Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 2
Ræöa Björns Líndal Þann 6. mars sl. háðu full- trúar V.I. og M.R. úrslitakeppnl 1 mælskukeppni framhaldsskólanna, sem Junior Chamber í Reykjavík stóð fyrir. Raett var um efnið: Var útfærsla landhelginnar í 200 mílur tímateer? Það kom í hlut M.R.-inganna Björns Líndal, Magn- úsar Norðdahl og Péturs Þorsteins- sonar að mæla gegn útfærslunni, þvert um hug þeirra (að eigin sögn). En hvað um það, þeir sig- ruðu, og birtist hér ræða Björns Líndal, sem færði sigurinn endan- lega í höfn. Herra fundarstjóri, góðir áheyrendur. Jóhannes Halldórsson, liðsstjóri Verslunar- skólaliðsins, sagði mér fyrir skömmu, að hann vildi ekki fyrir sitt litla líf tala gegn því, að 200 mílna útfærslan hefði verið tímabær. Skýringuna kvað Jóhannes vera, að hann væri ætt- aður úr sjávarþorpi. Fréttist þangað, að hann hefði á einn eða annan hátt lagst gegn útfærsl- unni yrði honum drekkt eða hann að minnsta kosti flæmdur burt. Líklega var Jóhannes að grínast, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Síðan Island tók sér 200 mílna lögsögu hefur þótt ganga landráðum næst, að Islendingur tæpti á, að útfærslan hefði ekki verið tímalæer. Rök okkar, þau, að útfærslan sé til að forða helstu fiskistofnum á Islands- miðum frá ofveiði og hindra veiðar útlendinga, þykja okkur sjálfum svo góð, að við höfum ekki hirt um að athuga þau nánar. Hugmyndin um 200 mílna lögsögu á sér uppruna í Mið- og Suður-Ameríku. Fyrstu ríkin, sem tóku sér svo víðáttumikla lögsögu, voru E1 Salvador og Hondúras. Þau hafa þó getið sér meira frægðar- orð fyrir að heyja blóðuga styrjöld sín á milli út af landsleik í fótbolta. A Islandi kom hugmyndin fram á tíma vinstri stjórnarinnar - auðvitað hjá stjórnarandstöð- unni. Áhrifa hennar gætti þó ekki fyrr en útfærslan stóð fyrir dyrum. Pólitíkusar deildu þá um, hvort miða ætti mörk fiskveiðilögsögu við 50 mílur eða nlandgrunnið allt", þ.e.a.s. við 400 m. jafndýpislínu, þar sem hún liggur utan 50 mílna markanna. Um þetta var deilt í ljósi þess, að landgrunnið er hrygningar- og uppvaxtarsvæði helstu fiskistofnanna, sem útlend ingar veiða; þorsks, ufsa, karfa og ýsu. Einnig eru þar fengsælustu fiskimiðin. Þorskurinn hefur mest gildi þessara fisk- stofna fyrir afkomu Islendinga. Hann veiðist nær eingöngu innan 50 mílna. I svörtu skýrslunni segir, að aukin sókn í ókynþroska hluta stofns- ins sé meginástæða fyrir minnkandi afla ásamt lélegu klaki við Grænland. Öll svæðin, sem lagt er til í skýrslunni, að séu friðuð af þessari ástæðu, fimm að tölu, eru innan 50 mílna mark- anna. Ufsi er veiddur smávegis utan 50 mílna og veiða útlendingar 62-65$ þess afla, um 22 þús. tonn. Ýsan lifir á 10-200 m dýpi, vel innan 50 mílna. Einnig segir svarta skýrslan, að minnkandi ýsuafli stafi að töluverðu leyti af miklu smáýsudrápi, en smáýsan'heldur sig einkum innan 150 m jafndýpis- línunnar. Af þessu má sjá að einungis 8-11$ af heildar- afla framantaldra fiskstofna, sem átti að friða með útfærslunni veiða útlendingar utan landgrunn- sins og 50 milna markanna. Því er ég þeirrar skoðunar, að skynsamlegra hefði verið