Morgunblaðið - 09.06.2021, Page 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021
Vináttulandsleikir karla
Pólland – Ísland........................................ 2:2
Ungverjaland – Írland ............................. 0:0
Tékkland – Albanía .................................. 3:1
Frakkland – Búlgaría .............................. 3:0
Vináttulandsleikur kvenna
Hvíta-Rússland – Íran ............................. 6:0
>;(//24)3;(
Úrslitakeppni karla
Undanúrslit, fyrri leikir:
ÍBV – Valur........................................... 25:28
Stjarnan – Haukar ............................... 23:28
_ Seinni leikir á föstudag, sigurvegari sam-
anlagt fer í úrslitaeinvígið.
Danmörk
Annar úrslitaleikur:
Bjerringbro/Silkeborg – Aalborg .... 30:29
- Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
_ Staðan er 1:1 og liðin mætast í oddaleik
um titilinn í Álaborg 16. júní.
Þýskaland
Magdeburg – Kiel................................ 34:33
- Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk
fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist-
jánsson er frá keppni.
_ Efstu lið: Flensburg 60, Kiel 59, Magde-
burg 46, RN Löwen 43, Füchse Berlín 42,
Melsungen 38, Göppingen 38.
E(;R&:=/D
Umspil karla
Þriðji úrslitaleikur:
Hamar – Vestri ..................................... 85:94
_ Staðan er 2:1 fyrir Vestra og fjórði leikur
á Ísafirði á föstudagskvöld.
Spánn
Undanúrslit, annar leikur:
Valencia – Real Madrid ...................... 85:67
- Martin Hermannsson skoraði níu stig,
átti fimm stoðsendingar og tók eitt frákast
fyrir Valencia á 19 mínútum.
_ Staðan er 1:1 og liðin mætast í oddaleik í
Madríd á fimmtudagskvöldið.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit.
Brooklyn – Milwaukee ....................... 125:86
_ Staðan er 2:0 fyrir Brooklyn.
Vesturdeild, undanúrslit:
Phoenix – Denver ............................. 122:105
_ Staðan er 1:0 fyrir Phoenix.
>73G,&:=/D
Ómar Ingi Magn-
ússon er kominn
af alvöru í bar-
áttuna um
markakóngs-
titilinn í þýsku 1.
deildinni í hand-
knattleik eftir að
hann skoraði
átta mörk í sigri
Magdeburg á
stórliði Kiel í
gærkvöld, 34:33.
Ómar Ingi hefur raðað inn mörk-
um fyrir Magdeburg á undan-
förnum vikum og er nú kominn með
234 mörk í öðru sæti listans yfir
markahæstu menn. Marcel Schiller
hjá Göppingen hefur skorað 240
mörk en þeir tveir skera sig nú úr í
deildinni. Fimm umferðum er ólok-
ið.
Magdeburg gerði jafnframt Kiel
mikla skráveifu með sigrinum en
hann þýðir að Kiel náði ekki að fara
uppfyrir Flensburg í einvígi lið-
anna um þýska meistaratitilinn.
Magdeburg styrkti hinsvegar stöðu
sína í þriðja sætinu. vs@mbl.is
Ómar berst
um marka-
kóngstitilinn
Ómar Ingi
Magnússon
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, fjórði leikur:
MG-höllin: Stjarnan – Þór Þ. (1:2) ...... 20.15
Umspil kvenna, fjórði úrslitaleikur:
HS Orkuhöll: Grindav. – Njarðv. (1:2) 19.15
KNATTSPYRNA
3. deild karla:
Vopnafjörður: Einherji – Dalvík/Reynir. 19
Í KVÖLD!
LANDSLEIKUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Karlalandsliðið í fótbolta lauk vin-
áttuleikjatörninni með óvæntu jafn-
tefli gegn Pólverjum í Poznan í gær,
2:2, í leik þar sem litlu munaði að Ís-
landi tækist að vinna frækinn sigur á
útivelli gegn liði sem er á leiðinni í
lokakeppni EM.
Albert Guðmundsson kom Íslandi
yfir á 24. mínútu eftir hornspyrnu
Guðmundar Þórarinssonar þar sem
Aron Einar Gunnarsson fleytti bolt-
anum áfram inn í markteiginn. Piotr
Zelinzki jafnaði fyrir Pólverja á 34.
mínútu eftir laglega sókn.
Brynjar Ingi Bjarnason skoraði
sitt fyrsta landsliðsmark á 47. mín-
útu og kom Íslandi í 2:1 með hörku-
skoti úr miðjum vítateig eftir send-
ingu Guðmundar frá vinstri, sem
Birkir Bjarnason fleytti áfrram.
