Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 18

Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 ✝ Ingibjörg Hulda Ellerts- dóttir fæddist í Strandgötu, gamla Íshúsinu, 9. júní 1941. Hún lést á Öldrunarheimili Akureyrar, Greni- hlíð, þann 3. júní 2021. Foreldrar: Ell- ert Marinó Jónas- son verkamaður, f. 21.11. 1914 í Brimnesi á Ólafs- firði, d. 29.11. 1993, og Jónína Símonardóttir, húsfreyja og verkakona á Akureyri, f. 19.10. 1916 á Dalvík, d. 23.6. 2008. Systkini hinnar látnu eru: Jónas Þór Anton, f. 12.11. 1936, Símon Jóhannes, f. 25.7. 1939, Jórunn Inga Jóna, f. 16.5. 1943, Ágúst, f. 23.9. 1946, og Guðbjörg Þóra, f. 19.7. 1950. Hulda giftist Jóhannesi Baldvinssyni vélstjóra 26.12. 1961. Jóhannes fæddist 17.6. 1937 á Gilsbakka, Árskógs- sandi. Hann lést 5.5. 2014. Dætur þeirra eru: 1) Jónína Freydís, f. 19.7. 1961, maki Ingvi Þór Björnsson, f. 25.1. 1968. Börn: a) Hrafnhildur Svansson. Börn: Elísa Líf, f. 2010, og Haraldur Svan, f. 2017, b) Ingibjörg Hulda Jóns- dóttir, f. 24.3. 1989. Faðir Jón Víkingsson. Maki Ingibjargar Huldu er Gunnar Jarl Gunnarsson, f. 27.5. 1991. Börn: Natan Breki Ingason, f. 2008, og Rúnar Berg, f. 2015, c) Axel Brynjar Magnússon, f. 9.3. 1994. Faðir Magnús Ax- elsson. Dætur Reimars eru Katrín Reimarsdóttir, f. 22.2. 1991, maki Kristbjörn Viðar Baldursson, f. 27.10. 1991. Barn: Fannar Hugi, f. 2020, og Kristín Fanney Reimarsdóttir, f. 16.5. 1994. 4) Jórunn Eydís, f. 4.1. 1970, maki Páll Viðar Gíslason, f. 17.4. 1970. Börn: a) Amanda Mist Pálsdóttir, f. 20.7. 1995, og b) Andrea Mist Pálsdóttir, f. 25.10. 1998. 5) Hanna Vigdís, f. 18.2. 1976. Börn: a) Bjartur Westin, f. 8.9. 2008, b) Júníana Westin, f. 18.8. 2010, og c) Jóhann Örn Westin, f. 8.12. 2012. Faðir Barði Westin, f. 13.10. 1980. Hulda ólst upp á Akureyri ásamt systkinahópi sínum. Hún dvaldist einnig langdvölum í Grímsey. Hulda fór snemma að starfa við umönnun og gerði það stærstan hluta ævi sinnar. Hulda var mjög listræn og eft- ir hana liggja hundruð hand- verka. Útför Huldu fer fram frá Glerárkirkju í dag, 11. júní 2021, klukkan 13. Gréta Björnsdóttir, f. 10.8. 1986, faðir Björn H. Hall- dórsson. Maki Hrafnhildar er Damian Ksepko, f. 28.5. 1986. Börn: Natalía Emma, f. 2012, og Adríana Stella, f. 2017, b) Baldvin Ingvason, f. 15.11. 1998, og c) Þorkell Björn Ingvason, f. 9.1. 2001. 2) Anna Hafdís f. 7.8. 1963, maki Óskar Aðalsteinn Óskarsson, f. 6.6. 1964. Börn: a) Harpa Rut Heimisdóttir, f. 7.1. 1982. Fað- ir Heimir Ásgeirsson. Maki Hörpu er Björgvin Björg- vinsson, f. 11.1. 1980. Börn: Maron, f. 2008, Barri, f. 2011, og Viggó, f. 2013, b) Marteinn Ari Óskarsson, f. 10.10. 1995, d. 11.10. 1995, c) Marta Soffía Óskarsdóttir, f. 10.10. 1995, d. 29.1. 1996, d) Sólrún Anna Óskarsdóttir, f. 26.5. 1996, og e) Sindri Már Óskarsson, f. 26.5. 1996. 3) Agnes Bryndís, f. 30.11. 1965, maki Reimar Helgason, f. 19.3. 1968. Börn: a) Jóhannes Svan Ólafsson, f. 5.7. 