Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 5
Hugmyndum hefur áður verið hrint í framkvæmd varðandi þetta atriði, en voru of fálmkenndar og grunnfærnlslega bugsaðar, til þess að upp- skera yrði af þeim. Það vantaði skipulagningu, því fólki, sem alið er upp í föstum skorðum hins borgaralega samfélags er fátt nauðsynlegra en kjölfesta, alla vega til að byrja með. -- Blaðaútgáfa er dásamlegur starfi, þroskandi, skemmtilegur og göfugur. Marga dreymir um, að fá, tækifæri til þess, að sinna þessum þætti menningarlífsins. Það er fátt sem gefur jafnmarga möguleika á nýtingu mannlegs hugvits og afls, og fátt, sem gefur jafnmikla uppskeru. I vetur var á vegum Listafélagsins einhvers konar tónlistarlega hópsköpun. Ég missti af þvi sjálfur, en líst samt vel á þá hugmynd, sem ég fæ út úr orðinu og umræðum manna um fyrirbærið. Að sögn fór þetta fyrir ofan garð og neðan. Enn er spurtrhvers vegna? Ssarið er: vegna þess, að andinn í skólanum meðtekur ekki og viðurkennir ekki fyrirbæri, sem tilheyra i raun öðru og hærra hugmyndafræðilegu kerfi en hinu lág- kúrulega Skólafélagsplani. Til þess, að útfæra svona hugmyndir, verður að vera einhver heildarsamsvörun, sami tónn, sama hugarfar verður að heyrast úr öðru horni. Þetta hafa menn ekki athugað þegar þeir ætl- uðu að framkvæma litla "prufu". Umbótasinnar hafa skotið upp kollinum af og til, en yfirleitt sokkið í grænan sæ jafnóðum, af margvíslegum ástæðum. Á sínum tíma var t.d. reynt að opna ritnefnd og hleypa öllum inn á stafn* Það mistókst vegna þess, að ekkert fylgdi þessum aðgerðum. Sama rotna kerfið kom i veg fyrir, að alaenn hugarfarsbreyting ætti sér stað. Er það von min, að hugsandi menn sameinist hinni rísandi öldu, svo hún missi ekki kraftinn og verði að máttlausu hjáli sjávarins við sandströnd óbreytileikans. Starf Listafélagsins er í anda alls hins: byggt upp á mötun. Sem dæmi má taka tónlistardeildina'. Það litla sem hún hefur haft upp á að bjóða hefur verið 200 ára gömul tónlist. Og fólkið situr og hlustar. Þessu þarf að breyta. Rétt er að sameina hljómlistarmenn með þvi, að fá þeim ákveðið verkefni t.d. samningu tónlistar við ákveðinn ljóðabálk eða eitthvað í þá áttina. Vissulega væri einhver skipting í liðinu, sem orsakaðist af menntun. En hún þyrfti ekki að vera kljúfandi. , Ennfremur ætti að stefna að samvinnu deilda. Má þannig flytja ljóð við undirleik tónlistarmanna, sem ekki hefur verið gert hér. Stofna þyrfti nýja þætti í félagslífinU t.d. einn, sem hefði bara umræður á sínum vegum. Slík er framtíðin. Upp á síðkastið eru menn famir að hugsa. Rokkæðið og hið bandariska kæruleysi eru úr móð og tímar "norrænnar nýtingar" á snilligáfum mannsins eru runnir upp. (Heilinn er sagður starfa best við 4 gráður á Celsíus). Samfara þessu eru auknar umræður og spekúlasjónir óhjákvæmilegar. Hvað er, enda, meira þroskandi en að kynnast viðhorfum náungans og læra að virða þau. Nauðsynlegt er að koma á laggirnar umræðuhópum, sem leita í djúpa brunna mannvits, ræða bókmenntir, stjórnmál, menningarmál.... Ég hef minnst á þetta atriði áður og sagði ég þá, að slík aðgerð myndi tengja útlæga nemendur skóialifinu aftur, auk þess sem viðhorf yrðu fleygari. Eg held að það vanti einmitt umræður í skólann. Einhverjir kunna að halda, að ég sé í rauninni að benda á galla hjá nefndum og klúbbum, sé að "plástra". Umræða mín er aðeins skil- greining; við vferðum að þekkja ástandið eins og það er nú, svo að við getum áttað okkur á því hverju þarf að breyta og hvernig. Markmiðið er að "breyta", vegna þess, "að það er ekki hægt að setja plástur á krabbamein", eins og einhver gáfaður sagði. Núverandi kerfi.