Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 3
Um miðjan marsmánuð leit 4.tbl. Skólablaðsins dagsins ljós. Það sem einkennir blaðið eru greinar um skólamál og einstaka nefndir innan skólans, en greinar þessar eru yfirleitt vel skrifaðar og verður vonandi framhald á slíkum skrifum. Hins vegar létu skáld og rithöfundar skólans lítt til sín heyra; hafa vafalaust beint öllum sínum andlegheitum að ritsmiðasamkeppni Skólablaðsins. Forsiðumynd Guðjóns er ein sú besta í vetur, þc að gegnsær pappír síðunnar spilli nokkuð. Pá eru myndir Gunnars Arnasona: einnig mjög athyglisverð- ar, en Gunnar er besti teiknari skólans um þessar mundir. Quid novi dálkurinn er samkvæmt venju fremur leiðinlegur. Dandimenn eru þó enn leiðinlegri, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilvitnanir i gríska byggingarlist. Teikningar Kristjáns eru eini ljósi punkturinn, afburðagóðar. nEg var og er hægfara" er fyrirsögn að viðtali við Vilmund Gylfason. Vilmundi verður ekki orð- vant fremur en venjulega. 1 þessu viðtali fer hann á kostum, er allt í senn kennari, þjóðfélags- gagnrýnandi, pólitíkus, skáld og blaðamaður. Það verður að segjast eins og er,að viðtal þetta er fyllilega virði þeirra fjögurra blaðsiðna, sem þaf spannar. Þeim félögum, Gunnari B. Kvaran og Har- aldi Johannessen, tekst mjög vel upp við samningu spurninga, en þær eru flestar hnitmiðaðar og mark- visst uppbyggðar. Þá hafa þeir lært það (af Vil- mundi?), að vera ágengir í spurningum og hætta ekki fyrr en að fengnu ákveðnu svari. Svör Vil- mundar eru í samræmi við spumingamar mjög góð og koma skoðanir hans í einstökum málum glögglega í ljós. Gunnar B. Kvaran skrifar ritdóm um 3- tbl. Skólablaðsins, og má mikið vera ef þetta er ekki besti ritdómur, sem birst hefur í vetur. Rit- dómurinn er allítarlegur, einkum sá hluti, sem fjallar um ljóðagerð nemenda. Kemur höfundur þar m.a. fram með þá ábendingu til ákveðins hóps skálda innan skólans, að stunda heldur lestur ljóða en gerð. Erum við að mörgu leyti sammála honum i þeim efnum. Jón Finnbjömsson skrifar grein um Herranótt og gagnrýnir innihaldslausar skrautsýningar, sem hafi verið gegnumgangandi undanfarin ár. Hann bendir á leiðir i leikritavali, sem myndu höfða meira til nútímamannsins og setja "fangamark sitt i félagsvitund áhorfenda um ókomna tíð". Abending Jóns um að menntaskólaleikurinn myndi öðlast nýtt gildi ef merkilegri verk en nokkur fyrri ár yrðu færð upp er vissulega rétt, en hann setur sér þröng takmörk er hann vill einskorða sig við leikrit úr nútímanum og fjárhagégrund- völlur slíkra sýninga yrði eflaust vafasamur. Um Editor dicit er fátt að segja nema við erum höfundi sammála i öllum atriðum. Anægjulegt er að vita að MR-ingar séu gáfaðri en aðrir mennta- skólanemendur( Haraldur Johannessen skrifar "athyglisverða" grein er hann nefnir Að mála yfir ryðið. Hann víkur fyrst að aðgerðaleysi hinnar svokölluðu fimm manna nefndar, en markmið hennar var að koma með tillögur um breytingar á skólakerfinu. Astæður fyrir því að hún lagði upp laupana segir hann vera "egóisma" nefndarmanna (óvægin sjálfs- lýsing) og áhugaleysi nemenda, þ.e.a.s. nemendur hafi ekki haft nægan skilning á hinum raunveru- lega vandamálum sem við blasi og nefndin því ekki fengið hljómgrunn. Síðan fjallar Haraldur um menntamál í almennara og víðara samhengi og fram kemur ádeila á staðnað skólakerfi og spillingu á æðri stöðum. I heild er greinin fremur samhengislaus. Höf- undur virðist hafa átt í pólitískri togstreitu meðan á samningu greinarinnar stóð, því hægt er að finna í henni ruglingslegar mótsagnir eins og sjá má af eftirfarandi málsgreinum: Urn SKÖLABLAÐIÐ. 