Morgunblaðið - 03.07.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2021
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Miklar og ítarlegar kröfur eru gerð-
ar til rekstraraðila hoppukastala.
Starfsemin er starfsleyfisskyld að
sögn Herdísar Storgaard, verkefna-
stjóra hjá Miðstöð slysavarna barna.
„Skrímslið“ á Akureyri, þar sem
slys varð á fimmtudag, ætti að starfa
á grundvelli starfsleyfis frá Reykja-
vík en rekstraraðilum hefur láðst að
framvísa því starfsleyfi til Heilbrigð-
iseftirlits Akureyrar. Herdís þekkir
staðlana sem stuðst er við í tengslum
við starfsleyfi hoppukastala. Hún
hefur boðið lögreglunni á Akureyri
aðstoð við rannsókn málsins.
Herdís segir að kröfurnar sem
gerðar eru til svona tækja séu mjög
strangar. Þar komi fram hvers konar
festingar eigi að nota og með hvaða
hætti skuli reka þær niður. Einnig
fylgir svona hoppuköstulum ákveð-
inn vindmælisskali sem miðað er við
en hann er mismunandi eftir stærð
kastalans. Gerð er krafa um að ör-
yggisfulltrúi sé á vakt sem fylgist vel
með sviptingum í vindi.
Staðlarnir endurskoðaðir
Í staðlinum er, að hennar sögn,
sérstaklega tekið fram hversu oft
þessi öryggisfulltrúi eigi að taka
stöðuna á vindinum. Þá ber hann
einnig ábyrgð á að athuga festingar
reglulega, athuga mótorinn og mæla
loftþrýstinginn í hoppukastalanum.
Þessar athuganir eigi að fram-
kvæma oft yfir daginn. Viðbragðs-
áætlun þurfi að vera tiltæk ef eitt-
hvað er ekki eins og það á að vera.
Ekki er langt síðan þessir staðlar
voru endurskoðaðir og heilmiklu
bætt við þá, einmitt í tengslum við
festingar og vindmælingar. Herdís
segir að það hafi verið gert í kjölfar
dauðaslysa á börnum, sem urðu í
Ástralíu og Bretlandi, vegna þess að
hoppukastalar tókust á loft og
steyptust til jarðar, eins og gerðist á
Akureyri á fimmtudag.
Öryggisfulltrúi skuli athuga vind
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
Helgi Laxdal, vélfræðingur og
fyrrverandi forseti Norræna
vélstjórasambandsins, gerir að um-
talsefni í grein í Morgunblaðinu í
gær fréttaflutning af
mannaráðningum og
stólaskiptum í kaup-
sýslu og stjórnkerfi á
Íslandi og veltir fyrir
sér hvers vegna sam-
bærilegar fréttir séu
ekki sagðar úr
sjávarútvegi.
- - -
Þar fylgi ekki síður ábyrgð og rek-
ur hann að það taki tíu ár að
öðlast réttindi til þess að gegna starfi
yfirvélstjóra á fullkomnustu skip-
unum. Skiptist það í „fimm ára stíft
bóknám sem komið er á háskólastig,
m.a. í Danmörku, og um tveggja ára
nám á viðurkenndu vélaverkstæði
sem lýkur með sveinsprófi. Að þessu
loknu tekur við þriggja ára sigl-
ingatími á skipum með tilgreindum
vélbúnaði.“
- - -
Síðan spyr Helgi: „Hefur einhver
rekist á frétt sem greinir frá því
að þessi eða hinn skipstjórinn eða yf-
irvélstjórinn hafi skipt um starf, ver-
ið ráðinn af einu skipi yfir á annað?
Ég minnist þess ekki þótt við séum
að tala um skip/vinnustað sem kost-
ar allt að sex milljörðum og dregur
árlega að landi verðmæti sem geta
numið allt að tveimur milljörðum
króna. Vinnustað þar sem rafmagns-
framleiðslan er um sex megawött til
eigin þarfa sem svarar til orkunotk-
unar um 3.000 manna byggðarlags
hjá okkur.“
- - -
Í þessu samhengi má benda á að á
200 mílum, undirvef mbl.is, er
einmitt lögð áhersla á að segja fréttir
af þessu tagi og sömuleiðis fer mark-
viss fréttaflutningur af sjávarútvegi
fram á síðum Morgunblaðsins.
Ábending Helga um skekkju í frétta-
flutningi og -mati er engu að síður
þörf og réttmæt.
Helgi Laxdal
Réttmæt og
þörf ábending
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hólmsteinn T. Hólm-
steinsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri fé-
lagsins Möl og sandur á
Akureyri, lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 1. júlí síðast-
liðinn, sjötugur að
aldri.
Hólmsteinn var
fæddur á Akureyri 21.
júní 1951, sonur
hjónanna Hólmsteins
Egilssonar (1915-1995),
stofnanda Malar og
sands, og Margrétar
Sveinbjörnsdóttur
(1919-2005) húsfreyju. Hólmsteinn
átti þrjár systur, Erlu, Hugrúnu og
Margréti.
Hólmsteinn gekk í skóla á Akur-
eyri og varð stúdent frá MA árið
1971. Þaðan lá leiðin í Tækniskóla
Íslands og lauk hann prófi í bygg-
ingatæknifræði. Námsárin starfaði
hann í fyrirtæki föður síns og eftir
nám tók hann við sem fram-
kvæmdastjóri þess. Eftir sölu fyrir-
tækisins til nýrra eigenda starfaði
hann sem framkvæmdastjóri hjá
BM Vallá í Reykjavík til nokkurra
ára eða fram til 2013, en fjölskyldan
flutti á höfuðborgarsvæðið frá Akur-
eyri árið 2006.
Hólmsteinn var
virkur um tíma í bæj-
arpólitík á Akureyri
fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins og átti sæti í
ýmsum ráðum á veg-
um bæjarins. Hann sat
jafnframt í stjórnum
ýmissa fyrirtækja á
Akureyri, svo sem
Krossaness, Slipp-
stöðvarinnar og Stapa
lífeyrissjóðs. Hann var
einn af stofnendum
endurvinnslu- og at-
hafnafélagsins Úrbóta-
manna á Akureyri.
Hann var mikill náttúrunnandi og
laxveiðimaður. Hann sat í stjórn
Laxárfélagsins ásamt því að vera
gjaldkeri félagsins frá 1986.
Hann var virkur iðkandi og þjálf-
ari í Sundfélaginu Óðni á Akureyri
og keppnismaður í sundi. Keppti síð-
ar undir merki félagsins í blaki. Eft-
irlifandi eiginkona Hólmsteins er
Rut Ófeigsdóttir, fyrrverandi skrif-
stofustjóri hjá sýslumanninum á Ak-
ureyri. Synir þeirra eru Ófeigur
Tómas og tvíburarnir Egill Orri og
Einar Már.
Útför hans fer fram frá Bústaða-
kirkju föstudaginn 9. júlí kl. 10 ár-
degis.
Andlát
Hólmsteinn
T. Hólmsteinsson