Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 6
u LLL U LLL L 1 L L m L m % mL LL LLL LL LLL SVAR TIL JÖNS Jón „Ætti að athuga vel þá staðreynd að þekk- ing á viðfangsefni ér undirstaða þess að unnt sé að ræða ákveðin mál.I'" I ofangreindri tilvitnun, sem tekin er úr grein i siðasta skólablaði, er fólginn mikill vis- dómur. Þessi tilvitnun er tekin úr svargrein Jóns Finnbjörnssonar til Sigurðar Sverrissonar. Það er ánægjulegt, að Jón skuli benda öðrum a að hafa þessa reglu að leiðarljósi, en betra væri að hann fylgdi henni sjálfur. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að Jón Finnbjörnsson er mjög óánægður með starf leik- nefndar í vetur, sbr. grein i Skólablaði og kosn- ingablaði 1976. Jón deilir einkum á verkefnaval og það markmiðsleysi, sem hann telur hafa einkennt störf nefndarinnar í vetur. Þessi óánægja Jóns með verkefnaval er algjörlega ný af nálinni og kemur aðstandendum Herranætur nokkuð á óvart. Eins og allir muna tók Jón þátt í sýn- ingu Járnhaussins af lífi og sál og verður öllum þeim, sem sáu Járnhausinn ógleymanlegur fyrir eftirminnilegan leik. Honum þótti leikritið ekki verra en svo, að hann eyddi dýrmætum tíma sínum í þessa „aumu skrautsýningu". Þá tvo mánuði, sem æfingar stóðu yfir varð þess aldrei vart að Jón eða aðrir -væm óánægðir með verkið, enda langt til kosninga. Þegar voraði fór af gömlum vana að komast rót a framagjaman huga Jóns. Vegna leik- afreka sinna fyrr á skólaárinu taldi hann kröft- um sínum bezt varið í þágu Herranætur. Hóf hann því að kanna það, sem áður hafði vert ið ritað um Herranótt í Skólablaðið. Árangur erf- iðls Jóns birtist í grein hans um Herranótt í 4.tbl. Skólablaðsins 1976. Tilvitnanir Jóns eru gamalkunnar, reyndar þær sömu og birtust í Vel- viljanum í haust, að öðru tilefni. Vitnað er í greinar í 46.árg. Skólablaðsins (1971) eftir Áma Pétur Guðjónsson og Pál Baldvin Baldvinsson en í þeim er aðallega fjallað um sýningar Herra- nætur á Lýsiströtu og Jónsmessunæturdraumi. Er vonandi að Jón hafi séð umræddar sýningar enda þótt það komi ekki fram. Til þess að heimfæra þessa 6 ára gömlu gagnrýni á Herranótt í ár vitn- ar hann i leikdóm Haraldar Joftannessen. Þetta er að einfalda hlutina. Jón athugar ekki að Harald- ur mlsskilur bæði tilgang verksins og uppbygg- ingu. I höndum Jóns verða persónulegar skoðanir ákveðinna einstaklinga að algildum sannleika. Ekki^svo að skilja að þessi gagnrýni Arna Péturs Guðjónssonar og Páls Baldvinssonar hefur eflaust átt rétt á sér 1971. Sýningar á Lýsiströtu og Jónsmessunæturdraumi voru of viðamlklar og kostn- aðarsamar enda reknar með tapi. Sýnt var i Há- skólabíó, sem er rándýrt hús, þar sem leikendur týndust í risavöxnu húsinu og mestur hluti text- ans fór fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum vegna lélegs hljómburðar. Þá voru boðsgestir yfir 300 fyrir utan allt kennaralið skólans með mökum. Herranótt hafði sífellt verið að hlaða utan á sig og nemendur fengu ekki rönd við reist. Þeir Árni Pétur og Páll Baldvin skrifuðu þessar greinar af biturri reynslu, en starfið hafði mest hvílt á þeim, sem formönnum leiknefndar. ijll gagnrýni um leiklist hlýtur að vera timabúndín, Það er því út í hött að taka upp einstakar málsgreinar úr 6 ára gömlum leikdómum og gera skoðanir höfunda þeirra að sínum. Því tímarnir eru breyttir. Rekstur Herranætur er allur annar núna en þá. Síðastliðin 3 ár hefur tapiSS aöeins veriö smávægilegt. En það hlýtur að vera meginhlutverk að leiknefnd sníði sér stakk eftir vexti. Hvert er þá raunverulegt markmið Herranætur? Það hlýtur að vera, að gefa þeim nemendum skólans sem hafa áhuga á leikhúsi og langar til að reyna getu sína, tækifæri til þess. 1 annan stað hlýtur val verkefna að mótast af því, að sem flestir fái tækifæri og að reynslulitlir nemendur og misjafn- lega hæfileikum búnir, þurfi ekki að stríða við að halda uppi t.d. löngum og erfiðum eintölum eða bókstaflega heilum sýningum. 