að færa fiskveiðilögsöguna út yfir þær landgrunnsræmur, sem eru utan 50 mílna, fremur en í 200 mílur. Þessar staðreyndir leiða líka í ljós, að ein- hlíða útfærsla í 50 mílur og grunnsbrúnum samræm- ist skoðunum, er íslendingar hafa haldið fram á alþjóðavettvangi. Hið sama er vart hægt að segja um 200 mílna útfærsluna. Við höfum á þingi Sam- einuðu þjóðanna lagt áherslu á rétt strandríkis til að ákveða einhliða takmörk lögsögu sinnar innan hæfilegra marka. Fremsti núlifandi sérfræð- ingur okkar á sviði stjórnarfarsréttar, ölafur Jóhannesson, leggur einnig áherslu á þetta atriði í fræðiriti sinu Islensk stjórn'skipun. I ritinu segir svo: "þar sem almennar þjóðréttarreglur eru frá 50 mílum og að 200 mílna mörkunum. Auk þess eru þar hvorki veruleg hrygningar- né uppvaxtarsvæði. I framhaldi af þessu er rétt að athuga við- horf okkar til hafréttarráðstefnunnar.^ Við höfum þar eins og annars staðar stutt útfærsl- una þeim rökum, að forða verði fiskstofnum á Islandsmiðum frá ofveiði, enda lifi þjóðin á fiskveiðum. Þess vegna gátum við ekki beðið niðurstöðu ráðstefnunnar. Þvi er gj.arnan toett við, að við höfum unnið 200 mílna stefnunni gagn með útfærslunni. En hvernig má vera, að við, sem lagt höfum áherslu á rétt strandríkis til að ákveða ein- hliða takmörk lögsögu sinnar innan sanngjarnra ekki fyrir hendi um víðáttu landhelgi virðist það vera réttur hvers ríkis að ákveða einhliða stærð landhelgi sinnar inna hæfilegra marka". Að mínum skilningi hljóta hlfileg eða sanngjörn mörk hvað Island varðar að afmarka svo stórt hafsvæði, sem nauðsynlegt ,ykir til að Isend- ingar geti sjálfir nýtt fiskistofnan á miðunum umhverfis landið og um leið hindrað veiðar er- lendra togara. Þetta sjónarmið styður einhliða útfærslu í 50 mílur og að landgrunnsbrúnum, þar sem þær liggja utan 50 mílna. Það er aftur á móti andstætt einhliða 200 milna útfærslu, því að hverfandi litill hluti fiskstofnanna, sem útlendar þjóðir veiða og friða þarf, halda sig á svæðinu marka stækkum lögsögu okkar um 5^0 þús. ferkm, án þess að geta sannað nauðsyn sliks til frið- unar fiskstofna? Getur slíkt háttalag unnið okkur og samherjum okkar gagn? - Nei. Mér finnst liklegra, að það hleypi meiri stífni í viðhorf þjóða en ella mundi og þar með auka hættu á, að ekki náist viðunandi árangur á hafréttarráðstefnu eða jafnvel valda því að hún verði árangurslaus. Öllu skynsamlegra hefði verið að láta einhliða útfærslu ná til þess hluta landgrunnsins, sem liggur utar en 50 milur og bíða með frekari aðgerðir, þar til ljóst væri, hvernig hafréttar- ráðstefnunni lyktar. En fleira kemur til, sem sýnir að 200 mílna útfærslan var ótímabær. Við útfærsluna stækkaði lögsagan um 540 þús. ferkm eins og ég sagði áðan og gerði því gæslu mun erfiðari. I þessu sam- bandi er oft nefnt, að almenningsálitið í Bret- landi og víða annars staðar sé að snúast okkur í hag og erfiðleikar við gæslu tímabundhir. Þetta kann að vera rétt, en þá sem þessu halda fram vil ég spyrja á móti, hvort þeir séu ekkl þeirrar skoðunar, að við stæðum enn betur að vígi, ef við værum aðeins að verja landgrunnið og stæðum auk þess við fyrri