4.tbl. Harldur Johannessen virðist sjá mikla galla á kerfinu, en bendir á fátt til úrbóta. Menningarkorn. Ekki var laust við að nemendur yrðu undrandi er þeir lásu um þessa gjöf frá Menningarstofnun Bandaríkjanna. Óvist er að nokkuð hefði spurst til hennar ef Skólablaðið hefði ekki gert myndunum skil á síðum sínum. Vonandi er að þetta framtak verði til þess, að myndirnar verði settar upp sem samtæð sýning á næsta skólaári, nemendum eflaust til mikillar ánægju, því myndirnar eru stórgóðar. Aukið stolt er svarið. I opnu blaðsins er grein eftir Guðna Guðmundsson rektor, er nefnist Aukið stolt er svarið. Greinin fjallar annars vegar um húsnæðismál skólans og rakin er saga þeirra, en hins vegar gerir rektor i,ræktaðan náms- standard" að umtalsefni og telur fram skýringar á því. Rektor hvetur nemendur réttilega til dáða, bendir á að þá vanti stolt og vinnugleði. Þörf grein, og opnan vel til þess fallin að setja upp sem „plakat" á veggjum i komandi prófum. Ljóðasíða Guðna Bragasonar. Enn eitt ljóða- skáldið hefur bæst í þann fríða hóp sem fyrir er. Ljóð Guðna eru yfirleitt vel ort og myndræn, t.d. „Að lokum" og „1 barka brunnsins". Myndskreyt- ingar eru þokkalegar og í samrssmi við efni ljóð- anna. Af öðrum ljóðum sem bitastæð eru í blað- inu mætti nefna ljóð Arna Hallgrímssonar „Ljóð ár? myndar" og „Gunnar og Kolskeggur" eftirSigurð Thoroddsen, og mikið er lokaniðurstaða ljóðs Þór- oddar Sigtryggs, H.I.F., í aðdáunarverðu samhengi við það sem á undan er farið. Bréf að vestan er ákaflega fróðleg lesning, þar sem lýst er lífinu i Menntaskólanum á Isa- firði. Svipaðar greinar hafa birst frá öðrum menntaskólum í fyrri blöðum, og gaman væri ef þetta yrði til að samskipti nemenda í þessum skól um ykjust, á sviði menningar- og félagsmála. Greinin Víkingaferðir 20. aldar eftir óskar Einarsson er fyllilega réttmæt ádeila á utanlands ferðir menntskælinga. Ekki erum við þó sammála honum um að leggja beri ferðir þessar niður, en hins vegar er orðið tímabært að taka fyrirkomulag þeirra til rækilegrar endurskoðunar. Fullkomnun ömurleikans nefnist grein eftir Sigurð Sverrisson. Þar ræðst hann harkalega á efnisval Skolablaðsins í vetur, og tekur 3. tbl. blaðsins sem dæmi. Sigurður virðist hafa furðu- legan smekk hvað lesefni snertir, því hann deilir einna mest á þær greinar sem innihalda hvað menn- ingarlegast efni, en lýkur mestum lofsyrðum á innihaldslausar greinar eins og Quid Novi og Dandimenn. Að öðru leyti vísum við á grein Jóns Finnbjömssonar, en henni erum við í flestu sammála. Grein Ingu Láru Baldvinsdóttur „Stúdentar eiga bara að vera stúdentar" er athyglisverð úttekt á áhrifum Stúdentahreyfingarinnar á Skólablaðið. Greinin er mjög vel unnin, eins og flest sem Inga Lára lætur frá sér fara. Jón Norland ritar grein í Skólablaðið, þar sem hann kemur með ábendingu til íþróttanefndar. Segir hann að leynimakki og pukri verði að útrýma úr störfum íþróttafélagsins. Hann gagnrýnir klíkustarfsemi við val skólaliða og bendir á leiðir til úrbóta. Það verður að segjast