Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 4
VAKUAVIDI V1TUV4D Þessi grein er skrifuð úti í morgunsólinni óeiginlegri, þegar draumar næturinnar öðlast raunverulegri blæ, útlínur þeirra styrkjast og verða til sem grindur. Greinin er framhald annarrar greinar, sem þegar hefur birst og heitir "Skólafélag". 1 henni ræddi ég um Skólafélag M.R. Sagði ég þar, að félagið væri þess ekki megnugt, að stjórna lifandi og auðugu skólalifi hér. Ennfremur minntist ég á afskipti skólayfirvalda og^þau áhrif, sem stafaði þaðan. Eg taldi sameiningu Framtíðarinnar og Skólafélagsins nauðsynlegt skref. I lok greinarinnar reifaði ég lauslega hugmyndir, sem ég tel að gætu blásið lífi i nær dauðan eld. Þessar hug- myndir eru langt frá því að vera original eða hugsaðar af mér fyrstum manna. Þær hafa verið við lýði í mörg ár. M.R. er það einangrað fyrir- bæri, að þangað berast hugmyndir ekki fyrr en þær þykja úreltar annars staðar. Þvi ber e.t.v. að umgangast þær með tilliti til þess, að þær séu farnar að hröma. Markmiðið er það, að þiða frosinn búk. Ég tel, að best se að gera það, með því hugarfari að framkvæma eitthvað ákveðið , með sem minnstu þrasi og málalengingum, þvi þannig hafa allar hugmyndir verið drepnar i dróma, þ.e.a.s. fólk hefur fengið leiða á þeim. Eg hygg, að næsta vetur beri nemendum að einbeita sér að því, að "breyta". Til þess að þetta taki sem minnstan tíma, ættu forvígismenn nemenda að skipuleggja almenna þátttöku í mótun nýs félagslífskerfis með fundahaldi og aktívu skólablaðið. Embættismenn nemenda t.d. forseti Listafélagsins og annar fulltrúa nemenda í skólastjórn hafa sýnt málinu áhuga og bendi ég mönnum 1 þvi sambandi a Kosningablaðið '76, burtséð frá raungildi þess sem heimildar. Er menn höfðu lesið greinina hófust mikil andvörp og vanlíðan jókst. Komu sumir að máli við mig og töldu vonlítið, að þessar aðgerð- ir myndu heppnast og höfðu reynslu annarra skóla fyrir því. Svo kyn- lega vildi til, að flestir þessara svartsýnu manna eru leiðarljós og )iornsteinar myrkasta afturhaldsins í M.R. Vísa ég í því sambandi til greinar Skafta Harðarsonar, sem birtist i 4.tbl. Skólablaðsins,"Um lög Skólafélagsins", sem hugsuð var sem eins konar svar við minni grein. Þar á í stuttu máli að kveða niður tilraunir til nýbreytni, án þess einu sinni, að fólk fái tóm til þess að hugsa, án þess, að menn fái að koma fram hugmyndum. Það er synd og skömm að núna fyrst birt- ist mönnum þau mistök, sem gerð voru í fyrra, þegar þessi maður var kosinn inspector. Látum vera sjálfsalamálið, en þegar yfirmaður félags*- lífsins hefur snúist á sveif me'ð f jandmönnum þess og ræðst gegn um- bótum, þá hefur tilveran fengið annarlegan blæ. -- Ekki er um auðugan garð að gresja í greln fyrrv. Inspectors, þegar sneitt er hjá útúr- snúningi og aðdróttunum. Hann birtir þar sínar hugsjónir varðandi félagslíf, sem í stuttu máli eru þær, að viðhalda núverandi formi stjórnunar og starfsemi. Lög félagsins tryggja "lágmarksstarfsemi" og ekki meira. Því þarf að breyta og það verður ekki gert meðan embættis- menn eru sömu dauðyflin og Skafti. Hann er nú blessunarlega horfinn sjónum vorum og getur sagt:"Einu sinni var ég inspector scholae." Skafti segir í grein sinni, að varast beri að stökkva út í breyt- ingar, sem kunni að hafa slæmar afleiðingar. Ég tala ekki um eiginleg- ar breytingar, enda vart miklu að breyta, öðru en þvi sem viðvíkur formsatriðum. Skafti gefur í skyn, að hér sé um stórbyltingu að ræða, sem steypi af stóli