Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 11
FAÐIR. a) Hinum hafði alltaf liðið hálfilla í viðurvist Herra Pjeturs. Herra Pjetur var leiðinlegasta fyrirbæri sem guð hafði skapað. Að visu voru brandarar hans enn leiðinlegri, en þá hafði Herra Pjetur sjálfur hannað, og skaparinn hvergi lagt hönd á plóg. Hinn horfði á eftir Herra Pjetri, sem hafði niðurlægt og gert grín að hinum með þessum týpiska Herra-Pjeturs-brandara um katta- tangóinn í ballettheimilinu við Faxaskjól. Hinn horfði á eftir Herra Pjetri velta yfir þröskuld- inn. Ef Herra Pjetur hefði haft augu á hnakkanum og verið æfður í varalestri, hefði hann sjeð hinn hrópa á eftir sjer: "Farðu til Helvítis. Farðu til Helvítis." Og Kórinn brýndi raustina. b) Herra Pjetur var í salernisferð. Þessir ungu læknar eru nú ekkert allt of snjallir. Þótt flestir þeirra kysu reyndar Ihaldsbandalagið, voru þeir yfirleitt of frjálslyndir og ein- beittu sjer ekki nóg við að koma fjármagninu í sterkar hendur. Það var þó i lagi að hafa þá i klúbbnum meðan þeir ógnuðu ekki veldi hinna eldri. Herra Pjetur nálgaðist salemið hægum vaggandi skrefum. Hann yrði nú að fara að mæl- ast til stækkunar toilettklefanna. Best væri að flytja tillögu um það á næsta klúbbfundi. Þessum þungu vangaveltum olli kúluvömbin góða, sem ógnaði salernisklefunum á sama hátt og klæðskerasaumuðu fötunum. Það gekk jafnvel enn verr en siðast að troða sjer inn á klósett. Sitjandi á kvartandi og kveinandi salernis- skálinni, samdi Herra Pjetur stutta og kjarn- yrta tilíögu um stækkun toilettklefanna. Kúlu- vömbin gerði allt hvað hún gat til að koma í veg fyrir að Herra Pjetur lokaði að sjer, en ljet þó undan síga að lokum. Ansans þrengsli eru þetta. Herra Pjetur fann til fiðrings einhvers staðar í brjóstholinu. Það var jafnvel eins og haldið væri þjettingsfast utan um hjartað. Herra Pjetri leið þó undarlega vel þama inni, ekki síst þegar veggirnir urðu mjúk- ir og tóku að svigna undan kúluvömbinni. Þeir fjarlægðust og tóku hina fjölbreyttustu liti. Herra Pjetri leið eins og i heljarstórum sal. Honum fannst eins og hann kallaði á hjálp, en til hvers, vissi hann ekki. Líllegast var þetta ímyndun ein. Herra Pjetur. Herra Pjetur. Hann heyrði kallað eins og úr fjarska. Herra Pjetur. Er eitthvað að? Herra Pjetur. Það var þá enginn tagaftsburður. Jeg hef þá kallað. En hvers vegna skvldi jeg vera að svara þessum vanhugsuðu spurningum? Mjer líður betur en best verður á kosið. Hann heyrði stanslaus hróp og köll, en sífellt daufari og fjarlægari, jafnframt sem hann hitnaði smám saman að inn- an, uns engu líkara var, en innvolsið stæði í björtu báli. Andskotans hiti. Jeg held að best sje að hrópa á hjálp. Það er of seint, Pétur. Hvur er það sem vogar sjer að ávarpa mig svo dólgslega. Jeg heiti Herra Pjetur, og líð ekki að láta kalla mig bara Pétur. Herra Pjetur fann nú að hann var á fleygiferð , ýmist áfram, aftur á bak eða niður. Það var eins og hundruð lítilla púka með þríforka ýttu honum eftir löngum steikarofni með hátt stilltum undirhita. Sleppið mjer. Hvað í Hel- víti eruð þið að gera? Þeir ráku allii? upp skerandi hlátur, sem nísti gegnum merg og bein, og þróaðist út í ískrandi hróp, sem enduðu i öskrandi væli. Herra Pjetur sá nú framundan sjer gríðarstórt hásæti, sem'i sat sá ljótasti maður, sem hann hafði sjeð um ævina. I fyrsta lagi er ég ekki maður og í öðru lagi er ævi þín minningar einar, og þar af leiðandi hefurðu ekki séð mig um ævina. Herra Pjetri brá svínslega. Hann vonaði að sjer rynni kalt vatn milli skinns og hörunds. Hér er ekkert kalt vatn að fá, en þú getur feng-í ið ofgnótt af heitu vatni, helst yfir suðumarki. Þá verður þú að tappa þvi af hitaveitunni eða kolakatlinum. Ef þig langar að vita það, þá ertu hér vegna misgjörða