þrengir hugarheim nemenda, það virðist hamla gegn framrás nútímalegra starfs- hátta, og þarafleiðandi heftir það sjálfstæða hugsun og skoðanamyndun. I rauninni vinnur það samhliða skólakerfinu að því, að móta menn í það form, sem best hæfirhinu borgaralega þjóðfélagi. Nú kann einhver að spyrja:Er ekki hægt að framkvæma aðgerðina án stórbreytingar? Svarið er nei. Hér er um uppbyggingu á nýju kerfi að ræða , nýjum hugmyndum og nýjum aðferðum. Um leið þarf að "innræta" mönnum breytta afstöðu, annað hugarfar. Annars hlyti vagninn að renna ofan i sama farið aftur. Félagsmálatröllið Shaft segir:"(Núverandi lög Skólafélagsins) tryggja lágmarksstarfsemi, en draga þó á engan hátt úr þeim áhuga, sem fyrir hendi kann að vera hverju sinni." Félagslífið er eins og skúta. "Ef einhver vill þá máhann fara ofan í lest og ná í segl, ég meina mér er alveg sama." Aðalatriðið er að slgla skút- unni. En það er vitanlega ekki hægt ef skipstjórinn er sijor maður, sem samrýmist og sameinast andlegu rjómalogni hins borgaralega náttúru- leysis. Stefnan sem tekin verður virðist augljós fyrir mér, ef marka ber þann áhuga, sem embættismenn nemenda hafa sýnt breyttum viðhorfum. Það ríður á, að grípa ý.bekkinga strax næsta haust og ljúga þá fulla um nýja kerfið. Ölafur Grétar Kristjánsson, 4.-B. BÖKAKOSTUR OG PRÓF. I nóvember var á skólafundi kosið í nefnd. Þvi miður man enginn lengur hsað sú nefnd átti að gera. Um svipað leyti kallaði ritnefnd sjálfboða- liða á sinn fund, i svipuðum tilgangi. Voru þar stofnaðir starfshópar, og birtist hér álit hóps sem átti að fjalla um bókakost og próf. Okkur til frekari glöggvunar, ræddum við málið við Stefán Bergmann, liffræðikennara. Við 'b-yrjuðum á þvi að spyrja Stefán hvort honum fyndist jólapróf þjóna tilgangi sínum. Hann sagðist ekki geta svarað þvi nema játandi, þ.e. a.s. í því kerfi, sem við búum við, hins vegar fannst honum það vera of stór biti í einu að hafa aðeins tvö aðalpróf, þ.e. jóla- og vorpróf eins* og það er í dag. Þá spurðum við hann, hvernig honum litist á að hafa tvö til þrjú aðalpróf á önn í hverju fagi sem væru á mismunandi tíma, dreifð yfir alla önnina. Hann svaraði þvi til, að tvo aðalpróf í hverju fagi væru miklu aðgengi- legri fyrir nemendur, en á því væru framkvæmdar- erfiðleikar bæði vegna húsnæðisskorts og vinnu- tilhögunar kennara og nemenda, og þau myndu koll- steypa öllu skólastarfinu. Varðandi tímaritgerðir i liffræði sagði Stefán, að það viðhorf hefði aðallega ríkt hjá nemendum, að tímaritgerðir, sem undirbúnar væru heima og þar sem leyft væri að styðjast við minnispunkta í timaverkefninu, væri betri aðferð en núverandi skyndiprófaform. Tilgangurinn með tímaritgerðum, þar sem takmörkuð hjálpargögn eru leyfð, er að skapa heildaryfirlit