Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 14
Kveðja. Elsku Halli. Fyrirgefðu skriftina en við erum að flýda okkur. Ég og Jón, við vildum - og ðskar og Sigrún og Gredar - við ötluðum bara að segja bless og takk fyrir veturinn og árganginn. Kristján bannaði okkur að nota myndirnar þínar, sem áttu að vera með ljóð- unum þínum - þau hurfu -. Haukur hringdi og bað að heilsa. Hann er fastur i Timbuktu, út af því að hann stal ritvél frá slökkvi- liðinu á staðnum. i>að er ekki það, sko hann barnaði dóttur slökkviliðsstjórans. Þess vegna er hann fastur þarna. Við erum eðlilega alveg i vandræðum og auk þess verður örugglega ekki stofnuð frjálsíþróttadeild í Iþróttafélaginu næstu árin. Eg mun sakna þeirra góðu tíma þegar ég hvæsti í eyrað á þér í vetur, öskraði og blés og þú skildir ekki fyrr en seint og síðar meir. Manstu ekki? Gunni var alltaf að reyna að hafa áhrif á þig, en auðvitað hlustaðir þú meira á mig, ég og þú erum frændur, Halli, eins og þú veist. Gunni er bölv- aður kommonisti og þú sverð þig ekki í sterkasta karllegg ættar- innar, ef þú ert að hlusta á og flækjast með svoleiðis dóti og hyski. T.d. er Skafti ágætis drengur og ég var aldrei hrifinn af því, þegar þið voruð að hrekkja hann i vetur. Þar léstu óþverra- mennið Pétur sveitavarg og duluna Björn Líndal fara með þig eins og tusku. Halli, þú veist að ég hef allt- af dáð skáldskap þinn, þú veist, þetta með skærin og lærin og konuna á ultra-rauða fólsvagn- inum, sem seldi kápuna sína á sölupöllum sérviskunnar. Og svo var þetta með niek niek, shemick shemick. Kyss, ég elska þig oh yeah^og^allt það, ha’ Eg held að þú sért jafnvel meira skáld en pabbi þinn. Hann komst aldrei lengra en sem lítill drengur inn á Melavöllinn. Jæja, nú er best að fara að hætta þessu kjaftæði. Jón Pétur leit við um daginn og vildi hitta þig. Hann var í fylgd með lögregluþjóni... var tekinn inni á karlaklósetti, fiktandi með eldspýtustokk... Það var vist Friðrik Snorri sem kom að honum. Guðni er ægilega góður við okkur. Um daginn kallaði hann á okkur upp á skrifstofu til sín og gaf okkur sleikjó. Hann klappaði meira að segja Hauki og Gredari á kollana og sagði að þeir væru indælis- piltar. Okkur líður öllum vel og biðjum að heilsa þér, Stjána, Skafta og Borgaranum. Lítill fugl. Skólablað M.R. 6.tbl.51•árg. Ritst.ióri: Halli Johannessen Ritnefnd: Haukur,Nonni, Stjáni, Gréti, og Öskar,Sigrún Uppsetning: Gunni Árna, Halii Helga, Nonni, Kalli Roth, Öli Jó, Gréti, Öskar og Sigrún,Inga Lára. Vélritun: Ingveldur, Nonni, Kristinn And, Sigrún Svavars og Þorgeirs og Sólveig. Gréti, Teikningar: Gunni Árna, Halli Helga, Kalli Roth og Pálmi Guðm Nonni,Gréti Filmu- og plötugerð: Repró Prentun: Formprent. Forsíða: Öskar. A-byrgðarmaður: Bjami Gunnarsson. Utgefandi: Skólafélag M.R. Við biðjum fyrir kveðju til Hauks ClaUsen og Ölafs Hilmars Sverrissonar. STTLLING H/P AUOLÝSIR HÖFUM OPNAÐ AFTUR EFTIR BRUNANN. VEITUM EINS OG ÁÐUR ALHLIÐA HEMLA ÞJÖNUSTU: RENNUM BREMSU SKÁLA R, RENNUM BREMSUDISKA, LlMUM A BREMSUBORÐA, SLlPUM BREMSUDÆLUR, SMlÐUM BREMSUR O.FL. STILLING H/F SKEIFUNNI II SlMAR 31340 OG 82740. Armbandsúr Gull — Silfur — Stál — ótrúlegt úrval — GARÐAR OLAFSSON, úrsmiöur, Lækjatorgi MATUR ER MANNSINS MEGIN SKALLI. Eftirtaldir söilar styrktu blaöid Börkur h/f, Hjallahrauni 2, Hafnarfirði Gleraugnaverzlunin Linsan, Aðalstræti 9- sími 15055. Ljósfari. Trévirki h/f, Skeifunni 3. Sími 82155. Sjáum um hönnun innréttinga, lagfæringar og breytingar l.flokks vinna hjá l.flokks fagmönnum. Verzlun Öla Þór, Háteigsvegi 20. Sími 16817. Verzlunin Þróttur, Kjöt- og nýlenduvöruverzlun. Sími 84860. Kleppsveg 150. Faco, Laugaveg 37- Neseo, Laugavegi 10. Mál og Menning, Laugavegi 18. 94

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.