Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 17
Vilhjálm hef ég
þekkt frá því við vor-
um saman í Háskóla
Íslands í við-
skiptafræði á sínum
tíma. Þá komu strax í
ljós yfirburðir Vil-
hjálms á flestum svið-
um. Hann var alltaf
með mikinn og djúp-
an skilning á náms-
efninu og gat sett alla
hluti í tengsl við atvinnulíf og
samfélag, hvort sem var fortíð,
nútíð eða framtíð.
Allt sem Vilhjálmur tekur sér
fyrir hendur er unnið af alúð og
fyrir alþingismann er fátt verð-
mætara en þekking á samfélaginu,
innviðum þess og atvinnulífi. En
það sem er ekki síður mikilvægt
er að horfa á og skilja hver eru
lífskjör og lífsgæði eldri borgara
eða þeirra sem hafa ekki fulla
starfsorku og þurfa stuðning sam-
félagsins. Allt þetta hefur Vil-
hjálmur og því ein-
stakt tækifæri fyrir
sjálfstæðisfólk að fá
hann aftur á þing með
öll þau viðmið og sið-
ferði sem þarf að
prýða fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins.
Villi þarf að komast
í öruggt sæti á Al-
þingi og til þess dug-
ar ekkert minna en
silfur eða brons.
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson
» Vilhjálmur er með
yfirburðaþekkingu á
atvinnulífi og samfélagi
og lífskjörum og lífs-
gæðum eldra fólks og
þeirra sem hafa ekki
fulla starfsorku.
Þorkell Sigurlaugsson
Höfundur er formaður velferð-
arnefndar Sjálfstæðisflokksins.
thorkellsig@gmail.com
Silfur eða brons
fyrir Vilhjálm
Bjarnason
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021
Slagorð eru ágæt en
hvað þýða þau? Lækn-
um heilbrigðiskerfið!
Endurlífgum það með
því að koma súrefni í
alla anga þess! Það þarf
bráðaþjónustu!
Þessar línur kom ég
fram með þegar ekki
var tími fyrir lengri út-
skýringar, en í þessum
orðaleikjum mínum býr
margt.
Í fyrsta lagi, að koma þarf heil-
brigðisráðuneytinu af þeirri vegferð
sem það hefur verið á undanfarin ár.
Núverandi ráðherra kærir sig koll-
óttan um umsagnir og ráð sérfróðra,
jafnvel allra sem vel til þekkja í sum-
um málum og keyrir þau samt í gegn
– þegar lítið ber á, ef svo ber undir.
Þá er það stjórnlyndið og miðstýr-
ingin, það er eins og læknar megi ekki
hafa atvinnufrelsi. Sérfræðingar
skulu bara vinna á sínu sviði undir
sínum yfirmanni, á sínum eina spítala.
Og ekki eru nú allir í náðinni, jafn-
vel er eins og eigi að ýta heilu stétt-
unum til hliðar.
Í annan stað, komum aftur á virk-
um samningum með þeirri rýni og
eftirliti sem þeim fylgir og tryggjum
þannig rekstrargrundvöll til upp-
byggingar og veitingar
þjónustu á fjölbreyttan,
skilvirkan og hag-
kvæman hátt – eftir
þörfum og vilja sjúk-
lingsins.
Skilgreinum verstu
aðstæðurnar og lengstu
biðlistana og setjum af
stað átaksverkefni til að
vinna þá upp – svo sem
með útboðum samhliða
hefðbundinni opinberri
þjónustu. Hvetjum aft-
ur samtök og sjálfstæð
félög til að leggja sitt af
mörkum og virðum framtak þeirra og
einstaklinga. Hugum að forvirkum
aðgerðum, svo sem ristilspeglunum
og krabbameinsskimunum.
Það felst stundum sparnaður í að
eyða ef til lengri tíma er litið. Ef hægt
er að koma í veg fyrir helming tilfella
sumra krabbameinstegunda og spara
að meðaltali á ári yfir milljarð króna á
næstu 30 árum; með því að auka út-
gjöld um 300 m.kr. árlega frá og með
deginum í dag – segir það sig þá ekki
sjálft?
Höldum þekkingu og reynslu hér-
lendis eins og frekast er unnt og
byggjum upp aðstöðu hér frekar en
að eyða ómældum peningum í utan-
landsferðir og kerfi annarra landa.
Og í þriðja lagi, þá þarf þetta allt að
gerast sem allra fyrst og allra hraðast
– því enn getur vont versnað. En
hverjum er best treystandi til að
koma þessu í framkvæmd og hvaða
þingmenn þurfum við til að fylgja
þessu eftir? Ég allavega gef kost á
mér til slíkra verka í nafni Sjálfstæð-
isflokksins með því að sækjast eftir 5.
sæti á lista hans í komandi prófkjöri
og vilja sækja fram til að af þeim lista
komist fimm eða fleiri á þing í haust.
Að lokum vil ég svo ítreka án þess
að skafa neitt af því: Virðum lýðræðið.