Það var svo Karol Swiderski sem
náði að jafna fyrir Pólverja á 88.
mínútu og tryggja jafnteflið, 2:2.
Fjarvera fjölda af reyndustu
landsliðsmönnum Íslands í þessu
þriggja leikja verkefni, ekki síst
varnarmanna, virtist vera uppskrift
að stórum ósigrum, allavega gegn
Mexíkó og Póllandi. Fimmtán leik-
menn sem voru í landsliðshópnum í
mars eða misstu af því verkefni
vegna meiðsla voru fjarri góðu
gamni. En það var öðru nær.
Frammistaða miðvarðanna Hjartar
Hermannssonar og nýliðans Brynj-
ars Inga Bjarnasonar í leikjunum
þremur er eitt af því sem stendur
upp úr að þeim loknum. Hjörtur hef-
ur lengi verið viðloðandi landsliðið
án þess að fá tækifæri í sinni stöðu
sem miðvörður og óhætt er að segja
að hann hafi nýtt það til hins ýtrasta
í ferðinni. Byrjun Brynjars með
landsliðinu er ævintýri líkust og
hann kórónaði frammistöðuna í
þessum þremur leikjum með glæsi-
legu marki í leiknum í Poznan í gær.
Aron Einar Gunnarsson og Birkir
Bjarnason hafa í þessari ferð staðið
upp úr sem leiðtogar í íslenska liðinu
og virðast vera að stíga fram sem
þeir tveir leikmenn sem geta tengt
saman tvær kynslóðir í landsliðinu.
Vonandi með dyggri aðstoð Gylfa
Þórs Sigurðssonar frá og með haust-
inu. Birkir lék allan leikinn í gær og
Aron Einar fram á 87. mínútu.
Kannski dæmigert að Ísland skyldi
fá á sig jöfnunarmarkið einni mínútu
eftir að hann fór af velli!
Guðmundur Þórarinsson, sem
leikur með New York City í banda-
rísku MLS-deildinni, hefur lítið
fengið að spreyta sig með landslið-
inu á undanförnum árum en hann lét
vita af sér í Poznan. Hann stóð sig
vel í stöðu vinstri bakvarðar og átti
stóran þátt í báðum mörkum Ís-
lands, enda spyrnumaður góður sem
nýtist vel í föstum leikatriðum, og
átti auk þess úrvalsfyrirgjöf þegar
Brynjar Ingi skoraði.
Þá sýndi Andri Fannar Baldurs-
son lofandi tilþrif á miðjunni. Hann
og Ísak B. Jóhannesson, sem ekki
kom við sögu í gær, eru fæddir 2002
og 2003 en virðast algjörlega tilbúnir
í átökin á stóra sviðinu.
Arnar Þór Viðarsson landsliðs-
þjálfari er með breiðari leikmanna-
hóp til umráða eftir þessa þriggja
leikja ferð en fyrir hana. Svo mikið
er víst. Kynslóðaskiptin margumtöl-
uðu eru farin af stað. Þau snúast um
að ná upp réttu blöndunni af eldri og
yngri leikmönnum.
_ Birkir Bjarnason lék sinn 98.
landsleik og jafnaði við Birki Má
Sævarsson í öðru til þriðja sæti yfir
þá landsleikjahæstu frá upphafi.
_ Aron Einar Gunnarsson lék 97.
landsleikinn og er nú jafn Ragnari
Sigurðssyni í fjórða til fimmta sæti.
_ Jón Daði Böðvarsson lék sinn
60. landsleik og Kolbeinn Þórðar-
son, leikmaður Lommel í Belgíu,
kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik.
Landsleikjatörn sem
tengir saman kynslóðir
- Góð frammistaða í Poznan og Ísland nálægt sigri en Pólland jafnaði, 2:2
AFP
Poznan Nýliðinn Brynjar Ingi Bjarnason og fyrirliðinn Aron Einar Gunn-
arsson í baráttu við Pólverjann Jakub Swierczok í leiknum í gær.
Poznan, vináttulandsleikur karla,
þriðjudag 8. júní 2021.
Pólland: (4-4-2) Mark: Wojciech
Szczesny. Vörn: Tomasz Kedziora,
Kamil Glik, Pawel Dawidowicz, Tymo-
teusz Puchacz (Maciej Rybus 80).
Miðja: Przemyslaw Frankowski
(Przemyslaw Placheta 64), Jakub
Moder, Grzegorz Krychowiak (Karol
Linetty 64), Piotr Zielinski (Kacper
Kozlowski 46). Sókn: Robert Lew-
andowski (Karol Swiderski 80), Ja-
kub Swierczok (Kamil Józwiak 57).