1984. Faðir Ólafur H. Við fráfall mömmu þann þriðja júní síðastliðinn hafa mörg minningabrot komið upp. Minningar og minnisstæð atvik sem ná aftur til barnæskunnar. Ófáar ferðir farnar í berjamó með smurt nesti og ekki hætt að tína fyrr en öll ílát voru orðin full og jafnvel farið úr sokkunum til að fylla þá. Mamma og pabbi ferðuðust mikið um landið með okkur systur og héldu áfram að ferðast ásamt systkinum sínum og mökum seinna meir. Mamma var áreiðanleg, gjaf- mild og fjölhæf kona. Henni var umhugað um að við dæturnar kæmum vel fram og gerði hún sitt besta til þess að svo væri með því að ganga á undan með góðu fordæmi. Mamma var metnaðarfull þegar kom að bakstri. Kökurn- ar áttu að vera allt að því óaðfinnanlegar. Það var meira að segja svo, að ef smákökurnar á jólunum voru ekki nógu fal- legar að hennar mati, var bak- aður nýr skammtur. Þá var hún mikil hannyrða- kona. Eftir hana liggja hundruð útsaumsmynda og korta, hekl- aðir dúkar og fatnaður. Ná- kvæmni og vandvirkni skín í gegn í verkum hennar. Ein af okkur systrum sagði að ef mamma væri ung í dag, hefði hún eflaust verið búin að gefa út nokkrar köku- og hannyrða- bækur. Mamma hóf störf á Dvalar- heimilinu Hlíð eftir fæðingu yngstu stelpunnar sinnar og þar starfaði hún í yfir 31 ár. Þær konur sem hún starfaði með bera henni söguna vel, hún sinnti fólkinu af alúð og hafði húmorinn ávallt meðferðis, að heyra það fyllir okkur stolti. Eftir að hún hætti að vinna hélt hún áfram að sinna öðrum, þ.á m. fólkinu í blokkinni þar sem hún bjó. Það var mömmu erfitt að sjá á eftir besta vini sínum í nær 54 ár þegar pabbi lést árið 2014. Stuttu síðar fór að bera á heilsubresti og fyrir u.þ.b. fjór- um árum greindist mamma með heilabilun. Sjúkdómurinn ágerðist hratt og rændi frá henni öryggi, hluta af málinu og verkviti, í staðinn kom hræðsla, öryggisleysi, vanlíðan og ótti. Húmorinn var þó til staðar fram á síðustu stundu og þrátt fyrir að sú mamma sem við þekktum hafi horfið inn í sjúk- dóm sinn náðum við samt að eiga með henni gæðastundir allt fram til síðasta dags. Takk fyrir allt, elsku mamma. Dísirnar þínar fimm, Jónína, Anna Hafdís (Habba), Bryndís, Jórunn og Hanna. Komið er að kveðjustund Huldu Ellertsdóttur sem lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð 3. júní síðastliðinn. Þegar hugur minn reikar aftur í tímann sé ég fyrir mér sæta stelpu, hana Huldu kærustu Jóa bróður. Leiðir okkar hafa legið saman í um 60 ár. Hulda og Jói bjuggu sér fallegt heimili á Akur- eyri, eignuðust fimm mannvæn- legar og vel menntaðar dætur og kominn er frá þeim stór ættbogi. Ég bjó á heimili þeirra í þrjá vetur þegar ég var í skóla á Akureyri. Það var örugglega ekki auðvelt fyrir þig Hulda mín að fá óharðnaðan ungling úr föðurhús- um og taka vissa ábyrgð á mér en allt gekk það nú bara ágæt- lega og þakka ég það góðri vin- áttu og hlýju sem þú barst til mín alla tíð. Heimili ykkar Jóa stóð alltaf opið fyrir mig og mína hve- nær sem var og tekið var á móti manni með veitingum, uppbúnu rúmi og lykli á borðshorninu. Hulda helgaði sig heimili og dætrum þeirra hjóna langan hluta ævi sinnar. Jói var sjó- maður og þurfti Hulda oft að sinna mörgum liðum. Þegar þú Hulda mín fórst út á vinnumark- að var það verndandi starf sem varð fyrir valinu. Hulda vann á hjúkrunarheimilinu Hlíð í nokk- ur ár seinni hluta ævi sinnar við umönnun aldraðra. Hulda var myndarleg í höndunum og liggja eftir hana útsaumur, prjón og hekl svo eitthvað sé nefnt. Síðustu ár hefur verið átak- anlegt að horfa upp á þig Hulda mín, þessa hraustu, umhyggju- sömu og skemmtilegu konu, hverfa inn í myrkur sem heila- bilun er og ekkert fæst við ráð- ið. Ég er þakklát fyrir að hafa gert mér ferð til að hitta þig í hinsta sinn og finna væntum- þykju þína þar sem þú tókst á móti mér með brosi af veikum mætti og