þrælútspekúleruðu kerfi. I staðinn komi eymd og vesöld. Finnst mér fyrrv. insp. gera of mikið grýlubragð af hugmynd- inni og jafni henni við pólitiskar þjóðfélagssviptingar. Þannig hefur hann eflaust "hrætt" margan "bibliudrenginn". Eg lít á breytinguna sem endurnýjun, gamall og fúinn girðingarstaur sé fjarlægður en nýr og sterkur settur í staðinn. Valdastóli hrörnaðrar hugmyndafmði sé lyft og hún látin siga úr en ný mótuð til þess að taka við. Skólafél- agið líkist tóftum: til þess að byggja nýtt hús á sama stað verður að ryðja tóftunum burtu. Eg hef átt-viðræður við fólk og innt eftir áliti á æskilegu stjórnkerfi. Komu fram bjartsýn viðhorf á gildi miðstjórnarvalds, líkt því sem er»,i M.T. Þar væru aðilar að: formenn bekkjaráða, ritstjóri Skólablaðsins, forseti Listafélagsins, formaður^Herranætur og e.t.v. fleiri embættismenn. Einnig væri mögulegt að kjósa sérstaklega í mið- stjórn. I höndum hennar yrði fjármála- og^framkvæmdarvald. Skafti Harðarson er á móti þessu vegna þess að þá væri fé dreift eftir mati stjómenda, alveg eins og nú er gert...'. Hann segir lika að þa muni klikustarfsemi grassera, alveg eins og fyrr....'?.' Klikustarfsemi er afleiðing minnimáttarkenndar, óþroskaðra hvata, tilfinningalifs,a lágu stigi, óeðlis og lágs félagsþroska hjá einstökum mönnum. Hun er ekki bein afleiðing af starfsháttum. En hvaða bót er að slíkri stjórnun? Með miðstjórn væri komin ^ meiri alvara í kerfið hér. Þá hefðu nemendur beinni afskipti af stjorn- un gegnum bekkjaráðsmenn. Inspector, scriba og quaestor hyrfu brott af sjónarsviðinu eftir langan og strangan dag i brúðuleikhúsinu. Þa. væru ekki lengur ósýnilegir stjórnendur, sem nemendur hefðu minnimáttar- kennd gagnvart, líkt og nú er. Þá værl ekki lengur sjónarspil á vegum Skólafélagsins, briljantín- og Hollívúddþefur á göngunum eftir að^ stjórnarmeðlimur hefði strunsað þar um, svo gustaði út og suður ur hári og errnum. Fólkið væri ekki vegna Skólafélagsins , heldur felagið vegna fólksins. Tilgerð, yfirborðsmennska og einfeldni, sem Skolafel- agið býður upp á með fáránlegum skilgreiningum á starfssvlði einstakra embætta hér, viki fyrir heilbrigðri og þroskaðri vitund, dýpt og fegurð mannlegra hvata. Starfshópur hefur það markmið, að efla virkni dauðra punkta, sem eru allt of margir í núverandi félagslifi. Virkni þessara punkta felst i gróðursetningu eða endurvakningu hugmynda, fruma i heilanum, sem smita út frá sér og koma af stað starfsemi á þeim svæðum. Ef litið er á málið í viðara samhengi sést, að virknin kemur að gagni þegar út i þjóðfélagið er komið þ.e.a.s. hin félagslega og andlega virkni. Þá má likja þegnunum við rafhlöður í útvarpstæki. I hinni þröngu einstakl- ingshyggju Skafta Harðarsonar er þetta ákveðin "hugsjón" (?). Til dæmis má benda á leiðara hans i (smá)Borgaranum, þar sem hann reynir að klina frösum frá George Orwell og lærimeistaranum mikla John Stuart Mill inn í borgaralegt samfélag, vitandi það, að þeir eru draumsýn borgarastéttarinnar, sem aldrei mun rætast. Starfshópamir eru í fjármálalegum tengslum við miðstjórnina. Stjórnun hópanna sjálfra lýtur öðrum böndum. I þessu sambandi mætti skera niður fjölda kosinna manna hér, þvi núverandi kerfi býður upp á mötun: Skólablaðið, bókmenntadeild og Llstafélagið almennt, Plötu- safnsnefnd o.s.frv. Þá láta nemendur kosnum fulltrúum eftir áð sinna félagslífinu. Með því að fastsetja starfshópakerfi yrði varpað ljósi á tilgang og aðferðir félagslifs. Það þarf að leysa einhverjar