Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 14
9,5%
8,8%
9,4% 9,8%
11,1%
12,0% 12,%1
12,8% 12,5% 12,1%
11,5%
10,0%
15%
10%
5%
0%
Þróun atvinnuleysis síðustu 12 mánuði
Júní 2020 til maí 2021
20%
15%
10%
5%
0%
júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí
10,3%
19,7%
5,3%
4,0% 3,7%
6,8%
4,3%
9,0%
Höfuð-
borgarsv.
Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurl.
vestra
Norðurl.
eystra
Austur-
land
Suður-
land
Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls
Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls
Heimild: Vinnumálastofnun
Allt landið 10,0%
Atvinnuleysi í maí eftir landshlutum
2,1
7,5 7,9 8,5
9,0
1,2
9,9
1,4
10,6
1,4
10,7
1,2
11,6
1,1
11,4
1,1
11,0
1,1
10,4
9,1
9,4
18,7
4,7
3,3 2,9
6,0
3,9
8,0
SVIÐSLJÓS
Rebekka Líf Ingadóttir
rebekka@mbl.is
V
innumálastofnun gaf í
gær út skýrslu um stöðu
og horfur á íslenskum
vinnumarkaði. Þar kemur
fram að almennt atvinnuleysi var
9,1% í maí og minnkaði úr 10,4% í
apríl. Þá var atvinnuleysi 11,0% í
mars, 11,4% í febrúar og 11,6% í
janúar. Atvinnulausum fækkaði um
tæplega 2.400 milli apríl og maí á
landsvísu og hefur ekki fækkað
meira frá aldamótum en fjöldatölur
Vinnumálastofnunar ná ekki
lengra. Lækkunin nemur 1,3% og
hefur atvinnuleysi ekki lækkað um
jafn mörg prósentustig milli mán-
aða síðan í janúar og febrúar 1994.
Almennir atvinnuleitendur, þ.e.
þeir sem ekki voru með minnkað
starfshlutfall, voru 17.623 í lok maí
og fækkaði um 2.380 frá apríl. Í
minnkaða starfshlutfallinu var
3.441 atvinnulaus í lok maí eða um
0,9%. Samtals voru því 21.064
manns atvinnulausir í lok maí og
samanlagt atvinnuleysi því 10,0%.
Alls höfðu 6.430 almennir atvinnu-
leitendur verið án atvinnu í meira
en 12 mánuði í lok maí og fækkað
um 65 frá apríl. Heildaratvinnu-
leysi karla er nú 9,8% en 10,3%
meðal kvenna. Þá er heildar-
atvinnuleysi meira meðal kvenna
en karla alls staðar á landinu nema
á höfuðborgarsvæðinu. Á Suður-
nesjum er atvinnuleysið mun
meira meðal kvenna en karla, eða
23,1% hjá konum en 17,4% hjá
körlum.
Atvinnuleysi áfram
mest á Suðurnesjum
Samanlagt atvinnuleysi í al-
menna kerfinu og í minnkaða
starfshlutfallinu minnkaði alls stað-
ar á landinu. Atvinnuleysið minnk-
aði hlutfallslega mest á Vestur-
landi, Vestfjörðum og Norðurlandi
vestra. Þá var mesta atvinnuleysið
á Suðurnesjum eða 19,7% þar sem
það minnkaði úr 23,0% í apríl og í
10,3% í maí. Þá hefur atvinnuleysi
á Suðurnesjum verið yfir 20% frá
því í október 2020, þar til nú í maí.
Í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins sagðist Kjartan Már
Kjartansson, bæjarstjóri í Reykja-
nesbæ, hafa viljað sjá meiri minnk-
un. „Við erum með langmesta at-
vinnuleysið á Íslandi og við
verðum þar sennilega einhver
misseri í viðbót, ég hefði gjarnan
viljað sjá þetta lækka meira en það
á vonandi eftir að gera það í sumar
þegar flugvöllurinn er kominn á
betra ról,“ sagði hann. Þá segist
hann þó vera bjartsýnn á áfram-
haldandi lækkun. „Það er margt
framundan hér, stór verk að fara í
gang þannig að ég vona að það eigi
enn eftir að fjölga í hópi þeirra
sem fá vinnu,“ segir hann.
Spáð áframhaldandi minnk-
un í júní niður í 7,3-7,7%
Vinnumálastofnun spáir
áframhaldandi minnkun atvinnu-
leysis og að atvinnuleysi í júní
verði á bilinu 7,3%-7,7% og að
fjöldi atvinnulausra verði mögulega
í kringum 14.000 í lok mánaðar ef
fram fer sem horfir. Ef sú þróun
raungerist mun atvinnuleitendum
hafa fækkað úr 20.000 frá því í lok
apríl í 14.000 í lok júní. Atvinnu-
lausum fækkaði í öllum atvinnu-
greinum í maí, þó mest í ferða-
þjónustutengdum greinum, þar
sem fækkunin er á bilinu 18 til
21%.
