Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 8
„EG STILA ÞESSAR LINUR TIL ÞIN I siðasta skólablaði birtist langt og fróð- legt viðtal við Vilmund Gylfason. Eins og vana- lega eru skoðanir hans umdeildar. Að afloknum lestri gat ég ekki setið á mér að taka mér penna í hönd. Ég ætla ekki að tæta neitt í mig af því, sem ágætur kennari minn lét eftir sér hafa, enda kannski ekki maður til þess. En það er alltaf gaman og nauðsyn að gagnrýna skoðanir annarra og er það tilgangur þessa pistils. Ég mun taka fyrir ákveðna hluta úr svörum Vilmundar og fjalla eilítið um hvern fyrir sig. Ég vil byrja á stuttri tilvitnun: Vilmundur:Og það, sem mér hefur svolítið þótt einkenna hugmyndafræðinga af þessu tagi, að þeir eru að bögglast við að þýða texta, venju lega mjög illa, yfir á móðurmálið, þetta ein- kennir nú mjög mikið af þessum ung-marxistum. Textar af þessu tagi, þeir bæði eiga ekki við héma, þeir eiga ekki við nema i þröngum skólahringjum, þeir eiga ekki við um útgerð- arpláss, um raunverulegar slagæðar þessa þjóð félags. Eins og þú véist er hlutverk marxista að miklu leyti fólgið 1 því, að koma fræðikenning- unni til almennings. Þetta gera þeir með því, að þýða helstu rit marxismans. Þú segir flest af þvi illa þýtt og að það eigi bara við skólafólk, en gangi alls ekki i almenning. Þvert á móti tel ég að kommúnistar i Reykjavík hafi Xyft grettis- taki í þessu tilliti ef skoðað er í gegnum mál- gögn þeirra. Þar reyna þeir á einfaldan og lipran hátt að skoða og skilgreina marxismann. Samkvæmt auknum lesendafjölda Neista, málgagns Pylkingarinnar, tel ég að kenningin sé að ganga i almenning, þótt ekki séu þess bein merkjanleg dæmi, enn sem komið er. En það kemst þótt hægt fari. Það sem þú segir hér að ofan, um að kenning in eigi ekki við í útgerðarplássunum, er sett fram órökstutt. Það hefur ekki verið reynt að marki, að reka kommúnistasamtök á landsbyggðinni og þar af leiðir, að ekki er hægt að segja um, hvort það fólk sé móttækilegt fyrir fræðikenning- unni fyrr en hún hefur verið kynnt meðal þess. FELAGSRYNI. Við skuium snúa okkur að öðru. Vilmundur: Félagsrýni er nú einn af’þessu held- ur geldu frösum, sem ég hef ekki mikla trú á. Farðu og talaðu við einhverja geldmarxista, en lattu mig i friði með það. Fyrr í þessu viðtali minntist þú á útgerðar- plássin. Þar búa hamingjusamir þrælar þessa lands vinnandi frá klukkan átta til ellefu, dag hvern, allan ársins hring. Vlð vitum að hið efnahags- lega umhverfi myndar skoðanir þeirra. Þú dregur þá ályktun, að þar eigi marxisminn ekki við. Er það ekki félagsrýni (þjóðfélagsskoðun), þótt ekki hafi verið rýnt vel? Er það ekki félags- rýni, að ihuga siðferðislegt ástand evrópuþjóða í samhengi við orsakir heimsstyrjaldarinnar fyrri? Væri þá ekki tilvalið að skoða samfélag útgerðarplássanna, líf fólksins, og draga síðan sínar ályktanir, i stað þess kannski, að rann- saka bara sögu útgerðarmannanna og draga siðan hæpnar ályktanir? Efalaust hefur þú beitt félags rýninni, enda ber þess merki í kennslu þinni. En hver er þá ástæða þessarar yrirlýsingar? Félagsrýnin er ekki eins geld og ekki eins marxisk og þú vilt vera láta. EDITOR DICIT nVORIÐ ER KOMIÐ..." Haraldur Johannessen. VILMUNDUR MINN...R LOFTKENND VINNUBRÖGD ? Nú komum við að skemmtilegum hluta. Þú segir um Þjóðviljann: Það er aimennt hjalað um, að það séu skatt- svik í þjóðfélaginu. Það er ekki sagt hverjir það séu, sem svlkja undan skatti. Það er ekki sagt hvernig. Þetta