Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 15

Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Hjólaferð feðgina Þessi feðgin voru á ferðinni við Sóleyjargötu í gærmorgun og undu hag sínum vel í umferðinni á hjólhestum sínum. Faðirinn vísaði veginn, svo ferðin fengi öruggan endi. Árni Sæberg Joe Biden Banda- ríkjaforseti er nú í fyrstu forsetaferð sinni til Evrópu. Sæk- ir hann fundi í Bret- landi, Brussel og Genf. Hittir leiðtoga G-7-ríkjanna, tekur þátt í ríkisoddvita- fundi NATO-ríkjanna mánudaginn 14. júní, ræðir við forystumenn Evrópusambandsins og hittir Valdi- mir Pútin 16. júní. Biden ferðast undir kjörorðinu America is back. Hann boðar að Bandaríkjamenn séu komnir að nýju til virkrar þátttöku í alþjóða- samstarfi og innan alþjóðastofnana sem Donald Trump setti út í kuld- ann eins og Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunina (WHO) í Genf. Stjórnmálaskýrendur í Banda- ríkjunum minna á að í huga Bi- dens, sem alla tíð hefur verið ein- dreginn stuðningsmaður NATO og náinna tengsla við Evrópu, hafi af- staða Kína forgang umfram allt annað í alþjóðamálum. Evrópskir stjórnmálamenn verði að skilja að þeir séu ekki í fremstu varnarlínu gagnvart áhrifum Kínverja. Þar séu þeir þvert á móti taldir veikir á svellinu af ráðgjöfum Bidens. Hann treysti þess vegna varlega á full- tingi þeirra við framkvæmd Kína- stefnunnar. Sömu sögu sé að segja þegar forsetinn glími við málefni Mið-Austurlanda. Þar hafi hann lít- ið til Evrópuríkja að sækja. Þetta sé kaldi veruleikinn hvað sem sagt sé í hátíðarræðum sem verði vafa- laust margar í Evrópuferð hans. Breytingar í Þýskalandi Ríkisoddvitafundur NATO- ríkjanna með þátttöku fulltrúa 30 aðildarríkja bandalagsins er þriðji fundurinn af þessu tagi sem hald- inn er í tíð Katrínar Jakobsdóttur sem for- sætisráðherra (11.-12. júlí 2018, 3.-4. des. 2019). Nú er gert ráð fyrir innan við þriggja tíma fundi og að and- rúmsloftið verði ekki eins spennuþrungið og þegar Donald Trump lét að sér kveða. Þetta er 11. rík- isoddvitafundur NATO sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, situr frá því hún tók við embætti sínu 22. nóvember 2005. Á fund- inum verður hún kvödd. Hún gefur ekki kost á sér í sambandsþings- kosningunum í september 2021. Þegar litið er til þýsku kosning- anna spá margir að græningjar setjist við stjórnvölinn í Berlín eins og þeir gerðu 1998 til 2005 með jafnaðarmönnum, nú hugsanlega með kristilegum. Loftslags- og um- hverfismál setja að sjálfsögðu sterkan svip á stefnu þeirra. Innan raða græningja er einangraður hópur sem vill úr NATO en hann má sín lítils. Forystumenn flokks- ins og meirihluti flokksmanna vilja leggja rækt við NATO og sam- starfið í öryggismálum við Banda- ríkjamenn auk þess sem hlutur ESB verði efldur. Græningjar eru eindregnari í gagnrýni á stjórnvöld í Rússlandi og Kína en kristilegir og jafn- aðarmenn. Þeir eru til dæmis and- vígir umdeildu Nord Stream 2 gas- leiðslunni frá Rússlandi til Þýskalands. Þeir lýsa opinberlega stuðningi við hópa stjórnarand- stæðinga í Kína, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn Þýskalands með græningja um borð kynni að eiga meira sameiginlegt með stefnu Bi- den-stjórnarinnar en stefna stjórn- ar kristilegra og jafnaðarmanna undir forsæti Merkel. Framtíðarstefna NATO Stefnt er að því að á NATO- fundinum verði ákveðið að móta nýja grunnstefnu (e. strategic con- cept) bandalagsins. Nú er grunn- stefnan frá árinu 2010 þegar allt annað andrúmsloft ríkti í alþjóða- málum og meiri vonir voru bundn- ar við gott samstarf við Kínverja og Rússa en eftir 2012 þegar Xi Jinping varð forseti Kína og Vla- dimir Pútin hóf stríð við Úkra- ínumenn og innlimaði Krímskaga árið 2014. Í skjalinu frá 2010 var litið á Rússa sem hugsanlega sam- starfsþjóð NATO og varla er vikið orði að Kína. Forsendur nýju stefn- unnar eru allt aðrar en fyrir ellefu árum. Eftir NATO-fundinn í London í desember 2019 hófst gerð umræðu- og stefnuskjals innan NATO sem var gefið út í fyrra undir heitinu NATO 2030. Í