Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021
vera þekkt sem „Íslandsmeistari í þjónustu og
gæðum“.
Mikilvægt að versla við íslenska verslun
Skúli telur að faraldurinn hafi gert fólk meðvit-
aðra um hve mikilvægt það sé að versla við íslensk
fyrirtæki.
„Þótt það sé dálítið dýrara að kaupa vörur á Ís-
landi verður fólk að hugsa um heildarmyndina. Þá
er fyrirtækið að skila virðisaukaskattinum, tekju-
skattinum, laununum og fleiri gjöldum hingað sem
erlendu fyrirtækin gera ekki,“ segir hann og legg-
ur áherslu á að ef íslensk verslun dafnar sé það
öllum til góðs.
Skúli segir að framleiðsluörðugleikar í heim-
inum hafi einkennt faraldurinn. Það hafi leitt til
skorts á vörum í útivistageiranum og sérstaklega í
hjólageiranum, þar sem íhlutaframleiðendur hafi
dregist aftur úr þar sem eftirspurn hefur aukist til
muna. Aðspurður segist Skúli ekki hafa tekið eftir
verðhækkunum en segir mun erfiðara að fá hjólin
til landsins.
Skeifan hjólamiðstöð Reykjavíkur?
„Ég myndi telja mikinn hag fyrir neytandann
að hafa þetta allt á sama blettinum, og auðvitað
erum við í samkeppni sama hvar búðin er staðsett.
Skeifan er orðin hjólamiðstöð fyrir Reykjavík og
fólk sem er að leita sér af reiðhjóli. Það á mjög
auðvelt með að ganga hérna á milli verslana og
bera saman verð og gæði. Ef það er ekki þjónusta
við neytendur þá veit ég ekki hvað.“
Sala Sportís stórjókst
eftir meiri aðsókn í útivist
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hjól Skúli Jóhann Björnsson segir að viðtökurnar við nýju búðinni hafi verið framar öllum vonum.
- Vill að búðin verði þekkt sem „Íslandsmeistari í þjónustu og gæðum“
BAKSVIÐ
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Útivistarverslunin Sportís opnaði á dögunum nýja
verslun í Skeifunni. Skúli Jóhann Björnsson, eig-
andi Sportís, er hæstánægður með viðtökurnar.
Verslunin flutti úr Mörkinni í Skeifuna í mun
stærra húsnæði og hefur í kjölfarið opnað nýja
hjóladeild.
Skokka út í vonda veðrið
„Viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum.
Það er búin að vera stöðug traffík síðan við opn-
uðum 29. maí. Við bættum nýrri deild við Sportís
sem ekki var til áður sem er reiðhjólin. Við erum
með Giant- og Leaf-hjólin en einnig tengdar
vörur, bæði fatnað, fylgihluti og varahluti fyrir
hjól. Síðan verðum við með snjóbretti í þessari
deild,“ segir Skúli og bætir við að það hafi löngu
verið orðið tímabært að flytja starfsemina í stærra
húsnæði.
Salan jókst mjög í faraldrinum þar sem útivist
varð vinsælli en áður vegna fjöldatakmarkana og
lokana á líkamsræktarstöðvum. Hann vonar að í
faraldrinum hafi fólk áttað sig á hvað það býr í fal-
legu landi og haldi áfram að stunda útivist af
kappi. „Ég held að þetta hafi bara verið hug-
ljómun fyrir marga hversu gott það er í raun og
veru að reima á sig hlaupaskóna og skokka út í
góða veðrið, jafnvel vonda veðrið!“ segir Skúli og
hlær.