settir stút á munninn. Ég þakka þér samfylgdina Hulda mín og veit að þú átt góða heimkomu í Sumarlandið. Elsku Jóna, Habba, Bryndís, Jórunn og Hanna, okkar samúð er hjá ykkur öllum. Ragnheiður (Heiða) og Óli. Kæra Hulda. Nú þegar komið er að kveðjustund er margs að minnast. Við höfum þekkst í tæp 60 ár, eftir að við giftumst bræðrum. Mikið var oft gaman hjá okkur og hlegið dátt þegar við rifjuðum upp minningar frá ýmsum atburð- um í lífi okkar, s.s. frá ferða- lögum til Noregs, Kanada og Kanarí, sumarbústaðaferðum, ættarmótum o.fl. o.fl. Og í seinni tíð dönsuðum við á krá- arkvöldum í Hlíð þar til Covid kom til sögunnar. Það var dásamlegt að fá að kynnast þér. Takk fyrir allt. Þín vinkona og svilkona, Hildur Marinósdóttir. Elsku Hulda okkar, nú ertu farinn í sumarlandið til Jóa þíns og annarra ættingja þinna. Ég veit að þar hefur verið tekið vel á móti þér. Þú varst svo hæfileikarík kona, það lék allt í höndunum á þér. Þú bjóst ykkur Jóa og dætr- unum fimm, fallegt heimili. Þær eru ófáar útsaumsmynd- irnar sem þú gerðir eða prjónaskapurinn, allt þetta var gert af miklum myndarskap. Hulda var listamaður á svo margt. Snemma fór hún að punta okkur systur þegar við vorum yngri, setja í okkur permanent og mála okkur og gera okkur fínar og var alltaf tilbúin að hlusta og tala við okkur ef eitthvað var. Þið Inga systir okkar voruð svo nánar og miklar vinkonur, þið fóruð saman í ferðalög á yngri árum með mönnunum ykkar Jóa og Gunna sem farnir eru í sum- arlandið og var oft glatt á hjalla og var þá ferðasagan ykkar ekki langt undan þegar heim var komið. Elsku systir, það er svo margs að minnast sem kemur upp í huga minn. Þú áttir elstu stelpuna þína á afmælisdag Þóru sem þá var ellefu ára og fannst það frá- bært. Hulda og Þóra unnu saman í mörg ár á Hjúkrunar- heimilinu Hlíð á Akureyri og bar aldrei skugga á væntum- þykju okkar til hvor annarrar. Sæmundur Pálsson þakkar þér fyrir samfylgdina í gegnum ár- in. Elsku Hulda, hafðu þökk fyrir allt og að hafa verið í lífi okkar. Elsku Jóna Dísa, Haf- dís, Bryndís, Jórunn og Hanna og fjölskyldur, innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Inga, Þóra og Sæmundur. Ingibjörg Hulda Ellertsdóttir ✝ Bengta María Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 26. mars 1980. Hún lést 19. maí 2021. Foreldrar henn- ar eru Petrína Kristjánsdóttir og Ólafur Örn Þorláks- son. Fósturfaðir hennar er Magnús Jóhann Magnússon. Bengta María ólst upp í Reykjavík ásamt yngri systkinum sínum, Davíð Erni og Evu Rakel. Eftirlifandi eiginmaður Bengtu Maríu er Benoný H. Mar- grétarson og dóttir hans og stjúpdóttir Bengtu Maríu er Sunneva Lind. Bengta María vann við ýmis skrif- stofustörf gegnum árin en síðustu árin vann hún á leikskól- anum Sólborg í Reykjavík. Útför Bengtu Maríu fer fram í Árbæjarkirkju í dag, 11. júní 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Tilveran getur oft verið snúin og ósanngjörn, ekki síst þegar þegar andlát ber að án nokkurs fyrirvara eins og var í tilfelli Bengtu Maríu. Margt kemur upp í hugann á svona stundu og þá er gott að hugsa til góðra stunda sem við höfum átt sam- an. Bengta María var næstelsta barnabarn okkar og fyrsta barn foreldra sinna og mikill gleði- gjafi. Minningar munu fylgja okkur og hugga á þessum erfiða tíma. Með þessum orðum viljum við þakka alla samfylgd. Hver upplifun er augnablik sem okkur