Morgunblaðið - 09.06.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 09.06.2021, Síða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021 „Ég bjóst alls ekki við að verða fyrir valinu þar sem ég var í góðum hópi öflugra höfunda. Ég er hins vegar mjög þakklát, enda er þetta mikill heiður,“ segir Halla Þórlaug Óskars- dóttir sem í gær hlaut Maístjörnuna 2020, ljóðabókaverðlaun Rithöf- undasambands Íslands og Lands- bókasafns Íslands – Háskólabóka- safns, fyrir bók sína Þagnarbindindi. Hlaut hún að launum 350 þús. kr. Auk Þagnarbindindis voru til- nefndar bækurnar Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur; Draumstol eftir Gyrði Elíasson; Kyrralífsmyndir eftir Lindu Vilhjálmsdóttur og 1900 og eitthvað eftir Ragnheiði Lárus- dóttur. Gjaldgengar voru allar út- gefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2020 sem skilað var í skylduskil til Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns. Maístjarnan hefur verið veitt árlega síðan 2017. Hugleiðingar tosaðar upp úr undirmeðvitundinni Dómnefnd ársins skipuðu Sverrir Norland og María Logn Kristínar- dóttir Ólafsdóttir. Í umsögn þeirra um verðlaunabókina segir: „Þagnar- bindindi er áhrifarík ljóðsaga sem sver sig í ætt við ýmis eftirtektar- verð verk frá síðasta áratug, jafnt innlend sem erlend, þar sem konur skrifa á hugdjarfan og hispurslausan hátt um sára og erfiða reynslu. Hér tekst skáldið meðal annars á við ást- arsorg, móðurmissi og móðurhlut- verkið og nær að draga upp marg- ræða mynd af reynsluheimi ungrar konu sem er að stíga inn í fullorðins- árin og takast á við áföll og sam- skiptaerfiðleika. Útkoman er eftir- minnileg bók sem sker sig úr, þökk sé eftirminnilegu myndmáli, óvenju- legri byggingu og frumlegum texta sem rambar á mörkum dagbókar- skrifa, brotakenndrar frásagnar, ljóðtexta og ritgerðar.“ Halla Þórlaug segir það sér mikla hvatningu að hljóta Maístjörnuna. „Þetta er gott klapp á bakið og hvatning til áframhaldandi rit- starfa,“ segir Halla Þórlaug og tekur fram að sér þyki einnig vænt um öll þau jákvæðu skilaboð sem hún hafi fengið frá lesendum bókarinnar. „Það er ótrúlega dýrmætt að fá viðbrögð frá lesendum,“ segir Halla Þórlaug og rifjar upp að Þagnar- bindindi hafi verið lengi í smíðum á sínum tíma. „Lengi vel var textinn á kantinum eins og skissubók þar sem ég hripaði niður hugleiðingar mínar á löngum tíma. Ég tosaði upp hug- leiðingar úr undirmeðvitundinni, sem við fyrstu sýn virtust hjákátleg- ar og ómerkilegar einar og sér, en mynduðu samhengi í heild. Bókin fór í raun ekki að taka á sig mynd fyrr en ég setti allan textann í eitt Google doc-skjal,“ segir Halla Þórlaug sem þegar er farin að leggja drög að næsta verki. „Ég er sífellt að hripa hjá mér hugleiðingar sem vonandi verða að einhverju stærra,“ segir Halla Þórlaug og tekur fram að of snemmt sé að segja til um það í hvaða form textinn ratar, en reiknar þó með bók en ekki sviðsverki. Halla Þórlaug lauk BA-prófi úr myndlist við Listaháskóla Íslands 2012 og MA-prófi úr ritlist við Háskóla Íslands árið 2014. Hún hef- ur starfað sem dagskrárgerðar- maður á Rás 1. Fyrir ljóðsögu sína Þagnarbindindi hlaut Halla nýrækt- arstyrk Miðstöðvar íslenskra bók- mennta árið 2020. Halla Þórlaug hefur samið verk fyrir leiksvið og útvarp; Ertu hér? í samvinnu við Ásrúnu Magnúsdóttur, sviðsverk á dagskrá Borgarleikhússins 2021. Hún pabbi, í samvinnu við Trigger Warning, sviðsverk sýnt í Borgar- leikhúsinu 2017 og Svefngrímur, útvarpsleikrit flutt 2016 á Rás 1. