Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021
VINNINGASKRÁ
366 9865 19997 29035 41187 53362 61698 71424
398 10339 20254 29264 41403 53764 62301 72204
439 10691 20280 29467 41489 53823 62353 72374
1188 10768 20290 29493 41803 53934 62445 72493
1215 10791 20399 29612 42534 54022 62505 72508
1775 10934 21123 30056 43052 54705 62740 72547
1801 11840 21336 30814 43081 55043 63699 73200
1825 12217 21537 31096 43661 55078 64278 73975
2375 12633 21844 31566 43814 55249 64429 74044
2718 12654 22018 31851 43817 55444 64437 74181
2978 12681 22065 32463 43842 55685 64484 74293
3309 12839 22512 32908 44781 55747 64681 74563
3844 13557 22910 33000 45348 55833 64929 74596
4057 13751 22955 33622 45815 55989 65763 74743
4678 13872 22969 33791 46639 56044 66227 74924
4706 14082 23091 34223 47134 56078 66286 74973
4784 14689 23603 34496 47147 56144 66318 75173
4841 15836 23852 34570 47388 56628 66327 75676
5064 15853 23983 34826 47418 56739 66812 76013
5240 16048 24272 34847 47648 57078 66962 76124
5376 16241 25125 34926 48008 57089 67176 76233
6050 16313 25511 34947 48429 57577 67461 76316
6117 16593 25823 35281 48809 57636 67624 76855
6480 16740 25969 35364 49101 57999 67632 77365
6482 17091 26122 35461 49153 58067 67840 77669
6636 17384 26215 35821 49199 58429 67960 77675
6802 17493 26417 36104 49720 59052 68045 77696
6906 17552 26644 36169 50604 59255 68167 77938
7161 18108 26650 36423 51088 59681 68396 78960
7628 18512 27102 36654 51226 59776 68736 79548
7723 18515 27147 36978 51410 59989 69080 79684
7804 18535 27478 37423 51533 60313 69171
8429 19061 27667 39309 51942 60395 69354
8517 19377 28050 39472 52410 60641 70101
8747 19414 28460 40630 52515 60684 70252
9047 19603 28665 40942 52756 61256 70754
9568 19965 28969 41006 52889 61589 71243
1744 11769 21320 29182 38282 49316 61552 75360
3076 12491 21471 29486 38631 49700 63917 75964
4652 12569 21771 29792 38730 49988 63933 76183
5361 14517 22403 30855 39347 51732 64728 76218
7617 15424 22531 32097 39927 52736 64805 76354
7778 17660 23367 32413 41306 52774 64827 77540
8182 17875 24314 33295 42766 54789 67230 78279
8928 18081 25216 33310 42999 56003 68490 78441
9804 18433 25943 35850 43284 58169 69135 78932
11439 18818 26349 36716 43299 59286 69855
11457 19450 27629 37090 47085 60192 73694
11684 20084 28059 37437 47337 60277 73778
11704 21140 28237 37542 49109 60894 74120
Næstu útdrættir fara fram 18., 24.júní & 1. júlí 2021
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
4367 41061 46552 46990 56311
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1390 15340 43540 52679 61916 74413
4984 20204 47467 53634 67339 74416
5783 24323 49433 54192 73343 77121
10482 39015 50122 55304 73498 79870
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 6 6 7 8
6. útdráttur 10. júní 2021
Knattspyrnuvöllurinn
við Garðarsveginn,
Seyðisfjarðarvöllur, sem
hefur verið vettvangur
knatt- og íþróttaleikja
Seyðfirðinga nær óslitið
í rúma öld, skal nú víkja
fyrir nýrri íbúðabyggð.
Svipað hefur verið að
gerast víða í stórborgum
erlendis. Rétt er því á
þessum tímamótum að
halda því til haga að vallarstæðið er
eitt með elstu ef ekki það elsta sem
enn er í notkun á Íslandi. Sem slíkt
telst hann því til menningarminja.
Heimildir segja frá því að Fótknatt-
leiksfélag Seyðisfjarðar hafi sýnt listir
sínar á Austurlandi 1898 eða fyrir 123
árum. Það var 1916 sem bæjarstjórn
gaf íþróttafélaginu Hugin leyfi til þess
að gera neðri hluta svokallaðs Jóhann-
esartúns að íþróttavelli og hefur
heimavöllur liðsins verið við Garð-
arsveginn nær óslitið síðan.
Á svo löngu æviskeiði má ljóst vera
að sagan geymir margar ógleyman-
legar stundir í leik og starfi á þessum
kæra stað. Við þökkum því frumkvöðl-
unum og aldamótabörnunum fyrir
áræði sitt og dugnað og síðan þeim
mörgu sem á eftir komu sitt framlag
við að halda merki Hugins á lofti á
þessum velli allt fram á þennan dag.