eins og er, að Jón hefur mikið til síns máls, og verður gaman að fylgjast með honum í inspectorembættinu næsta vetur. Blaðið er að mörgu leyti mjög gott; án efa eitt af betri blöðum þessa vetrar. Ritnefnd hefur fylgt þeirri stefnu í vetur að virkja myndlistar- menn innan skólans til uppsetningar og skreyt- ingar á blaðinu. Hefur þessi samvinna tekist í alla staði vel, og óskandi að haldið verði áfram á þeirri braut. Reykjavík, 3- apríl. Þórir Óskarsson, 5-D. Gunnar Hrafnsson, 5.D. Tilefni þessarar greinar er tillaga, sem bera átti upp á skólafundi þann 26. marz síðastliðinn, um að gjaldkerar nefnda og ráða Skólafélagsins skuli setja bókhald sitt í löggilta endurskoðun. Mér skilst að hér sé um tilmæli frá menntamála- ráðuneyti að ræða. Það er í sjálfu sér ánægjulegt að um fjármál Skólafélagsins sé rætt, og breytingar gerðar, en mér virðast aðrar breytingar tímabærar, en ekki þessi Félagslífið er í eðli sínu andsvar við hinni óvirku mötun skólakerfisins. I félagslífinu eru það nemendur sem skipuleggja og taka ákvarðanir, óháðir fjarstýringu skólayfirvalda. Þess vegna er nauðsynlegt að félagslífið geti staðið á eigin fótum. Nú eru emtsettismenn, þar á meðal gjald- kerar, ábyrgir gagnvart nemendum. Það er ónauð- synlegt að gera ábyrgt gagnvart utanaðkomandi aðilum, það er einungis uppgjöf fyrir þeirri hættu, sem ávallt er fyrir hendi, að félagslífið verði svo mikið bákn, að nemendur ráði ekki við það. Sé svo komið, þarf að takast á við vandann, en ekki flýja með hann í löggilta endurskoðun. Þessi tillaga er táknræn fyrir þann aumingjaskap, sem einkennt hefur stjórn Skólafélagsins í vetur. Hún lýsir á skýran hátt þeim vanmætti gagnvart eigin hlutverki, sem um of hefur verið ríkjandi í vetur. Það er einnig athyglisvert að nýkjörinn inspector skuli vera meðflutningsmaður að þessari tillögu, e.t.v. er hann þegar búinn að gefast upp. Sé svo ætti hann að vinna bráðan^bug að þvi að leggja embættið niður.' Félagslífið styrk- ist ekki við að þenjast út, styrkur þess felsti því að vera sjálfu sér nægt um sem flesta hluti. Eins og ég minntist á í greinarstúf í síðasta Skólablaði og fráfarandi formaður leiknefndar áréttar enn frekar á öðrum stað í þessu blaði, er rekstur Herranætur nú ekki eins mikið fjárhættu- spil og fyrir nokkrum árum síðan. Nú í ár var t.d. tæplega 200 þús. króna gróði á Herranótt. Var þetta að þakka ströngu aðhaldi í fjármálum og ofboðslegum gróða á dansleik (24ý þús.). Þessi gróði rennur nú í skólasjóð, sem einhvers konar endurgreiðsla á tapi undangenginna ára, og kemur félagslifinu að engu gagni. Þetta gerist á sama tíma og Listafélagið berst í bökkum fjár- hagslega, Skólablaðið rétt skrimtir og svipaða sögu mætti eflaust segja af fleiri félögum. Það verður að hætta þessum viðskiptum við skólasjóð, þau eru engum til góðs. Þess í stað ætti Herra- nótt, eða Skólafélagið, að byggja upp varasjóð, sem auðvelt væri að verðtryggja. Af þessum sjóði væri hægt að taka ef stóráföll yrðu, en Skólafélagið væri ábyrgt væri um minni háttar skakkaföll að ræða. Þannig yrðu nemendur sjálfum sér nægir, og þyrftu ekki að leita út fyrir félag sitt að fjárhagslegum bakhjarli. Félags- lifið verður að vera sjálfstætt, annars er hætt við að það þurrkist út þegar harðnar á dalnum. Jón Finnbjörnsson, 5.D. 83

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.