Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 13

Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði á það áherslu í viðræðum sínum við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í gær að láta deilur við Evrópusambandið (ESB) um stöðu Norður- Írlands gagnvart Brexit-samningnum ekki bitna á friðarferlinu þar í landi. Johnson sagði eftir fundinn að Bretar, ESB og Bandaríkjamenn væru sammála um að varðveita friðarferlið á sama tíma og spenna kraumar undir í kjölfar Brexit. Biden hóf sína fyrstu utanför eftir kosningar á því að vara Rússa við því að þeir kalli yfir sig „kraftmiklar og merkingarfullar“ afleiðingar leggi þeir fyrir sig „skaðlegar aðgerðir“. Biden og Johnson funduðu í baðstrandarbæn- um Carbis Bay á Cornwall-skaga en þar funda einnig leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims í dag og á morgun. Er þetta í fyrsta sinn sem þeir koma saman eftir að kórónuveiran tók flugið fyr- ir hálfu öðru ári. Lagði Biden þunga áherslu á það við Johnson að staðið yrði við friðarsamning- inn á Norður-Írlandi. Johnson og Biden settust niður til viðræðna klukkan tvö að íslenskum tíma en þetta var fyrsti fundur þeirra eftir kjör Bidens sem for- seta Bandaríkjanna. Ræddu þeir um bólusetn- ingar vegna kórónuveirunnar og um nýjan „Atl- antshafsáttmála“ um sérstök bönd Banda- ríkjanna og Bretlands. Verður hann uppfærsla til nútímans á sáttmálanum sem Winston Churc- hill og Franklin Roosevelt sömdu árið 1941. Í hinum nýja sáttmála verður áhersla á ýmsar áskoranir, þ. á m. loftslagsmál og öryggismál. Þeir urðu og sammála um að koma flugsam- göngum yfir Atlantshafið aftur í eðlilegt horf en veirufaraldurinn hefur lamað þær. Munu leið- togarnir hafa orðið sammála um skipan starfs- hóps til að gera tillögur um hvernig koma megi alþjóðaflugi aftur í gang á öruggan hátt, en eft- irspurn eftir flugferðum hrundi í faraldrinum. Fyrir faraldurinn var flugleiðin yfir Atlantshafið ein sú fjölfarnasta í heimi en rúmlega fimm milljónir manna hafa farið árlega frá Bretlandi til Bandaríkjanna og 4,5 milljónir frá vestri til austurs. Deila Bretlands og ESB um Norður-Írland og eftirlit með vörum á leið til Norður-Írlands frá Bretlandi mun að líkindum verða áberandi í Cornwall um helgina en erfiðlega hefur gengið að ná málamiðlun í þeirri þrætu í viðræðum diplómata síðustu vikur og daga. Forfeður Bi- dens voru frá Írlandi, sem skýrir áhuga hans á héraðinu. Sagði hann í gær að ekki mætti stofna friðarsamkomulaginu fyrir Norður-Írland, sem kennt er við föstudaginn langa, í óvissu út af viðskiptaþrætu. Norður-Írland fékk sérstaka stöðu í útgöngu- samkomulagi Brexit-viðræðnanna. Þó að reglur ESB gildi ekki lengur í Englandi, Skotlandi og Wales er því öðruvísi farið í Norður-Írlandi þar sem héraðið deilir landamærum við Írland sem er aðili að ESB. Til að komast hjá efnislegum landamærum milli landanna tveggja – og þar með bjarga frið- arsamkomulaginu – sömdu fulltrúar ESB og Bretlands um að tollskoðun varnings á leið til Norður-Írlands færi fram annars staðar í kon- ungdæminu. Norðurírskir sambandssinnar sögðu það í raun færa landamærin út í Írlands- haf, sem þeir væru andvígir. Hefur flutninga- keðjan flækst vegna deilnanna og raskanir orðið á vörusendingum. Um helgina bíður þeirra Johnsons og Bidens fundur sjö helstu iðnvelda heims en fundarstað- urinn