ber að geyma er inn í birtu blíð og kvik burtu árin streyma. Og áfram lífsins ljúfi þeyr fær ljósinu að bifa því alltaf þegar einhver deyr fá augnablik að lifa Án ljósanna sem loga hér er lífið fullt af harmi og minning meiri auður er en andartaksins bjarmi. (Kristján Hreinsson) Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til þín Benni og Sunneva, Petra og Magnús, Óli og aðrir aðstandendur. Amma og afi, Hólmfríður (Fríða) og Kristján (Stjáni). Að skrifa hinstu kveðju til systurdóttur okkar var ekki eitthvað sem við áttum von á að gera og í raun þyngra en tárum taki. Ferð þína, elsku Bengta María, í Sólarlandið bar snöggt að og alltof snemma en með þessum línum Bubba Morthens viljum við minnast þín og þakka fyrir allar stundir: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljóss lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Innilegustu samúðarkveðjur okkar til þín Benni, Petra og Magnús, Óli og aðrir aðstand- endur. Guðmundur, Ólöf, Jóhanna og Friðbjörn. Það er erfitt að lýsa þeim sára missi af fráfalli okkar elskulegu frænku sem kvaddi alltof fljótt. Það er stórt skarð sem nú hefur myndast í frænd- systkinahópnum. Bengta var stóra frænkan okkar, fyrir- mynd. Hún var mikill húmoristi, með fallegt hjartalag og það var alltaf stutt í hláturinn. Elsku Bengta María, við kveðjum þig nú með miklum söknuði og trega en ljúfar minningarnar um þig munu alltaf lifa. Samúðarkveðjur til þín, elsku Benni, Sunneva, Petra, Magn- ús, Óli, Eva Rakel og Davíð. Eins og stjarna sem hrapar um nótt, þú lýstir leið en svo fórstu allt of fljótt. En ég á minningar sem enginn getur tekið frá mér nú, því það er enginn alveg eins og þú. (Magnús Eiríksson) Þínar frænkur, Alexía, Fríða, Guðný og Helga. Bengta María var besta vin- kona mín í 23 ár. Þvílík blessun að við skyldum verða á vegi hvor annarrar á Gauknum í denn og að ég hafi gefið henni fingurinn ítrekað, alveg óvart … það reyndist byrjunin á ein- stöku vinasambandi. Við vorum 18 ára þegar við límdumst saman og meeen hvað það var endalaust gaman hjá okkur. Við ákváðum þá að við ætluðum að vera „18 ’till we die“. Við ákváðum þá líka að við myndum verða gamlar, grá- hærðar glimmergellur saman sem syngja og dansa á Rom- ance, drekkandi woodys með röri. Tíminn leið og við vorum ekki eins límdar saman þegar árin færðust yfir okkur en pössuðum alltaf að viðhalda vináttunni og rækta hana. Það bættust fleiri vinir í hópinn, en Bengta pass- aði að allir vissu að hún átti mig mest. Við nýttum alla miðla í okkar samskipti og Bengta var þar dugleg að senda myndir, minna mig á liðna atburði, tón- list og að hún elskaði mig. Því ég var sú gleymna og hún mundi allt. Við brölluðum svo ótrúlega margt skemmtilegt saman. Þar á meðal fórum við oft til útlanda saman og brill- eruðum að sjálfsögðu þar eins og alls staðar og sæll hvað ég á margar minningar úr þeim ferð- um. Síðasta ferðin okkar saman var til NY þar sem við sáum Dísellu syngja í Metropolitan. Þetta var svo dásamleg ferð. Man svo vel þegar við vorum þrjár liggjandi í grasinu í Cent- ral Park að tala um kvöldið áður á comedy club og svo karókí- barnum í Korean town. Það kvöld skröltum við hlæjandi út af karókíbarnum þegar verið var að hirða sorpið í NY. Ég sá reyndar ansi skuggalegan náunga fylgjast með okkur og fór strax að litast um eftir leigu- bíl. Þetta ákvað Bengta að væri fullkominn