Almennt atvinnuleysi
minnkar úr 10,4% í 9,1%
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Atvinnuleysisnarjókstvegna
kórónuveiru-
faraldursins og
þótt nú sé að rofa
til í efnahagslíf-
inu og farið að vinda ofan af
höftum og takmörkunum er
hætta á að það muni ekki
ganga til baka.
Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri lýsti áhyggjum
sínum af langtímaatvinnu-
leysi í viðtali við Morgun-
blaðið um liðna helgi. Hann
sagði í viðtalinu að það væri
áhyggjuefni að á vinnumark-
aði myndum við mögulega
finna fyrir ósamræmi milli
kunnáttu vinnuafls og þarfa
atvinnulífsins: „Að það vanti
fólk með rétta menntun og
reynslu miðað við fyrirliggj-
andi verkefni, að of margir
finni ekki vinnu við hæfi.
Sömuleiðis blasir við að unga
fólkið hefur farið verst út úr
kórónufaraldrinum í efna-
hagslegu tilliti og því getur
reynst erfiðara að feta sig
inn á vinnumarkað en áður.“
Atvinnuleysi getur eitrað
út frá sér, einkum og sér í
lagi ef það er mikið meðal
ungs fólks. Það er ekki góðs
viti ef ungt fólk, sem hefur
gert allt rétt, sótt skóla og
aflað sér menntunar, kemur
að tómum kofunum þegar
það fer að leita sér vinnu –
fær í raun þau skilaboð að
ekki sé þörf fyrir það í sam-
félaginu.
Slíkt ástand þekkja til
dæmis Spánverjar og Grikkir
allt of vel af eigin raun. Þeir
hafa lengi búið við mikið at-
vinnuleysi ungs fólks.
Ástandið var sérstaklega
slæmt á árunum eftir banka-
kreppuna og það er skelfilegt
þegar sú staða kemur upp að
dugandi og kraftmiklu ungu
fólki er jafnvel nauðugur
einn kostur að fara af landi
brott í leit að tækifærum.
Ásgeir bendir einnig á að
hin hefðbundnu tengsl milli
framleiðsluslaka og atvinnu-
leysis annars vegar og auk-
innar atvinnu vegna örvunar
kerfisins hins vegar séu ekki
jafn sterk og áður. Seðla-
bankinn hafi ekki góð tæki til
að hafa áhrif á það og pólitík-
in í raun ekki heldur. Fyrst
og fremst snúi lausn þessara
mála að aðilum vinnumark-
aðarins.
Síðan segir hann: „Þetta er
í fyrsta sinn sem við göngum
í gegnum niðursveiflu án
þess að raunlaun séu tekin
niður með gengislækkun.
Þannig virkaði þetta hér áð-
ur þegar íslenska hagkerfið
varð fyrir áföll-
um: gengið féll,
það kom verð-
bólgualda og
launin lækkuðu,
sem kom hagkerf-
inu aftur af stað.
Nú horfðum við upp á
hækkun kaupmáttar í krepp-
unni í fyrra, sem gerir efna-
hagsbatann erfiðari þótt
lægri vextir ættu sannarlega
að hjálpa atvinnulífinu að
fara aftur af stað.“
Þetta er kurteislega orðað.
Staðreyndin er sú að launa-
hækkanir á Íslandi höfðu
verið langt umfram það, sem
fyrirtæki í landinu gátu með
góðu móti staðið undir. Þeg-
ar faraldurinn brast á voru
fyrirtæki enn að ná jafnvægi
eftir að hafa staðið undir
þeim hækkunum án þess að
það leiddi til verðbólguskots.
Við þær kringumstæður
hefði mátt ætla að slakað
yrði á kröfum um launa-
hækkanir og reynt að koma
til móts við atvinnulífið eftir
mikla kaupmáttaraukningu.
Enda hefði það verið besta
leiðin til að verja það, sem
hafði áunnist. Þess í stað var
látið eins og veirukreppan,
sem ýtt hefur mörgum fyr-
irtækjum út á ystu nöf, skipti
engu máli. Þannig má segja
að í stað þess að verja vinn-
andi fólk hafi stéttarfélög í
raun unnið gegn því með því
að ýta undir hættuna á að at-
vinnuleysi aukist og – sem
verra er – festi sig í sessi.
Undanfarið hefur þeirrar
tilhneigingar gætt hjá laun-
þegahreyfingunni að draga
upp sem dekksta mynd af at-
vinnurekendum og mætti af
orðfærinu ætla að á íslensk-
um vinnumarkaði ríkti svipað
ástand og vinnandi fólk bjó
við í verksmiðjuborgum í
upphafi iðnbyltingarinnar.
Um leið er látið eins og hægt
sé að standa undir endalaus-
um launahækkunum því að
peningarnir séu óþrjótandi
bæði hjá ríki og einkafyr-
irtækjum. Þessi firrta sýn á
veruleikann gerir engum
gagn og er skaðleg þegar
upp er staðið. Nauðsynlegt
er að vita hvenær á að sækja
og hvenær er rétt að verja
það sem áunnist hefur.