yfirlýsingar okkar um sanngjörn eða hæfileg mörk? Einhver hér inni kann að álykta, að ég sé með orðum mínum að saka íslenska stjórnmálamenn um fáfræði, ef ekki heimsku, þar sem þeir voru 200 mílna útfærslu fylgjandi. Það er röng álykt- un að mestu leyti. Hins vegar tel ég hugmyndina um 200 milna útfærslu fyrir árslok 1975 kosninga brellu stjómmálaflokka, en þarfir þeirra eiga ekki að vera mælikvarði á, hvort útfærsla sé timabær. Góðir tilheyrendur. Staðreyndir molna ekki undan orðum. Þegar rökin fyrir 200 mílna útfærsl unni eru skoðuð nánar kemur þetta i ljós: Utfærslan var Islendingum ekki það lifshags- munamál, sem látið er í veðri vaka. Aðeins 6-11$ heildarafla á íslandsmiðum veiða útlendingar ut- an 50 mílna. Útfærslan vinnur málstað íslendinga á haf- réttarráðstefnu takmarkað og jafnvel ekkert gagn, heldur eykur hættu á, að ráðstefnan leys- ist upp í erjur milli einstakra ríkja með til- heyrandi málæði. Utfærslan hefur dreift kröftum landhelgisgæsl unnar og orðið til þess, að hún hefur ekki get- að verndað sem skyldi þau svæði, er helst þarfn- ast friðunar. Pólitískir lukkuriddarar hafa kallað þessa útfærslu lokasigur i sjálfstæðisbaráttu okkar. Slík ummæli sanna einungis, að í hópi hinna blindu verður sá eineygði konungur. Björn Líndal. epLA tínsLAn Klukkan var farin að ganga tíu. Þau sátu fimm saman i stofunni hjá Ellert og hlustuðu á Þormóð lýsa ónauðsyn og tilgangsleysi kirkjunnar. tiMín skoðun er sú að kirkju og ríki eigi að aðskilja algjörlega. Það kerfi sem við nú lifum í er beinlínis spillandi fyrir heilsu almennings. Þið þurfið að borga ákveðinn skatt á hverju ári, til að heimskt og guðhrætt fólk geti farið i kirkju á hverjum sunnudegi og hlustað á timbrað- an og syfjaðan prest kyrja amen yfir söfnuðinum. Ofan á svo allt annað þarf rikið að styðja þetta fyrirtæki, af því að söfnuðurinn er ekki nógu stór og áhugasamu'r til að borga prestinum laun úr eigin vasa. Þetta er jafn fáranlegt og það, að það væri borgaður ákveðinn bióskattur á hverju ári til þess að ég gæti komist ókeypis á bíó. Nei gott fólk, svona velmegun flýtir aðeins fyrir andlegri hrömun fólksins. Eða hin hliðin á þessu máli. Hver hefur gott af því að fara í kirkju og hlusta á svartklæddan mann, já svartklæddan eins og djöfullinn á að vera, bíessa mann í nafni ein- hvers ósýnilegs manns (sem maður aldrei sér sjálfur)." Ræða Þormóðar var skyndilega rofin af ómi dyrabjöllunnar. Ellert spratt á fætur og fór til dyra. Síðan kom fernt inn í stofuna, Sturla og Erna, frænka Ernu og einhver strákur, sem enginn þeirra , sem inni voru kannaðist við. Það varð algjör þögn í stofunni, en utan úr eldhúsinu heyrðust skarkalar og læti. Loks birtist Bjarni í dyrunum með kassa af eggjum og öskraði: nEgg, egg, hver vill kaupa egg á hálfvirði, fást á bjórstofunni Hinriki eða hér hjá mér, egg, egg." Lengra komst hann ekki, þvi óþekkti strákurinn reif kassann af honum og gekk út. Ellert, gest- gjafinn sjálfur, stóð bara og starði á þennan skrípaleik, en tók síðan við sér þegar hann heyrði útidyrahurðinni skellt. Garðurinn hjá Ellert var bæði mikill og vel raktaður. Stór og greinamikil