Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti.
Nánar á dyrabaer.is
HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ
40 ÁRA Hrund fæddist 11. júní
1981 á Landspítalanum og ólst
upp í Reykjavík og í þrjú ár í
Kaupmannahöfn. Hún er stjórn-
málafræðingur, með meistara-
gráðu í blaða- og fréttamennsku
og hefur að mestu unnið á fjöl-
miðlum frá árinu 2005. Hún rit-
stýrði m.a. tímaritinu Mannlífi og
var fréttastjóri Stöðvar 2 og
Bylgjunnar.
„Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á bókum, hef vandræðalega
gaman af því að sniglast um á
bókasöfnum og skrifaði barna- og
unglingabókina Loforðið, sem
hlaut Íslensku barnabókaverð-
launin árið 2007. Í vetur sat ég
líka í dómnefnd Íslensku bók-
menntaverðlaunanna, sem var
einstaklega skemmtilegt verkefni.
Ég spilaði lengi körfubolta og
fikta við það enn þá þegar færi
gefst til; ætti kannski að stefna á
að verða elsti bumbuboltaleikmaður landsins þegar þar að kemur. Ég elska
að ferðast á nýjar og gjarnan framandi slóðir og er komin með frekar harka-
leg fráhvarfseinkenni frá utanlandsferðum. Ferðalög innanlands heilla líka
og gekk ég nýlega á Snæfellsjökul, sem var fyrsta jöklagangan mín. Heilsa
er mér hugleikin og stóra markmiðið í lífinu er að eiga innihaldsríkt og ham-
ingjusamt líf með fólkinu mínu og halda góðri heilsu sem allra lengst.“
FJÖLSKYLDA
Hrund er í sambúð með Óskari Páli Elfarssyni, f. 7.5. 1984, ljósmyndara og
vörustjóra hjá Origo.
Þau eiga börnin Sunnu Karen Óskarsdóttur, f. 9.2. 2016, og Sölva Berg
Óskarsson, f. 30.8. 2018.
Foreldrar Hrundar eru Þór Sigurjónsson byggingaverkfræðingur, f. 2.11.
1955, og Guðrún Gunnarsdóttir matvælafræðingur, f.19.3. 1957.
Hrund Þórsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú hefur þörf fyrir að bæta þig og
reyna að ná betri árangri. Láttu ekkert trufla
þig á meðan, þá verður þú sáttur við útkom-
una.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú þarft að leggja þig allan fram til
þess að áheyrendur þínir viti hvað þú ert að
fara. Reyndu að hemja skap þitt og forðast
rifrildi.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú átt að eiga auðvelt með að finna
þér skoðanabræður ef þú aðeins lítur vand-
lega í kringum þig. Gættu að því hvað þú seg-
ir.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú ert óvenjuhlédrægur í dag þar sen
þér finnst þú ekki hafa neitt fram að færa.
Náinn vinur þinn vekur undrun þína með því
að hrósa þér.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú þarft að berjast fyrir sjálfstæði þínu
bæði heima fyrir og í vinnunni. Hlustaðu því á
þá eldri og dragðu lærdóm af því sem þeir
segja.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú kemst ekki hjá því að taka þátt í
samstarfi í dag svo gerðu þitt besta í stöð-
unni. Samband þitt við maka fer batnandi,
sem og samskipti þín út á við.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þroski þinn er augljós nú þegar hugsanir
þínar eru gjörsamlega ólíkar hugsunum þín-
um fyrir ári. Aðeins vel upplýstur maður get-
ur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Ógn steðjar að einhverjum ná-
komnum og þú verður fyrir barðinu á stjórn-
semi og klækjum. Vertu staðfastur og þá fer
allt vel að lokum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Einhver hefur látið á þig reyna
seinustu þrjár vikur, og nú er kominn tími til
að snúa dæminu við. Vinur þinn er ekki allur
þar sem hann er séður.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Temdu þér að sjá hlutina í sam-
hengi og horfa frekar til heildarinnar en láta
einstök smáatriði byrgja þér sýn.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú þarft að læra betur að verja
þig fyrir umhverfinu og þá sérstaklega að
láta allt slúður sem vind um eyru þjóta.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú hefur látið reka á reiðanum um
sinn og uppgötvar nú hversu langt þig hefur
borið af leið. Það er ekkert við því að segja,
þótt aðrir séu ekki á sama máli og þú.
skyldu aðeins 17 ára gömul og börn-
in komu hvert af öðru, en ungu
hjónin skildu og var Guðný einstök
móðir frá 29 ára aldri.
