Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 19

Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Kær nágranni og vinur er fallinn frá fyrr en nokkurn grunaði. Marías og fjölskylda hafa lengi verið mik- ilvægur hlekkur í mannlífi á Grenimel. Ef eitthvað stóð til var oft leitað ráða hjá Maríasi enda var hann mikill verkmaður, hjálp- samur og ráðagóður með ein- dæmum. Vinnusemin gerði það og að verkum að hann var oft að stússa utandyra snemma morg- uns eða seint á kvöldin. Mörg okkar hafa vanist því að vakna við að Marías mokaði tröppur og inn- keyrslu og þannig áttuðum við okkur á því að kominn væri snjór. Stundum var ekki látið þar við sitja heldur gangstéttin mokuð líka. Húsi og garði var sinnt með sömu eljusemi og natni og við þessar athafnir var oft tækifæri til að spjalla við nágranna. Marías dró oft björg í bú með veiðiskap og hafði einnig einstakt lag á að vinna úr aflanum. Fór á sjóinn á báti sínum og dró þorsk og flakaði eða fór á hreindýr. Oft kom hann færandi hendi með nýflakaðan fisk eða nýbakaða hreindýrakæfu. Alltaf meðhöndlað af stakri natni, smekkvísi og snyrtimennsku. Heimili Maríasar, Höllu og barna var oft þétt setið af börnunum í götunni og vel var stutt við að þau hefðu áhugaverð viðfangsefni. Kanínubúskapur var rekinn með miklum myndarskap um skeið og íþróttaæfingar stundaðar af kappi. Það var líf og fjör sem börnin kunnu að meta. Nú eru ný kynslóð komin til skjalanna og mikil synd að barnabörnin og vin- ir þeirra fái ekki lengur notið samvistar við Marías eins natinn og gefandi og hann var. Okkur er það mikil huggun að hafa fólkið hans nálægt okkur og allar góðu minningarnar sem verma okkar hjartarætur. Minningin um ein- stakan vin og nágranna mun lifa áfram og gera okkur að betri manneskjum. Innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Við stöndum með ykkur í sorginni. Þar eigum við samleið. Einar Gunnarsson. „Eigum við ekki að vinna sam- an?“ Með þessum orðum nálgað- ist Massi, minn góði vinur og vinnufélagi, mig á haustmánuðum 1999. Við höfðum setið saman í stjórn Málarafélags Reykjavíkur frá árinu 1997 þar sem leið okkar lá saman í upphafi. Úr varð að stofna Málar ehf. sem við rákum sameiginlega í nokkur ár með góðum árangri. En hugur okkar leitaði á aðrar slóðir og hóf Massi störf hjá Byggingafélagi náms- manna í byrjun árs 2007. BN varð sameiginlegur vinnustaður okkar á ný í ársbyrjun 2012 til dagsins í dag. Það er stundum merkilegt hvernig sumum tekst að ná sam- an góðum tengslum og vináttu í kærleika og sátt. Það er nú það. Það þótti eftirtektarvert hvernig gekk hjá okkur, jafnólíkir og við vorum á ýmsum sviðum mannlífs- ins, en langlokur og vandræða- gangur voru ekki í boði. Verkinu skyldi ljúka. Massi var mikið nátt- úrubarn og naut útiveru, en veið- ar og sjómennska voru í miklu uppáhaldi. Þar blómstraði hann. Marías Hafsteinn Guðmundsson ✝ Marías Haf- steinn Guð- mundsson fæddist 7.8. 1958. Hann lést 31.5. 