Nýtum tækifæri til persónukjörs.
Mætum á kjörstað og veljum um gott
fólk í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
SV-kjördæmi. Um auðugan garð er
að gresja, en fram skal það besta og
þá skiptir þitt atkvæði máli, kæri les-
andi.
Gefðu lyfjafræðingnum fimmu –
Hannes í 5. sæti.
Læknum heilbrigðiskerfið
Eftir Hannes Þórð
Þorvaldsson » Læknum heilbrigðis-
kerfið! Endurlífgum
það með því að koma
súrefni í alla anga þess!
Það þarf bráða-
þjónustu!
Hannes Þórður
Þorvaldsson
Höfundur er lyfjafræðingur og list-
dansari með meiru og frambjóðandi í
prófkjöri xD í Kraganum.
hannes@hannesthth.com
Um næstu helgi blása
sjálfstæðismenn í Suð-
vesturkjördæmi, sveit-
arfélögunum í kringum
höfuðborgina, til próf-
kjörs. Mosfellsbær,
Kópavogur, Garðabær,
Seltjarnarnes, Hafn-
arfjörður og Kjós-
arhreppur velja sína
frambjóðendur.
Ég hvet sveitunga
mína í Kópavogi til að
taka þátt í prófkjöri og kjósa sitt fólk
sem og aðra sjálfstæðismenn í Krag-
anum. Verum virk í samfélagi okkar
og kjósum þá einstaklinga sem við telj-
um að komi til með að vera öflugastir í
framlínusveit Sjálfstæðisflokksins í
komandi kosningum.
Við þurfum að tefla fram lista sem
samanstendur af einstaklingum með
reynslu, einlægni, einurð, kjark og
framsýni. Konum og körlum á öllum
aldri með ólíkan bakgrunn. Frambjóð-
endum sem eru upplýstir og óhræddir
við að tjá sína skoðun og
fylgja sinni sannfær-
ingu. Frambjóðendum
sem ekki eru bangnir að
segja það sem við hin
tölum um; óafsakanlegt
bruðl með almannafé,
ónákvæmni í opinberum
framkvæmdum og
rekstri. Við þurfum
frambjóðendur sem
skilja að þeir sem stofna
fyrirtæki á Íslandi eru
hetjur og þá staðreynd
að það þarf að veita fleiri
slíkum brautargengi.
Það skiptir máli að taka þátt í próf-
kjörum og kosningum.
Oddviti okkar sjálfstæðismanna er í
kjördæminu og ásamt honum er hópur
fólks sem gefur kost á sér til góðra
verka undir merkjum sjálfstæðisstefn-
unnar. Án atvinnu er ekkert velferð-
arkerfi, án framleiðslu og útflutnings
verða engar raunverulegar tekjur til
og án tekna verður kakan lítil og hver
sneið minni. Kökuna þarf að stækka
svo að sneiðarnar verði stærri á hvern
disk. Það þarf að fara betur með op-
inbert fé, það þarf að skynja og skilja
samhengi hlutanna, samhengi atvinnu-
lífs og velferðarkerfis, bættar sam-
göngur, aukna nýsköpun í atvinnulíf-
inu, aukna framleiðslu og aukna
áherslu á menntun á sviði tækni og
framleiðslu.
Kjósum þá sem þora að hafa skoðun
og kunna að greina hismið frá kjarn-
anum, frambjóðendur sem vilja hugsa
stærra, gera meira og gera betur.
Kjósum!
Góður Kragi skiptir máli
Eftir Ragnheiði K.
Guðmundsdóttur » Fyrir kosningar
þurfa stjórnmála-
flokkar að velja fram-
bjóðendur sína í hverju
kjördæmi og ákveða í
hvaða röð þeir eru boðn-
ir fram á framboðs-
listum.
Ragnheiður K.
Guðmundsdóttir
Höfundur er er deildarstjóri
og Kópavogsbúi.
ragnheidurkg@icehotels.is
Sjálfstæðismenn í
Suðvesturkjördæmi fá
tækifæri til að velja á
framboðslista flokks-
ins fyrir komandi al-
þingiskosningar næstu
þrjá daga, 10.-12. júní.
Það er mikilvægt að
listann skipi ein-
staklingar á ólíkum
aldri og með ólíka
reynslu. Listinn verð-
ur að endurspegla fjölbreytni og
höfða þannig til breiðari hóps kjós-
enda. Ég vil vera fulltrúi ungs fjöl-
skyldufólks sem stendur í barnaupp-
eldi og er á sama tíma að byggja upp
starfsvettvang sinn og koma þaki yf-
ir höfuðið.
Fjölskyldan er hornsteinn sam-
félagsins en að ala upp börn í nú-
tímasamfélagi getur verið töluverð
áskorun. Einstaklingarnir hafa mis-
jafnar þarfir, óskir og drauma. Hver
og einn á að fá að njóta sín á eigin
forsendum og hafa frelsi til að velja
um leiðir að markmiðum sínum. Það
þarf að búa einstaklingunum og fjöl-
skyldunum einfaldara líf og til að svo
megi verða á hið opinbera ekki að
flækja hlutina að óþörfu eins og
stundum er raunin. Við eigum að
treysta einstaklingunum til að taka
ákvarðanir um framtíð sína og fjöl-
skyldunnar en tryggja jafnframt
stuðning og velferð þeirra sem á
þurfa að halda.