Atvinnuleysið er mikill vá-
gestur og ætti með réttu að
vera eitt helsta málefni kosn-
ingabaráttunnar, sem nú fer
í hönd. Miklar breytingar
hafa orðið á Íslandi á undan-
förnum árum og áratugum
og margar þeirra til góðs.
Langtímaatvinnuleysi er
hins vegar breyting sem ekki
verður við unað.
Koma verður í veg
fyrir að langtíma-
atvinnuleysi verði
viðvarandi á Íslandi}
Illa séður gestur
Þ
ann 1. júní héldu heilbrigðisráðu-
neytið og Landspítali sameiginlega
ráðstefnu, sem var hluti dagskrár
Nýsköpunarvikunnar. Nýsköp-
unarvikan vekur athygli á nýsköp-
un sem á sér stað innan stofnana, fyrirtækja og
sprotafyrirtækja og er þannig vettvangur fyrir
innlenda jafnt sem erlenda aðila til að kynnast
nýsköpun á Íslandi.
Yfirskrift dagskrárliðar heilbrigðisráðuneyt-
isins og Landspítala var Heilbrigðisþjónusta
nýrra tíma, en starfsfólk heilbrigðiskerfisins
veitir sannarlega þjónustu á nýjum og breyttum
tímum, og það er spennandi áskorun að takast á
við þær breytingar. Á viðburðinum voru kynnt
nokkur af þeim verkefnum sem hlotið hafa ný-
sköpunarstyrki heilbrigðisráðuneytisins und-
anfarin ár, samhliða því að kynnt voru ný verk-
efni sem hlutu gæða- og nýsköpunarstyrki ráðuneytisins í
ár.
Tæknin þróast á ógnarhraða og þarfir fólks fyrir þjón-
ustu breytast samhliða því. Við slíkar aðstæður myndast
tækifæri þar sem kjörið er að beita nýsköpun, enda hefur
nýsköpun í heilbrigðisþjónustu blómstrað undanfarið. Sér-
staklega er fjallað um mikilvægi nýsköpunar í heilbrigð-
isþjónustu í Heilbrigðisstefnu til 2030, og þar kemur meðal
annars fram að einn grundvallarþáttur sem hafa þarf að
leiðarljósi við að byggja upp gott heilbrigðiskerfi er að
stjórnsýsla og lagaumgjörð heilbrigðismála veiti nægilegt
svigrúm til þróunar og nýsköpunar.
Á Nýsköpunarvikunni úthlutaði ég 28 millj-
ónum í gæða- og nýsköpunarstyrki til 13 verk-
efna. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á
verkefni sem nýtast heilbrigðisþjónustunni í
kjölfar heimsfaraldurs. Verkefnin þurftu að
hafa skýran ávinning fyrir heilbrigðisþjón-
ustuna og þann hóp sem þjónustan beinist að.
Verkefnin sem hlutu styrk voru fjölbreytt og
voru til dæmis verkefni um námskeiðshald fyrir
heilbrigðisstarfsfólk um heilsulæsi og árang-
ursríkar aðferðir í fræðslu, þróun smáforrits
sem felst í fjarvöktun ónæmismeðferðar
krabbameina, styrkur til hugbúnaðarverkefnis
sem miðar að bættum árangri við röðun lyfja-
gjafa á dagdeild fyrir krabbameinssjúklinga og
þróun faglegs hluta meðferðarstarfs Sigur-
hæða, sem býður konum búsettum á Suður-
landi sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi
öruggan vettvang.
Við þurfum að leggja áherslu á nýsköpun í öllu okkar
starfi innan heilbrigðiskerfisins, og eins og segir í heilbrigð-
isstefnu er nýsköpun grundvallarþáttur í uppbyggingu
góðs heilbrigðiskerfis. Áhersla á nýsköpun er ekki endilega
eitthvað sem gerist sjálfkrafa, heldur þurfum við að vera
meðvituð; skapa pláss og tryggja fjármagn fyrir nýsköp-
unarvinnu. Ef við höldum áfram að gera það, eins og við
höfum gert hingað til – og bætum áfram í, er ég viss um að
það mun leiða til betra heilbrigðiskerfis fyrir okkur öll.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu
Höfundur er heilbrigðisráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Ríkisstjórnin kynnti í lok apríl
áframhaldandi efnahagsaðgerðir
vegna heimsfaraldursins. Í frum-
varpi til fjáraukalaga fyrir árið
2021 er gerð tillaga um 90 millj-
óna kr. hækkun vegna sérstaks
styrks til atvinnuleitenda sem
hafa fengið greiddar atvinnu-
leysisbætur samfellt í 14 mánuði
eða lengur, til viðbótar við 260
milljónir sem stjórnvöld höfðu
kynnt. Við endurmat á fyrri til-
lögu kom í ljós vanmat sem skýr-
ist af því að við útreikninga á
kostnaði var gert ráð fyrir að
meðalbótahlutfall þessa hóps
atvinnuleitenda væri 72% en við
nánari eftirgrennslan reyndist
bótahlutfallið hærra eða 92%,
sem eykur kostnað aðgerð-
arinnar.
90 milljóna
hækkun
VANMAT EYKUR KOSTNAÐ