Það er greinilegt að Guðný hefur
Unglingsárin voru skemmtileg og
Guðný var mikið í hestamennsku og
átti góðan hest. Það fór þó svo að
hún seldi hestinn og keypti sér ís-
skáp, því hún var búin að stofna fjöl-
G
uðný Harðardóttir
fæddist 11. júní 1951 í
Reykjavík. Hún var
orkumikið barn og
þótti móður hennar
stundum nóg um. „Mamma sagði
alltaf að systur mínar hefðu verið
eins og ljós, en ég hefði verið á við
tíu börn. Ég lék mér mikið með
strákunum, hoppaði niður af bíl-
skúrum og eyðilagði alla kjóla.“ Þau
voru mörg uppátækin og sum hefðu
getað endað illa. „Þegar ég var
þriggja ára fór ég ein í strætó niður
í bæ til að heimsækja Þóru frænku
mína, sem rak hattabúð í mið-
bænum. Vagnstjórinn áttar sig á því
að ég er ein á ferð og spyr mig hver
eigi mig og ég vissi nú heimilisfangið
heima og hann skilaði mér heim þar
sem mamma var úti á tröppum alveg
grunlaus um ferðalagið.“
Guðný segir að margar svona sög-
ur muni hún úr æskunni. Hættuleg-
asta uppátækið var þó án efa sjó-
ferðin til útlanda. „Þegar ég sá
ljósin á Akranesi blika í myrkrinu
var ég þess fullviss að þar væru
þessi útlönd sem fólk talaði um. Ég
og Gunna Beta, vinkona mín, fund-
um spýtnafleka sem við drógum nið-
ur í fjöru sem var talsvert þrekvirki,
en hugmyndin var að fara til útlanda
og sækja þar epli og appelsínur. Við
vorum vel búnar undir ferðina með
sína matarkexkökuna hvor í vas-
anum og einhvern veginn komum
við flekanum á flot og sigldum af
stað. Það varð okkur til bjargar að
þrír ungir menn sáu til okkar og
stukku út í sjóinn til að bjarga okk-
ur. Þannig fór um sjóferð þá.“
Rauðhærður eskimói
Aðeins tólf ára gömul var Guðný
send til Englands yfir sumar til að
læra ensku. „Ég bjó hjá fjölskyldu
og þegar ég kom var sonurinn á
heimilinu búinn að safna saman öll-
um krökkunum í hverfinu til að sjá
þennan Íslending. Þegar ég birtist
með mitt rauða hár, urðu krakk-
arnir frekar skúffaðir því þau bjugg-
ust við að sjá Eskimóa.“ Guðný var
nokkur sumur á Englandi og lærði
þar ensku og sögu og einnig tónlist,
en faðir hennar hafði hug á að hún
tæki við fyrirtækinu síðar meir.
lagt allt sitt í uppeldi barna sinna og
er mikil fjölskyldumanneskja. „Það
er mikil ábyrgð og einnig forréttindi
að ala upp barn. Á fimmtudögum
voru sérstök fjölskyldukvöld hjá
okkur, en þá var ekkert sjónvarp og
þá var mikið fjör.“
Guðný hefur unnið mikið í gegn-
um tíðina en hún hefur verið í ráðn-
ingarbransanum frá árinu 1984. „Ég
sótti um vinnu í Liðsauka og daginn
eftir var mér boðið starf og þá var
bara framkvæmdastjórinn, Oddrún
Kristjánsdóttir og ég, en eftir þrjá
mánuði þurftum við að bæta við
starfsfólki. Eftir nánast tíu ára starf
í Liðsauka ákvað Guðný að stofna
sitt eigið fyrirtæki, STRÁ Starfs-
ráðningar ehf., sem hún hefur rekið
alla tíð síðan. „Mér fannst ofboðs-
lega gaman að fara í sjálfstæðan
rekstur og elskaði starfið og fannst
það eitt það skemmtilegasta sem ég
gerði. Í dag hef ég ákveðið að hætta
rekstrinum og leggja fyrirtækið nið-
ur og njóta bara lífsins með fjöl-
skyldunni.“
Guðný og Guðjón hafa ferðast
víða bæði um Ísland og erlendis og
eftir að þau kynntust fór Guðný aft-
ur í hestamennskuna. „Það er
dásamlegt að fara í hestaferðir og
skilja eftir síma og tæki og upplifa
náttúruna í öllu sínu veldi. Ég varð
amma 38 ára og það er bara dásam-
legasta hlutverkið sem ég hef sinnt.
Fjársjóðurinn minn er fjölskyldan
mín og ég hef verið ótrúlega heppin
þar.“
Fjölskylda
Eiginmaður Guðnýjar er Guðjón
Ármann Jónsson hrl., f. 6.12. 1948.
Foreldrar hans eru hjónin Jón
Ólafsson lögreglumaður, f. 28.2.
1923, d. 5.11. 2002, og Guðrún Valdís
Ármann, húsmóðir og matreiðslu-
kennari, f. 11.6. 1926, d. 23.6. 2019 á
Eskifirði.
Fyrri maki Guðnýjar er Birgir
Óttar Ríkharðsson vélvirki, f. 4.10.
1950. Börn þeirra eru 1) Sævar
verkfræðingur, f. 20.5. 1969. Hann
er kvæntur Sigríði Síu Þórðar-
dóttur, forstöðumanni yfir Dyna-
mics hjá Advania, f. 14.9. 1970. Þau
eiga börnin Sæunni Rut, f. 9.12.
1990, og Viktor, f. 19.7. 1997. 2) Erla
Guðný Harðardóttir framkvæmdastjóri — 70 ára
Fjölskyldan Aftari röð frá vinstri: Erla Björk og Eva María í móðurkviði,
Sævar, Sæunn Rut og María Ósk. Fremri röð frá vinstri: Agnes Líf, Pétur
Helgi í fangi mínu, Birgir Steinn í fangi Guðnýjar Lilju og Viktor.
Reyndi að komast til útlanda á fleka
Ferðalangar Hjónin Guðný og Guð-
jón Ármann við Taj Mahal á Indlandi.
Yngsta barnabarnið Eva María
með Guðnýju ömmu á góðri stund.
Til hamingju með daginn