 09.06.2021, Side 18

Morgunblaðið - 09.06.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Kuldabola ehf., kt. 430285-0179, Hafnarskeiði 12, 815 Þorlákshöfn, verður haldinn miðvikudaginn 23. júní 2021 kl. 14:00 á kaffistofu félagsins. Dagskrá 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári. 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið rekstrarár. 3. Kosning stjórnar félagsins. 4. Kosning endurskoðanda félagsins. 5. Ákvörðum um hvernig fara skal með hagnað eða tap og um arð og framlög í varasjóð. 6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðenda fyrir störf þeirra á starfsárinu. 7. Heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðanda verða hluthöfum til sýnis í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund á skrifstofu félagsins. Afhending fundargagna fer fram að ósk skráðra hluthafa. Vilji hluthafi koma dagskrárefni til umfjöllunar á aðalfundi skal tilkynna stjórn félagsins skriflega um tillöguna eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega eigi síðar en fimm dögum fyrir dagsetningu aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur verða aðgengilegar til skoðunar á skrifstofu félagsins tveimur dögum fyrir aðalfund. Þorlákshöfn, 8. júní 2021 Stjórn Kuldaboli ehf. Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. Verður haldinn miðvikudaginn 30. júní 2021 í Safnahúsinu, Neskaupstað, kl. 14:00. Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum þannig jafnframt boðið upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað. Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti: 1. Stjórnarkjör 2. Önnur mál, löglega fram borin Framboð til stjórnar: Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega um framboð til stjórnar minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, eða í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 þann 25. júní 2021. Framboðum skal skila á skrifstofu Síldarvinnslunnar hf., Hafnarbraut 6 eða á netfangið fjarfestir@svn.is Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir hluthafafundinn. Stjórnarkjör fer fram samkvæmt meirihlutakosningu á milli einstaklinga, nema réttmæt krafa um hlutfalls- eða margfeldiskosningu komi fram frá hluthöfum er ráða minnst 1/10 hlutafjárins. Krafa þess efnis skal hafa borist stjórn félagsins fyrir kl. 16:00 föstudaginn 25. júní 2021 á tölvupóstfangið fjarfestir@svn.is. Nánari upplýsingar um fundarsókn og atkvæðagreiðslu: Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi auk þess sem hluthafar geta kosið rafrænt og borið upp skriflegar spurningar í gegnum Lumi snjallforritið eða vefsíðu Lumi. Rafræn þátttaka jafngildir mætingu á fund- inn og veitir rétt til þátttöku í honum að öðru leyti. Allir hluthafar, hvort sem þeir mæta til fundarins í Safnahúsinu eða taka þátt með rafrænum hætti, eru hvattir til að hlaða niður smáforriti Lumi AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM eða á fundinum sjálfum. Aðilar sem eru eignaskráðir hluthafar í hlutaskrá skv. hluthafakerfi félagsins þegar aðalfundur fer fram geta beitt réttindum sínum á aðalfundi. Uppgjör viðskipta hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð fer fram tveimur dögum eftir viðskiptin og því er mælst til þess að síðasti viðskiptadagur sé þann 25. júní, vilji hluthafi beita réttindum sínum á fundinum. Hluthafar geta látið umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt og dagsett umboð, en form að umboði er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess. Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig tímanlega á vefsíðunni www.smartagm.com og eigi síðar en kl. 16.00 þann 29. júní, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá fundarins og leggja fram ályktunartillögur ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, þ.e. fyrir kl. 16:00 þann 20. júní 2021. Slík erindi skulu send á tölvupóstfangið fjarfestir@svn.is og munu þau verða birt á vefsíðu félagsins. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekið til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögu fyrir þann tíma verður endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir fundinn. Mál sem ekki hafa verið tilgreind í dagskrá hluthafafundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa félagsins. Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins https://svn.is/fjarfestar/ Stjórn Síldarvinnslunnar hf. Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Námskeið í skyndihjálp kl. 9.30. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Dansleikfimi kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Línudans kl. 10:00-11:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Opin Listasmiðja kl. 13-15:30. Síðdegiskaffi kl.14:30-15:30. Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13:45 -15:15. Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Korpúlfar Útvarpsleikfimi kl. 9:45 í Borgum. Gönguhópar Korpúlfa leggja af stað í göngu frá Borgum kl. 10:00 þrír styrkleikahópar. Hádegis- verður 11:30 til 12:30. Félagsvist hefst á ný kl. 13:00 í dag allir velkomnir og spilað verður alla miðvikudaga í sumar. Kaffiveitingar 14:30 til 15:30. Seltjarnarnes Nú er sumardagskráin í undirbúningi. Hvetjum ykkur til að fylgjast með bæði hér og á facebook síðunni eldri borgarar á Seltjarnarnesi. Kaffikrókurinn á Skólabraut er opinn alla morgna frá kl. 9. Í dag kl. 10.00 verður botsía í salnum á Skólabraut. Skráningarblöð liggja frammi í ferðina í Grasagarðinn og ferðina á Langjökul. Einnig er skráning og allar upp. í síma 8939800. með morgun- !$#"nu Smá- og raðauglýsingar sem þeim datt í hug hjá langafa. Að verki loknu bauð afi upp á ný- mjólk og kex á kaffistofunni og naut þess að spjalla um daginn og veginn. Á okkar yngri árum báðu foreldrar okkar afa oft um að líta til með unglingunum sem voru einir heima þegar þau skruppu út úr bænum. Þá stóð það eins og stafur á bók að afi hringdi dyra- bjöllunni á hverjum einasta degi, okkur til mismikillar gleði, og oft- ar en ekki fylgdi í kjölfarið dýrind- isboð á Múlakaffi þar sem afa fannst vera borinn fram alvöru- matur. Afi fylgdist vel með öllu sem á daga okkar dreif og var af- bragðsfréttaveita fyrir önnum kafið nútímafólk um líf og störf annarra í fjölskyldunni. Hann var gríðarlega stoltur af sínu fólki og þá sérstaklega langafabörnunum. Afi var mikil veiðikló og undi sér best fyrir norðan í Laxárdalnum þar sem hann sagði að huldufólkið hvíslaði að sér hvar bestu veiði- staðina væri að finna. Hann var listasmiður og við barnabörnin er- um svo heppin að eiga marga fal- lega muni sem hann smíðaði, eins og stóla, skákborð, náttborð og barnahúsgögn, sem við munum varðveita til minningar um hann. Afi Svanur fór á verkstæðið allt fram til síðasta dags og erfitt að sjá hann fyrir sér án þess að vera með sag í fötunum og bæsi undir nöglunum. Nýlega lagði læknirinn til að hann hætti að fara þangað. Þær fregnir hafa eflaust reynst honum þungbærar enda smíðarn- ar og sá félagsskapur sem þeim fylgdi órjúfanlegur þáttur í hans lífi. Okkur finnst ekki ólíklegt að þá hafi afa fundist lífið hafa runnið sitt skeið og verið tilbúinn til að kveðja. Hvíldu í friði elsku afi Svanur. Þín barnabörn, Áslaug, Björg og Páll Ásgeir. Afi Svanur var besti afi í heimi af því að hann gaf okkur alltaf nammi, ís, kex og fór í bakaríið og keypti sykursnúða og kókómjólk. Við gátum lesið fyrir hann og hann kenndi mér að lesa erfið orð. Mér fannst líka gaman þegar afi sagði mér að ég væri dýravinur, því afi var það líka. Honum fannst hamsturinn Trítli nr. 5. vera skrít- ið dýr. Afi átti stundum sag fyrir hann. Afi Svanur var ánægður þegar ég fór á hestbak og sagði að ég og Jói ættum að fara á hest- anámskeið. Svo var hann líka glaður því ég er að byrja á smíða- námskeiði til þess að læra að smíða. Ég get