2021. Útför Maríasar fór fram 10. júní 2021. Við fórum saman til rjúpna í allmörg ár. Við þær aðstæður lifnaði hann í ákafa og elju. Stutt var í góðan húmor og dill- andi hlátur sem smitaði út frá sér. Minn góði vinur hafði mjög sterka réttlætiskennd og mikla hjálpsemi til að bera. Var hann ávallt tilbúinn að vera til taks og leggja af mörkum. Á stundu sem þessari þegar ég reyni af veikum mætti að tjá hug minn verður allt svo smátt borið saman við það ógnarafl sem mannshugurinn býr yfir. Elsku vinur, þín er sárt sakn- að. Ég man þig sem góðan og kærleiksríkan mann. Elsku Halla og fjölskyldan öll. Ég bið Almætt- ið gott að styrkja ykkur og styðja í þessari raun. Ykkar vinur, Baldvin Már (Balli). Þetta er þungt. Þungt og erfitt. Ég hef unnið með fólk í myrkri í tuttugu ár vinur minn og mér datt ekki í hug fyrr en það var of seint að þetta myrkur hefur einnig um- lukið þig. Stundum vildi ég geta bakkað lífinu og breytt því sem varð. Sú gíraskipting verður væntanlega ekki gerð úr þessu Massi minn. Ég man næstum þegar ég hitti þig fyrst, þú varst líklega 14 eða eitthvað svoleiðis og varst að stíga í vænginn við hana systur mína sem er á svipuðu reki og þú. Okk- ur fjölskyldunni fannst þetta „obbo“ sætt eins og maður sagði þá. Engum datt það í hug að ykk- ar samband myndi endast og end- ast. Þið voruð svo ung. Þess vegna er ég leiður vinur minn, afskaplega leiður. Yfir því að myrkrið var svo algjört að ljós sambands ykkar gat ekki einu sinni yfirbugað það. Þess vegna, vinur minn, er gert gert. Og minn dómur yfir þér verður ekki felldur því gögnin lýsa ekki inn í þá dimmu sem stýrt hefur þínum átt- um. Ég man þann mann sem elsk- aði öll börn, var góður við þau og gerði allt sem í hans valdi stóð til að þeim liði vel í mótbyr og and- ófi. Ég man þann mann sem hélt um systur mína á sorgarstundu sem engin á að þurfa að upplifa. Hvernig þið sóttuð styrk hjá hvort öðru og tókst að halda stefnunni. Ég man þann mann sem alltaf var reiðubúinn til að hjálpa eigin börnum og annarra. Ég man þig sem sterkan í and- byr og glaðan á lensi. Þú varst ekki maður margra orða, lést verkin tala og þar við sat. En: Trollið er rifið túrinn er búinn dallurinn fullur kúrir við spring. Járnþiljur freðnar sleipar sem lífið trosnuð er sálin brúin sem blý. Útreykt er pípan farteski feðra farðu vel vinur hvar sem þú ert. Leiðir víðföruls verða ekki gengnar hvert sem hann fer. Samúð og söknuður til eftirlif- andi. Gunnar Kári Magnússon og Nana Egilson. Í dag kveð ég yndislega móður- systur mína sem sofnað hefur svefn- inum langa eftir að hafa glímt við veikindi í langan tíma. Þótt veik- indi hafi hrjáð hana í mörg ár var andlátið skyndilegt og höggið mikið. Hún var yngsta systir mömmu minnar en þegar þær systur komu saman var mikið hlegið og rifjaðar upp skemmti- legar sögur. Ég er viss um að mamma hefur tekið vel á móti Karlottu núna og passar vel upp á hana og vona ég heitt og innilega að þær eigi eftir að taka nokkur hlátursköst saman þar sem þær eru núna. Karlotta var alltaf vel til fara og man ég hvað mér þótti mikið til hennar koma þegar ég var yngri því hún átti svo mikið af fínum föt- um. Þegar við fórum suður vildi Karlotta alltaf fara með mig í bíl- túr að kvöldi til að skoða ljósin í borginni og fara í ísbúð. Ég man hvað ég var heilluð af þessum ljós- um og fannst meira segja bílarnir hennar Karlottu frænku eitthvað svo miklu flottari en aðrir bílar, það var einhver prinsessulegur ævintýrablær yfir þessum ferðum okkar. Við systurnar, mágkona okkar og dætur okkar höfum alla tíð verið duglegar að hittast í svoköll- uðum frænkuklúbbi ásamt Karl- ottu. Við höfum í mörg ár hist reglulega og föndrað eða spilað. Á hverju ári höfum við farið í bústað á aðventunni og haldið okkar eig- in litlu jól og skipst á gjöfum, spil- að og spjallað. Síðustu árin hefur Karlotta ekki alltaf treyst sér með í ferðir erlendis en hún kom með í skemmtilega ferð