tré mynduðu fer- hyrning utan um sjálfan grasbalann, og í kvöld- húmi þessa fagra septemberkvölds, sem átti þó að vera rigningarkvöld samkvæmt veðurspánni, líkt- ist garðurinn ímyndaðri paradís. Stráksi stefndi beint að stærsta trénu í garðinum, með eggja- kassann undir hendinni, og byrjaði síðan að hring sóla kringum tréð, eins og hann væri að leita að beztu uppgönguleiðinni. Síðan stanzaði hann og kallaði á Ellert. nLyftu kassanum til min, þegar ég er kominn upp í tréð, en farðu varlega, það eru egg í honum." Ellert hlýddi, hann vissi ekki af hverju, hann bara hlýddi. Þegar hann var búinn að þessu sagði stráksi. „Ellert, átt þú ekki lúð- urinn sem hangir á veggnum í stofunni hjá þér, farðu og náðu i hann fyrir mig." Inni í stofunni var enginn nema Bjarni, sem veinaði upp. „Sjáðu, Ellert, hann ætlar að fara að þenja lúðurinn." Siðan lak hann niður af stólnum og undir borð. Ellert lét hann hafa lúðurinn og beið svo, eins og hundur, fyrir neðan tréð. Þegar hinn sagði ekkert lallaði Ellert inn aftur. Hann var varla búinn að loka útidyrahurðinni þegar ámátlegt væl barst honum til eyrna. Vælið breyttist síðan í gamla Nóa og loks i þjóðsöng- inn. Ljós kviknuðu viða i nágrenninu og syfjuleg rödd^úr næsta^húsi kallaði, „hættið þessum óhljóðum eða ég kalla á lögregluna". En óhljóðin jukust aðeins við þetta og litlu síðar renndi svartur og hvítur bíll sér upp að húsinu. Tveir fílefldir barsmíðameistarar stigu út og þustu inn í garðinn. Þeir voru góða stund að átta sig á, hvaðan hljóðin komu en siðan nálguðust þeir tréð með rósemd og göngulagi, sem kábojar villta vestursins hefðu mátt vera hreyknir af. Síðan byrjuðu þeir að kalla til trjábúans og skipuðu honum að hætta að trufla nætursvefn virðulegra borgara og koma niður úr trénu. En þegar INTER- NATI0NALINN braust út var þeim nóg boðið og sá minni af þeim freistaði uppgöngu. Hann kom von bráðar niður aftur, með egg í hárinu, bölvandi og ragnandi. Þeir gengu saman að bilnum og báðu urrþliðstyrk og stiga. Er hjálpin barst hófust þeir strax handa við að reisa stigann upp við kréö, og meðan tveir héldu stiganum klifraði sá þriðji upp. Skyndilega fór stiginn að hristast, og loks féll hann til jarðar ásamt öskrandi bar- smíðameistara. Aftur og aftur reyndu þeir upp- göngu, en allt fór á sama veg. Til að kóróna allt saman var lim trésins svo þétt að ómögulegt var að sjá hver væri uppi i trénu. Um sexleytið um morguninn, þegar sextán eggj- um hafði verið grýtt, voru verðir laganna orðnir bæði hundblautir og úrillir. Regnið hafði magn- ast og rigndi nú sem hellt væri úr fötu. Þreyttir- lögregluþjónar héldu til bíla sinna til hvíldar, og pírðu út í regnið. En stráksi áleit gamanið vera búið, hoppaði niður úr trénu og forðaði sér burtu. Næsti hópur umsátursmanna reisti stiga sinn og kleif upp. Sigrihrósandi komust þeir upp í tréð. En hvað? Hér var enginn. Var þetta ekki örugglega rétt tré, þriðja tréð frá húsinu. 0g regnið steyptist niður yfir ráðvillta verði laganna, þar sem þeir stóðu upp í trénu og góndu hver á annan. Sveinn Agnarsson, 5.-U. 82

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.