ekki sýnt honum kofann sem ég ætla að smíða. Ég mun sakna afa Svans. Guð passar hann. Kveðja, Kristján Daníel. Ég mun sakna afa. Ég, mamma og Kristján bróðir minn fórum mjög oft til afa Svans í heimsókn þegar hann hætti að geta komið í mat. Hjá afa var allt- af til fullt af góðgæti sem hann bauð okkur upp á. Afi var alltaf mjög áhugasamur um okkur systkinin og við lærðum oft fyrir og með honum. Stundum svæfði ég afa með lestrinum mín- um. Honum þótti svo notalegt að hlusta á mig. Seinasta bókin sem við lásum saman var Robinson Krúsó sem afi keypti sér sem ung- ur maður. Hann gaf mér svo bók- ina og ég mun lesa hana fyrir börnin mín, eða kannski börnin mín fyrir afa sinn og ömmu. Afi bauð mér líka oft þegar ég var yngri að smíða með sér á verk- stæðinu og það þótti mér gaman. Við afi vorum mjög náin og hann ætlaði að koma í ferminguna mína. Hann var að reyna að ná heilsu svo hann gæti komið í kirkj- una og vildi gefa mér fyrir kjóln- um. Það var svona ekta afi að fylgjast með öllu, spá í hvort hann ætti sálmabók fyrir mig og svona. Afi var alltaf að hrósa mér og var svo stoltur af skólagöngunni minni og hjá okkur krökkunum öllum. Hann var ánægður hvað öllum gekk vel, en hann var líka orðinn þreyttur. Einu sinni prentaði ég út og rammaði inn textann: „Guð getur ekki verið alls staðar og þess vegna skapaði hann afa minn“ og gaf honum í gjöf. Mér fannst text- inn eiga svo vel við afa því hann var alltaf að passa upp á okkur. Ég veit að hann er hjá Guði núna, en hann afi Svanur verður alltaf hjá mér, bróður mínum, Pjakki, Jóa, Melkorku, Björk Von og öllum hinum krökkunum sín- um. Hann elskaði okkur krakkana alla mjög mikið, eins og við hann. Ég og Kristján ætlum að passa Pjakk fyrir hann. Elska þig, afi minn, meir enn þig grunaði. Þú átt alltaf stóran stað í hjarta mínu. Kveðja, Viktoría. Laugardag einn fyrir rúmum þremur áratugum stóð Svanur inni á eldhúsgólfi hjá okkur hjón- um og spurði: Hvenær eigum við að byrja? Við erum tilbúin, sögð- um við. Þá kem ég á mánudaginn! Við það stóð hann og næstu sjö vikur mætti hann alla daga vik- unnar rétt fyrir klukkan átta og fór ekki fyrr en tími var til að tygja sig í kvöldmat. Einn daginn mætti hann ekki – varð fimmtug- ur og bauð okkur í afmæliskaffi. Vináttu okkar Svans má rekja til þessara daga þegar hann tók að sér að gera upp gamalt timburhús sem við bjuggum í. Þvílíkur hval- reki sem hann var fyrir okkur blá- eyga húseigendur sem ætluðu að gera upp húsið, sem sannarlega þurfti á andlitslyftingu að halda. Svanur fór ekki frá verkinu fyrr en síðasti naglinn var kominn á sinn stað. Aldrei lét hann hugfall- ast þótt verkið væri nokkuð flókið og handtökin óteljandi. Fyrir það er ég honum eilíflega þakklátur. Húsið fékk síðar viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir vel heppnaðar endurbætur. Það sem stendur upp úr er að ég hafði eign- ast vin sem átti eftir að reynast mér vel allt fram á síðasta dag. Vin sem sá um að sporjárnin mín og heflar bitu. Velunnara sem gaf góð ráð þegar ég réðst í að byggja hús úti á landi, félaga sem smíðaði hurðir og glugga, lánaði verkfæri og kenndi mér að nota þau. Svan- ur var traustur, vandvirkur og þolinmóður. Stundum dálítið ön- ugur og hvass en ég lærði fljótt að taka það ekki alvarlega. Nú er hann farinn og ekki leng- ur hægt að leita ráða og ræða brýn þjóðfélagsmál. Ekki lengur hægt að sníkja afganga í eldinn. Eftir situr minning um vináttu sem mun lifa um ókomna tíð. Svanur skilur eftir sig flugbeitta arfleifð sem skipti sköpum fyrir mig og mína. Sævar Guðbjörnsson. Þorsteinn Svanur Jónsson - Fleiri minningargreinar um Þorstein Svan Jóns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HINSTA KVEÐJA Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Hvíldu í friði elsku klett- ur, elsku afi og elsku hjart- ans vinur minn. Þín Kolfinna Von.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.