1 nýafstöðnum kosningum kom fram að allir fram bjóðendur, þar á meðal Jón töldu sjálfsagt að hafa Herranótt fyrir jól og að gangast síðan fyrir áframhaldandi starfi eftir áramót. Þessar hugmyndir eru fengnar að láni frá fráfarandi leiknefnd og hún varð fyrst til að hafa leiksýn- ingu fyrir jól á því sést að við erum ekki jafn- hábölvuð og Jón vill vera láta. Og í ár var ekki tap á Herranótt. Við létum okkur nægja að lesa aðeins eitt leikrit á Sal eftir áramót, Prjóna- stofuna Sólin, því síðastliðin 15 ár hefur það verið í verkahring Listafélagsins að sjá um kynn- ingar á skáldum og upplestur leikrita. Hins vegar var því miður ekkert um slíka viðburði í vetur. Að skólaleikur M.R. verði menningarviðburður eins og hann var um aldamótin, þegar fjöldi bæjar búa var 6682, en nemendur M.R. 120, er náttúru- lega svo hlægilegt að engum dettur það í hug nema Jóni Finnbjörnssyni. Það væri þá ekki nema því aðeins að Jón væri eini leikarinn, þá mundu eng- vir láta þann viðburð fram hjá sér fara. En nú er það hans að gera þessa drauma „sína" að veruleika. Sýna „verk sem eru samin fyrir nú- tímamanninn" (- er það einhver sérstök leikrita- gerð? -) „Leikrit, sem setja fangamark sittá félagsvitund áhorfenda um ókomna tíð" (Hvernig á að kanna það?) En allt bar þetta tilætlaðan árangur Jón hlaut kosningu. Það verður ekki amalegt að sjá öll þau frátæru verk, sem okkur verður boðið upp á'næsta ár. Við biðum spennt. rc rfi Vilhelmina Haraldsdóttir 6Y Sigurður Halldórs son 5S Inga Lara Baldvinsdóttir 6D Hver er tilgangurinn með útgáfu Skinfaxa? Eiga tvö blöð rétt á sér í M.R.? Málfundafélagið Framtíðin var i öndverðu stofn að til að þjálfa nemendur í mælskulist, en starf- semi félagsins hefur breyst gríðarlega hin síðari ár. Nú eru starfandi innan félagsins 3 klúbbar og 1 félag og hafa í ríkjandi mæli tekið yfirhöndina þar að auki hefur verið gefið út á vegum félags- ins undanfarin 3 ár blað sem hefur veglegt heiti þó innihaldið sé ekki i samræmi við það. Ötgáfu þessa blaðs má rekja aftur til aldamóta áður en Skólablaðið varð til 1926. En með tilkomu Skóla- blaðsins opnaðist vettvangur fyrir þá, sem höfðu áhuga á að koma skoðunum sínum á framfæri í rit- uðu máli. Tilvera Skinfaxa var þar með úr sögunni En 1968 leit hann aftur dagsins ljós og hefur haldið lífi síðan, en tekið talsverðum breytingum. Að visu varð nokkurt hlé á útgáfunni, en Benedikt Jóhannesson gaf blaðið út á forsetaferli sinum, en þá var blaðið fjölritaður snepill. Nú virðist stefnt að því að gera útgáfu blaðsins að föstum lið í starfsemi Framtíðarinnar. Útgáfa blaðs af þessu tagi kostar töluvert fé, en fjárskortur virðist ekki há félaginu. Málfundafélagið Fram- tíðin er komin æði langt frá upphaflegum tilgangi og reyndar hætt að þjóna honum nema að takmörkuðu leyti. Enda litið um nemendur í M.R., sem eru færir um að tjá sig í ræðu sbr. síðustu mælsku- keppni skólans. Þess i stað seilist hún inn á starfsvið annarra aðilja