Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 10
i uftölaun patníaöit ítarl rorí) PATER "Hvað er að ske i ballettheimilinu við Faxa- skjól?" Það var hinn sem spurði. "Svarið er hjer" Herra Pjetur var einn af þeim finni i klúbbnum. Hann hafði í barnæsku vanið sig á að segja"hjerna' í staðinn fyrir "hérna, og "hjer" í staðinn fyrir "hér". Hann var einn af þeim fínni í klúbbnum. "Svarið er hjer" Herra Pjetur var einn af þeim fínni í klúbbnum. Þess vegna mátti enginn vita að hann ætti kyn sitt að rekja til Hornafjarðar Þess vegna mátti enginn vita, að faðir hans hafði aðeins heitið Þorbergur Jónsson. I den tid rak Þorbergur sjoppuna á staðnum. Með ótrúlegri þrautseigju hafði honum tekist að gera hana að stasrstu mat- vöruverslun þorpsins. "Svarið er hjer" Þá hafði Pési litli tekið við búðinni og með fjármálaviti sínu þróað hana upp í stærsta og vinsælasta ferðamannahótel Suðausturlands. "Svarið er hjer" Herra Ejetur var nú orðinn einn af þeim fínni í klúbbnum. Hann hafði verið kjörinn Þriðji þing- maður íhaldsbandalags heildsala í Austurlands- kjördæmi syðra. Hjer í bænum átti hann nú sæl- gætisgerð, hótel og bíó, auk þess sem hann var útibússtjóri Heildsalabankans í Borgarnesi, heild- sali með snyrtivörur, umboðsmaður fyrir einar þrjár vinsælar víntegundir hjer á landi og full- trúi Ihaldsbandalagsins í tæjarstjóm Hafnar- fjarðar. "Svarið er hjer" Herra Pjetur, einn af þeim fínni í klúbbnum, teygði hornfirska ótótlega svera fingurna eftir nýju plötunni með Sólskinskómum. Hann var einn af þeim finni í klúbbnum. "Svarið er hjer" Herra Pjetur, einn af þeim fínni i klúbbnum, rykkti til hendinni, sleppti, og platan sveif í fögrum boga yfir til hins. "Ég skil ekki" sagði hinn Hinn grandskoðaði plötuna i krók og kring. Það var eins og hinn leitaði að ósýnilegu fingrafari, án árangurs. "Ég skil ekki" sagði hinn Það heyrðist ískur. Hinn leit upp og sá, að Herra Pjetur var að flissa. "Ég skil ekki" sagði hinn Undirhökur Herra Pjeturs voru þær allra fínustu i klúbbnum. Herra Pjetur var einn af þeim þremur herrum úr klúbbnum, sem skörtuðu heilu setti af undirhökum. Undirhökur Herra Pjeturs voru þær allra finustu í klúbbnum. Undirhökur HerraPjet- urs kunnu að leika listir. Það gerðu þær þó ein- göngu þegar Herra Pjetur hló, eða ljet á annan hátt í Xjós gleði sína. Kerra ?jetur# einn af þeim finni í klúbbnum. "Ég skll ekki" sagði hinn Undlrhökur Herra pjeturs voru þær allra fínustu í klúbbnum. Einmitt núna ljeku þær númer, sem var í því fólgið, að sú efsta tútnaði óeðlilega mikið út, á meðan sú næsta varð eins og bókfell (jafn- vel þynnrl). Hin þriðja í röðinni ljek hinn sama leik og sú fyrsta, og svo. koll af kolli, Undir- hökur Herra Pjeturs voru þær allra fínustu í klúbbnum. "Ég skil ekki" sagði hinn Þegar þetta hafði gengið á um stund, hallaði Herra Pjetur sjer dulítið aftur. Þá slengdist neðsta undirhaka Herra Pjeturs upp í þá undirhöku Herra Pjeturs, sem á henni sat. Sú slóst í þá næstu, sem stuggaði við þar-næstu undirhöku Herra Pjeturs. "Ég skil ekki" sagði hinn Svona