Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021
Jón Magnússon hæstarétt-arlögmaður skrifar að það
hafi „komið á óvart að undan-
förnu, hvað sá hópur, sem vill
gera flest til að afsala þjóðinni
ákvörðunarvaldi í
eigin málum,
ganga í Evrópu-
sambandið, skipta
um þjóð í landinu
og tryggja útlend-
ingum fullan að-
gang að kaupum
lands, fasteigna og
annarra landgæða
fer hart fram gegn þeim, sem
krefjast þess, að allt vald sé í
höndum þjóðkjörinna fulltrúa Ís-
lendinga sjálfra og gjalda varhug
við áformum um að afsala eða
deila fullveldi þjóðarinnar meir
en gert hefur verið, en krefjast
þess í stað að Íslendingar sjálfir
og Alþingi hafi fullt vald á eigin
málum sér í lagi setningu ís-
lenskra laga.“
- - -
Tilefni þessara skrifa Jóns erundarleg atlaga Fréttablaðs-
ins, og raunar ítrekuð, að einum
frambjóðanda í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins sem nú stendur
yfir í Suðvesturkjördæmi, Arnari
Þór Jónssyni.
- - -
Jón bendir á að frambjóðand-inn „hefur vakið athygli á
því, að fullveldi Íslands hefur
verið skert og lagasetningar-
valdið hefur að hluta verið flutt
til Brussel. Hann hefur krafist
þess, að við höfum sjálf með eig-
in löggjöf að gera.“
- - -
Það er umhugsunarvert aðáköfustu stuðningsmenn inn-
göngu Íslands í Evrópusam-
bandið og málgagn þeirra skuli
hafa slíkar áhyggjur af því að
Arnar Þór nái góðum árangri í
prófkjörinu. Og það er í það
minnsta óvenjulegt að fjölmiðill
skuli beita sér á þennan hátt
gegn nýliða í prófkjöri.
Arnar Þór
Jónsson
Undarleg atlaga
STAKSTEINAR
Þrír rússneskir togarar komu til hafnar í
Hafnarfirði í gærmorgun og fór fram ein
stærsta „löndun“ sem hefur átt sér stað hér á
landi þegar um 1.500 tonn af karfa voru flutt
yfir í flutningaskipið Gogland Reefer.
Fjöldi erlendra skipa sást í Hafnarfrði í gær
og voru meðal þeirra rússnesku togararnir
þrír; Aleksey Anichkin, Karacharovo og Ni-
venskoye. Þá mátti einni sjá danska togarann
Ocean Tiger og hinn grænlenska Polar Am-
aroq sem var í slipp.
Rússar landa
í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hafnarstarfsemi Mikið var um að vera í Hafnarfirði í gær og fjöldi erlendra skipa að koma og fara.
Fjölmenni samfagnaði hjónunum
Pétri Péturssyni og Sigríði Sigurð-
ardóttur á veitingastaðnum Barion
í Mosfellsbæ í fyrrakvöld þegar þau
héldu „útgáfuteiti“ vegna rjóma-
líkjörsins Jöklu sem þau settu ný-
lega á markað. Þau hjónin sögðu
frá langri þróunarsögu drykkjarins
og þökkuðu fyrir veitta aðstoð.
Jökla er gerð úr íslenskum rjóma
og brátt verður alkóhólið einnig
bruggað úr íslenskri mjólk þannig
að þetta verður íslenskur drykkur.
Jökla hefur fengið góðar við-
tökur. Það sást meðal annars á
fjölda vinsamlegra ummæla og
mynda sem Pétur tók saman og
sýndi á tjaldi í teitinu á Barion.
Sömuleiðis hafa viðtökurnar ver-
ið góðar í Vínbúðum ÁTVR. Jökla
er nú fáanleg í níu búðum og renn-
ur út. Pétur segist fá fyrirspurnir
frá fólki sem vilji geta keypt drykk-
inn í áfengisverslun í sinni heima-
byggð en segir að ÁTVR hafi regl-
ur um reynslutíma og gildi sömu
reglur um allar þannig vörur.
helgi@mbl.is
Fjölmenni í útgáfuteiti
rjómalíkjörsins Jöklu
Morgunblaðið/Eggert
Útgáfuhóf Rjómalíkjörnum var vel tekið af gestum Barion í gær.
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
HARLEQUIN spegill
63x93 cm – 14.990,-
TWISTED glas
25 cl – 2.490,- stk.
TWISTED ROUND
karafla 1,5 l – 14.990,-
MEADOW SWIRL
vasi 20 cm – 7.190 kr
ÚTSKRIFTAGJAFIR
FLOWVASI –
verð frá 2.690,-
SKY kertastjaki
– 9.990,-
THE SHADOW
kertastjaki – 8.190,-
SCARLETT vasi
25 cm – 7.190,-
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/