í krafti auðsins. Því miður geta forsvarsmenn Framtíðarinnar ekki stært sig af glæsilegu félagsstarfi siðastliðinn vetur. Og ef að Skinfaxi hefur átt að vera rós í hnappa- gatið hefur þeim heldur betur skjátlast. Hefði verið sínu nær að nýta það fé og þá krafta, sem fóru í útgáfu Skinfaxa til að bæta starf félags- ins og láta þessi ritverk renna til Skólablaðsins sem hefði þá getað valið það skásta úr og notað til uppfyllingar. Sjálfmenntuðu menningarvitar skólans." Það er aldrei gott, þegar „sjálfmenntaðir menn- ingarvitar innan skólans" mynda hóp og tröllríða félagslífinu. Skinfaxi og Vetur eru glögg dæmi um það. Það, sem einkennir þessi blöð er dæmalaus sjálfumgleði sbr. að í Vetri er einn af forsvars- mönnunum myndaður 23' sinnum- En hann er hluti af Menningarmafíunni hans Guðna litla Bragasonar og þess vegna er það allt í lagi. En eitthvað hefðu þeir félagar sagt ef Steinhousemuir hefði átt í hlut. Dómgreindarleysið á eigin verk virðist vera ótakmarkað. Um það bera Hringborðsumræðumar gott vitni, en þær eru að sjálfsögðu prýddar myndum af hinum „sjálfmenntuðu menningarvitunum innan skól- ans. Þeim er frjálst að vera eins fyndnir og skemmtilegir og þeir vilja heima hjá sér, en hvers eigum við nemendur M.R. að gjalda? Það er ekki aðeins að þeir standi á öndinni af menningar hroka heldur slá þeir um sig með stolnum frösum. Þessir eiginleikar eru ríkjandi í blaðinu. Fyrsta opnan Fyrstaopna Skinfaxa er táknræn fyrir alla upp- setningu blaðsins. Þar duga hvorki meira né minna en 8 leturgerðir, sín úr hvorri áttinni. Greini- legt er að viðkomandi hefur mjög takmarkað form- skyn að ekki sé meira sagt, því opnuna þarf að skoða sem heild. En þarna rekst hvað á annars horn. Segja má, að á 3- siðu ægi saman öllu því, sem hægt er að klessa saman á einni síðu. Er engu líkara en hér hafi blindur maður verið að verki. Bil milli prentaðs máls eru algerlega handahófs- kennd. En þó kórónar laufskrautið á 2. síðu allt. Ritstjóra dugar ekki einn leiðari heldur verða þeir að vera tveir. Nafn sitt skrifar hann ekki einu sinni heldur tvisvar sitt með hvoru letri. Lesið leiðara 2 gaumgæfilega. En hann er glöggt dæmi um hvað rltstjórinn á erfitt með að tjá sig á ljósan og einfaldan hátt. „Ákvað ritstjórn að freista þess að gera blað, sem hefði það eitt markmið, að vera skemmti- legt." Því miður,þetta hefur algjörlega mistekist, eg hef alla vega engan hitt, sem skemmti sér. Skinfaxi er gott dæmi um hvernig blöð eiga ekki að vera og væri þvi hægt að skrifa endalaust um hann, ósamræmi í uppsetningu, lélegar myndir og ómerkilegt efni. Ljósir punktar. En að undanskilinni grein eftir Trausta Einars- son, sögu Péturs Gunnarssonar, 3 andlitsmyndum eftir Guðjón Bjamason og Nýlendu, ljóði eftir Guðna Bragason, er innihald og uppsetning blaðs- ins í samræmi við fyrstu opnuna. Fyrir neðan all- ar hellur og ekki samboðið Málfundafélaginu Fram- tíðinni að eyða peningum sínum í slíkt. En ef- laust er það í samræmi við aðra starfsemi hjá félaginu í vetur. Það sem koma skal. Þvi miður, er engin von um að, sú ósk mín ræt- ist, að næst þegar þessir menningarvitar vilja auglýsa sjálfan sig þá borgi þeir sjálfir þá aug- lýsingu, en ekki nemendur M.R. Því þessir menn eru komnir í lykilstöður i. félagslifi M.R.,^þetta er það, sem koma skal. Má segja að íslands óham- ingu verði allt að vopni. Inga Lára Baldvinsdóttir, 6.D. RITDÖMUR 86

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.