ræðu sem Jens Stol- tenberg, framkvæmdastjóri NATO, flutti föstudaginn 4. júní um við- fangsefni fundarins 14. júní vék hann að níu höfuðatriðum sem hann taldi að leggja ætti til grund- vallar: Í fyrsta lagi beri að efla NATO sem einstakan og ómissandi sam- ráðsvettvang ríkjanna beggja vegna Atlantshafs. Lögð verði áhersla á NATO sem stjórnmála- og hermálabandalag. Komi til hern- aðaraðgerða skipti pólitísk sam- staða ríkjanna sköpum. Í öðru lagi verði áréttaður vilji til sameiginlegra varna gegn hvers kyns ógn á landi, hafi, í lofti, í net- heimum og geimnum. Sýna verði meiri metnað við að efla þanþol að- ildarríkjanna. Í þriðja lagi verði sett markmið um varnir lykilmannvirkja og til að minnka líkur á að samfélagi sé ógn- að með árás eða nauðung. Í fjórða lagi verði skerpt á tæknilegu forskoti NATO-ríkjanna og komið í veg fyrir að nýsköp- unargjá myndist milli þeirra. Í fimmta lagi verði staðinn vörð- ur um að lög og reglur séu virtar í alþjóðasamskiptum. Í sjötta lagi verði stuðlað að stöðugleika í nágrenni NATO- svæðisins með því að styrkja og efla samstarfsríki eins og Írak, Jórdaníu, Georgíu og Úkraínu. Í sjöunda lagi beri að líta til þess að loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar auka líkur á að hættuástand skapist. Í áttunda lagi staðfesti nýja grunnstefnan hollustu við gildin sem standa að baki samstarfi NATO-þjóðanna. Það hafi var- anlegan tilgang að laga bandalagið að nýjum aðstæðum í öryggis- málum. Í níunda lagi verði að halda áfram á þeirri braut sem mótuð var 2014 um að auka framlög NATO-ríkjanna til varnarmála. Stækka eigi sameiginlegan sjóð NATO til að fjármagna sameig- inlega þjálfun og æfingar, styrkja netvarnir, auka hæfnisforskot og efla samstarfsþjóðir bandalagsins. Ræðu sína flutti Jens Stolten- berg þegar gerð ályktunar ríkis- oddvitafundarins var komin á loka- stig. Þar verður varla farið svona mörgum orðum um inntak vænt- anlegrar grunnstefnu heldur vikið að málefnum líðandi stundar: brott- för NATO-liðsafla frá Afganistan, samskiptum við stjórnir Rússlands og Kína, ástandinu í Hvíta- Rússlandi. Fundurinn með Pútin Sama dag og Antony Blinken, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti Sergeij Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, í Hörpu mið- vikudaginn 19. maí 2021 var til- kynnt að Joe Biden mundi hitta Vladimir Pútin í Genf 16. júní 2021. Zachary Basu sagði nýlega á bandarísku vefsíðunni Axios að fundur Bidens og Pútins væri hald- inn við verstu aðstæður í sam- skiptum Bandaríkjamanna og Rússa frá því Sovétríkin hrundu árið 1991. Það væri þess vegna tím- anna tákn að þeir hittust í Genf þar sem Ronald Reagan hefði átt fyrsta fund sinn með Mikhaíl Gor- batsjov árið 1985. Fundurinn nú er haldinn að frumkvæði Bidens, ekki til þess að „hampa“ Pútin að sögn Hvíta húss- ins heldur „vegna ágreinings milli þjóðanna en ekki þrátt fyrir hann“. Ágreiningsefnin eru mörg. Biden stofnaði til vandræða gagnvart Rússum í mars þegar hann kallaði Pútin „morðingja“ daginn eftir að leyniþjónusta Bandaríkjanna sagði að Pútin hefði gefið leyfi til leyni- legs áróðurs gegn Biden í forseta- kosningabaráttunni 2020. Biden- stjórnin greip til refsiaðgerða gegn Rússum eftir rússneska tölvuárás á bandaríska SolarWinds-fyrirtækið og vegna þess að rússneski stjórn- arandstæðingurinn Alexei Navalníj var fangelsaður. Rússar stofnuðu til mikils hersafnaðar við landa- mæri Úkraínu, ráðist hefur verið á samtök Nvalaníjs og Pútin stendur með Alexander Lúkasjenko gegn mótmælendum í Hvíta-Rússlandi. Hvorugur aðili segist vænta mik- ils af Genfarfundinum. Þannig var einnig talað fyrir fundinn 1985, hann opnaði hins vegar leið að sögulega Höfðafundinum 1986 og flýtti fyrir hruni Sovétríkjanna. Eftir Björn Bjarnason » Biden ferðast undir kjörorðinu America is back. Hann boðar að Bandaríkjamenn séu komnir að nýju til virkr- ar þátttöku í alþjóða- samstarfi. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Biden boðar endurkomu Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.