Frá upphafi hefur verið til þess tek-
ið og oft um það rætt hve fjölmennur
og harðsnúinn stuðningshópur hefur
fylgt heimavelli Hugins: „Með fjöllin á
báðar hliðar nánast ofan í og yfir
manni og brjálað öskrandi stuðningslið
á hliðarlínunni er mjög erfitt að vinna
leik á Seyðisfirði,“ sögðu margir leik-
menn aðkomuliða.
Ef horft er til baka þá
er konungsleikurinn
1926 þegar Huginn spil-
aði við lið Kristjáns X
Danakonungs hvað eftir-
minnilegastur. Kóngur-
inn sjálfur og prinsinn
mættir með fylgdarliði
og hornaflokki. Áhorf-
endur allir prúðbúnir,
alls um 900. Konungs-
liðið vann 5-2. Í blöðum
mátti lesa að stærstur
hluti liðsmanna Hugins
hefði verið að vinna við og undirbúa
völlinn nóttina fyrir konungsleikinn og
sumir því ekki í toppstandi er á reyndi
í leiknum.
Vallarstæðið var tekið hernámi af
bandamönnum á stríðsárunum 1940-
45 og hér voru hermannabraggar og
-skálar reistir um allt vallarstæðið.
Knattleikir voru þá fluttir á Leirurnar
neðan Austurvegar eða út á Vestdals-
eyri á grundina ofan Gránufélagshúss-
ins og út á Eyrar ef með þurfti. Herinn
skildi mjög illa við vallarstæðið er
hann fór og var mikil vinna að koma
vellinum aftur í leikhæft ástand. Bílf-
armar af steypuklumpum og járna-
drasli voru grafnir upp úr vallarstæð-
inu og fjarlægðir í upphafi leiktíðar á
hverju vori í mörg ár. Fram að síðustu
aldamótum var a.m.k. skipt um allt
yfirborð vallarins fjórum sinnum.
Fjölmennasti viðburðurinn á vell-
inum var sýning vélhjólaklúbbsins
„Hell Drivers“ á sínum tíma. Þeir
komu með sýningarhópinn, tæki og
tól, með Norrænu, fóru hringinn með
sýningar um landið og héldu svo loka-
sýninguna á vellinum. Huginn ásamt
góðu stuðningsliði sá um undirbúning
allan og fékk innkomuna. Alls mættu
um 1.200 manns víða að af Austur-
landi. Bjargaði það fjárhag deildar-
innar það árið.
Margs er því að minnast og mikill
verður söknuðurinn. Völlurinn hér við
Garðarsveginn hefur glatt stundir
margra ungra og eldri Huginsstúlkna
og -drengja. Blóð, sviti og tár ásamt
milljónum smárra og stærri fótspora
hafa markast hér í yfirborð vallarins
en geymast þar nú, tákn liðins tíma
sem ekki kemur aftur.
Hér hafa margir sprett úr spori
æskudögum sínum á
og safnað bæði þreki og þori
sem þessum velli þakka má.
(J.Sv.)
Það er því eindregin og sanngjörn
ósk allra sem unna þessum velli,
menningunni og íþróttafélaginu að
bæjarstjórn hins nýja sveitarfélags
Múlaþings, sem við nú tilheyrum, virði
allt þetta mikla starf og sögulegu sér-
stöðu með því að finna nýju vallarstæði
góðan stað hér innan Bjólfs og Strand-
artinds. Þannig heiðrum við best
minningu frumkvöðlanna og allra
þeirra frábæru stunda sem Seyðfirð-
ingar og gestir þeirra hafa notið á
Seyðisfjarðarvelli við Garðarsveg í
rúma öld.
Eftir Þorvald
Jóhannsson » Vallarstæðið við
Garðarsveg er eitt
með elstu ef ekki það
elsta sem enn er í notk-
un á Íslandi
Þorvaldur Jóhannsson
Höfundur er fv. bæjarstjóri, nú eldri
borgari, á Seyðisfirði.
Tímamót í sögu Seyðisfjarðar
– „heitasti bletturinn“ í
kaupstaðnum kvaddur
Hver kannast ekki
við að hafa einhvern
tímann hugsað um auð-
veldu og stuttu leiðina
til að kasta frá sér óvel-
komnum aukakílóum?
Hver hefur svo ekki
prófað næstu stuttu og
auðveldu leið af því hin
virkaði ekki … og svo
koll af kolli?
Ástæðan er einföld.
Stutta leiðin, þar sem heilu fæðuflokk-
arnir eru teknir úr mataræðinu og
gerðir að bannvöru, er og verður alltaf
skammgóður vermir; stutt leið,
skammur ávinningur, og veldur alla
jafna bjúgverpilsáhrifum.
Það sem við beinum huga okkar að
með tilfinningu og síendurteknum
hugsunum vex og dafnar, og hvað er-
um við að hugsa um þegar við megum
ekki fá hitt eða þetta? Jú, rétt … við
erum að hugsa um hitt eða þetta og
allt sem við einbeitum okkur að vex,
vex og vex.
