Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 9
 Traii Eiaarssan Það var löng fæð- ing, rauður og þrút- inn skaust hann loks i heiminn, allir sáu hvers vegna, þvilikt höfuð, og síðan hefur hann velt vöngum, velst um, á hausirln og inn í K.F.U.M. En siðgæði Trausta var með öðru formerki, en þar hafði sést, sem hann innleiddi í augu frelsarans, og í gegn- um eigin túlkanir á guðspjöllunum komst hann í augngotufjar- lægð frá dóttur safn- aðarformannsins. En honum leiddist lífið þar og flutti sig yfir í dómkirkjusöfn- uðinn á fölskum for- sendum, endurtók gamla trikkið, og síð- an hefur hangið a enda- gafli hverrar kirkju mynd af kappanum, öðr- um til varnaðar. Hippi varð Trausti upp úr þessu og lifði á tón- list, sem mörgum þótti vart metanleg á þeim tíma, hann var þó ekki alls kostar ánægður og hóf söng og hljóðfæraleik, tónlistinni til upp- örvunar, (en það mis- tókst). Og svo var það eitt kvöldið, er hann var búinn að þræða hvem söfnuð bænum og síðar búinn að lifa sig út fyrir ramma hippalífsins, að maður gekk i skugga hans, haltr- aði reyndar með klauf á öðrum fæti og sagði: Trausti þú hefur gert vel. En Trausti heyrði ekki því i fjarska sá hann mann, sem ræddi skiptingu auðsins, nokkuð líkur Jesú í framan, það var skeggið áleit Trausti. Maðurinn hét Marx og vinur hans Engels. Trausti vildi jafnhenda lífið, síðan vega salt við dauðann, gera spennu úr átakaleysi rotnaðrartrúar, æsandi leik, flugelda eftir göt- unum, sem meðlæti með hinni andlausu eðlisfræði- deild. Og hann lék sér að því að beraómöguleikann upp á grýttar mublur íslenzkrar náttúru. En þetta ýoru aðeins orð, þvi það eina sem Trausti vildi var að þjóðnýta brjóstsykursverksmiðjurnar. Hann hefur ávallt elskað brjóstsykur. Hann kynntist honum er hann datt af hjóli 7 ára gamall og braut í sér framtennurnar, þá lá hann í rúminu i 10 daga og hærðist eingöngu á brjóstsykri og súpu. Einnig náði hann furðulegri lagni i að ná frarp tilbreytingu i samsetningu fæðunnar, þannig að stundum frysti hann súpuna og borðaði hana sem brjóstsykur, meðan flestir vildu halda þvi fram að þá nefndist súpan íspinni. Þá bræddi hann brjóstsykurinn og drakk hann sem súpu, einnig muldi hann hvort tveggja saman eða lagði í bleyti og frysti, eða þá hann aðeins ropaði og fékk þannig huglægan réttinn frá þvi i gær, þannig lifði hann næringarferlið aftur á bak og telja næringarfræðingarþetta einsdæmi hve miklum þroska Trausti náði í keðju næringarvinnslu aftur á bak. Síðan hefur hann ’viljað leggja niður allar súpuverksmiðjur, enda allt of fljótandi og reisa brjóstsykurverksmiðjur í þeirra stað. Trausti hef- ur þannig aukið visindaþátt Marxismans, sem lítur að brjóstsykri5enda mun fleiri tegundir af brjóst- sykri til heldur en þegar Marx gerði sínar rann- sóknir á þeim. Þá hefur og lekið út úr^hugar- þeli hans, að leggja ætti niður allan búskap og mjólkurstöðvar i sama tilgangi, er þetta bakhand- ar tromp hans við ofneyslu landbúnaðarafurða, sem hann telur vera ein mesta mótsetningin i kapítal- isku hagkerfi og muni leiða til þess að eigendur framleiðslutækjanna, afhendi þau og öreiga lýður- inn breyti þeim i brjóstsykurverksmiðjur. Um þetta hefur Trausti hugsað svo 'mikið að hann