til Frankfurt rétt eftir hrunið 2008 sem reynd- ist verða ævintýraferð á margan hátt. Ekki var hægt að hætta við ferðina, það var erfitt að fá gjald- eyri, íslensk kort virkuðu ekki er- lendis og allt var svo miklu dýrara fyrir okkur þar sem krónan var fallin. Á hótelinu okkar var talað um okkur sem mjög ríka Íslend- inga fyrst við gætum ferðast þrátt fyrir aðstæður og hefur fólk lík- lega ekkert skilið af hverju við borðuðum fríar kökur og kex í lobbíinu og kláruðum daglega allt sem í boði var á fría mínibarnum. Við höfum oft rifjað upp skemmti- legar sögur úr þessari ferð. Kar- lotta sýndi okkur, afkomendum systur hennar, alltaf mikinn áhuga og eigum við mjög margar góðar minningar saman. Það verður tómlegt næst þegar við hittumst og Karlotta verður ekki með okkur en við munum halda minningu hennar á lofti með því að gera eins og hún gerði fyrir okkur, segja hlýjar, fallegar og skemmtilegar sögur af henni til okkar afkomenda eins og hún gerði fyrir okkur. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður Karlotta Birgitta Aðalsteinsdóttir ✝ Karlotta Birg- itta Aðalsteins- dóttir fæddist 11. ágúst 1949. Hún lést 1. júní 2021. Útför Karlottu fór fram 10. júní 2021. um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleik- ann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkels- son) Takk fyrir allt, elsku frænka, hvíl í friði. Bið góðan Guð að styrkja Lárus og afkomendur á þessum erfiðu tím- um. Sigurlaug Hauksdóttir. Kveðja frá Ríkisendur- skoðun Þegar við fréttum af andláti Karlottu Aðalsteinsdóttur leitaði hugurinn aftur í tímann en hún starfaði hjá Ríkisendurskoðun í um tíu ár eða frá árinu 2008 til 2018. Karlotta varð stúdent frá MA árið 1969 og fékk löggildingu sem endurskoðandi árið 1976. Hún sat í stjórn Félags löggiltra endurskoðenda árin 1990-1992 og varamaður 1989-1990. Hún starf- aði lengst af við endurskoðunar- störf, fyrst á eigin stofu og síðar á öðrum endurskoðunarstofum. Þegar hún sótti um starf hjá Rík- isendurskoðun var það fengur fyrir stofnunina að fá hana með sína miklu reynslu. Hún vann verkefni sín af fagmennsku og vandvirkni og voru þau til sóma fyrir hana og stofnunina. Karlotta var góður starfsmaður og leið- beindi um fagleg efni, var hógvær og þægileg í umgengi. Hún var einnig góður félagi, létt í lund og gamansöm og féll vel inn í starfs- mannahóp stofnunarinnar. Hún veiktist af krabbameini árið 2015. Hún lét veikindin ekki hindra sig og kom aftur til vinnu um leið og hún treysti sér og þótt orkan væri að sönnu minni en áður þá hafði það ekki áhrif á hina faglegu vinnu hennar. Hún ákvað þó að segja starfi sínu lausu á árinu 2018. Starfsmenn Ríkisendur- skoðunar minnast Karlottu með hlýhug og virðingu og senda eig- inmanni hennar, Lárusi P. Ragn- arssyni, og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Sveinn Arason fyrrverandi ríkisendur- skoðandi. Í dag kveðjum við Karlottu mágkonu okkar. Margs er að minnast eftir áralangt hjónaband hennar og Lalla bróður okkar. Í huga okkar kom upp þetta ljóð þegar litið var yfir farinn veg. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Við kveðjum Karlottu með þakklæti í huga og vottum Lalla bróður okkar og sonum hans Sigurbirni, Jóni og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð. Sigrún Karólína, Hall- dóra Björg og Ásdís Lilja. Sólin skein og sendi geisla sína yfir fjallafagran Eyjafjörðinn þann 17. júní 1969 þegar enn einn hópurinn útskrifaðist með stúd- entspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, menntasetrinu góða. Leiðir voru að skilja eftir fjögurra vetra samveru og við að halda út í lífið með eftirvæntingar og vonir. Haustið 1965 höfðum við safnast þarna saman, rúmlega eitt hundr- að ungmenni sem komu af öllum landshornum. Þórarinn skóla- meistari, sá mæti maður, lagði okkur lífsreglurnar fyrir skóla- gönguna: Vinna vel, hlusta af at- hygli, eyða ekki um efni fram og gæta okkar á áfengum drykkjum. Mörg okkar fóru í heimavistina sem tók vel á móti okkur. Á stelpuganginum í vistinni mynd- aðist góð stemning þótt við vær- um ólíkar. Í sumum heyrðist hátt en aðrar voru lágværari svo blandan varð góð. Karlotta kom í þennan hóp frá Dalvík og fljótt kom í ljós að hún var ein af þess- um rólegu og samviskusömu en átti gott með að blanda geði og taka þátt í daglega lífinu. Við vor- um nokkuð iðnar við námið, svona yfirleitt, en ef eitthvað vantaði var hægt að leita til Karlottu með að- stoð. Hún var alltaf með allt á hreinu. Hún átti nákvæmustu og bestu glósurnar, svo fallega skrif- aðar að leitun var að öðru eins. Það væri hægt að rifja upp allt mögulegt frá þessum fjórum góðu vetrum. Við gáfum okkur alveg tíma frá náminu til að taka þátt í félagsmálum og skemmtunum, ekkert sjónvarp, ekkert net, nóg- ur tími, margar sögur. Svona var þetta, allt gott efst í minningun- um. Í útskriftarbók okkar, Carm- inu, er Karlottu lýst svo að hún hafi verið þægasta barnið á Dal- vík en hafi aðeins spillst þegar hún kom í MA. Það er allt í lagi, ef satt er. Einnig að hún hafi stiklað sómasamlega milli bekkja. Ég held að það hafi verið rúmlega það. Mottóið hennar í þeirri bók var: Framtíðin ber lítið nema óvissuna í skauti sér. Fyrstu árin eftir stúdentspróf var ekki mikið um að hópurinn hittist. Hver og einn var að hlúa að sínu daglega lífi með námi og fjölskyldu. Við höfum hist á útskriftarafmælum og eftir því sem þeim fjölgar verða samverustundirnar og minningarnar dýrmætari svo ár- legur hittingur hefur líka verið tekinn upp. Síðasta útskriftaraf- mælið var 50 ára afmælið árið 2019. Við hittumst á Akureyri og eyddum þremur dögum saman. Karlotta var dugleg að mæta á allar samkomur og þrátt fyrir lé- lega heilsu mætti hún þarna með dyggri aðstoð Lárusar manns síns sem hugsaði um hana af fá- dæma natni. Við héldum fyrsta daginn í ferðalag um Skagafjörð sem skein við sólu, næst til Siglu- fjarðar sem skartaði sínu fegursta og enduðum í veislu að Tjörn í Svarfaðardal, þar var veröldin góð. Við vorum sólskinsbörn þennan dag. Næstu dagar voru líka dagar samveru og gleði, söng- ur, dans og ljúfar endurminning- ar. Að leiðarlokum minnast skóla- systkinin Karlottu með mörgum jákvæðum orðum: Hún var góð og vönduð kona og góður skólafélagi. Hlý, sterk og kjarkmikil kona sem bar veikindin með reisn. Góða Karlotta. Elskuleg í alla staði og alltaf. Fyrir hönd sam- stúdenta Karlottu sendi ég Lárusi og fjölskyldunni allri samúðar- kveðjur. Jóna Möller. Þegar við konurnar sem kom- um að ritun þessarar minningar- greinar kynntumst mannsefnum okkar fyrir mörgum áratugum fannst okkur tilvalið að stofna saumaklúbb, merkasta fé- lagsform kvenna. Með því móti kynntumst við betur og gátum að- stoðað menn okkar að viðhalda æskuvinskapnum sín á milli. Mál- in þróuðust síðar þannig í ljósi jafnréttis að öllum meðlimum hópsins var boðin full aðild að klúbbnum. Fljótlega kom Kar- lotta