yfir stærri námsþætti. Næst snerum við okkur að bókakosti og spurðum um álit hans á þeirri hugmynd, að nemendur fengju námsáætlun að vorinu svo að þeim gæfist timi til að kanna og koma með athugasemdir, þar sem ástæður væru til, á þær bækur, sem myndu verða notaðar á komandi ári. Hann taldi það vera mjög til bóta bæði fyrir nemendur og kennara. Næsta spurning var, hvort nemendur ættu að taka þátt í vali bóka. Svar hans við þvi var, að það bæri að auka allar umræður um gildi bóka, þar mætti hugsa sér að bekkjarráð safnaði saman og samræmdi álit bekkj- anna á bókunum og skiluðu þvi til kennarans í viðkomandi fagi. Síðan yrði haldinn fundur bekkj- arráðsmanna og kennara. um álit nemenda. Vorum við sammála Stefáni um að þetta gæti flýtt fyrir breytingum í námsbókavali og gæti komið í veg fyrir siendurtekna notkun á óhæfum bókum. Viðtalið beindist aftur að prófum og þar vorum við aftur sammála Stefáni að eigi skyndipróf að haldast i núverandi kerfi, verða þau að vera mun betur skipulögð, þannig að þau lendi ekki mörg í sömu vikunni, sem oft vill koma fyrir. Með því að setja upp einfalda töflu á kennarastofu og hjá hverjum bekk væri hægt að koma þessu i lag. Afnám jóla- og vorprófa í núverandi mynd og i stað þeirra tvö til þrjú aðalpróf á önn, kom aftur til tals. Fram kom,að þá gætu skyndipróf fallið niður og óundirbúin könnunarpróf myndu taka við, þar sem árseinkunn væri ekki gefin, en prófin gæfu kennaranum yfirlit yfir í hverju nemendur væru lakir og hvað þeir ættu erfiðast með að tileinká Sér. Einnig fengju nemendur að vita, hvar þeir^ stæðu í hverju fagi; þetta gæti stuðlað að sjálf- stæðari vinnu nemenda, án þess að þeim væri hotað raeð prófum (til að fá þá til að vinna). Þær hugmyndir sem fram komu í samtalinu h.ér á undan voru þessar: 1. Afnám jóla- og vorpróíá; og i stað þeirra tvö til þrjú próf i hverju fagi á önn. 2. Skyndipróf falli niður og könnunarpróf taki við. 3. Stofnun viðræðunefndar milli kennara og.nem- enda um kennslubækur og birtingu námsáætlunar á vormisserinu. Ef þessar hugmyndir næðu fram að ganga, teljum við, að þær yrðu til bóta fyrir skólastarf okkar. Þær mundu líka tvimælalaust auka samstarf kennara, sem Stefán sagði vera vægast sagt mikið. Einnig myndi þetta stuðla að nánara samstarfi milli kennara og nemenda. En hér getum við bstt því við,til að leiðrétta algengan misskilning, að kennsluhættir, hversu góðir sem þeir eru.geta aldrei sparað nemandanum vinnu, en góðir kennsluhættir geta gert þessa vinnu skemmtilegri og árangursríkari. Guðrún Kristjánsdóttir, J>.-Z. Jóna Kristjánsdóttir, 4.-C. Kristin Jónasdóttir, 4.-B. 2 GREINARGEFOR. LESTUR BÓKMENNTA. Af eigin rammleik hyggst ég ræða hér örlítið um lestur bókmennta i skólanum. Þetta er innlegg i þá umræðu, sem "5 manna nefndin" ætlaði að koma af stað. Eins og flestir vita fór það sam- starf út um þúfur. Eftir þeirri vitneskju, sem ég hef aflað mér, bæði af viðhorfum kennara og bókaútgefenda, mun það vera tilgangurinn með lestri fornbókmennta, að "glæða áhuga nemenda á þeim og þroska um leið bókmenntasmekk þeirra." Það hefur löngum verið deilt um þessi fornu rit, hvort þau eigi að skipa jafnháan sess og þau gera. Fram hafa komið