tími til að taka út úr hraðbankanum í götunni. Ein- mitt. Sem betur fer kom leigu- bíll og ekkert varð af því. Bengta var með dásamlegan hlátur, krúttlegar táslur og gat ekki blikkað. Hún var alltaf mjög blátt áfram og var ekkert að fela hver hún var. Hún gat verið mislynd og óræðin, en flestallar mínar minningar um Bengtu einkennast af mikilli gleði og endalausum hlátri. Hún var með bein í nefinu og lét ekki vaða yfir sig og því síður mig. Við deildum ást m.a. á Friends, tónlist, singstar, förðun, góðum mat, hlátri og að njóta lífsins. Við upplifðum saman sorg og hamingju og allt litrófið þar á milli. Fyrir 11 árum skrifaði Bengta spá um að ég ætti lík- lega eftir að fjölga mannkyninu, vera í einhvers lags námi mest- allt mitt líf og að mögulega myndi ég prufa að búa erlendis, en ég yrði klárlega gömul á Ís- landi því við „höfum plön jú nó“. Ekkert annað í boði en að eldast saman, því við erum Ellen og Bengta. Eða Bellen og Engta eins og við kölluðum okkur. Svo skyndilega eins og þruma úr heiðskíru lofti ertu farin og í staðinn er þessi níst- andi sorg og tómarúm. Ég elska þig og sakna þín ólýsanlega mikið og ég veit að það mun aldrei breytast. En ég ætla að reyna að einbeita mér að því að ylja mér við allar dásamlegu minningarnar okkar og vera þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig. Líf mitt varð dásam- legra við það að hafa þig í því. Þín besta að eilífu, Ellen Alma Tryggvadóttir. Elsku Bengta. Í dag er 11. júní; dagurinn sem þú hafðir planað fyrir okkur. Við ætluðum allar að mæta, njóta lífsins sam- an, hlæja saman, tala um allt sem okkur lægi á hjarta og búa til enn eina frábæra minningu í bankann. En svo breyttist allt og í dag er dagurinn sem við fylgjum þér til grafar. Hversu sárt er það? Hversu ömurlegt er það að þú verðir ekki með okkur í dag og að héðan í frá verðirðu aldrei aftur með okk- ur. Þú kemur aldrei með okkur í sumarbústað aftur, en þær ferð- ir elskaðir þú jafnvel meira en við hinar. Þú kemur aldrei til okkar aftur hlaðin snyrtivörum frá útlöndum og kennir okkur á öll heimsins krem og maska, að ógleymdum naglalökkunum sem þú áttir örugglega í þús- undatali. Við eigum aldrei eftir að heyra þig hlæja aftur þínum dillandi, smitandi, lífsbætandi hlátri. Maður minn hvað hlát- ursköstin gátu varað lengi. Elsku Bengta. Ekkert skipti þig meira máli í lífinu en fólkið þitt. Fjölskyldan þín og vinir þínir. Við fengum allar að finna fyrir því hversu miklu máli það skipti þig að við ættum fastan stað í lífi hver annarrar. Þú skipulagðir saumaklúbbinn okkar, þú áttir frumkvæðið að sumarbústaðaferðunum okkar, þú bjóst til facebookhópinn okk- ar. Þú hélst utan um okkur, sennilega án þess að þú hafir gert þér grein fyrir því. Þú varst dugleg að segja okkur hvað þér þætti vænt um okkur. Vonandi höfum við sagt það nógu oft til baka. Elsku Bengta. Að þurfa að kveðja þig í dag svíður og sting- ur. Það er sárt. Það er óskilj- anlegt. Það er óréttlátt. Við munum sakna þín elsku glimm- ergleðibomban okkar. Meira en orð fá lýst. En kvöldinu í kvöld munum við eyða saman eins og þín plön gerðu ráð fyrir og við munum gráta saman og hlæja saman og í kvöld munum við minnast þess hversu heppnar við erum að hafa haft þig í lífi okkar, elsku Bengta. Anna, Ellen, Dísella, Dóra, Íris, Lára, Olga og Ólöf. Bengta María Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.