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heiður „Ég er mjög þakklát, enda er þetta mikill heiður,“ segir Halla Þór- laug Óskarsdóttir sem í gær hlaut Maístjörnuna 2020 fyrir Þagnarbindindi. „Dýrmætt að fá við- brögð frá lesendum“ - Halla Þórlaug Óskarsdóttir hlýtur Maístjörnuna 2020 Kvikmyndin Skuggahverfið, Shadowtown á ensku, er nú loksins komin í bíó eftir endurteknar frest- anir vegna heimsfaraldursins. Hún er samvinnuverkefni leikstjóranna Jóns Einarson Gústafssonar og Karolinu Lewicka og fyrsta kvik- myndin í fullri lengd sem þau vinna að saman. Meðal leikara í myndinni er hinn þekkti John Rhys-Davies sem fór m.a. með hlutverk í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu og Indiana Jones-myndunum Raiders of the Lost Ark og Temple of Doom. Aðal- leikkona myndarinnar, Brittany Bristow, er af vesturíslenskum ætt- um og er sagan skrifuð í kringum hennar persónu. Af íslenskum leik- urum má nefna Eddu Björgvins- dóttur, Ingu Maríu Eyjólfsdóttur og Rúnar Frey Gíslason. Skuggahverfið er dramatísk mynd með hrollvekjandi ívafi og sögusviðið Skuggahverfið í Reykja- vík þegar húsnæðisbólan var í há- marki og auð hús voru látin standa opin fyrir þeim sem engan sama- stað áttu og voru látin grotna nið- ur. „Ung kona erfir hús ömmu sinn- ar sem hún hitti aldrei, í borg sem hún hefur aldrei séð. Í trássi við vilja móður sinnar leggur hún í ferðalag til að ná skilningi á sárs- auka fortíðarinnar, en með þeirri ákvörðun veldur hún uppnámi og róti sem hún kemst ekki lifandi frá nema með aðstoð látinna forfeðra og -mæðra,“ segir um myndina á Kvikmyndavefnum. Myndin var frumsýnd á Alþjóð- legri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra og hefjast almennar sýningar á henni í dag. Skuggalegur John Rhys-Davies brúnaþungur í Skuggahverfinu. Sýningar hefjast á Skuggahverfinu Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri og Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari eru tilnefnd fyrir Íslands hönd til Tónlistarverðlauna Norð- urlandaráðs. Þrettán listamenn og hópar eru tilnefndir í heildina og þykja hafa skapað einstakar tón- listarupplifanir. Segir á vef nor- ræns samstarfs, norden.org, að í hópi hinna tilnefndu í ár séu meðal annars söngvarar, þjóðlagatónlist- arkona, trompetleikari, píanóleik- ari, fjölhljóðfæraleikari og plötu- snúðahópur og verðlaununum sé ætlað að vekja athygli á tónlist- arsköpun og tónlistarflutningi sem teljist hafa mikið listrænt gildi. Fyrir hönd Danmerkur eru tilefnd Jakob Kullberg og Theatre of Voi- ces, fyrir Finnland Finnland Anu Komsi og Verneri Pohjola, fyrir Færeyjar Eivør Pálsdóttir, fyrir Grænland Gerth W. Lyberth, fyrir Noreg Stian Carstensen og Lise Davidsen, fyrir Svíþjóð Studio Barnhus og Lena Willemark og fyrir Álandseyjar Peter Häger- strand. Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum sáu um tilnefningar og verða verðlaunin veitt 2. nóv- ember. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur. Þorgerður Ingólfsdóttir Víkingur Heiðar Ólafsson Tilnefnd til Tón- listarverðlauna Norðurlandaráðs Sýningar útskriftarnema á sviðs- höfundabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands verða sýndar frá og með deginum í dag, 9. júní, til 20. júní. Átta nemendur útskrif- ast og spanna verkefni þeirra vítt svið sviðslista og taka á fjöl- breyttum málefnum, allt frá sjálfs- ævisögulegri leikritun og biðstöðu yfir í afleiðingar ofbeldis og kúg- unar og leitar að manni sem spilar á banjó, að því er segir á vef skól- ans. Fjórir útskrifast með áherslu á leikritun í samstarfi við Borgarleik- húsið og markmiðið að efla nýsköp- un í leikritun en öll eiga verkefnin sameiginlegt að nálgast sviðslista- miðilinn á tilraunakenndan og gagnrýninn hátt með forvitni að vopni, eins og því er lýst. Útskriftarnemar eru Annalísa Hermannsdóttir, Brynhildur Sig- urðardóttir, Hákon Örn Helgason, Assa Borg Snævarr Þórðardóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Tumi Björnsson, Monika Kiburyte og Hjalti Vigfússon. Frítt er inn á sýningar og fara bókanir fram á tix.is. Dagskrá má finna á slóðinni lhi.is/vidburdur/utskriftarverk- efni-svidshofunda-2021. Útskriftarverk af sviðshöfundabraut Sviðshöfundar Útskriftarnemend- urnir átta sem sýna verk sín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.