hef- ur ekki sagt orð siðastliðin 10 ár og þegar hann æsir sig er þögnin enn þá dýpri og þegar hann elskar er djúpið það mikið að öskrandi rödd við- mælanda bergmálar í innhverfum augum hans. Þrátt fyrir þetta dreymdi hann draum,þar sem hann var flugmaður, seinna kafari. En þögnin hélt áfram og fólk fór að telja hann gáfaðan, jú,með pípuna, jú,sagði fátt, jú, virtist firrtur umhverfi, en borgin hrundi, hann var leikfimiséní, þvílíkar armbeygjur, ógurleg kraftstökk, og já, heljar- stökk, og hann keppti einn á móti bekknum i blaki. En hvers vegna er hann að fífla K.F.U.K.-stelp- umar, af hverju var hann nappaður. . .? Er hægt að skýra þetta út frá súpuíspinnamjólkurstöðva- áráttunni? Þetta byrjaði allt með skyrinu og heilögum anda og Trausta finnst þetta allt voða- lega fyndið, umhverfist allur, langar til að vera allur, þar til á síðustu stundu, að hann man allt þetta ljóta, sem hann hefur gert og hugsað... og sagt er að inni 1 skáp hjá honum hangi skáta- búningur með foringjaborðum, og Satan fór meðan upp á fjallið, bauð honum skólavisti París og Sorbonne og Trausti sagði já, já, há. Síðan hefur hann verið drjúgur með sig og rætt um hvernig hann geti komið andvörpum sínum á Þjóð- minjasafnið? Hvernig get ég fryst eigið rop? Og hann er orðinn hræddur við að verða kross- festur á Þjóðminjasafninu, i anddyrinu, hann elskar nefnilega konur í fatahengjum, sem stað- sett eru nálægt anddyrum, þvilíkt andríki er í augum þér, segir Trausti stundum, ölvaður af öllum herðatrjánum. Trausti hefur mikla kimni- gáfu, hlær að öllum og öllu, en hefur aldrei sagt brandara sjálfur. Reyndar er h-aún meinhæð- inn, en þó frekar leiðinlegur, ótugtarsamur og ástúðlegur, notar axlabönd og les aðeins ævi- sögur. 1 rauninni hefur hann enga kímnigáfu, en er þó alltaf að reyna að segja brandara, en þóknast þó aldrei að hlæja að öðrum, finnst þó betra að ganga með belti, en klæjar í að svekkja afgreiðslumanninn í herrafatabúðinni, sem einu sinni að selja honum belti, þegar Trausti vildi kaupa svita- krem. Neinei, Trausti á ekkert erfitt með að tjá sig, hann bara hefur ekki tíma, hann er alltaf að hugsa um Marx, sem hann kallar iðulega Jesús, vegna þess að honum þykir gaman að hugsa um stelpurnar, einu sinni í K.F.U.K., og i raun er hann þræl- lunkinn við hitt og þetta, sérlega eftir fjallgönguna... Þar til hann kynntist Marx hélt hann sig vera eingetinn, og hann ætti bara að sjá um stelpurnar og Jesú, hafa einkaumboð á þögn- inni og dýrslegum hvötum. :JS K.F.U.M. Allt er í lifinu hverfult. Dagurinn rís úr rekkju og horf- ir timbruðum augum yfir sviðið. Við gín vonleysi hinna óhreinu. Kristið hugarfar þekkist ekki. Sið leysi og synd vex ört í spilltum höndum. Pennum ritnefndar stýrir hinn illi maður í neðra. Tilvera blaðsins þakkast hóglífi og skemmt an ritnefndarmeðlima. I vetur hefur blaðið orðið til í námunda við eina af helstu stofnunum hins andlega lífs á Is- landi. Á sunnudögum hafa þeir numið söng og trúarlegan eldmóð í gegnum veggina...og hlegið dátt. Andskotinn spilar rokk á strengi brjósta þeirra. Hefur synd þessa fólks harðnað svo, að sjálfur rektor hefur beitt örþrifaráðum til þess, að leiða þá inn á hina réttu braut, en án árangurs. En