kallar þú loftkennd vinnubrögð. Mér er ómögulegt að samþykkja það. Dæmið, sem þú tókst er högg, sem geigar. Fyrir nokkrum árum (ég man ekki nákvæmlega hvaða ár) þegar skattskrá Reykja víkur kom út, flettu blaðamenn Þjóðviljans henni í gegn og tóku fyrir þá menn, sem þeim þótti borga of lága skatta. Þeir sýndu eignir þeirra, hvenær og hverhig þeir eign'uðust þær. Þetta er það eina, sem hægt hefur verið að gera, benda á það, sem gruggugt er og allir dómar um hvort hér eða þar sé svikið undan skatti verða sleggjudóm- ar. Skattaskýrslur liggja ekki á glámbekk og skattyfirvöld eru þau einu, sem eltthvað geta gert ug eitthvað sannað. Allt annað verður fum og fjaðrafok. Það sama gildir um siðleysi kunningsskaparins Þar er lítið hægt að fullyrða. Ég vil í þessu sambandi benda á viðtal þitt i sjónvarpi við Sólnes í Kröflu. Það eina, sem þú gast gert var að spyrja kurteislegra spurninga innan viss ramma. Áhorfendum var skilið eftir, að draga sín- ar ályktanir. Ríkisins er að ganga úr skugga um málið. Þú ert vindur, sem feykir upp ryki, Þú veitii? aðhald með skrifum þinum, en þú verður aldrei dómari. Látum svo gott heita. UM DAGBLÖDIN. Þú segir um Morgunblaðið: ___það sem þar er skrifað um menningarmál er umdeilanlegt, en oft á háu stigi og þeir hafa marga viíðingarverða greinarhöfunda. Morgun- blaðið byggir vald sitt á því, að það er nauð synlegt þjónustugagn á hverju heimili, bara bíóin, dagbókin og slíkir hlutir......að svona stórt dagblað skuli funkera aðallega sem til- kynningamiðill... Síðan gefur þú í skyn, að einhver önnur lög- mál gildi um hina "frjálsu og óháðu" fjölmiðla, Dagblaðið og Vísi. Öðru nær, það eru þjónustu- gögnin og þau skrifa ekki einu sinni nema að litlu leyti um menningarmál. Að gamni mínu gerði ég úttekt á því einn daginn, hversu stór hluti dagblaðanna væru auglýsingar. Þar kom eftirfar- andi í Xjós. Alþýðublaðið: 22,5$ auglýs. af 16 áíðum. Tíminn: 23,7% auglýs. af 16 siðum. Morgunblaðið: auglýs. af 32 síðum. Þjóðviljinn: 16,8$ auglýs. af 16 siðum. Vísir: 40,8$ auglýs. af 24 síðum. Daglbaðið: 46,2$ auglýs. af 24 siðum. Að meðaltali er efnismagn hinna frjálsu 43,5$ auglýs., en aðeins 25,7$ af flokksklafablöðunum. MDrgunblaðið kemur út líkt og Visir, prósentu- lega séð. En á þeim er þó grundvallarmismunur. Morgunblaðið hefur oft verið kallað Le Monde Is- lands og mætti þá segja, að Vísir væri svona ein- hverskonar Franoe Soir Reykjavikur. Taka verður fram, að tölur þær, sem eru hér að ofan, eru að sjálfsögðu engar lokatölur og efalaust ekki al- hlítar, en þær gefa þó ákveðna mynd af^því sem ég er að tala um. Án þess að ætla að móðga nokk- urn þá álit ég, að Visir og Dagblaðið séu keypt á föstudögum vegna föstudagsgreinanna, sem eru einkar fróðlegar. Aðra daga vikunnar er það vegna auglýsinganna og teiknimyndasagnanna, sem spanna heila lo dálka og vel það á laugardögum. Ég áljt, að hinar daglegu "frjálsu og^óháðu greinar séu ekki það aðdráttarafl, sem þ.