Aðalsteinsdóttir sem við nú kveðjum inn í þennan félagsskap er hún giftist Lárusi Ragnars- syni, einum af þessum fé- lagslyndu og hugmyndaríku vin- um úr Kópavogi. Árin liðu við barneignir og basl en einhvern veginn fundum við alltaf tíma til að ferðast og skemmta okkur saman. Ferðir í Þórsmörk, Húsafell og til annarra fallegra staða eru ógleymanlegar. Þar fór samhentur hópur og aldr- ei bar skugga á. Við höfum deilt ljúfum stundum og sárum og vin- áttan hefur verið okkur styrkur. Sannarlega duttum við í lukku- pottinn þegar Karlotta bættist í hópinn. Hún hafði einstaklega góða nærveru, alltaf jákvæð, um- burðarlynd, yfirveguð og elskuleg og lagði jafnan gott eitt til mál- anna. Hjálpsemi hennar var við brugðið, þegar einhver úr vina- hópnum var kominn í eindaga með flókna skattskýrslugerð var þrautalendingin að hafa samband við Karlottu. Eftir aðstoð hennar og ábendingar lá allt skýrt fyrir enda var hún eldklár endurskoð- andi með mikla reynslu. Lárus eiginmaður hennar var árum saman lögreglumaður og oft með erfið mál á sinni könnu. Slík störf reyna mikið á. Við þær að- stæður sem aðrar stóð Karlotta eins og klettur að baki honum, enda voru þau hjón einkar sam- rýnd. Synirnir Jón, Sigurbjörn og Ragnar og barnabörnin voru augasteinar hennar og hún var mjög stolt af þeim. Þegar við æskuvinir Lalla færðum honum talandi leikfanga- páfagauk að gjöf með þeim orðum að nú gæti hann rifist við gaukinn í stað þess að standa í venju- bundnum hjónadeilum, leit Lalli á konu sína og svaraði að bragði: „Við Karlotta rífumst aldrei.“ Karlotta brosti á móti sínu kank- vísa brosi sem sagði allt. Við nær- stödd skynjuðum vel þrátt fyrir alvöruleysi augnabliksins sterkan samhug milli þeirra. Síðustu árin fækkaði samveru- stundunum. Bæði vegna alvar- legra veikinda sem Karlotta glímdi við og einnig vegna áhrifa Covid-faraldursins. Í veikindun- um sýndi hún sama æðruleysið, kjarkinn og seigluna sem höfðu einkennt hana alla tíð. Síðasta ferðin með hópnum okkar var til Benidorm 2018 og fór Karlotta hana á viljanum og sýndi þar styrkleika sinn. Karlotta var ættuð úr Svarfað- ardalnum og þar höfðu þau hjónin komið sér upp sumarparadís í landi Kóngsstaða, ættaróðals Karlottu. Ætlunin var að dvelja þar lungann úr sumrinu en það fór á annan veg. Karlotta fékk ekki sumarið í sveitinni sinni sem hún hafði eflaust þráð. Hún lést á heimili sínu þann fyrsta júní sl. Lalli stóð á aðdáunarverðan hátt með henni allt til enda. Það er eins og hjól tímans snú- ist æ hraðar eftir því sem aldurinn færist yfir og það fækkar í hópn- um. Æskuvinirnir af Kársnesinu og makar þeirra kveðja nú með sorg í hjarta enn einn úr hópnum, Karlottu Aðalsteinsdóttur. Hug- ur okkar er hjá vini okkar Lalla, sonum þeirra og fjölskyldunni allri. Við sendum þeim okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hvíldu í friði kæra Karlotta og hafðu þökk fyrir vináttuna og all- ar samverustundirnar. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Frímann Ingi Helgason. Í dag kveðjum við Karlottu vin- konu okkar. Við kynntumst 1973 og hefur vináttan haldist í nær 50 ár. Það var gaman þegar þú og Lalli komuð í heimsókn norður. Elsku Lalli og fjölskylda, Guð styrki ykkur öll á þessum erfiða tíma. Okkur langar að kveðja þig með þessu erindi úr Hávamálum. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Ykkar Alda og Bára. Minningarvefur á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.