þinna i lifenda lifi. Hugmyndin er að þú staflir kolum i ketilinn. Hvað finnst þér um það? Mikil felmtran greip um sig hjá Herra Pjetri. Hvernig átti hann að bregð ast við slíkum gurfansfréttum? Þögn. Ertu með klukku í eyrunum, þarna mörvambi, eða tunguskert ur? Hvaða andskoti er þetta, sem nefnir mig slíkum ónöfnum? Heldur hann að við sjeum í leik^ húsi? Jeg hef tæpast tíma til að grínast með slíkum hásætadjöflum. Best að spyrja hann um leiðina út. Ha, ah, ha, þú ert ansi skreipur á skúminu, Pétur. En svo við tölum í fyllstu al- vöru, þá stendur þú á þessari stundu tæpri meðal -Kjarvalsmyndarlengd frá þeim, sem af mörgum hefur verið kallaður óvinurinn. Þó eru flestir menn minir bestu vinir, og efst á vinsældalista Herra Pjetur, einn af þeim finnl í klúbbnum. mínum er sjálfur Pétur Þorbergsson. Sá svarti veifaði framan i Herra Pjetur þykkum bunka af venjulegum vélritunarpappir. Fremst í staflanum var eins konar heiðursfélagatal. Þar var efst mynd af Herra Pjetri, og hjá henni gylltu letri PÉTUR ÞORBERGSSON. Ert þetta ekki þú? Herra Pjetur gaut augunum tortryggnislega á Surt, síð- an á skjalið. Hvaðan hefur andskotinn komist yfir fermingarmynd af mjer. Jeg þekkist varla. I hvitum kyrtli, efst á einhverjum djöfulsins lista. Ógeðslegt kvikindi. Það var ágætt, ég var ekki viss um að rétti-maðurinn væri á ferð- inni. Vendum okkur þá að meginkjarnanum, Pétur.. .Herra Pjetur, ef jeg mætti leið...Þegiðu Pétur. Hér heitirðu Pétur. Þetta var öskrað. Röddin var hreinræktaður komett eða trompett samfara þvi að bleikglóandi naglbitur beit Herra Pjetur ■samviskusamlega i fingurinn. Ah, djöfull. Varstu að tala við mig? Ekki svara. Eftir að þér fór að safnast auður. Eftir að þú fórst að ljúga konu þína uppfulla af... Jeg er kristinn ■maður og lið ekki... Þegiðu Pétur. Trompett, kornett, básúna og naglbitur. Kristinn maður. Hah. Kristinn maður. Heyrðuð þið þetta strákar? Þessu spurningarspjátri var auglýslega beint tij. púkanna hundrað, sem óðar létu ánægju sína ótvi- rætt í ljósi.með frábærum undirtektum. Hættið. Hættið. Hvað viltu mjer? Þetta var betra. Veistu það Pétur, að í stefnuskrá Ihaldsbanda- lags heildsala stendur að Bandalagið skuli vera Kristilegur, lýðræðislegur flokkur. Það er hvor- ugt• Hvernig dirfistu...? Þegiðu Pétur. Trom- pett, básúna, komett, fagott og naglbitur. Þú veist sjálfur allt um lýðræðið í flokknum. Um kristnina, efast ég að þú hafir nægri greind eða gáfum af nokkurri tegund yfir að ráða, að skilja og meðtaka minn boðskap. Bi'blíán er að sjálfsögðu til á þínu heimili. Herra Pjetur sam- sinnti því, þó hann vissi að svo var ekki. Hún er mér afar mæt bók, trúirðu því? Ekki svara. Og hana hef ég kannað örugglega mun betur en þú. I Bókinni er að finna alla vitneskju sem til er og hvert orð hefur sína meiningu og sannleik, sem einnig ykkar alls-góðs-skilið klerkar hafa ekki séð, og jafnvel afneitað. Drottinn sakast þó ekki við slíkum smámunum. En, og taktu nú vel eftir, þegar menn hunsa aðra eins grundvall- ardæmisögu kristninnar, og þá um ríka unglinginn, svo eitthvað sé nefnt....eða sagði Kristur ekki í| þeirri sögu: "Jafnerfitt mun fyrir ríkan mann að ganga inn i Himnaríki, og úlfalda að ganga gegn- um nálarauga?" Ekki svara, þá er trúin á villi- götum. Þeir eru ekki nema örfáir, skjólstæðingar- nir Ihaldsbandalagsins, sem sleppa við að lenda hér í vinnu nokkrar vertíðir. Mér líkar vel hvursu heimurinn er alltaf að versna, og þú hef- ur vægast sagt ekki verið neinn ljósgeisli i dimmri veröld. Þú varst sannast sagna svarti sauð-| urinn, týndi sauðurinn, sem góði hirðirinn leit- aði og fann, en hva...? svarti sauðurinn vildi ekki heim í góðu hjörðina, vildi ekki verða hvit- ur. Þar áttirðu ekki heima. Þú hélst áfram að þykjast kristinn, en