hömlur héma, útrýma þessari loðúlpumenningu, sem er, sálfræðilega, i ætt við þá tilhneigingu rússneskra bænda á tímum Péturs hins blauta og mikla, að láta sér vaxa skegg ofan á bringu. Menn eru alltaf í feluleik. Ríkt er meðal borgaranna, að loka sig inni í steypuhnöllum og lifa í myrkri. A sama hátt gera nemendnr allt hér að híbýlum sínum, til þess að geta falist. Þeir virðast vera hræddir við að hafa hvatir eða standa út úr. -- Það þarf að breyta öllu samtímis. Það er góð tilraun, að koma fram með áþreifanlegar aðgerðir og sýna ótvírætt , að hugur fylgi máli. Ég ætla að víkja lítlllega að þeim þáttum, sem misfarist hafa. Ljósmyndaklúbbur er dautt fyrirbæri (ég legg til grundvallar umræðu minni, að sameining Skólafél. og Framtiðarinnar eigi sér stað). Ekki liggur fyrir skilgreining á hlutverki eða starfssviði hans. Undarlegir menn með stór gleraugu læðast í aðsetur hans og sinna störf- um sinum i laumi. Alls kyns kukl og undirferli á sér stað í "kompunni". Klúbburinn ætti að kveikja ljós í myrkvaðri vitund meðlimanna og halda fundi, taka fyrir viðfangsefni, fara í 1jósmyndunarferðir. Heilmargir nemendur hér eiga rámdýrar myndavélar, sem þeir kunna ekkert að fara með. Markmiðið þarna væri að öðlast reynslu og læra af öðrum. Hvers vegna er Plötusafnsnefnd óvirk? Vegna þess að hún þreifar sig áfram í myrkrinu í hræsnisfullri hógværð. Hún beitir sér ékki fyrir þvl, að opna frá hinum raunverulegu uppsþrettum tóna og árangurs. Hún höfðar ekki til alls þess aragrúa af áhugamönnum um tónlist, sem fyrirfinnst í skólanum. Hún er hiædd við að storka við menningarhræsn- inni. Viðar. Karlsson svaraði mjög-skemmtiiega í.. Kosningabla. ðinu '76, þegar hann var spurður um tengsl Plötusafnsnefndar við "menningar- standardinn":"Sg held að menning í M.R. sé ekki öll þar sem hún er séð. Menningarsnobb er rikt i blóði M.R.-inga og því eru þeir ansi margir, sem fyrirlita Plö.tusafnsnefnd og viðfangsefni hennar, þótt þeir séu kannski ekki þroskaðri en hver annar plötufrík." Ætti Plötusafnsnefnd ekki að storka dálitið við hræsninni? Ég tel að andlegu ástandi nem- enda sé ekki hætt með starfsemi nefndarinnar. Mórall hvers einstaklings tekur klppi upp eða niður, sitt á hvað. Það er hlutverk Plötusafnsnefndar að koma af stað almennara starfi. Ég tel að snakkkvöld gætu leyst ýmsan vanda. Þar geta menn komið á framfæri fróðleik, hugmyndum, skoðunum og aflað sjálfum sér^ upplýsinga. Kynningar gætu verlð i formi umræðna og umfjöllunar, plötu- spilari úti í horni , lágt stilltir hátalarar. Gamla aðferðin, þar^sem kynnirinn öskrar yfir hálftóman sal einhver hrósyrði eða nöfn, er úrelt. Þótt plötusöfnun sé litin sem tómstundaiðja, er hún örugglega verð meiri ræktar en nú er. Nemendur eiga að geta gengið i starfshóp um Skólablaðið. Þa tilkynnir ritstjóri útgáfu næsta tölhblaðs, auglýsir fund, auglysir dagsebningu, þegar efnissöfnun lýkur, hvenær blaðið fer í prentun o.s.frv. A fundl starfshóps setur ritstjóri fram schema um næsta blað og viðstaddir gera athugasemdir eða koma með hugmyndir. Síðan geta geta menn gengið frjálst að vinnunni, sem er skipulögð af ritstjora. Blaðið gæti legið frammi, t.d. í pi-stofunni og þar ynnu menn eins og þá lysti. Önnur hugmynd er sú, að undirbúa prógram og fara með það i Selið ásamt verktökunum og vinna þar yfir helgi að hluta úr blaði.^ Þannig kynntist fólk betur og fyndi- meiri dýpt i starfinu, melri ro og menn legðu sig meira fram.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.