flest rök i því máli og ég nenni ekkl að teygja hendur hugans eftir þeim. Hins vegar vil ég ræða örlítið um aðferðina. I skólanum er samstaða kennara um aðferðir við íslenskukennsluna órjúfanleg, einnig þegar til bókmenntalestrar kemur. Ahugi nemenda er vak- inn með þvi, að láta þá lesa mikil ritverk. Siðan eiga þeir að skrifa um atburði, sem áttu sér stað i sögunni. Þetta leiðir það af sér, að nemendur lesa bækurnar með þvi hugarfari, að muna einstök atriði. Þegar hugurinn einbeitir sér að þessu, er algjörlega upptekinn af smáatr- iðum, hverfur um leið öll sjálfstæð hugsun, gagnrýni og mat. Lesandinn glatar skilningi sín- um og rýni, gildi bókarinnar sekkur niður á flatneskjuna i vitund hans. Hann er undir "þrýst- ingi" og gleymir því, að þetta er ritverk. Hann lítur á bókina sem námsbók. Dýpt islendinga- sagnanna og verðleiki drukknar í barnalegri tilhneigingu nemenda til þess, að muna og geta sagt frá. Þetta er afskaplega sorgleg þróunoog ég harma hana, svo mikill aðdáandi bókmennta sem ég er. Þessari aðferð ætti að breyta. Að öðrum kosti sé ég fram á það, að brátt sé gildi bókanna ekkert í augum nemenda og þeir brenni þeim, alveg eins og hverri annarri námsbók. Ég vil hér með koma á framfæri þessari gömlu hugmynd, að framvegis lesum við þær bækur,sem deildarstjórar setja fyrir. En i stað þess, að við séum látin skrifa endursögn einstakra atburða, segjum við i dýpri frásögn og atburða- rýni frá okkar á bóklnni. Kennarar getaef þeir vilja haft einhverjar umræður til þess að "skerpa skilning" manna á viðkomandi verki. Ég tek fram, að ég er á móti því, að mönnum sé innrættur einhver ákveðinn skilningur og annar útilokaður. Vitanlega er kennarinn leiðbeinandi með sína reynslu og vitneskju að baki, en ég held að nemendur eigi að fá frelsi í þessum málum á meðan þeir eru að vaxa. Svo virðist sem þeim sé ekki leyft að hafa skoðanir í tímum. Ef yfirvöld skólans hyggjast sinna að einhverju leyti hinu vanrækta móðurhlutverki sínu og koma mönnum til nokkurs þroska, þá athugi þau það, að andlegt frelsi er skref í átt að réttu marki. Það kemur í hlut kennara, að stuðla að sjálf- stæðri hugsun, sjáXfstæðri skoðanamyndun, vegna þess að þeir hafa komið málum í sjálfheldu. Nú er því svo farið, að sumir vilja ekki hafa skoðun, vilja vera mataðir. Þeir eru dæmi um stöðnun hugsunarinnar, starfsemin sinnir aðeins brýnustu þörfum og lægstu stigum hugsunarinnar. Aðferðin við bókmenntaumfjöllun hérna býður upp á þessa siðlausu afleiðingu. Tilgangurinn með þessari aðferð er sá, að sjá um að nemendur lesi toekur sínar. Ég viður- kenni það, að þetta er ein besta aðferðin til þess. En hins vegar er ótrú skólayfirvalda á hemendum ámælisverð. Hún bætir örugglega ekki ástundun nemenda eða andrúmsloftið milli "andstæðinganna". E.'t.v. er það stefnan, að nemendur og kennarar standi áfram eins og tvær fylkingar, gráar fyrir járnum, hvor gegn annarri. Heilagur Patrekur má vita hvað þessi aðferð hefur víðtækar og djúpar afleiðingar. Ég held því fram, að jafn- framt öðrum aðferðum við kennslu í þessum skóla, sé hún frekar þroskaheftandi heldur en hitt. ólafur Grétar Kristjánsson. 85

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.