Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 4

Morgunblaðið - 03.07.2021, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021 Dalmatíuströndin í Króatíu sp ör eh f. Haust 5 Glæsileg ferð um töfrandi svæðið við Dalmatíuströndina í Króatíu þar sem menning forfeðra svífur yfir. Sögulegir staðir frá tímum Rómverja, litríkar borgir og fagrar strendur taka á móti okkur. Lengst af dveljum við í borginni Biograd og förum þaðan í skoðunarferðir, m.a. til bæjarins Zadar og sögufrægu borgarinnar Split. Ferðina endum við í fæðingarborg Mozart, Salzburg í Austurríki. 22. september - 1. október Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 236.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við lendum þyrlunni okkar við eld- gosið þegar aðstæður leyfa,“ sagði Þorlákur Runólfsson, framkvæmda- stjóri Þyrluþjónustunnar-Helo.is. Félagið á eina þyrlu en er í samstarfi við Reykjavík Helicopters og leigir þyrlur af þeim þegar þörf krefur. Unnið er að sameiningu félaganna, að sögn Þorláks. „Við höfum verið í sambandi og góðu samstarfi við landeigendurna á Hrauni frá því stuttu eftir að eld- gosið hófst,“ sagði Þorlákur. Hann sagði að Þyrluþjónustan hefði samið við landeigendur Hrauns um heimild til að lenda við gosstöðv- arnar. Þorlákur sagði að samning- urinn sé trúnaðarmál og því geti hann ekki upplýst um efni hans né hvað lendingarleyfi kostar. Eins og fram hefur komið settu landeigendurnir lögbann á lendingar Norðurflugs við gosstöðvarnar. Þor- lákur sagði að Þyrluþjónustan hefði ekki fengið formlega hótun um slíkt lendingarbann. Sætið í eldgosaflug með Þyrlu- þjónustunni kostar 55.000 krónur. Þorlákur sagði að verðið hefði ekki verið hækkað vegna lendingargjalda á gosstöðvunum. Hann sagði að þetta væri bara hluti rekstrarkostn- aðarins eins og lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli, eldsneytis- kostnaður, viðhald og laun. Þorlákur sagði að ekki sé lent í hverri ferð sem flogin er að eldstöðv- unum í Geldingadölum. „Það eru ekki alltaf aðstæður til að lenda þarna. Stundum er of hvasst eða það er hætta á gasmengun. Svo vilja ekki allir farþegar lenda og fara út úr þyrlunni, eru kannski fótafúnir og eiga erfitt með það. Flestir farþeg- arnir hafa þó áhuga á að lenda við gosið,“ sagði Þorlákur. „Það er gríð- arlega mikil eftirspurn eftir flugi að gosinu. Nálægð eldgossins við höf- uðborgarsvæðið olli því að Íslending- ar þyrptust í þyrluflug að gosinu. Nú eru erlendir ferðamenn farnir að koma til viðbótar við Íslendingana.“ Sömdu við landeigendurna um lendingargjald þyrlu - Gjald ekki gefið upp vegna trún- aðar um samning Ljósmynd/Þyrluþjónustan Gosflug Þyrluþjónustan-Helo býður upp á flug í Geldingadali þegar veður leyfir. Fyrirtækið samdi við landeigendur um að lenda við gosstöðvarnar. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lagnarör og tækjabrunnar hugsaðir fyrir búnað sem sinnir sjálfkeyrandi bílum eru meðal nýjunga í breikkun hringvegarins milli Gljúfurholtsár í Ölfusi og Selfoss. Góður gangur er í framkvæmdum og smám saman er hin endanlega mynd á verkefninu að koma í ljós. Vegur og fimm brýr Alls er umræddur kafli 7,2 km langur 2-1 vegur, auk þess sem fimm steyptar brýr og undirgöng ásamt tvennum reiðgöngum úr stáli eru hluti verksins. Einnig bætast við tengivegir, svo innáakstur af t.d. af- leggjurum við sveitabæi með til- heyrandi slysahættu leggst af. Íslenskir aðal- verktakar annast framkvæmdir í Ölfusinu og nú eru um 50 menn frá fyrirtækinu við störf á svæð- inu. „Verkinu miðar vel og gangurinn í þessu er góður,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson verkefnisstjóri. Til verka eru notaðar fimm beltagröfur, þrjár jarðýtur og jafn margar búkollur, tveir valtarar, níu vöru- og malar- flutningabílar, byggingarkranar og fleira. Tækjamenn eru fjömennastir í starfsmannahópnum, en tíu karlar eru í brúarvinnuflokki. Nú er unnið að smíði brúar á hringveginum yfir Gljúfurholtsá, auk brúar á hliðarvegi og undirganga á nærliggjandi stað. Farg af veglínu Þunginn í jarðvinnunni nú er að verið er að moka fargi ofan af nýju veglínunni undir Ingólfsfjalli, milli afleggjarans að malarnámum í fjall- inu að gatnamótum hringvegar og Biskupstungnabrautar. Þau jarðefni eru flutt í Hellismýri þarna skammt frá, í vegstæði að nýrri brú yfir Ölf- usá sem stendur til að reisa á næstu árum. Að þessu loknu verður svo hafist handa um endanlegan frágang vegarins undir fjallinu, rúmlega eins kílómetra langs kafla, sem Ágúst væntir að verði tilbúinn í október nk., um hálfu ári fyrr en ætlað var. Einnig er nú verið að byggja upp veginn vestan Ingólfsfjalls sem ligg- ur að Gljúfurholtsá, vinna í teng- ingum á gatnamótum, hliðarvegum og hjólreiðastíg sem verður alla leið- ina milli Selfoss og Hveragerðis. Svona mætti áfram telja. Allt er eftir bókinni en endanleg verklok sam- kvæmt útboði eru í september 2023. Við Gljúfurholtsá er umferð um hringveginn nú beint um hjáleið og einnig eru í Ölfusinu hindranir til að halda niðri hraða. „Ökumenn hafa virt merkingar um lækkaðan há- markshraða. Nú finnst mér þó sem bílstjórar séu farnir að aka hraðar og taka framúrakstur við þessar erf- iðu aðstæður,“ segir Ágúst. Tækni morgundagsins „Verið er að búa nýjustu vegi í kringum höfuðborgarsvæðið með ídráttarrörum fyrir tækni morgun- dagsins, svo sem í framkvæmdum nú á Kjalarnesi og Ölfusinu. Við er- um að búa í haginn fyrir framtíðina,“ segir Guðmundur Valur Guðmunds- son, framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Vegagerðarinnar, í samtali við Morgunblaðið. Ídráttarrör fyrir tækni morgundagsins eru í nokkrum nýlegum vegum á landinu, svo sem á Reykjanesbraut. Í Ölfusinu eru tækjabrunnarnir á um það bil 500 metra millibili og lagnirnar eru í bili milli vegreina. „Nei, við í Vegagerðinni vitum ekki frekar en aðrir hvenær sjálf- keyrandi bílar, sem eru ein birting- armynd fjórðu iðnbyltingarinnar, komast í gagnið. En möguleikinn til að geta svarað nýjum áskorunum þarf að vera til staðar, eins og þarna er gert,“ segir Guðmundur Valur. Morgunblaðið/Unnur Karen Vegavinna Um 50 manns vinna að framkvæmdum í Ölfusi og tækjaflotinn er fimm beltagröfur, þrjár jarðýtur og jafn margar búkollur, tveir valtarar og níu vöru- og malarflutningabílar. Lagnir í vegi fyrir sjálfkeyrandi bíla - Nýr Suðurlandsvegur í Ölfusi er tækjum hlaðinn - 2+1 og vinnan gengur vel - Svara áskorunum Ágúst Jakob Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.