nálguðust undirhökur Herra Pjeturs andlit Herra Pjeturs, sem óneitanlega minnti á tómötu, bæði hvað snerti lit og lögun. Þegar loks efsta undirhaka Herra Pjeturs fann mótstöðuna i þeirri höku, sem að mestu er gerð úr beini, hrökklaðist hún til baka og spyrntl við sessunaut sínum, sem ferjaði höggið um eina gráðu, með tilheyrandi vibrasjón og hljóðum eins og: "Flap" og "smell". Undirhökur Herra Pjeturs voru þær allra fínustu í klúbbnum. "Ég skil ekki" sagði hinn Herra Pjetur, sem var einn af þeim fínni í klúbbn- um, hló ekki með opinn munninn á þessu stigi máls- ins. Herra Pjetur aðeins hálf-flissaði með háðsku- legt bros á vör. Herra Pjetur var einn af þeim fínni í klúbbnum. "Eg skil ekki" sagði hinn Herra Pjetur, einn af þeim fínni í klúbbnum, lyfti nú kúluvömbinni eilítið um leið og smá "pah" heyrðist samfara því að tilbrigðin jukust hjá margumræddum undirhökum. Undirhökur Herra Pjeturs voru þær allra fínustu í klúbbnum. Ana- maðkavarimar mynduðu 0, rétt mátulegt fyrir túss- penna. Herra Pjetur hló. "Hvað er þetta strákur" Herra Pjetur hafði nú mestu kúluvömbina í klúbbn- um. Hún var farin að ógna tilveru klæðskerasaum- aða jakkans ískyggilega. Frú Ölöf Thorbergsen hafði valið litinn á fötunum sem hann nú klæddist. Herra Pjetur átti aðeins svört föt. Herra Pjetur gekk eingöngu i klæðskerasaumuðum fötum. Herra Pjetur var einn af þeim finni í klúbbnum. "Hvað er þetta strákur" Kúluvömb Herra Pjeturs var nú sú mesta í klúbbnum. Hún hafði aukið virðingu hans meðal klúbbfélag- anna. Hún hafði rutt honum leið í mýksta stólinn í klúbbnum. Herra Pjetur sat alltaf í mýksta stólnum í klúbbnum. Herra Pjetur hafði nú mestu kúluvömbina í klúbbnum. Herra Pjetur átti henni um fram allt að þakka velgengni sína. Herra Pjet- ur hló. "Hvað er þetta strákur" Kúluvömb Herra Pjeturs, senv var sú mesta í klúbbn- um, hafði þó tekist að angra hann á einn hátt. Þetta kom mjög vel í ljós. þar sem Frú Ölöf Thor- bergsen var enn tiltölulega grönn og stundaði reglulega Heilsulindina, frúaleikfimi Armanns og sánuböð með nuddi hjá einhverjum japana, sem sest hafði að hér. á landi. Kúluvömb Herra Pjeturs var sú mesta í klúbbnum. "Hvað er þetta strákur" Kúluvömb Herra Pjeturs, þeirri mestu í klúbbnum, hafði tekist, á einn hátt, að angra beranda sinn. Herr Pjetur hafði á yngri árum þótt glæsilegur maður, þó að það hefði kallast að fara með fleip- ur ða setja hann á bekk hávaxinna manna. Kúlu- vömb Herra Pjeturs , sú mesta í klúbbnum, hafði orsakað það, ásamt því vantrausti sem hann bar til spegla, að hann vissi í raun alls ekki hvern- ig hann leit út neðan mittis. "Hvað er þetta strákur" Herra PJetur, einn af þeim fínni í klúbbnum, sýndi öll merki þess að hann mundi von bráðar rísa á fætur. Að minnsta kosti leit alvarlega út fyrir það frá sjónarhóli hins. Hinn kveið fyrir næstu andartökum. Herra Pjetur var einn af þeim fínni í klúbbnum. "Hvað er þetta.strákur" Herra Pjetur fálmaði beint fram með höndunum. I þessari stöðu líktust handleggirnir, óneitanlega, svartklæddum bryggjuvið. Herra Pjetur hallaði sér