allt er í lífinu hverfult. Nýir tímar eru i uppsiglingu. Næsti árgangur verður unnin á ger- breyttum grundvelli. I anda Hvíta- krists munu limir ritnefndar ríða fram á ritvöllinn, syngjandi, með sálmabók í annarri hendi, penna í hinni. Skilrúmið milli káeffúemm og ritnefndarkompunnar eyðist upp fyrir augum vorum, þegar sýra guð- dómsins rís upp í heilagri reiði og vinnur á heiðingdómnum. Tveir ritnefndarmeðlima munu eflaust vinna gott verk, þegar þeir hvít- þvo hinn gerspillta Halla og baða hann úr dýru vini hins eilífa hreinleika. Eilíf dýrð og hamingja hlotnast oss af næsta árgangi. Guði sé lof og prisi Inga Lára. Gamla konu langar í ferðalag. En áður en hún hverfur norðan hlúir hún að kertisstubbnum í gluggaborunni. I fjögur ár hefur hún reynt að halda magnvana kertinu logandi í öldnu húsinu við Lækjar- götu. Vonlitlum augum lítur hún dauðvona logann. Skyndilega sér gamla konan annað ljós, skærara, speglast í náttmyrkrinu. Andlit hennar aflagast og myndar formlaus- an skúlptúr utan um tregt, sem ösk- rar: „AAAAAA." Gamla konan stormar niður stigann með logandi kertið falið í hendinni og út fyrir. Jú, það ber ekki á öðru. önnur ljós, hvert öðru skærara, loga í gluggum gamla hússins. Hún fellur á kné og tekur að lesa magnþrungna galdra- þulu yfir stubbi sínum, en loginn tekur ekki sinnaskiptum; heldur áfram að fjara út. Þá reynir gamla konan að stíga trylltan dans og ákalla illa anda. Það tekur að rigna. Sú gamla skýlir loganum með svuntu sinni. En þá verður henni enn litið upp í gluggana, þar sem hin nýju ljós verða æ skærari. Um hana fer krampakenndur skjálfti; hún þrífur upp steinvölu og grýtir í gluggann. Um leið og skotið geigar, slekkur regnið á ber- skjölduðu ljósinu.... Fóstbræðrasaga. Ekki hefur farið framhjá neinum hvílíkir andans menn hafa skipað ritnefnd Skólablaðsins í vetur og ber þar þó hæst fóstbræðurna Arrebó og MacMillan. Löngum hafa þeir unað sér við hjartslátt rit- vélarinnar, sem ku vera hin eina sanna Listagyðja. En tímarnir breytast. Alls konar andleysingjar og káeffúemm-fólk hefur læst sín- um gírugu krumlum í ritvélina og skilja vitanlega ekki hennar rétta eðli. Loftfarið er horfið sjónum manna, en maður með þyrnikórónu svífur yfir ritvélinni dag og nótt. Við þessi vofeiflegu tíðindi hóf- ust þeir þjáningartæður handa (fóta) og hófu að stunda frjálsar íþróttir, meir af kappi en forsjá. E.t.v. eru þeir afkomendur og erf- ingja Steinhásmjúrtindátanna á veggjum skólans, vöðvastæltir og spengilegir eins og nýveiddir lax- ar. E.t.v. verða þeir sjóarar í Herranótt næsta vetur, þegar Himmi og Nonni setja upp Deleríum búbónis........................... 4.-B. tertubotnarnir flugu yfir stofu- gólfið og lögðu í rúst þrettán ára starf ölafs Grétars við að endur- reisa og módelísera ímynd hins sanna ríkis útópíu Grétars......... Ein maðuriní) á bak við myndina á veggnum skyggndist út og leit á morgunroðann í gegnum gluggann og brosti hæverskubrosi yfir sigri sínum kvöldið áður. En meistari hilmar reis upp úr beði þynnku endurnærður og hrósaði happi yfir því að lífið var hans... ( D NOVI OVI Q NO¥l Q VI QVI ' ; D ntefess. 10000 00 H0 EBBBBBiaWg 89

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.