Það sem ég hef þjálfað mína við-
skiptavini í í gegnum árin er að ein-
blína eingöngu á lokamarkmiðið; upp-
lifa tilfinninguna sem fylgir því að
standa á marklínunni. Ekki leggja
áherslu á leiðina þangað því hún mun
koma í ljós en ef þú nærð jákvæðri
tengingu við markmið þín muntu ná
þeim, sama hvernig.
Það er mín skoðun að einfaldleikinn
sé bestur, að flækja ekki um of rút-
ínuna okkar, og því langar mig að
kynna ykkur 1-4-16.
Öll þurfum við ramma og rútínu til
að halda okkur við efnið og til að halda
jafnvægi en á sama tíma þurfum við
einnig okkar persónulega frelsi til að
hanna rútínu eftir okkar eigin lífi og
gefa þeim möguleika færi að dagarnir
séu ekki allir eins. Ef við
höfum bara einfaldar
léttar lífsreglur sem við
temjum okkur getum
við hannað hvern dag
með árangri þótt það sé
grillveisla, hátíð eða
hvað annað. 1-4-16 býð-
ur upp á allan þann
sveigjanleika sem við-
burðaríkt líf okkar
þarfnast.
Mundu 1-4-16 og þú
grennist algjörlega
fyrirhafnarlaust ef hug-
arfarið er rétt og orkan sett í loka-
markmiðið.
En hvað er á bak við tölurnar 1-4-
16?
1 ríkjandi máltíð
4 klst. á milli máltíða
16 klst. fæðuhvíld á sólarhring
Ef ein máltíð er skipulögð rífleg þá
höldum við deginum fram að viðburði
extra léttum og hreyfingu góðri, þá
eigum við næstum alltaf innistæðu
fyrir því sem við höfum „sparað“ fyrir.
Ef ekki þá höfum við dagana á eftir til
að jafna út. Vikuheildin gefur okkur
sveigjanleika til að rétta af stærri
daga án þess að það hafi neikvæð áhrif
á vigtina og líðanina. Mjög einfalt.
Til að skoða þetta betur út frá rök-
um skulum við byrja á þessu borð-
leggjandi. Ef þú neytir einnar ríkjandi
máltíðar á dag og tveggja millimála
(léttmála) innbyrðirðu 1.400-1.600
hitaeiningar. Ef þú hreyfir þig svo
sem nemur 12.000 skrefum framkall-
arðu heildarbrennslu upp á 2.000-
2.400 kkal (fer eftir aldri, hæð, þyngd
og formi einstaklingsins). Þannig
sparar þú frá 400-1.000 kkal á sólar-
hring (sparnaður er minni neysla en
brennsla = þyngdarlosun) og ef þú
sparar t.d. 1.000 kkal á sólarhring eða
7.000 kkal á viku myndarðu grunn-
þyngdarlosun upp á 850-950 g á viku.
Ath.: Hér fyrir ofan miðast útreikn-
ingar við meðalkvenmann. Karlmenn
neyta aðeins stærri skammta og
brenna frá 2.500-3.200 kkal miðað við
12.000 skref (fer eftir aldri, hæð,
þyngd og formi einstaklingsins) en
viðmiðunarþyngdarlosunin er u.þ.b.
sú sama þegar öllu er á botninn hvolft.
Ef þú lætur 4 klst. líða á milli mála
ertu að aftengja gamlan vana varð-
andi sínart og það er nægur tími til
þess að þurfa eilitla næringu aftur án
þess að það sé sjálfstýringin að kalla.
16 klst. fæðuhvíld (engin neysla frá
kl. 19 að kvöldi fram til kl. 13 næsta
dag til dæmis) kemur betra jafnvægi á
blóðsykurinn, heilastarfsemi eflist,
melting verður betri, svefngæði
aukast og alhliða vellíðan eflist + að á
þessum tíma ertu ekki að innbyrða
hitaeiningar og líkaminn er í meiri
hvíld á þessum tíma sólarhringsins
svo það er fullkominn tími fyrir fæðu-
hvíldina.
Ekki neita þér um fæðutegundir,
ekki falla í þá gryfju að gefa slíkri nei-
kvæðni þína andlegu orku, einblíndu
eingöngu á lokamarkmiðið, rifjaðu það
upp daglega og mundu eftir eigin til-
gangi gagnvart þínum eigin mark-
miðum.
Mundu svo bara 1-4-16 og hannaðu
þannig daginn eftir þínu sniði hverju
sinni og fylgstu svo með líkamanum
léttast og dafna.
www.facebook.com/grenningarradgjafinn
Mundu 1-4-16 og þú grennist
Eftir Sverri Björn
Þráinsson » Það er mín skoðun
að einfaldleikinn sé
bestur, að flækja ekki
um of rútínuna okkar.
Sverrir Björn Þráinsson
Höfundur er viðurkenndur grenn-
ingar- og lífsráðgjafi og stofnandi og
upphafsmaður dagbókarprógramms-
ins.
ello@grenningarradgjafinn.com
Atvinna