er í Cornwall, sýslu yst á skaganum á suð- vesturhorni Englands, en þar var keltneskt ríki til forna. Samhljómur um Norður-Írland - Biden varar Rússa við afleiðingum þátttöku í skaðlegum aðgerðum - Hittir Pútín í Genf í næstu viku AFP Sérstaka sambandið Joe Biden og Boris Johnson fóru í stutta gönguferð með eiginkonum sín- um, Jill (l.t.v.) og Carrie (l.t.h.), við Carbis Bay-hótelið í Cornwall fyrir fund þeirra í gær. Dönsk yfirvöld tilkynntu í gær um slökun á ýmsum reglum um andlits- grímur sem gripið var til í stríðinu gegn kórónuveirunni. Takmarkið er að allar reglur um grímuburð renni út 1. október nk. Sama dag þurfa ferða- menn ekki lengur að bera skilríki um bólusetningu vegna kórónuveirunnar. „Við munum þá geta gert allt sem við höfum saknað því við vitum að við höfum náð undirtökum í glímunni við faraldurinn,“ sagði Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra á blaðamanna- fundi í gær. Grímur þarf ekki að bera fyrir vit- um sér frá og með 14. júní nema standandi farþegar og sitjandi á há- annatíma í almenningssamgöngu- tækjum. Þeim takmörkunum verður síðan alfarið aflétt 1. september. Börum og veitingahúsum verður heimilt að hafa opið til miðnættis frá og með deginum í dag, 11. júní. Frá 15. júlí lengist afgreiðslutími þeirra til klukkan tvö að nóttu. Heimilt verður að opna næturklúbba að nýju frá 1. september en til 1. október þurfa gestir þeirra að framvísa skírteini um bólusetningu, svonefndum „kórón- upassa.“. Allt að 10.000 manns geta samtímis sótt almenna viðburði frá 14. júní, þó með þeirri undantekningu að 25.000 manns geta sótt hvern fjögurra leikja í EM í fótbolta sem leiknir verða í Danmörku. agas@mbl.is Danir slaka á grímureglum - Áhorfendum á EM fjölgað í 25.000 AFP Danmörk Magnus Heunicke sýnir kórónupassa á Kastrup-flugvelli. Vaxandi tilhneigingar gætir í Bretlandi til að brúka bítandi blótsyrði í daglegu lífi, samkvæmt rannsókn breska kvikmyndaeftir- litsins (BBFC). Um þriðjungur íbúa blótar harðar nú en fyrir fimm árum, að sögn stofnunarinnar sem fæst við flokkun kvikmynda. Í rannsókninni kom fram að foreldrar vilja ekki slaka á ald- ursbundnu aðgangsbanni vegna harðnandi blótsyrða í kvikmynda- húsum og á DVD-diskum. Vilji foreldrar verja börn sín fyrir blóti eins lengi og frekast er unnt. Í skýrslu um rannsóknina sem náði til 1.000 einstaklinga segir að sex af hverjum tíu brúki harð- ari blótsyrði dags daglega. Þriðjungur er líklegri til að blóta en fyrir fimm árum en áberandi kynslóðaskipti sjást því 18 til 34 aldurshópurinn er mun líklegri til að brúka grófan munnsöfnuð dags daglega og vera ónæmur fyrir áhrifum hans. Í röðum aldraðra vex umburð- arlyndi gagnvart blótsyrðum ekki eins og hjá yngra fólki. Í þeim hópi eru hörð blótsyrði enn forboðin en 75% fólks 65 og eldra segist ekki blóta sterkt á almannafæri. agas@mbl.is Bretar blóta býsnin öll AFP Orðhvass Boris Johnson á það til að vera hvass í orðaskiptum. SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Sundkjóll 15.990 kr Stærðir 42-56 Bikiní haldari 8.990 kr C-H skálar Bikiní haldari 8.990 kr Stærðir 42-54 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is Þú getur skoðað úrvalið og pantað í netverslun www.curvy.is Opið í verslun Curvy alla virka daga frá kl. 11-18 & laugardaga frá kl. 11-16 Verð Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.