ú segir, heldur eru þær oftast kallaðar æsingagreinar og þar af leiðandi vekja þær forvitni. Seinna í viðtalinu segir þú: Flokksklafablöðin eru sökkvandi skip. Ötbreiðsla blaðanna sýnir þetta, hin blöðin ná meiri árangri. Það er það, sem er að gerast. Ég skal fúslega viðurkenna, að útbreiðsla hinna frjálsu er mikil á S-Vesturlandi, en hver er hún úti á landsbyggðinni? Mikil? ég er hrædd- ur um ekki, þar eru það flokksklafablöðin sem ríkja. Við skulum segja skilið við blöðin • HUGTÖKIN HÆGRIOG VINSTRI 1 viðtalinu kemur í ljós, að þú telur að hug- tökin hægri og vinstri séu orðaleikur. Þú segir: Takið síðustu Alþingiskosningar hér i grófum dráttum. Þær snerust um þrjú. meginmál, í fyrsta lagi efnahagsmál, í öðru lagi land- helgismál, í þriðja lagi herstöðvarmál eða varnarmál. Það gefur auga leið, að gömlu kreppuskýrgreiningarnar eiga við i allra gróf- ustu dráttum um efnahagsmál og hvað sé eðlileg og rökrétt tekjuskipting. Hins vegar, með vexti hagfræðinnar sem fræðigreinar, þá hefur þetta breyst alveg gífurlega. Þú segir siðan að hægri og vinstri eigi ekki við um hina tvö málaflokkana. Að visu tekur þú alveg skakkan pól i hæðina varðandi afstöðuna til landhelgismálsins. K.S.M.L. tók skýra afstöðu gegn útfærslunni í 5o mílur á þeim forsendum. að hér ættist við íslenskt og breskt útgerðarauð- vald. Það kæmi verkalýðnum ekkert við. Fljótt á litið virðist þó hægri og vinstri ekki eiga við í þessu^máli, allir þingflokkarnir vilja færa út. En að minu viti er grundvallar mismunur á for- sendu skoðana þeirra. Báðir vilja vernda sjálf- stæði þjóðarinnar og fiskistofnana. Þetta virð- ist vera þeim öllum sameiginlegt. En hvaða sjálf- stæði vilja þeir^vernda? Hið rómantíska sjálf- stæði, áem aldamótamennirnir sáu í hillingum eða raunverulegt sjálfstæði, efnahagslegt sjálfstæði. Ég sem vinstrimaður tel, að sjálfstæði þjóðar- innar sé það hollt, að eignast sem víðlendastar aððlindir til að verða ekki pf háð erlendum fjár- festingum, hér á landi. Hægriöflin telja hins- vegar, að æskilegt sé að laða hingað sem mest erlent auðvald og leyfa þvi að skipa veglegan sess í íslensku efnahagslífi. Þeir eru að tala Um hillingar aldamótaáranna þegar þeir tala um sjálfstæði. Strax þama skilur á milli vinstri og hægri, fleira mætti týna til en þetta nægir. Varðandi herstöðvarmálið eru skýr mörk milli sauðanna og hafranna. Einnig í þessum málaflokki tengja flokka.rnir sjálfstæðismálin inn í umræður sínar og ályktanir. Hægri öflin vilja hafa he.rinn hérutil vamar gegn kommúnistunum, sem að sjálf- sögðu ógna sjálfstæði fulltrúa erlends auðvalds og bandarískrar heimsvaldastefnu. Hvort tveggja ógnar sjálfstæði okkar og þess vegna viljum við hann burt. Þjóðernislegu rökin fara ef til vill hæst, en ef grannt er skoðað, eru þau aukaatriði eins og öll þjóðernisstefna ætti að vera. Vinstri menn telja ekki kommúnismann hættu, ef vel er á honum^haldið. Á sama hátt er kapítalisminn ekki höfuðóvinur hægrimanna. Þetta tvennt skilur að skoðanahópana og ræðst tvímælalaust af hugmyndum manna um hægri og vinstri sem virkra faktora. Vegna þessa og ótal fleiri ástæðna tel ég kenn- inguna um hægri og vinstrl vera í fullu gildi. Þessi pistill er nú farinn að lengjast um of og er mál að honum ljúki. Ötal fleiri atriði í svörum Vilmundar mætti taka fyrir og ræða í bróð- erni, en ekki erö þau öll mér á móti skapi. Flest er gott, en umdeilanlegt, en það er einmitt það,' sem gerir manninn fleygan. Magnús Norðdahl, 6.-Y. Möguleiki fyrirþig, fyrirSÍBS Nú eru meiri möguleikar en nokkru sinni fyrr á því ab hljóta einhvern af hinum veglegu vinn- ingum happdrcettis okkar. En þab eru ekki abeins þínir möguleikar til vinnings sem auk- ast, möguleikar SIBS til þess ab halda áfram uppbyggingu á Reykjalundi aukast til muna, og þar meb aukast einnig möguleik- ar á hjálp, fyrir alla þá sem þurfa á endurhœfingu ab halda. fmV Happdrætti SIBS AuLttir ttifíoiilvlLn Auknir möguleikar allra 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.