uns kúluvömbin sagði: "Stopp, hingað og ekki lengra." Tómatrautt andlitið roðnaði. Herra Pjet- ur vissi upp á hár hvernig lyftingamönnum vorum l'íður, er þeir hafa lyft lóðabúntinu um þumlung, og eiga eftir að keyra það upp í rjettstöðu. Herra Pjetur lyftist um þumlung. Herra Pjetur seig um þumlung. Smá blástur. Smá pása. Herra Pjetur hafði lokið fyrstu tilraun til að standa upp (úr mýksta stólnum i klúbbnum).Kúluvömb Herra Pjeturs var sú mesta í klúbbnum. "Hvað er þetta strákur" Herra Pjetur var einn af þeim fínni í klúbbnum. Herra PJetur undirbjó nú næstu tilraun til upp- risu. Henni svipaði mjög til hinnar. Þó var hún frábrugðin að því leyti, að nú kreppti hann gulli hlaðna finguma, sem smátt og smátt voru að kæfa baugana þannig, að demantarnir einig stóðu upp úr fingrunum. Olnbogana beygði hann 90 út til beggja hliða, og niður þannig, að hnúamir námu við hina mjúku arma mýksta stólsins í klúbbnum. Herra Pjetur þrýsti skínandi demantshnullungunum, sem sátu á l6 karata gullhringjunum, (þeir voru að vísu nær horfnir í fingurna) niður í dúnmjúk- ar handleggjahvílur stólsins. Hnefamir fylgdu. "Hvað er þetta strákur" Herra Pjetur var einn af þeim fínni í klúbbnum. Tómatrautt andlitið varð hvítt. Þrýstingurinn á setur mýksta stódsins minnkaði í öfugu hlutfalli við þrýstinginn á armpúðana. Herra Pjetur lyftist þumlungi hærra en síðast. En hvað eru tvær tomm- ur? Herra Pjetur seig um tvær tommur. Smá blástui Smá pása. "Hvað er þetta strákur" Þá var komið að þriðju til raun. Sú var eins koi ar sambland af hinum tveimur. Nú sperrti Herra Pjetur aðra lúkuna .fram, eins og hann gerði fyrst Hlnni hjelt hann kyrri á stólnum. I þetta sinn var nýbreytnin sú, að biðja um hjálparhönd, sem samstundis greip um lærissveran úlnlið Herra Pjeturs. Herra Pjetur, einn af þeim fínni í klúbbnum, stóð nú þarna á gólfinu eins og bí- sperrtur körfubolti i klæðskerasaumuðum fötum. Herra Pjetur var einn af þeim fínni í klúbbnum. Herra Pjetur, einn af pelm ffnni i kláb'bnuin. "Hvað er þetta strákur? Hefurðu ekki heyrt hana þessa? Þá skelli jeg henni á fóninn meðan jeg stekk fram." Auðvitað hafði hinn oft heyrt nýjustu plötu Sól- skinskórsins. Hinn hafði aldrei heyrt aðra plötu leikna á þeim klúbbfundum sem Herra Pjetur sat. Herra Pjetur hafði setið þá alla. Hinn vissi upp á hár, að Herra Pjetur mundi spila seinni siðuna. Hinn vissi líka, að Herra Pjetur mundi ekki stökkva fram, heldur rúlla. Herra Pjetur, einn af þeim fínni í klúbbnum, rúllaði fram. "Mín kisa á vökul eyru og veiðihár og rófu og viðkvæmt lítið trýnið hún sleikir oft og þvær......" Kórinn brýndi raustina, og Herra Pjetur, einn af þeim fínni í klúbbnum, rúllaði fram. "...Hún unlr dátt við leiki og aldrei sýnir klær og engin kisa í heimi á svo fimar tær..." Kórinn brýndi raustina, og Herra Pjetur, einn af þeim finni i klúbbnum, sneri sjer við á þröskuld- inum og glotti. "Hvað er að ske i ballettheimilinu við Faxa- skjól?" Kórinn brýndi raustina. "Mín kisa dansar tangó, tangó, tangó..."

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.