Ég hef undanfarin ár verið fyrsti
varabæjarfulltrúi í bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar
og setið í fjölskyldu- og
fræðsluráði, íþrótta- og
tómstundanefnd, stjórn
markaðsstofu Hafn-
arfjarðar og er formað-
ur menningar- og ferða-
málanefndar. Í þeim
störfum mínum hef ég
lagt áherslu á valfrelsi
og fjölbreytta mögu-
leika í lífi, störfum og
tómstundum allrar fjöl-
skyldunnar. Af þeirri
hugsjón vil ég starfa fyrir fjölskyld-
urnar í landinu öllu og leggja mitt af
mörkum til að hér á landi verði eftir-
sóknarverðast að búa og starfa í
framtíðinni. Því býð ég mig fram til
frekari þátttöku í stjórnmálum og
óska eftir stuðningi í 4. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í Suð-
vesturkjördæmi.
Fjölskyldan, frelsið
og framtíðin
Eftir Guðbjörgu
Oddnýju
Jónasdóttur
Guðbjörg Oddný
Jónasdóttir
»Ég vil vera fulltrúi
ungs fjölskyldufólks
sem stendur í barna-
uppeldi og er á sama
tíma að byggja upp
starfsvettvang og koma
þaki yfir höfuðið.
Höfundur er varabæjarfulltrúi í
Hafnarfirði og sækist eftir 4. sætinu í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð-
vesturkjördæmi.
guggao@gmail.com
Fyrir nokkrum árum,
á meðan ég var í leik-
listarnámi í Bretlandi,
heyrði ég merkilegt
orðtak nefnt sem kallast
á ensku „tourist offens-
ism“. Hugtakið mætti
mögulega þýða á ís-
lensku sem „móðgunar-
ferðamennska“. Í því
felst hugsunarháttur
þar sem aðili ákveður að
móðgast af ákveðnu
fyrirbæri fyrir hönd einhvers annars,
sem er í flestum tilfellum alveg sama
um það og hefði örugglega aldrei
móðgast yfir því til að byrja með. Ég
hef varla séð jafn skýrt dæmi um slíka
„móðgunarferðamennsku“ og í grein
sem birtist nýlega eftir blaðamanninn
Stefán Einar Stefánsson um gyðinga-
hatur. Greinin ber vitni um mjög illa
dulið skilningsleysi hans á flestöllu
sem tengist gyðingahatri.
Fjölskyldan mín í föðurætt er gyð-
ingar og ég hef upplifað
gyðingaandúð á Íslandi
og í öðrum ríkjum sem
ég hef heimsótt. Gyð-
ingahatur er alvarlegt
vandamál í heiminum í
dag og er það áhyggju-
efni hvað það fer stig-
vaxandi víðsvegar í
heiminum. Hjálmtýr
Heiðdal og Einar Steinn
Valgarðsson eru engir
gyðingahatarar. Þeir
eru aktivistar sem hafa
stöðugt í tímans rás ver-
ið í fremstu víglínu á
móti þeirri gyðingaandúð sem hefur
sprottið upp í tengslum við umræðuna
um Ísrael og Palestínu, í fjölmiðlum
sem og í samfélagsmiðlum.
Eru til gyðingahatarar meðal
þeirra sem styðja Palestínumenn og
palestínsku þjóðina? Vissulega – því
er ekki hægt að afneita. Það eru kján-
ar og vitleysingar í öllum fylkingum.
Ég tel hins vegar algjöra þvælu, og í
rauninni mjög hættulegt fyrir um-
ræðuna, að ásaka Einar Stein og
Hjálmtý um gyðingahatur án þess að
færa nokkur skiljanleg rök fyrir því.
Það er hættulegt því að eftir 1945 vilja
langfæstir fá á sig þá mannorðsskerð-
ingu að vera kallaðir gyðingahatarar.
Aðgát skal höfð með tilliti til þessarar
ásökunar. Hún er öflug – en sér-
staklega voldug þegar hún er misnot-
uð.
Ég ætla ekki að standa í því að leyfa
þriðja aðila að móðgast fyrir mína
hönd. Ég er í rauninni dauðþreyttur á
þessum móðgunarferðamönnum. Ég
segi eins og margir gyðingar sem hafa
tekið upp málstað Palestínumanna:
„Ekki í mínu nafni.“
Illa dulið skilningsleysi
Eftir Benjamín
Kára Daníelsson » Aðgát skal höfð með
tilliti til þessarar
ásökunar. Hún er öflug
– en sérstaklega voldug
þegar hún er misnotuð.
Benjamín Kári
Daníelsson
Höfundur er leikari.
benjamin.danielsson@gmail.com
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is