Netverslun gott tól fyrir fyrirtæki
Sportís er líka með öfluga heildsölu sem hingað
til hefur verið kjarnastarfsemi fyrirtækisins, en nú
hefur verið mikil aukning á smásölu og sölu í net-
versluninni þeirra. Skúli segir að þótt það hafi
verið mikill gangur í sölu í netversluninni þá hafi
aukningin verið meiri í versluninni. „Maður sér
það bara núna að góð netsíða hefur mjög mikið að
segja fyrir heimsóknir í búðina. Flestallar heim-
sóknir byrja á netinu og síðan kemur fólk að
skoða vöruna. Netið er því alveg frábært tól fyrir
fyrirtæki,“ segir Skúli og bætir við að Sportís vilji
11. júní 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.47
Sterlingspund 170.71
Kanadadalur 99.75
Dönsk króna 19.754
Norsk króna 14.614
Sænsk króna 14.603
Svissn. franki 134.61
Japanskt jen 1.1014
SDR 173.96
Evra 146.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.9375
Hrávöruverð
Gull 1890.45 ($/únsa)
Ál 2439.0 ($/tonn) LME
Hráolía 72.17 ($/fatið) Brent
« Gengi krónu hef-
ur styrkst um ríf-
lega 5% það sem af
er ári. Seðlabankinn
hefur hætt gjald-
eyrissölu á markaði
og verða frekari af-
skipti hans af gjaldeyrismarkaði líklega
fremur sem kaupandi á næstunni. Þetta
kemur fram í Korni greiningardeildar
Íslandsbanka sem birt er á vef bankans.
Þar segir einnig að ekki sé víst að
frekari styrking krónu fylgi auknum
ferðamannastraumi allra næstu mánuði
en horfur séu þó á sterkari krónu þegar
fram í sækir.
„Gengi krónu hefur verið í fremur jöfn-
um og þéttum styrkingarfasa frá því í
nóvember síðastliðnum. Það sem af er
ári hefur krónan styrkst um ríflega 5%
sé miðað við viðskiptavegna gengis-
vísitölu en um rúm 6% gagnvart evru.“
Í Korninu kemur fram að gengi krónu
sé u.þ.b. 5% veikara gagnvart evru og
7% gagnvart bresku pundi en það var
að jafnaði í janúarmánuði árið 2020, síð-
asta mánuðinum áður en áhrifa Covid-19
tók að gæta á gjaldeyrismarkaði. „Veik-
ing krónu gagnvart Bandaríkjadollar í
kjölfar faraldursins er hins vegar alfarið
gengin til baka og er krónan nú nærri 3%
sterkari gagnvart dollaranum en hún var
í janúarmánuði 2020.“
Krónan hefur styrkst
um ríflega 5%
Gengi Krónan ver-
ið í styrkingarfasa.
STUTT
Sjö sprotafyrirtæki munu kynna
verkefni sín á fjárfestadegi við-
skiptahraðalsins Hringiðu í dag í
Grósku.
Í tilkynningu frá Icelandic Star-
tups, sem keyrt hefur hraðalinn síð-
ustu tíu vikur, kemur fram að þetta
sé í fyrsta sinn sem hraðallinn keyr-
ir. „Markmið Hringiðu er að hér rísi
stór og stöndug fyrirtæki sem
byggja á hugmyndafræði hringrás-
arhagkerfisins,“ segir í tilkynning-
unni en bakhjarlar Hringiðu eru
hópur fyrirtækja og stofnana sem
sjálf vinna innan hringrásarhagkerf-
isins.
Samkvæmt tilkynningunni eru
verkefnin sem kynnt verða á föstu-
daginn fjölbreytt en gestir fá m.a. að
kynnast alsjálfvirkum gróðurhúsum,
endurunnu plasti, hampi í stað frauð-
plasts og lífrænum áburði framleidd-
um af innfluttum ánamöðkum.
Í tilkynningunni segir að öll verk-
efnin dragi úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda, nýti affall og dragi úr nei-
kvæðum umhverfisáhrifum. Þannig
geti lausnirnar stuðlað að því að Ís-
land standi við skuldbindingar sínar
í umhverfismálum.
Sækja í styrktarsjóði
Í samstarfi við EVRIS á Íslandi
og Inspiralia á Spáni stefna flest
þessara fyrirtækja á að sækja áfram
í styrktarsjóði á vegum Evrópusam-
bandsins og mun Hringiðusjóðurinn
styðja þau áfram í því, samkvæmt
tilkynningunni.
Bakhjarlar Hringiðu eru OR, at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt-
ið, Reykjavíkurborg, Faxaflóahafn-
ir, Terra, Sorpa og Þróunarfélögin á
Grundartanga og Breið.
Nýtt Sara Jónsdóttir og María
Kristín Jónsdóttir eru stofnendur
fyrirtækisins On to something.
Sjö sprotafyrirtæki
kynna verkefni sín
- Áburður
framleiddur af
ánamöðkum