svarta dulagervið var smátt og smátt að útmá siðasta sanntrúaða blettinn. Þú forðaðist kristið æði eins og heitan eldinn, uns "klipp". Það má ekki skiljast svo, að ég hafi komið nálægt, nei, ég vildi fyrir alla muni hafa þig lengur á Jörðinni, en hjartaslag er einfalt vopn, en áhrifaríkt sem Hann beitir oft. Finnst þér það kannske óréttlátt? Ekki svara. Taktu nú eftir. Þeir, sem hér lenda vinna þarft verk. Þú veist, að í Jörðinni miðri er feikilegur hiti, sem vermir vatnið í ofnum fjölskyldu þinnar, en bræðir einnig grjót rauðglóandi, vellandi, svo aðl móðir Jörð þarf ekki annað en að opna munninn, þá| stendur úr henni spýjan, sem skelfir fjöll og menn, en heillar í senn. Slðan koma jarðfræðingarJ brosandi út fyrir eyru, í svissneskum gönguskóm og fara að gleypa i sig vísdóm um innyfli jarðar. Þetta móðurgubb er orðið jarðfræðingamatur. Vel að orði komist, ekki satt? Ekki svara. Eins og þúI veist, er þér ætlað að moka kolum í ketilinn góðaj Hér er skófla. Strákamir sýna þér allt annað. Þegar haugurinn er upp urinn, ertu laus, það er, þá geturðu gengið inn í eilífa sælu. Kolabingur þinn hljóðar upp á 65.000 tonn. Þinn Herra getur svo reynt að semja unt minna, ef hann treystir sér| til að taka við þér. Þar eð þú ert tvöfalt ill- menni, færðu helmingi minni skóflu en aðrir, og verður þá væntanlega helmingi lengur en hinir. Farið með hann. Herra Pjetur, elno af þeim finni í klúþbnum. c) Herra Pjetur, einn af þeim fipni í klúbbnum, stendur sveittur, orðinn grannur, jafnvel horaður,| skítugur með skóflu i hendi. Hjá Herra Pjetri stendur kolabingur, ógnvekjandi hár. Herra Pjetur hefur verið að moka sleitulaust í heila mannsævi úr bingnum í heljarstóran ketil, en haugurinn er nær jafnhár og fyrir einni mannsævi. Þeir sem næst Herra Pjetri standa heyra hann öðru hverju blóta, en mestallan tímann hefur hann verið að raula fyrir munni sjer, alltaf^sama lagið: "Min kisa dansar tangó, tangó, tangó, ég trúað gæti að margir vildu eiga slíkan kött." Herra Pjetur, einn af þeim finni i klúbbnum brýndi raustina. GREZNAROERÐ Inn í 1jóðasamkeppnina barst fjöldi ljóða. Akvað dómnefnd,- að veita þremur mönnum viður- kenningu og varð eigi ágreiningur um úthlutun. Guðmundur Karl Guðmundsson hlaut l.verðlaun fyrir ljóð sitt Draumvaka. Ljóð Guðmundar er ort i drukkinni dýrkun rómantikusins á hinum suðrænu draumanóttum, Hugsunin er skýrt sett fram og nær sér vel á strik með einstakri með- ferð skáldsins á orðum, sem tengjast viðfangs- efninu vegna skyldleika; samspil orðs og æðis rennur út í hæfilegri blöndu. Ljóð skáldsins þótti verðlaunahæfast vegna hinnar eindregnu tjáningar á mjög skýrri hugsun, sem verkar á lesandann líkt og hollt meðal með góðu bragði. Dómnefnd gerði ekki upp á milli ljoða Ölafs grétars Kristjánssonar og Guðna Bragasonar, Ljóð Grétars, Litakassar, er frekar hrátt og myndsnautt. Undirtónn þess lyftir því þó upp. A dulúðugan hátt er þar fjallaðum tvo heima, tveggja kynslóða, sem við nánari athugun eiga sér hliðstæður. Hugmyndin er djúp og langt hugsuð, en skáldið nær ekki að tjá hana nógu skýrt. Hér vantar, að hönd fylgi huga eftir og ljái hugsuninni hina veraldlegu vængi máls- ins, lýsi og lifi. Ljóð Guðna er stutt og^hnit- miðað, með einbeittu orðavali, laust við mál- skrúð. Hugsunin mætti þó vera skýrari. Fáar sögur bárust í keppnina. Aðeins ein iaxx taldist verðlaunahæf, Pater-faðir, eftir Karl Roth Karlsson. I sögunni er brotið upp á skemmtilegan hátt hið hefðbundna smásöguform með innskotssetningum sem endurteknar eru i sífellu. Nístandi kímni og íroníu bregður fyrir í sögunni, þó hefði seinni hlutinn að ósekju mátt vera styttri. Gunnar B. Kvaran. Jón Finnbjörnsson. Trausti Einarsson. 91

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.