Ísland: (4-4-2) Mark: Rúnar Alex
Rúnarsson ( Ögmundur Kristinsson
PÓLLAND – ÍSLAND 2:2
46). Vörn: Alfons Sampsted, Hjörtur
Hermannsson, Brynjar Ingi Bjarna-
son, Guðmundur Þórarinsson.
Miðja: Mikael Anderson (Gísli Eyj-
ólfsson 74), Aron Einar Gunnarsson
(Kolbeinn Þórðarson 87), Andri
Fannar Baldursson ( Stefán Teitur
Þórðarson 77), Birkir Bjarnason.
Sókn: Jón Daði Böðvarsson (Sveinn
Aron Guðjohnsen 83), Albert Guð-
mundsson (Jón Dagur Þorsteinsson
90).
Dómari: Balázs Berke, Ungverja-
landi.
Áhorfendur: 21.400.
HANDBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Deildarmeistarar Hauka standa vel
að vígi í einvígi sínu gegn Stjörnunni
í undanúrslitum Íslandsmóts karla í
handbolta eftir 28:23-útisigur í fyrri
leik liðanna í Garðabænum í gær-
kvöldi.
Stjarnan komst í 4:1 snemma leiks
en eftir það náðu Haukar undirtök-
unum, komust í 8:6, og héldu foryst-
unni út allan leikinn. Stjarnan átti fín
áhlaup gegn sterku Haukaliði en að
lokum voru gestirnir einfaldlega of
góðir. Sigurinn er sá fimmtándi í röð
hjá Haukum í öllum keppnum og
ólíklegt að Stjarnan nái að snúa ein-
víginu sér í vil á heimavelli Hauk-
anna.
Geir Guðmundsson og Darri
Aronsson voru markahæstir í jöfnu
Haukaliði með fjögur mörk hvor og
Björgvin Páll Gústavsson varði
þrettán skot í markinu, þar af tvö
víti. Björgvin Hólmgeirsson var
langmarkahæstur hjá Stjörnunni
með tíu mörk.
„Þrátt fyrir að Stjörnumenn hafi
velgt Haukum vel undir uggum virð-
ast deildarmeistararnir alltaf finna
leiðir til þess að koma sér í forystu að
nýju. Liðið býr enda svo vel að vera
með gífurlega sterkan leikmanna-
hóp; ef einhverjir leikmanna þess
finna ekki taktinn er hægt að leita til
varamannabekkjarins án þess að það
missi taktinn og fæst því alltaf fram-
lag frá nógu mörgum leikmönnum til
að Haukaliðið sé ofan á að leiks-
lokum,“ skrifaði Gunnar Egill Daní-
elsson m.a. í umfjöllun um leikinn á
mbl.is.
Anton fór á kostum
Valur er í fínum málum eftir
þriggja marka sigur á ÍBV í Vest-
mannaeyjum, 28:25. Staðan í hálfleik
var jöfn, 14:14, en Valsmenn voru
sterkari í seinni hálfleik og unnu að
lokum verðskuldaðan sigur. Valur
náði mest fimm marka forskoti í
seinni hálfleik, en Eyjamenn neituðu
að gefast upp. Þeim tókst hins vegar
ekki að jafna, þrátt fyrir fín áhlaup.
Anton Rúnarsson var markahæstur
hjá Val með 10 mörk og Hákon Daði
Styrmisson skoraði sjö fyrir ÍBV.
Martin Nagy varði 15 skot í marki
Vals. Seinni leikur liðanna fer fram í
Origo-höllinni á Hlíðarenda næst-
komandi föstudagskvöld.
„Anton Rúnarsson lék ótrúlega vel
með Valsmönnum, skoraði tíu mörk
og lagði upp nokkur til viðbótar og
var leiðtogi sinna manna. Þegar mest
var undir og stemningin rafmögnuð í
Vestmannaeyjum hélt Anton ró sinni
og dró sína menn að landi. Hann full-
komnaði góðan leik með mögnuðu
marki í síðustu sókninni.
Þetta er þó alls ekki búið. ÍBV er
svo sannarlega eitt af fáum liðum
landsins sem geta mætt á útivöll
Valsmanna og unnið stóran sigur.
Valur þarf að vera með kveikt á öll-
um perum til að fara áfram, þótt
staðan sé vissulega góð,“ skrifaði
undirritaður m.a. um leikinn á
mbl.is.
Seinni leikir einvígjanna fara fram
á föstudaginn kemur. Þau lið sem
vinna samanlagt í tveimur leikjum
mætast í úrslitum.
Valur og Hauk-
ar í kjörstöðu
- Lið sr. Friðriks fögnuðu útisigrum
Morgunblaðið/Eggert
Harka Haukamaðurinn Ólafur Ægir Ólafsson í kröppum dansi í gær.